Ferill 44. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 44 – 44. mál.



Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um íslenskukennslu erlendis.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



1.      Við hvaða erlendar menntastofnanir á háskólastigi er kennd íslenska eða íslensk fræði?
2.      Hverjar þeirra njóta stuðnings íslenskra aðila, opinberra eða annarra, og hvernig er þeim stuðningi háttað?
3.      Hefur íslenska verið lögð niður sem kennslugrein við einhverjar erlendar menntastofnanir á síðustu tíu árum? Ef svo er, hverjar eru þær stofnanir, hvenær gerðist það og hvaða upplýsingar hefur menntamálaráðuneytið um ástæður þessa?


Skriflegt svar óskast.