Ferill 46. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 46 – 46. mál.



Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um öryggismál í skólum.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að fræðsla sem miðar að því að draga úr slysum á börnum í skólum verði hluti af námsefni grunnskólans?
2.      Hyggst ráðherra vinna að því að settar verði sérstakar reglur um öryggismál í skólum, svo sem þjálfun kennara og gæslumanna í skyndihjálp, neyðarbúnað og annað sem varðar öryggi skólabarna?