Ferill 52. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 52 – 52. mál.



Skýrsla



fjármálaráðherra um skilabréf og greinargerð jaðarskattanefndar.

(Lögð fram á Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)


INNGANGUR

    Í þessari skýrslu er að finna greinargerð jaðarskattanefndar ásamt skilabréfi formanns nefndarinnar. Í greinargerðinni er fjallað um þróun tekjuskattskerfisins og lýst hvernig jaðar áhrif þess og ýmissa bóta hafa breyst í gegnum tíðina. Jafnframt er þar að finna alþjóðlegan samanburð. Í skilabréfinu er gerð grein fyrir tilefni nefndarskipunarinnar, störfum hennar og umræðum. Þar kemur einnig fram að nefndarmenn voru sammála um að starfi nefndar innar væri lokið. Af þessum ástæðum tel ég eðlilegt að leggja greinargerð nefndarinnar ásamt skilabréfi fram á Alþingi.
    Eins og fram kemur í skilabréfinu ræddi nefndin ýmsar leiðir til að draga úr jaðaráhrifum skatta- og bótakerfisins. Í beinum tengslum við undirbúningsstarf nefndarinnar og gerð kjarasamninga lögfesti Alþingi síðastliðið vor umtalsverða lækkun tekjuskatts einstaklinga. Auk þess var lögfest að skattleysismörk skyldu hækka um 2,5% á ári næstu þrjú ár. Loks kemur til framkvæmda á næsta ári breyting á barnabótakerfinu þegar allar barnabætur verða tekjutengdar, en skerðingarhlutföll jafnframt lækkuð. Þessar breytingar koma í kjölfar fyrri ákvörðunar um að undanþiggja lífeyrisiðgjöld launþega skattlagningu, sem kom til fram kvæmda á árunum 1995 og 1996, auk þess sem verulega var dregið úr jaðaráhrifum barna bótakerfisins þegar á árinu 1996 með lækkun skerðingarhlutfalla.
    Til viðbótar þessum ákvörðunum ákvað ríkisstjórnin síðastliðið vor breytingar á bótum almannatrygginga, en með þeim er verulega dregið úr jaðaráhrifum almannatrygginga kerfisins, meðal annars varðandi uppbót á lífeyri vegna lyfjakostnaðar og niðurfellingu á afnotagjaldi ríkisútvarpsins. Þá er einnig ástæða til að vekja athygli á því að stjórnvöld hafa nýverið ákveðið að draga úr jaðaráhrifum í námslánakerfinu með lagabreytingu sem lækkar endurgreiðsluhlutfall lána úr 7% í 4,75%.
    Af framangreindu er ljóst að ríkisstjórnin hefur nú þegar stigið mikilvæg skref í þá átt að lækka jaðarskatta og draga úr tekjutengingu. Þótt starfi jaðarskattanefndar sé lokið munu stjórnvöld áfram skoða skattkerfið með tilliti til hugsanlegra breytinga í framtíðinni. Því hef ég ákveðið að fela nýrri nefnd að skoða þróunina í skattamálum hér á landi og erlendis og safna saman upplýsingum sem lagt geta grunn að stefnumörkun og þar með æskilegum breytingum á skattkerfinu.

Friðrik Sophusson.




SKILABRÉF

Fjármálaráðherra
Friðrik Sophusson

    Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar er gert ráð fyrir endurskoðun á ýmsum veigamiklum þáttum skattkerfisins, sbr. eftirfarandi:
     „Að taka upp samstarf við aðila vinnumarkaðarins um endurskoðun á skattkerfinu með það að markmiði að draga úr skattsvikum, lækka jaðarskatta, einfalda skattkerfið og auka jafnræði innan þess. Með skattaívilnunum verði almenningur hvattur til að leggja áhættufé í atvinnufyrirtæki. Undirbúningi þessara skattbreytinga verði lokið á árinu 1996.“
    
Í byrjun árs 1996 skipaði fjármálaráðherra nefnd til að endurskoða skattkerfið með fyrrgreind markmið að leiðarljósi og gera tillögur um málið. Tilefni þessarar endurskoðunar var margþætt, meðal annars þær miklu breytingar sem höfðu orðið á tekjuskattskerfinu frá því að staðgreiðslan var tekin upp í ársbyrjun 1988. Þannig hafði skatthlutfallið hækkað úr 35,2% í tæplega 42%. Þá hefur vægi tekjutengdra bóta verið aukið og þar með hafa jaðar áhrif skattkerfisins orðið enn meiri. Loks hefur verið tekinn upp sérstakur 5% skattur (hátekjuskattur) á tekjur yfir ákveðnum mörkum. Allar þessar breytingar hafa breytt ýmsum grundvallarviðmiðunum í tekjuskattskerfinu og í mörgum tilvikum raskað innbyrðis hlutföllum og markmiðum þess. Þá voru þær raddir sífellt háværari sem töldu að þetta kerfi drægi úr vinnuframlagi og stuðlaði að skattsvikum og því væri þörf á úrbótum.
    Í nefndina voru skipaðir:
         Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti, formaður nefndarinnar,
        Benedikt Davíðsson þáverandi forseti ASÍ, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands,
         Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur, tilnefnd af BSRB,
         Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af VSÍ,
         Hjálmar Árnason, alþingismaður, tilnefndur af Framsóknarflokki.
         Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður, tilnefndur af Sjálfstæðisflokki,
         Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
         Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri, fjármálaráðuneyti,
         Indriði H. Þorláksson, skrifstofustjóri, fjármálaráðuneyti, og
         Snorri Olsen, þáverandi ríkisskattstjóri.
    Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ tók síðan sæti í nefndinni í stað Benedikts Davíðssonar.
Auk þess sátu Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur, varamaður ASÍ og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri, varamaður VSÍ, fundi nefndarinnar. Þá sótti Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fundi nefndarinnar í fjarveru Vil hjálms Þ. Vilhjálmssonar. Með nefndinni störfuðu Bragi Gunnarsson og Maríanna Jónas dóttir, bæði deildarstjórar í fjármálaráðuneytinu. Nefndin hélt 19 fundi, en jafnframt var unnið í minni hópum milli funda.

I. Starf nefndarinnar.
    Í starfi sínu fjallaði nefndin um ýmsar leiðir til þess að sníða þá annmarka af tekjuskatts kerfinu sem henni er ætlað samkvæmt erindisbréfinu. Þar hafa allir þættir þess verið lagðir undir, skatthlutföll, persónu-, sjómanna- og hlutabréfaafsláttur, barnabætur, barnabótaauki, vaxtabætur o.fl. Lagðar voru fram margvíslegar greinargerðir um þróun skattkerfisins hér á landi á undanförnum árum, stöðuna nú samanborið við önnur ríki OECD og kynntar ýmsar samanburðartölur um skatthlutföll, skattleysismörk, bótagreiðslur o.fl. Þá hefur verið velt upp spurningum um hverjir séu meginstraumar í skattlagningu annarra þjóða og hvað megi læra af reynslu þeirra. Jafnframt hefur verið rætt um ýmsa þætti sem lúta að jafnræði í skattamálum, skattsvikum og aðgerðir gegn þeim o.fl. Þessu efni eru gerð nánari skil í meðfylgjandi greinargerð.
    Í febrúar kynntu formenn landssambanda ASÍ hugmyndir sínar um breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Lagt var til að tekið yrði upp nýtt og lægra skattþrep, en þau tvö þrep sem í gildi voru héldust óbreytt. Jafnframt voru settar fram hugmyndir um að dregið yrði úr jaðar áhrifum barnabóta og vaxtabóta, án þess að þær væru fullmótaðar. Í kjölfar þessa boðaði ríkisstjórnin aðgerðir í skattamálum sem fólu í sér 4% lækkun tekjuskatts í áföngum og breytingar á barnabótakerfinu. Jafnframt kynnti ríkisstjórnin hugmyndir sínar um breytingar á vaxtabótakerfinu, en þær hlutu ekki hljómgrunn. Þessar breytingar voru í samræmi við þær hugmyndir sem helst voru ræddar í nefndinni án þess þó að nefndarmenn tækju formlega afstöðu til þeirra. Þegar ríkisstjórnin hafði kynnt tillögur sínar í skattamálum, lýstu ASÍ og BSRB yfir andstöðu við þá aðferð sem höfð var við framkvæmd skattalækkunarinnar, um leið og ASÍ ítrekaði fyrri tillögur sínar um skattbreytingar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að vaxtabótunum frátöldum, voru síðan lögfestar á Alþingi í maí og hefur fyrsti áfangi þegar komið til framkvæmda.

II. Umræður í nefndinni.
    
Hér á eftir er í stuttu máli fjallað um þær hugmyndir sem helst voru ræddar í nefndinni, án þess að einstakir nefndarmenn tækju formlega afstöðu til þeirra.

1. Skatthlutfallið lækki í áföngum. Í upphafi nefndarstarfsins var talsvert rætt um róttækar breytingar á tekjuskattskerfinu þar sem skatthlutfallið yrði lækkað verulega. Eftir vandlega skoðun á uppbyggingu gildandi kerfis virtist ljóst að þessi möguleiki væri tæpast fyrir hendi nema með því að lækka persónuafslátt og fella niður eða lækka verulega aðra afsláttarliði og bótagreiðslur. Þannig kostar lækkun tekjuskatts um 1 prósentustig að óbreyttum persónu afslætti (hærri skattleysismörkum) ríkissjóð 2,3 milljarða króna á ári. Á sama hátt kostar lækkun tekjuskatts um 1 prósentustig að óbreyttum skattleysismörkum (persónuafsláttur er lækkaður á móti lækkun hlutfallsins) ríkissjóð 1,3 milljarða króna árlega. Á hinn bóginn sparar lækkun skattleysismarka um 1.000 krónur á mánuði (420 króna lækkun á persónu afslætti) ríkissjóði 800 m. kr. árlega að öðru óbreyttu. Í þessu samhengi var skoðað að taka upp eitt eða fleiri skattþrep sem væru umtalsvert lægri en almenna skattþrepið er í dag. Jafn framt ræddi nefndin mögulega lækkun persónuafsláttar (skattleysismarka).
    Eftir talsverðar umræður í nefndinni þótti einsýnt að ekki næðist samstaða um svo rót tækar breytingar. Talið var fullvíst að mikil og almenn andstaða væri gegn lækkun skatt leysismarka, þrátt fyrir almenna lækkun á skatthlutfalli. Sama væri upp á teningnum varð andi afnám eða lækkun annarra afsláttar- eða bótaliða. Að þessum forsendum gefnum verður svigrúm til breytinga á skatthlutfalli verulega skert. Þá voru flestir nefndarmanna á því að tæplega lægju rök fyrir fjölgun skattþrepa þar sem slíkt flækir framkvæmd staðgreiðslunnar og kallar í reynd á nýtt kerfi. Raunhæfara væri að ræða breytingar sem gengju skemur og miðuðu við sem næst óbreytt fyrirkomulag hvað persónuafslátt/skattleysismörk varðar. Sú leið sem helst var talin fær var að lækka almenna skatthlutfallið í nokkrum áföngum. Þar var meðal annars nefnd þriggja prósentustiga lækkun á þremur árum að óbreyttum skattleysis mörkum. Að öðru óbreyttu mundi sú lækkun kosta ríkissjóð 4 milljarða króna á ári þegar hún væri að fullu komin til framkvæmda.
    Þá ræddi nefndin einnig um mögulegar leiðir til að mæta væntanlegu tekjutapi vegna breytinga á hlutfallinu, að frátöldu því svigrúmi sem þegar var fyrir hendi, meðal annars vegna frystingar persónuafsláttar og bótaliða í fjárlögum yfirstandandi árs. Meðal þeirra var afnám hlutafjárafsláttar á næstu árum, ráðstöfun tekna af fjármagnstekjuskatti, breytingar á persónuafslætti, sjómannaafslætti, bótagreiðslum o.fl. Skoðanir nefndarmanna voru mjög skiptar varðandi þessi atriði.

2. Dregið úr tekjuskerðingu barnabóta. Ýmsar leiðir voru ræddar til breytinga á barnabótum, en fæstar þeirra þóttu fýsilegar. Þrjár meginleiðir voru þó skoðaðar nokkuð vandlega.
    Beinast lá við að skoða fyrst þá hugmynd að barnabætur yrðu almennt ótekjutengdar með svipuðu sniði og í nágrannalöndunum. Í því felst að í stað tekjujafnandi barnabóta kæmi fastur framfærslustyrkur með hverju barni óháður fjárhagslegum aðstæðum hverju sinni. Á árinu 1996 námu heildargreiðslur barnabóta tæplega 5 milljörðum króna. Þar af voru tekju tengdar barnabætur tæplega helmingur, eða nálægt 2,2 milljörðum króna. Þá eru greiðslur barnabóta mjög háðar stærð og fjárhagsaðstæðum fjölskyldna, auk þess sem aldur barna skiptir töluverðu máli. Enn fremur er talsverður munur á greiðslum barnabóta eftir hjú skaparstétt. Þannig getur munur á hæstu og lægstu bótum með einu barni numið nær 200 þús. kr. á ári. Á árinu 1996 voru meðalgreiðslur á hvert barn um 55 þús. kr. hjá hjónum, en kringum 153 þús. kr. hjá einstæðum foreldrum. Í eftirfarandi töflu er stillt upp samanburði á þessum meðaltölum og hæstu og lægstu bótum á hvert barn til frekari glöggvunar.

Greiðslur barnabóta árið 1996.

-Frávik frá meðaltali -

Árstölur
Hámarks-
bætur
þús. kr.
Lágmarks-
bætur
þús. kr.
Meðal-
bætur
þús. kr.

Hámark
þús. kr.

Lágmark
þús. kr.
I.     Hjón:
        Með fyrsta barni yngra en 7 ára
132 39 55 -77 16
        Með fyrsta barni eldra en 7 ára
102 9 55 -47 46
        Með öðrum börnum yngri en 7 ára
152 59 55 -97 4
        Með öðrum börnum eldri en 7 ára
122 29 55 -67 26
II.     Einstæðir foreldrar:
        Með fyrsta barni yngra en 7 ára
171 70 153 -18 83
        Með fyrsta barni eldra en 7 ára
171 70 153 -18 83
        Með öðrum börnum yngri en 7 ára
206 105 153 -53 48
        Með öðrum börnum eldri en 7 ára
175 75 153 -22 78



    Af þessum tölum má ráða að verði tekju- og eignatenging barnabótaaukans afnumin og þeim fjármunum sem nú fara til greiðslu barnabóta, samtals tæplega 5 milljörðum króna, deilt jafnt niður á hvert barn, þó að teknu tilliti til hjúskaparstéttar, mundi það leiða til veru legrar tilfærslu frá þeim tekjulægri til hinna tekjuhærri. Þannig mundu barnabætur hjóna með tvö börn sem hafa 100 þús. kr. í laun á mánuði, lækka um 10 þús. kr., eða 10%, en barna bætur hjóna með 400 þús. kr. mánaðartekjur hækka um 6 þús. kr. Verði hins vegar farin sú leið að tryggja þeim tekjulægstu sömu barnabætur og greiddar eru í dag með því að viðhalda hámarksbótum mundi það kosta ríkissjóð 4,3 milljarða króna á ári. Tekjujöfnunaráhrifin af þeirri leið yrðu svipuð og af hinni fyrri, þ.e. þeir tekjuhærri njóta fyrst og fremst góðs af slíkri breytingu. Sé tekið sama dæmi og áður mundu hjón með tvö börn og 100 þús. kr. á mánuði fá sömu barnabætur og áður; eða tæplega 19 þús. kr. mánaðarlega, en barnabætur hjóna með um 400 þús. kr. í mánaðarlaun mundu hækka sexfalt, þ.e. úr 3 þús. kr. í 19 þús. kr. á mánuði. Af þessum tölum sést hversu þungt tekjujöfnunin/tengingin vegur í barnabóta kerfinu hér á landi ólíkt því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Hún gerir það einnig að verkum að barnabætur til tekjulágra fjölskyldna eru mun hærri hér en í löndunum sem við berum okkur helst saman við.
    Þá var rædd sú hugmynd að skattleggja barnabætur til að vega á móti þeim kostnaði sem af afnámi tekjuskerðingarinnar hlytist. Ljóst er að með almennri skattlagningu barnabóta að óbreyttum fjárhæðum mætti fjármagna töluverðan hluta af hækkuninni, eða 3½ milljarð króna, væru bæturnar skattlagðar með 42%. Sú aðferð bitnar hins vegar helst á þeim sem eru með tekjur undir meðallagi, eigi að halda bótafjárhæðum óbreyttum. Raunar má halda því fram að skattlagning bóta kalli samhliða á bratt fjölþrepa skattkerfi eigi að hlífa þeim sem minnst hafa.
    Í ljósi þess sem að framan er sagt staldraði nefndin því helst við þá hugmynd að fella almennu barnabæturnar, sem ekki eru tekjutengdar í dag, inn í tekjutengdu bæturnar um leið og dregið væri úr sjálfri tekjuskerðingunni. Þessi breyting veldur því að barnabætur til hinna tekjuhærri lækka og falla jafnvel alveg niður, en barnabætur annarra hækka vegna minni tekjuskerðingar eða standa í stað. Þannig var talið að barnabætur hjóna með meðaltekjur og þrjú börn gætu hækkað um allt að 6 þús. kr. á mánuði við breytinguna, eða sem svarar til 2½% af tekjum. Kostnaður við þetta fyrirkomulag yrði hinn sami og við gildandi kerfi. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að í slíkri breytingu felst ákveðin þversögn. Með henni er að vísu dregið úr hlutfallslegri skerðingu barnabóta, þ.e. jaðaráhrifin minnka, en um leið fjölgar þeim sem verða fyrir einhverri skerðingu þar sem allar barnabætur yrðu tekjutengdar. Með öðrum orðum, jaðaráhrif tekjutengingar barnabóta aukast í vissum tilvikum frá gildandi kerfi, þó svo að meðalbæturnar hækki. Sem dæmi má taka hjón með þrjú börn og tekjur kringum 300 þús. kr. á mánuði. Miðað er við að hámarksbætur með hverju barni verði þær sömu og áður, en dregið sé úr tekjuskerðingunni, eða úr 15% í 11% með þremur börnum.
    Í gildandi kerfi nýtur þessi fjölskylda eingöngu ótekjutengdra barnabóta, samtals 97 þús. kr. á ári, og eru jaðaráhrif þeirra engin. Það þýðir að þó fjölskyldan bæti við sig tekjum hefur sú viðbót engin áhrif á barnabæturnar. Að vísu gæti komið upp sú staða að tekjurnar lækkuðu það mikið að hjónin fengju tekjutengdan barnabótaauka. Samkvæmt þeirri hugmynd sem rædd var í nefndinni mundu barnabætur þessarar fjölskyldu hækka um 9 þús. kr. frá því sem nú er, en á móti kemur að bæturnar verða tekjutengdar og eru „jaðaráhrifin“ 11%. Hækki tekjur hennar til dæmis um 100 þús. kr. á ári lækka barnabæturnar um 11 þús. kr. Til samanburðar er einnig stillt upp dæmi um fjölskyldu af sömu stærð, en með 200 þús. kr. í mánaðarlaun, eða rétt undir meðallagi. Hjá þessari fjölskyldu gerist hins vegar hvoru tveggja í senn, jaðaráhrif barnabótanna lækka um 4%, jafnframt því að meðalbæturnar hækka.

Dæmi um barnabætur hjóna með þrjú börn, eitt yngra en 7 ára.



Árstölur í þúsundum króna Gildandi kerfi Tillaga Frávik
I.     Skattskyldar tekjur = 300 þús. kr. á mánuði

    Ótekjutengdar barnabætur
97 - -97
    Barnabótaauki/tekjutengdar barnabætur
- 106 106
    SAMTALS
97 106 9
    „Jaðaráhrif“ barnabóta
- 11% 11%
II.     Skattskyldar tekjur = 200 þús. á mánuði
    Ótekjutengdar barnabætur
97 - -97
    Barnabótaauki/tekjutengdar barnabætur
90 238 148
    SAMTALS
187 238 51
    „Jaðaráhrif“ barnabóta

15%
11% -4%




3. Dregið úr tekjuskerðingu vaxtabóta. Í nefndinni var mikið rætt um nauðsyn þess að stokka upp vaxtabótakerfið, enda illskiljanlegt og ómarkvisst, auk þess að ýta undir skulda söfnun. Þá voru nefndarmenn nokkuð sammála um að á kerfinu væru tveir megingallar sem brýnt væri að ráða bót á. Annars vegar eru óæskileg jaðaráhrif þess vegna tekjutengingar vaxtabóta, en þau nema 6% af framtöldum tekjum. Hitt er að í vaxtabótakerfinu felst ákveðinn hvati til skuldasöfnunar. Nefndarmenn ræddu helst þrjár leiðir til lausnar á þessum ágöllum vaxtabótakerfisins.
    Ein er sú að hverfa alfarið frá vaxtabótakerfinu og taka upp svipað fyrirkomulag og áður gilti með greiðslu fastrar, tímabundinnar fjárhæðar, þ.e. húsnæðisbóta, til einstaklinga sem eru að byggja eða kaupa íbúð í fyrsta sinn. Með þeirri breytingu væri horfið frá því megin markmiði gildandi kerfis að bæturnar séu bein niðurgreiðsla á vöxtum og háðar efnahags legum aðstæðum bótaþegans hverju sinni. Í staðinn kæmi tímabundið styrkjakerfi óháð efnum og aðstæðum hvers og eins. Nánari skoðun á þessari leið leiddi í ljós að til lengri tíma litið gæti slíkt kerfi dregið allverulega úr kostnaði ríkissjóðs vegna húsnæðisaðstoðar.
    Einstakir nefndarmenn töldu hins vegar að hér væri stigið fulllangt skref í átt til breytinga á kerfinu með því að varpa fyrir róða öllum viðmiðunum við efnahagslegar kringumstæður bótaþega. Einnig væri það skilyrði að styrkurinn miðaðist eingöngu við kaup á fyrstu íbúð of þröngt. Til lausnar þessum vanköntum var bent á þá leið að tengja bæturnar nettóeignar stöðu einstaklings með svipuðum hætti og gert er í gildandi kerfi, án sérstakra tímatak markana. Við það mundu meðalbætur þeirra efnameiri verða lægri en þeirra sem litlar eignir eiga. Ýmsir agnúar voru hins vegar taldir vera á þessu kerfi. Einn sá stærsti var hversu óljós aðgangur einstaklinga að slíku kerfi væri. Eina haldbæra viðmiðunin virðist vera eignarhald á íbúðarhúsnæði, þar sem viðkomandi einstaklingur/fjölskylda býr að staðaldri. Þá virðist kerfi án tímatakmarkana fremur auka á þennan vanda en hitt. Auk þess væri áfram fyrir hendi ákveðinn hvati til skuldsetningar í kerfinu sem og hætta á málamyndagerningum sem brýnt væri að losna við.
    Þriðja leiðin, sem rædd var nokkuð ítarlega í nefndinni, var að breyta vaxtabótakerfinu með því að hverfa frá eða draga verulega úr tekjutengingu, en setja inn sérstakan frádrátt sem tæki mið af fasteignamati. Í reynd væri hér um að ræða eins konar ígildi reiknaðrar leigu, sem er svipað kerfi og er í nágrannalöndunum. Í þessu fólst nokkurs konar lagfæring á gildandi kerfi með því að sniðnir væru af verstu agnúarnir án þess að horfið væri frá því meginmarkmiði þess að niðurgreiða vexti. Jafnframt varð mikil umræða um hvort ekki væri rétt að hafa vaxtabæturnar tímabundnar, til dæmis til 10 ára, án þess að niðurstaða fengist í málinu. Þó virtust flestir nefndarmenn á því að eðlilegt væri að takmarka bótagreiðslurnar að einhverju leyti í tíma.
    Skoðaðar voru margvíslegar útfærslur af þessu kerfi, meðal annars sú sem ríkisstjórnin kynnti í viðræðum sínum við aðila vinnumarkaðarins 10. febrúar síðastliðinn. Sú hugmynd var í meginatriðum tvíþætt. Annars vegar var lögð til lækkun á tekjutengingu vaxtabóta úr 6% í 3%, auk þess sem tenging þeirra við nettóeign var felld brott. Hins vegar kæmi frá dráttur frá vaxtagjöldum sem næmi 1,5% af fasteignamati. Þessar hugmyndir sættu mikilli gagnrýni hjá samtökum launafólks, einkum vegna þess að í vissum tilvikum leiddu þær til lækkunar á vaxtabótum tekjulægri fjölskyldna.
    Þá ber þess einnig að geta að í umræðum nefndarinnar um breytt vaxtabótakerfi voru ræddar ýmsar leiðir til þess að efla sparnað sem gæti nýst til húsnæðisöflunar. Meðal þess var hvort ekki væri ástæða til að viðhalda húsnæðissparnaðarreikningunum sem nú eru fallnir úr gildi, með nokkrum breytingum þó, til dæmis með því að binda heimildirnar við tiltekið aldursbil einstaklings (16–35/40 ára). Slíkt fyrirkomulag er til dæmis að finna í Noregi. Skiptar skoðanir voru hins vegar meðal nefndarmanna um ágæti þessa kerfis og hvort slíkt fyrirkomulag leiddi til aukins sparnaðar þegar á heildina er litið.

4. Önnur mál. Hér verður farið nokkrum orðum um ýmis önnur mál sem einnig komu til umræðu í nefndinni, án þess þó að fá jafnítarlega skoðun og þau sem fjallað er um hér að framan. Ástæðan er fyrst og fremst sú að flest þeirra varða fleiri hagsmunaaðila en þá sem áttu fulltrúa í nefndinni og því óhægt um vik að ræða þau í hörgul án beinnar þátttöku þessara aðila.

    a) Aðgerðir gegn skattsvikum.Eins og fram kemur í skipunarbréfi nefndinnar er eitt af markmiðum endurskoðunar á skattkerfinu að draga úr skattsvikum. Að ósk nefndarmanna gerði ríkisskattstjóri grein fyrir aðgerðum gegn skattsvikum á síðustu árum. Í máli hans kom fram að margvíslegum breytingum hefur verið hrint í framkvæmd að undanförnu sem treyst hafa skatteftirlit. Meginþorri þeirra á rætur að rekja til tillagna skattsvikanefndar sem skilaði skýrslu til fjármálaráðherra í september 1993. Þegar hafa verið gerðar nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum er varða aðgerðir gegn skattsvikum, en nokkuð virðist skorta á framkvæmd ýmissa sértækra aðgerða, meðal annars gegn svartri atvinnustarfsemi og að unnið sé að breyttum viðhorfum almennings til skattsvika.
    Í skýrslunni er lögð áhersla á nauðsyn þess að herða skatteftirlit og auka skattrannsóknir til að sporna við skattsvikum, en það verði tæpast gert nema með auknum mannafla. Enn fremur var bent á að breyta þyrfti áherslum skattyfirvalda í gildandi kerfi, þannig að unnt verði að fjölga fólki við skatteftirlit og skattrannsóknir. Aukin tæknivæðing, eins og skönnun á framtölum, skil einstaklinga og fyrirtækja á tölvutæku formi, stöðluð rekstrarframtöl fyrir tækja o.fl., ætti að skapa talsvert svigrúm varðandi nýtingu mannaflans á næstu árum og telur nefndin brýnt að það svigrúm verði nýtt til eflingar skatteftirlitinu. Á hinn bóginn kann að vera nauðsynlegt að hrinda af stað sérstöku átaki gegn skattsvikum sem kallað gæti á við bótarmannafla, að minnsta kosti tímabundið. Jafnframt þessu þarf að efla menntun og vitund starfsfólks skattyfirvalda gagnvart skattsvikum, til dæmis með auknu námskeiðahaldi o.fl. Frekari umfjöllun um einstakar tillögur er að finna í skýrslu ríkisskattstjóra í viðauka 2.

     b) Skil milli útsvars og tekjuskatts.Talsverð umræða varð í nefndinni um það hvort ástæða væri til að skilja á milli álagningar útsvars til sveitarfélaga og tekjuskatts til ríkisins. Upphafið að þessari umræðu var ábending fjármálaráðuneytisins á hlutdeild sveitarfélaga í tekjuskattslagningu einstaklinga, meðal annars vegna breyttrar verkaskiptingar. Í tengslum við þetta var rætt um sjálfstæði skattstofna hjá sveitarfélögum og ábyrgð ríkis á persónu afslættinum, en í framhaldi af því ræddu nefndarmenn um hvort eðlilegt væri að taka upp sér stakan persónuafslátt gagnvart útsvari sveitarfélaga. Það fyrirkomulag þekkist víða í nálæg um löndum og var raunar við lýði hér á landi fyrir daga staðgreiðslunnar.
    Í dag er útsvarið í reynd brúttóskattur gagnvart sveitarfélögunum, þ.e. þau fá óskerta í sinn hlut álagningu útsvars á allar tekjur, óháð því hvort þær eru undir skattleysismörkum eða ekki. Talið er að skatttekjur sveitarfélaga vegna einstaklinga undir skattleysismörkum nemi tæplega 4½ milljarði króna á árinu 1997. Í töflu 9 í viðauka kemur fram hvernig nýt ingu persónuafsláttar gagnvart útsvari var háttað í einstökum sveitarfélögum á árinu 1995.
    Fulltrúi sveitarfélaga taldi það ekki vera hlutverk jaðarskattanefndar, sem nefndin var jafnan kölluð, að gera einhverjar tillögur varðandi svo sérhæft og mikilvægt mál og breyting á þessu skattkerfi er. Mikil og tímafrek vinna hefði verið lögð í síðustu kerfisbreytingu sem sveitarfélögin hefðu komið að. Taldi hann að ef það væri vilji ríkisstjórnarinnar að gera svo viðamiklar breytingar á skattkerfinu þá þyrfti að taka það mál upp á réttum vettvangi, þ.e. á samráðsfundum ríkis og sveitarfélaga, á grundvelli yfirlýsingar sem fulltrúar þessara aðila hafa undirritað.

    c) Tekjutenging lífeyris, námslána o. fl. Eins og fram kom í áfangaskýrslu nefndarinnar til fjármálaráðherra í mars 1996 taldi hún æskilegt að samspil skattkerfis og tryggingakerfis yrði tekið til sérstakrar skoðunar, einkum með tilliti til þeirrar tekjutengingar sem þar er fyrir hendi.
    Síðastliðið vor gerði ríkisstjórnin breytingar á bótum almannatrygginga, þar sem jaðar áhrif tekjutengingar voru óeðlilega mikil, meðal annars varðandi uppbót á lífeyri vegna lyfja kostnaðar og niðurfellingu á afnotagjaldi RÚV. Með þeim breytingum sem stjórnvöld hafa nú ákveðið er verulega dregið úr jaðaráhrifum almannatryggingakerfisins, jafnframt því sem fleiri lífeyrisþegar munu njóta þessara greiðslna en áður.
    Sama gildir um tekjutengingu námslána, en nýverið ákváðu stjórnvöld að lækka endur greiðsluhlutfall lána úr 7% í 4,75%. Að lokum þarf að huga að brattri tekjutengingu húsa leigubótakerfisins og þar með miklum jaðaráhrifum þess, en það kerfi er á ábyrgðarsviði sveitarfélaga.

     d) Þjónustugjöld. Í umræðu nefndarinnar um mögulegar breytingar á tekjuskattskerfinu, meðal annars lækkun skattleysismarka, lagði fulltrúi ASÍ áherslu á að samhliða færi fram skoðun á aukinni notkun þjónustugjalda, einkum í heilbrigðiskerfinu. Þannig mætti hugsa sér að neikvæðum áhrifum lægri skattleysismarka á hag tekjulægri fjölskyldna yrði mætt með lækkun þjónustugjalda. Fljótlega varð hins vegar ljóst að ekki næðist samstaða, hvorki innan nefndarinnar né á hinum pólitíska vettvangi, um lækkun skattleysismarka og þar með var grundvöllur umræðu um breyttar áherslur í notkun þjónustugjalda ekki lengur fyrir hendi.

..............



    Í þessu skilabréfi hefur verið farið yfir meginatriðin í umræðum nefndarinnar, en í með fylgjandi greinargerð er nánari umfjöllun um einstök atriði, auk alþjóðlegs samanburðar o.fl. Nefndarmenn eru sammála um að með þessu sé starfi nefndarinnar lokið.

Reykjavík, 18. ágúst 1997.

Virðingarfyllst,
Ólafur Davíðsson, formaður.


GREINARGERÐ
l. Lýsing á núgildandi tekjuskattskerfi.

1.1 Inngangur.
    
Á síðustu tíu árum hefur íslenska skattkerfinu nánast verið umbylt. Ástæður þess eru einkum tvær. Annars vegar hefur aukið frjálsræði í milliríkjaviðskiptum stuðlað að vaxandi samkeppni á öllum sviðum sem aftur hefur kallað á aðlögun íslenska skattkerfisins til að treysta samkeppnisstöðu innlendra aðila gagnvart erlendum keppinautum. Hins vegar hefur verið leitast við að gera skattkerfið öflugra sem hagstjórnartæki. Skattkerfi, þar sem veltu skattar vega þungt og undanþágur eru margar, líkt og var á dögum söluskattsins, hefur tilhneigingu til að magna þær sveiflur sem verða í efnahagslífinu, ekki síst í litlu opnu hagkerfi eins og hér á landi. Með upptöku staðgreiðslu og einföldun á álagningu tekjuskatts einstaklinga árið 1988, ekki síst með fækkun skattþrepa, undanþágna og frádráttarliða, var stigið mikilvægt skref í átt til þess að draga úr þessum ágalla. Sömu sögu er raunar að segja um upptöku virðisaukaskatts í stað söluskatts.
    Hér á eftir er fjallað um helstu einkenni þess tekjuskattskerfis sem hér hefur verið við lýði frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp. Fyrst er lýst þeim markmiðum sem því var í upphafi ætlað að þjóna. Síðan er fjallað um þær breytingar sem gerðar hafa verið frá árinu 1988. Hér er annars vegar litið á helstu breytingar í tímaröð; hins vegar er fjallað um ein staka þætti tekjuskatts- og bótakerfisins í ljósi þessara breytinga. Í lok kaflans eru dregnir saman helstu þættir tekjuskattskerfisins og samspils þess við ýmsar bótagreiðslur og afsláttarliði, meðal annars í ljósi breytinganna frá 1988. Þessar breytingar hafa í ýmsum grundvallaratriðum raskað þeim meginmarkmiðum sem að var stefnt í upphafi og eru þannig í reynd orsök þeirrar endurskoðunar sem nefndinni var falið að gera tillögur um.

1.2 Upptaka staðgreiðslu árið 1988.
    Forsagan.
Í ársbyrjun 1988 komu til framkvæmda róttækar breytingar á tekjuskattslagningu einstaklinga. Þessar breytingar áttu sér langan aðdraganda og komu margir aðilar að undirbúningi þeirra, meðal annars fulltrúar ASÍ, VSÍ og allra stjórnmálaflokka. Í álitsgerð milliþinganefndar sem falið var að útfæra lokatillögur um breytinguna var almenn samstaða um meginmarkmiðin, þ.e. að gera skattlagninguna einfaldari, skilvirkari og auðskiljanlegri, þótt einstakir fulltrúar hefðu fyrirvara á útfærslu tiltekinna atriða.
    Það sem einkenndi gamla kerfið voru þrjú þrep í tekjuskatti, auk útsvars, og fjölmargir frádráttar- og afsláttarliðir. Kerfið var því mjög flókið og erfitt fyrir hinn almenna skattborg ara að átta sig á því hve mikið skyldi greiða í skatt hverju sinni. Það flækti enn frekar málið að tekjuskatturinn var lagður á með árstöf. Vegna flókinna álagningarreglna var því skatt greiðandanum sjaldnast ljóst hvort staða hans gagnvart ríkissjóði væri jákvæð eða neikvæð við endanlega álagningu og um leið hvaða tekjur hann hefði í raun til ráðstöfunar innan ársins.
    Nýja tekjuskattskerfið gerbreytti þessari mynd. Með tilkomu þess var í senn tekin upp staðgreiðsla á tekjuskatti ásamt því að álagningarreglur voru einfaldaðar, skattstofn breikk aður og bótagreiðslum breytt. Þessum breytingum má í meginatriðum lýsa þannig:
    –    Tekið var upp eitt skatthlutfall í stað fögurra áður, að meðtöldu útsvari ti1 sveitarfélaga.
    –    Skattstofn tekjuskatts var breikkaður með því að felldir voru niður ýmsir frádráttarliðir, eins og iðgjaldagreiðslur í lífeyrissjóði, stéttarfélagsgjöld, iðgjöld af líftrygg ingum, námsfrádráttur, gjafir til menningarmála, frádráttur vegna stofnunar heimilis o.fl.
    –    Í stað þessara frádráttarliða frá skattstofni og afslátta frá tekjuskatti og útsvari kom fastur skattafsláttur, persónuafsláttur, óháður hjúskaparstétt og stærð fjölskyldu. Jafnframt hækkaði persónuafslátturinn frekar til að draga úr áhrifum þess að skatt hlutfall á lægstu tekjur hækkaði.
    –    Sjómannafrádrætti var breytt í fastan skattfrádrátt á hvern lögskráðan dag.
    –    Útsvarshlutfallið var lækkað um leið og skattstofninn var breikkaður og útsvarsafslættir felldir niður, þannig að sveitarfélögin héldu því sem næst sömu tekjum fyrir og eftir breytingu.
    –    Ýmis smærri gjöld, svo sem sóknar- og kirkjugarðsgjald, sjúkratryggingagjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, voru felld inn í tekjuskattshlutfallið.
    –    Frádráttur vaxtagjalda vegna íbúðakaupa frá skattstofni var felldur niður, en í staðinn var tekinn upp sérstakur tímabundinn skattafsláttur, vaxtaafsláttur. Jafn framt voru teknar upp húsnæðisbætur til þeirra sem voru að kaupa eða byggja í fyrsta sinn.
    Við undirbúning þessara breytinga var gengið út frá þeirri meginforsendu að skattbyrði einstaklings/fjölskyldu héldist sem næst óbreytt þegar á heildina er litið. Þegar upp var staðið mátti greina breytingarnar í eftirfarandi þrjá meginþætti:
*      Skattleysismörk einstaklinga hækkuðu verulega.
*      Lægsti jaðarskattur hækkaði um tæplega 7%, úr 28% í 35%.
*      Hæsta skattþrepið lækkaði um ríflega þriðjung, úr 56% í 35%.

     Markmið breytinganna. Auk þess að taka upp staðgreiðslu tekjuskatts og einfalda álagninguna má segja að eitt meginmarkmiðið með breytingunni hafi verið að auka milli færslu- og tekjujöfnunarhlutverk tekjuskattskerfisins. Þetta verkefni var ekki auðleyst þegar jafnframt var verið að fækka skattþrepum, og þar með lækka jaðarskatta hinna hærri launuðu og hækka jaðarskatta hinna sem lægri höfðu launin. Til að leysa þetta vandamál var gripið til þess ráðs að hækka skattleysismörkin verulega með því að hækka persónuafsláttinn. Mikil hækkun á persónuafslætti dró úr áhrifum hærra skatthlutfalls og leiddi til þess að skattbyrði hinna lægst launuðu minnkaði og þeim fjölgaði sem ekki greiddu tekjuskatt. Samspil per sónuafsláttar og eins skatthlutfalls varð til þess að skattlagning jókst smám saman eftir því sem tekjur voru hærri. Þannig má segja að skatthlutföllin hafi í reynd verið óteljandi þar sem skatturinn var stighækkandi. Það átti síðar eftir að koma í ljós að þessi aðferð var ekki alveg gallalaus þótt hún liti vel út í upphafi. Þá juku tekjutengdu bæturnar, þ.e. barnabótaauki og vaxtaafsláttur (síðar vaxtabætur) tekjujöfnunaráhrif kerfisins enn frekar.

Breytingar á skattleysismörkum og jaðarskatti einstaklings 1986–88.

1986
þús. kr.
1988
þús. kr.
Breyting
%
Skattleysismörk
197 530 170,0
Lægsti jaðarskattur, %

28,3
35,2 6,9
Hæsti jaðarskattur,%
56,3 35,2 -21,1
Til samanburðar:
Meðallaun einstaklings
390 686 75,9
Skattleysismörk sem % af meðallaunum
50,5
77,3 26,8
Skattbyrði m.v. meðallaun, %
7,9 8,0 0,1
Þar af útsvar, %
6,9 6,7 -0,2

1) Meðallaun einstaklings árið 1985, þ.e. skattgrunnur ársins 1986, námu 295 þús. kr. árlega.

1.3 Helstu breytingar frá 1988.
    Yfirlit.
Ekki leið langur tími þar til farið var að breyta hinu nýja álagningarkerfi. Reyndar lætur nærri að kerfinu hafi verið breytt að jafnaði einu sinni á ári frá árinu 1988. Þessar breytingar hafa verið af ýmsu tagi og snerta nánast alla þætti tekjuskattskerfisins. Þannig hefur skatthlutfallið verið hækkað, bæði tekjuskattur til ríkisins og útsvar til sveitarfélaga. Persónu-, sjómanna- og hlutafjárafslætti, svo og frádrætti vegna húsnæðissparnaðar hefur einnig margsinnis verið breytt, bæði til hækkunar og lækkunar. Sömu sögu er að segja af barnabótum, barnabótaauka og vaxtabótum. Loks hefur verið tekinn upp sérstakur skattur á hærri tekjur og þannig í reynd verið bætt við nýju skattþrepi.
    Óhætt er að fullyrða að þessar breytingar hafi í ýmsum grundvallaratriðum raskað þeim meginmarkmiðum sem að var stefnt í upphafi. Auk þess að vera tíðar, þá hafa þær oft tengst breytingum á öðrum sköttum, meðal annars í tengslum við gerð kjarasamninga. Hér má nefna hækkun útsvars, lækkun persónuafsláttar, upptöku sérstaks 5% tekjuskatts o.fl. sem kom á móti niðurfellingu aðstöðugjalds og hækkun tekjuskatts vegna lækkunar virðisaukaskatts af matvælum. Samanburður á skatthlutföllum og persónuafslætti í einangrun segir því ekki allt um heildaráhrif breytinganna á kjör einstaklinga.
    Hér á eftir er í stuttu máli farið yfir helstu breytingar í tímaröð, frá árinu 1988 til síðustu áramóta.
     Tekjuárið 1989. Í árslok 1988 var tekjuskattshlutfallið hækkað um 2,3%, þ.e. úr 28,5% í 30,8%. Þótt persónuafsláttur hafi hækkað í takt við verðlag leiddi hækkun skatthlutfallsins til lækkunar skattleysismarka. Jafnframt var ákveðið að hverfa frá sjálfvirkri verðuppfærslu á persónuafslætti, þ.e. í takt við lánskjaravísitölu um hver áramót, og gera breytinguna að sjálfstæðri ákvörðun hverju sinni. Ákvæði laganna um verðuppfærslu afsláttar- og bótaliða á miðju ári hélst hins vegar óbreytt.
     Tekjuárið 1990. Annað árið í röð var tekjuskattshlutfallið hækkað verulega, eða um 2%, og hafði þá hækkað um 4,3% á tveimur árum. Þrátt fyrir að persónuafsláttur hafi einnig í þetta sinn verið hækkaður í takt við verðlag leiddi þetta til lækkunar skattleysismarka frá því sem orðið hefði að óbreyttu skatthlutfalli. Á þessu ári varð einnig veruleg breyting á hús næðisaðstoð hins opinbera með upptöku vaxtabótakerfisins, en það kom í stað gamla vaxta afsláttarkerfisins og svonefndra húsnæðisbóta. Þessi breyting var í reynd hluti af þeirri kerfisbreytingu sem gerð var á húsnæðislánakerfinu um sama leyti með upptöku húsbréfa kerfisins.
     Tekjuárið 1992. Umtalsverð breyting varð á barnabótakerfinu í þá veru að auka vægi tekjutengdra barnabóta, en draga úr vægi ótekjutengdra barnabóta. Samanlagt leiddu þessar breytingar til nokkurrar lækkunar barnabóta í heild.
     Tekjuárið 1993. Í tengslum við gerð kjarasamninga haustið 1992 var gripið til umfangsmikilla efnahagsaðgerða. Þar skipti mestu ákvörðun um að fella niður aðstöðugjald, mikil vægan tekjustofn sveitarfélaga sem lagt var á fyrirtæki í landinu, og stórauka vegafram kvæmdir. Til þess að bæta sveitarfélögum tekjutap vegna niðurfellingar aðstöðugjalds var tekjuskattshlutfallið hækkað um 1,5% á árinu 1993. Einnig var gripið til þess ráðs að skerða nokkuð framlög til vaxtabóta auk þess sem persónuafsláttur var lækkaður. Loks var ákveðið að taka upp tímabundna álagningu 5% sérstaks skatts á tekjur yfir tilteknum mörkum (há tekjuskatt). Þessi fjármögnun var síðan yfirfærð til sveitarfélaga í formi 80% af álögðu að stöðugjaldi. Árið eftir var tekjuskattshlutfallið lækkað að nýju um 1,5%, en samhliða því var hámarkshlutfall útsvars hækkað um 1,7%. Hér var hins vegar ekki um eiginlega skattahækk un að ræða þar sem talið var að niðurfelling aðstöðugjalds hefði lækkað almennt vöruverð í landinu um 1,5%, eða svipað og hækkun útsvars.
     Tekjuárið 1994. Í tengslum við gerð kjarasamninga var ákveðið að lækka virðisaukaskatt af matvælum úr 24,5% í 14%. Tekjutapi ríkissjóðs vegna þessarar ákvörðunar var að nokkru mætt með 0,35% hækkun tekjuskattshlutfallsins, en að hluta með því að halda persónu afslætti og öðrum bótagreiðslum óbreyttum.
     Tekjuárið 1995. Í tengslum við gerð kjarasamninga var ákveðið að lífeyrisiðgjöld launþega yrðu undanþegin álagningu tekjuskatts og kom breytingin til framkvæmda frá apríl 1995 til júlí 1996. Þessi breyting jafngildir 1,5–1,7% lækkun tekjuskattshlutfallsins og var þannig í reynd skref í átt til þess að lækka jaðarskatta.
     Tekjuárið 1996. Í því skyni að draga úr jaðaráhrifum tekjuskattskerfisins var ákveðið að lækka verulega tekjuskerðingu barnabótaaukans, jafnframt því sem sett var á hana hámark sem miðaðist við þrjú börn eða fleiri. Enn fremur var ákveðið að mæta tekjutapi ríkissjóðs vegna skattfrelsis lífeyrisiðgjalda með því að halda persónuafslætti og öðrum bótagreiðslum óbreyttum á árinu 1996. Það var síðan sjálfstæð ákvörðun að nema úr gildi sjálfvirka verð uppfærslu nær allra liða í tekjuskattskerfinu hinn l. júlí ár hvert, en með því voru breytingar á einstökum þáttum þess alfarið gerðar að sjálfstæðum ákvörðunum hverju sinni.

1.4 Helstu einkenni núgildandi tekjuskattskerfis.
    Hlutfall tekjuskatts og útsvars.
Eins og komið hefur fram hefur staðgreiðsluhlutfallið, þ.e. samanlagt hlutfall tekjuskatts og útsvars, hækkað um nálega fimmtung frá því að stað greiðslan var tekin upp í ársbyrjun 1988, eða úr 35,2% í tæplega 42%. Þessi hækkun varð að mestu leyti á fyrstu tveimur árunum eftir gildistöku staðgreiðslunnar, en þá hækkaði skatt hlutfallið úr 35,2% í 39,8%. Frá þeim tíma hafa þrívegis orðið breytingar á hlutfallinu eins og áður hefur verið lýst. Fyrst í tengslum við niðurfellingu aðstöðugjalds árið 1993, en í staðinn fengu sveitarfélög auknar heimildir til að hækka útsvar, eða um 1,7% að hámarki. Sú hækkun kom þó ekki til framkvæmda fyrr en árið 1994, en ríkissjóður fjármagnaði fjár þörf sveitarfélaga á árinu 1993 meðal annars með tímabundinni hækkun á tekjuskattshlut fallinu, hátekjuskatti og lækkun persónuafsláttar. Í öðru lagi varð lítils háttar hækkun á skatt hlutfalli ríkisins í ársbyrjun 1994, eða um 0,35%, til að mæta hluta af tekjutapi vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvælum. Þriðja breytingin kom síðan til framkvæmda um síðustu áramót með aukinni hlutdeild sveitarfélaga í tekjuskattslagningu einstaklinga vegna yfirtöku þeirra á rekstri grunnskólans og um leið minnkaði hlutdeild ríkissjóðs.
    Í upphafi árs 1997 var staðan sú að almenna skatthlutfallið í staðgreiðslu var 41 ,98%. Þar af var útsvarið 11,57%, en hlutfall ríkisins er 30,41%. Þá fela nýsamþykktar breytingar á tekjuskatti einstaklinga í sér 4 prósentustiga lækkun skatthlutfallsins, eða úr 42% í 38%, í þremur áföngum fram til 1. janúar 1999. Fyrsti áfanginn kom til framkvæmda 1. maí 1997 með 1,1% lækkun á hlutfalli ríkisins. Sá næsti tekur gildi í byrjun árs 1998, þegar hlutfallið lækkar um 1,9% og aftur um 1% um áramótin 1998/1999. Loks má geta þess að stjórnvöld hafa rætt við fulltrúa sveitarfélaga um að þau taki þátt í kostnaði vegna þessara aðgerða. Þar var meðal annars nefnd 0,4 prósentustiga lækkun á útsvari sveitarfélaga frá því sem nú er, eða samsvarandi breytingar. Engar ákvarðanir hafa hins vegar enn verið teknar í þessu máli.

     Sérstakur tekjuskattur. Árið 1993 samþykkti Alþingi að taka upp tímabundna álagningu sérstaks 5% tekjuskatts (hátekjuskatts) sem átti upphaflega að gilda í tvö ár. Þetta var liður í fjármögnun ríkissjóðs á tekjutapi sveitarfélaga vegna niðurfellingar aðstöðugjalds. Álagning hans var síðan framlengd um eitt ár árið 1995, jafnhliða því að viðmiðunarmörk tekna voru hækkuð og svo aftur í lok síðasta árs. Á þessu ári munu einhleypir einstaklingar greiða sérstakan 5% tekjuskatt af tekjum umfram 234 þúsund krónur á mánuði (tekjur ársins 1996) og sama gildir um hjón með sameiginlegar tekjur yfir 468 þús. kr. á mánuði. Á árinu 1996 nam álagning hátekjuskatts tæplega 360 m.kr., en hann greiddu um 2.500 einhleypir einstaklingar og um 3.000 hjón. Þá er rétt að geta þess að í þeim lögum sem nýlega voru samþykkt á Alþingi um breytingar á tekjuskatti einstaklinga mun þessi skattur hækka úr 5% í 7% frá 1. janúar 1998 og gilda fram til ársins 2001. Jafnframt hækkar tekjuviðmiðunin úr 234 þús. kr. á mánuði í 260 þús. kr. hjá einstaklingi, tvöföld sú fjárhæð hjá hjónum.

          Persónuafsláttur/skattleysismörk. Einn veigamesti þáttur tekjuskattskerfisins er persónuafslátturinn, en samspil hans og skatthlutfallsins ákvarðar skattleysismörkin á hverjum tíma. Hækkun skatthlutfalls leiðir þannig til lækkunar skattleysismarka þótt per sónuafsláttur haldist óbreyttur. Lækkun persónuafsláttar leiðir jafnframt til lækkunar skatt leysismarka ef skatthlutfallið helst óbreytt.
    Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á persónuafslættinum frá því að staðgreiðslan var tekin upp. Þar vegur þyngst sú breyting sem gerð var í lok árs 1988, þegar ákvörðun per sónuafsláttar fyrir fyrri hluta hvers árs var gerð að sjálfstæðri aðgerð í stað þess að vera tengd sjálfvirkt við lánskjaravísitölu eins og verið hafði í upphaflegu lögunum. Önnur hlið stæð breyting tók gildi í upphafi árs 1996, en þá var alfarið felld niður sjálfvirk tenging per sónuafsláttar og reyndar allra afsláttar- og bótaliða við verðlag.
    Að lokum má nefna að í tengslum við gerð kjarasamninga snemma árs 1995 var ákveðið að lífeyrisiðgjöld launþega yrðu undanþegin álagningu tekjuskatts. Sem fyrr segir jafngildir þessi breyting 1,5–1,7% lækkun tekjuskattshlutfallsins og hækkar þannig skattleysismörk einstaklings um tæplega 2.500 krónur á mánuði.
    Um síðustu áramót nam persónuafsláttur hvers einstaklings 24.544 krónum á mánuði. Það þýðir að skattleysismörk einstaklings voru tæplega 61 þúsund krónur, miðað við gildandi staðgreiðsluhlutfall og skattfrelsi lífeyrisiðgjalda. Hjón geta samnýtt persónuafslátt upp að 80% og skattleysismörk hjóna, þar sem fyrirvinna er ein voru því um 110.000 krónur á mán uði. Samhliða lækkun skatthlutfallsins um 1,1% hinn 1. maí síðastliðinn var persónuafslátt urinn lækkaður úr 24.544 krónum á mánuði í 23.901 krónu. Í því felst að skattleysismörk tekjuskatts haldast óbreytt á þessu ári, eða tæplega 61 þúsund krónur á mánuði. Jafnframt var ákveðið að skattleysismörk hækki um 2,5% í upphafi hvers árs fram til ársins 2000.

    Þróun tekjuskatts, útsvars og persónuafsláttar frá 1988.

Staðgreiðslu-
hlutfall
%
Hlutur
tekjuskatts
%

Hlutur
útsvars
%

Persónu-
afsláttur
krónur

Skattleysis-
mörk 1)
krónur
1988
35,20 28,50 6,70
15.552
44.182
1989      37,74 30,80 6,94 18.631 49.367
1990
39,79 32,80 6,99 21.482 53.988
1991
39,79 32,80 6,99 23.377 58.750
1992
39,85 32,80 7,05 23.968 60.144
1993
41,34 34,30 7,04 23.761 57.477
1994
41,84 33,15 8,69 23.930 57.193
1995
41,93 33,15 8,78 24.495 59.310
1996
41,94 33,15 8,79 24.544 60.332
1997, 1. janúar
41,98 30,41 11,57 24.544 60.902
1997, 1. maí
40,88 29,31 11,57 23.901 60.902
1998, 1. janúar
38,98 27,41 11,57 23.360 62.425
1999, 1. janúar
37,98 26,41 11,57 23.329 63.985
2000, 1. janúar
37,98 26,41 11,57 23.912 65.585

1)    Við útreikning á skattleysismörkum er tekið tillit til áhrifa þess að lífeyrisiðgjöld launþega urðu skattfrjáls í þremur áföngum frá 1. apríl 1995 til 1. júlí 1996.

     Sjómannaafsláttur. Sem fyrr segir var heimiluðum frádrætti sjómanna frá tekjuskattsstofni breytt í fastan skattfrádrátt á hvern lögskráðan dag við upptöku staðgreiðslunnar. Samkvæmt gildandi lögum er þessi fjárhæð 689 krónur á dag, eða 20.670 krónur að jafnaði á mánuði. Skattleysismörk fullvinnandi sjómanns eru því um kringum 112 þús. kr. á mánuði, eða um 84% hærri en hjá landverkamanni. Þá munu skattleysismörk sjómanna breytast í takt við almennu mörkin á næstu árum, eða fram til ársins 2000.

     Aðrir afsláttar/frádráttarliðir. Af öðrum frádráttarliðum ber helst að nefna frádráttarbærni húsnæðissparnaðarreikninga, skattívilnanir vegna hlutafjárkaupa og skattfrelsi arðs. Þessir liðir hafa hins vegar allir tekið verulegum breytingum á undanförnum árum. Á árinu 1992 var ákveðið að fella niður skattalega ívilnun húsnæðissparnaðareikninga í áföngum og kemur hinn síðasti til framkvæmda á þessu ári. Sama gildir um skattalega ívilnun vegna hlutafjárkaupa, en í lok síðasta árs var samþykkt að afnema hana á næstu fjórum árum. Að lokum var skattlagningu arðs gjörbylt um síðustu áramót þegar tekinn var upp samræmdur 10% skattur á allar fjármagnstekjur (vaxtatekjur, arðgreiðslur, leigutekjur, söluhagnað) án sérstakra skattleysismarka. Áður voru arðgreiðslur skattfrjálsar upp að tilteknu marki, eða 131 þús. kr. hjá einstaklingi, tvöföld sú fjárhæð hjá hjónum, en á arðstekjur umfram þau mörk var lagður 42% eða 47% tekjuskattur.

Skattalegar ívilnanir árið 1996 (tekjuárið 1995).



Árstölur

Fjöldi
Hlutfall
af heild 1)
%
Afsláttur
alls
m.kr.
— Skattaleg áhrif —
Alls
m.kr.

Á mann þús. kr.

1.  Sjómannaafsláttur
9.461 4,9 1.509 1.509 159
2.  Hlutafjárafsláttur
9.541 4,9 1.454 625 66
3.  Afsláttur v/húsnæðissparnaðarreikn.
4.263 2,2 836 85 20
4.  Skattfrelsi arðs
21.312 11,0 586 250 12
         
1)     Tekjulausir eru undanskildir.

     Barnabætur, barnabótaauki. Samkvæmt gildandi lögum eru greiðslur barnabóta tvíþættar. Annars vegar eru almennar barnabætur, en þær eru háðar aldri og fjölda barna svo og hjúskaparstöðu foreldra. Hins vegar er barnabótaauki, en hann er bæði háður tekjum og eignum. Frá því að staðgreiðslan var tekin upp hafa reglur um barnabætur og barnabótaauka tekið margvíslegum breytingum. Meginbreytingin hefur falist í tilfærslu frá almennu barna bótunum yfir í hinn tekju- og eignatengda barnabótaauka. Með þessum breytingum er í reynd verið að færa barnabætur í vaxandi mæli yfir í form sérstaks styrks til tekjulægri fjölskyldna í stað þess að þær séu almennar tilfærslur til allra barnafjölskyldna, en það er einmitt eðli og markmið tekjutengingar. Þannig var hlutur barnabótaauka við upphaf staðgreiðslunnar tæplega fjórðungur af heild, en er nú nær helmingur. Í því felst aukið vægi tekjujöfnunar í tekjuskattskerfinu.

     Þróun barnabóta og barnabótaauka 1988–1996.



                                  
— Hlutfallsleg skipting —
Barna-
bætur
m.kr.
Barna-
bótaauki
m.kr.

Samtals
m.kr.
Barna-
bætur
%
Barna-
bótaauki
%
1988
2.325 711 3.036 77 23
1989
2.824 894 3.718 76 24
1990
3.277 1.105 4.382 75 25
1991
3.623 1.197 4.820 75 25
1992
2.525 1.874 4.399 57 43
1993
2.555 1.903 4.458 57 43
1994
2.602 1.969 4.571 57 43
1995
2.673 2.057 4.730 56 44
1996
2.685 2.182 4.867 55 45


    Þá var samþykkt á Alþingi í lok árs 1995 að lækka tekjuskerðingarhlutföll við útreikning barnabótaauka í því skyni að draga úr jaðaráhrifum hans á afkomu barnmargra fjölskyldna. Sú breyting kom til framkvæmda í ársbyrjun 1996.
    Sem fyrr segir eru greiðslur barnabóta afar háðar stærð og fjárhagsaðstæðum fjölskyldna. Þá skiptir aldur barna töluverðu máli, þar sem bætur með börnum yngri en 7 ára eru umtalsvert hærri en með þeim sem eldri eru. Enn fremur eru bætur með börnum einstæðra foreldra mun hærri en með börnum hjóna eða sambýlisfólks. Þannig eru barnabætur með einu barni allt frá því að vera tæplega 10 þús. kr. á ári, þ.e. innan við 800 krónur á mánuði upp í 205 þús. kr. árlega, eða sem svarar til 17 þús. kr. á mánuði. Af þessu sést að greiðslur barnabóta ráða oft miklu um ráðstöfunartekjur fjölskyldna, einkum hjá barnmörgum fjöl skyldum með lágar tekjur og einstæðum foreldrum. Í eftirfarandi töflu er stillt upp helstu kennitölum barnabótakerfanna:

Fjárhæðir barnabóta í ársbyrjun 1997.

         
— Hjón — — Einstæðir foreldrar —

Árstölur
Yngra en
7 ára
7 ára
og eldri
Yngra en
7 ára
7 ára
og eldri
l. Almennar barnabætur, krónur:
    Með fyrsta barni
39.448 9.272 69.624
69.624
    Með börnum umfram eitt
58.944 28.768 104.200
74.024
2. Barnabótaauki, krónur
93.164 93.164 100.990 100.990
3. Óskertar hámarksbætur (1.+2.):
    Með fyrsta barni
132.612 102.436 170.614 170.614
    Með börnum umfram eitt
152.108 121.932 205.190 175.014
Tekjuviðmiðun barnabótaauka, mán.tölur. þús. kr. 1) 95 95 48 48
Eignaviðmiðun barnabótaauka, árstölur, m.kr. 8,3 8,3 6,3 6,3

1)    Samkvæmt gildandi lögum skerðist barnabótaaukinn um 6% af tekjum umfram þessa viðmiðunarfjárhæð með einu barni, 11% með tveimur börnum og 15% með þremur börnum eða fleiri.


     Nýverið var samþykkt á Alþingi sameining almennu barnabótanna og tekjutengda barnabótaaukans í eitt tekjutengt barnabótakerfi og munu nýju barnabæturnar með hverju barni svara til óskertra hámarksbóta samkvæmt gildandi kerfi. Jafnframt var samþykkt að lækka hámark tekjuskerðingar úr 15% með þremur börnum eða fleirum í 11%, eða um 4%. Skerð ingarmörkin með tveimur börnum lækka úr 11% í 9% og úr 6% í 5% með einu barni.

     Húsnæðisaðstoð ríkisins/vaxtabætur. Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar breytingar á þeirri aðstoð ríkisins við húsbyggjendur sem tengd er tekjuskattskerfinu. Fyrir upptöku staðgreiðslunnar var þessi aðstoð veitt í formi frádráttar vaxtagjalda frá tekjuskatts stofni og því háð skattgreiðslum einstaklinga. Árin 1988 og 1989 gátu þeir sem höfðu keypt sína fyrstu íbúð á árunum 1984–1987 sótt um sérstakar húsnæðisbætur, óháð tekjum og eignum, en þær skyldu greiddar í sex ár. Um var að ræða fasta fjárhæð á hvern einstakling, eða nálægt 80 þús. kr. á núvirði. Á sama tíma var raunar einnig veittur sérstakur tímabundinn vaxtaafsláttur sem var háður skattgreiðslum einstaklinga, en hann gátu þeir fengið sem ella hefðu nýtt sér vaxtafrádrátt. Þessi afsláttur átti að gilda í sex ár, sem var eins konar aðlögunartími, en að þeim tíma liðnum átti húsnæðisbótakerfið að taka við. Einstak lingar sem keypt höfðu á tímabilinu 1984–1987 gátu hins vegar valið milli þessara kerfa.
    Árið 1990 var síðan tekið upp nýtt kerfi, vaxtabótakerfið, sem enn er við lýði. Það leysti bæði húsnæðisbótakerfið og vaxtaafsláttinn af hólmi, en þeir sem áttu þegar rétt á húsnæðis bótum héldu þeim rétti í full sex ár, en gátu þó valið milli þeirra og vaxtabóta á árinu 1990.
    Meginmarkmið þeirrar breytingar var að hætta beinni niðurgreiðslu vaxta með hagstæðum lánskjörum á almennum húsnæðislánum, en beina aðstoðinni alfarið gegnum skattkerfið. Líkt og í barnabótakerfinu vega tekjujöfnunarsjónarmið afar þungt í vaxtabótakerfinu, enda eru vaxtabætur bæði tekju- og eignatengdar.


Húsnæðisaðstoð ríkisins gegnum tekjuskattskerfið
    

— Bótaþegar — — Heildarfjárhæðir, m.kr. —

Fjöldi 2)

Vísitölur
Á verðlagi
hvers árs
Á föstu 1) verðlagi ´96
Vísitölur
1988 Vaxtaafsláttur/húsnæðisbætur 34.834 100 1.088 1.798 100
1989                  –            – 35.583 102 1.448 2.021 112
1990 Vaxtabætur/húsnæðisbætur 36.518 105 2.044 2.470 137
1991              –            – 39.385 113 2.400 2.698 150
1992              –            – 43.797 126 2.812 3.048 170
1993              –            – 47.111 135 3.042 3.217 179
1994 Vaxtabætur 43.164 124 2.866 2.976 166
1995              –     43.876 126 3.155 3.225 179
1996              –     47.133 135 3.487 3.487 194
    

1)     Miðað við lánskjaravísitölu.
2)     Hjón eru hér talin sem tveir einstaklingar.

    Eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu hefur kostnaður ríkissjóðs vegna beinnar aðstoðar við þá sem eru að fjárfesta í eigin húsnæði nær tvöfaldast að raungildi frá árinu 1988. Á sama tíma hefur bótaþegum fjölgað um nær þriðjung. Það þýðir að aðstoð á hvern einstak ling/fjölskyldu hefur aukist verulega á þessu tímabili. Hluti af þeirri aukningu skýrist sem fyrr segir af tilfærslu á niðurgreiðslu vaxta inn í vaxtabótakerfið. Að henni frátalinni er hins vegar ljóst að stuðningur við húsnæðiskaupendur hefur aukist nokkuð að raungildi á undan förnum árum, einkum við tekjulægri fjölskyldur.

Kennitölur vaxtabótakerfisins í ársbyrjun 1997



Árstölur

Einhleypir
Einstæðir
foreldrar

Hjón
Hámarksbætur, þús. kr.
141 181 233
Hámarksvaxtagjöld og/eða 7% af skuldum, þús. kr.
411 540 668
Tekjuskerðing, hlutfall af tekjum
6% 6% 6%
Neðri eignarmörk (eignir – skuldir), m.kr.
3,1 3,1 5,1
Efri eignarmörk (eignir – skuldir) m.kr.
4,9 4,9 8,2

                             
    Samkvæmt gildandi lögum eru vaxtabætur tekju- og eignatengdar, jafnframt því að vera háðar skuldum, en í meðfylgjandi töflu eru dregnar saman helstu kennitölur kerfisins. Auk þess er hámark á framtöldum vaxtagjöldum og sama gildir um bæturnar sjálfar. Þá eru viðmiðunarmörk bótanna og fjárhæðir misháar eftir hjúskaparstöðu. Enn fremur skerða framtaldar vaxtatekjur rétt til vaxtabóta. Það er því ekki að ósekju að kerfið hefur verið gagnrýnt fyrir það að vera of flókið.
    Eins og fram kemur á meðfylgjandi yfirliti, sem sýnir útreikning vaxtabóta á árinu 1996, vega skerðingaráhrif tekna langþyngst, en næst kemur hámarksvaxtabyrðin, þ.e. 7% af skuldum. Í eftirfarandi yfirliti er þessum viðmiðunum stillt upp í þeirri röð sem þær skerða rétt til vaxtabóta. Niðurstaðan er sú að hið opinbera greiði liðlega fjórðu hverju krónu af vaxtagjöldum einstaklinga í formi vaxtabóta.

Útreikningur vaxtabóta árið 1996.


Heildar-
tölur
m.kr.
Hlutfall
af heild
%
Vaxtagjöld vegna íbúðarkaupa
11.938 100,0
         Skerðing vegna 7% hámarksvaxta af skuldum
1.517 12,7
         Skerðing vaxtatekna, nettó
329 2,8
         Vaxtagjöld umfram hámark
87 0,7
         Tekjuskerðing, þ.e. 6% af skattskyldum tekjum
5.789 48,5
         Skerðing vegna eigna
441 3,7
         Vaxtabætur umfram hámark
525 4,4
Vaxtabætur til greiðslu
3.250 27,2


    Hinn 10. mars síðastliðinn kynnti ríkisstjórnin hugmyndir sínar um breytingar á vaxta bótakerfinu, en þær voru í meginatriðum tvíþættar. Annars vegar var lækkun tekjutengingar úr 6% í 3%. Hins vegar var lagt til að eignatengingin yrði afnumin, en í stað hennar kæmi frádráttur frá vaxtagjöldum sem svaraði til 1,5% af fasteignamati. Þessar hugmyndir sættu verulegri gagnrýni hjá samtökum launafólks, einkum vegna þess að í vissum tilvikum leiddu þær til lækkunar á vaxtabótum tekjulægri fjölskyldna og hins gagnstæða hjá þeim tekjuhærri. Í greinargerð með frumvarpi um breytingar á tekjuskatti er sagt að áfram verði unnið að til lögum um breytingar á vaxtabótakerfinu í því skyni að draga úr jaðaráhrifum þess.

1.5 Samspil tekjuskattskerfisins, afsláttarliða og bótagreiðslna.
    
Eins og lýsingin hér að framan ber með sér er ekki auðvelt að átta sig á því hvernig samspili tekjuskattskerfisins og hinna ýmsu bótagreiðslna og afsláttarliða er háttað. Hinar tíðu, og á köflum umfangsmiklu, breytingar sem gerðar hafa verið á kerfinu frá upptöku stað greiðslunnar, hafa heldur ekki hjálpað til. Þá hafa tengsl þessara breytinga við aðrar skatt kerfisbreytingar (niðurfelling aðstöðugjalds, lækkun virðisaukaskatts af matvælum, skatt frelsi lífeyrisiðgjalda) ekki alltaf komist nægilega vel til skila. Loks má ætla að þær breyt ingar sem orðið hafa á vægi tekjuskatts ríkisins og útsvars sveitarfélaga að undanförnu hafi ruglað menn enn frekar í ríminu.
     Millifærsluhlutverkið. Í meðfylgjandi töflu er gerð tilraun til þess að draga fram helstu stærðir tekjuskattskerfisins með því að skipta því upp í meginþætti, annars vegar miðað við áætlaðar fjárhæðir á árinu 1997 og hins vegar hlutfallslega.

     Áætluð álagning tekjuskatts og útsvars m.v. tekjuárið 1997.1)

Milljarðar króna
%
1. Álagning tekjuskatts og útsvars, brúttó 2)
118,0 41,98
         Þar af ríki
85,5 30,41
         Þar af sveitarfélög
32,5 11,57
2. Persónuafsláttur
55,1 19,61
         Þar af á móti tekjuskatti ríkisins
50,4 17,94
         Þar af á móti útsvari sveitarfélaga
4,4 1,58
         Þar af á móti eignarskatti
0,3 0,09
3. Aðrir afsláttarliðir 3)
4,6 1,64
         Skattfrelsi lífeyrissjóðsiðgjalda
2,4 0,85
         Sjómannaafsláttur
1,6 0,55
         Hlutafjárafsláttur
0,6 0,24
4. Tekjuskattur og útsvar, að frátöldum afsláttum, sóknar- og kirkjugjöldum
58,3 20,73
         Hlutur ríkis
26,7 9,48
               Þar af sóknar- og kirkjugarðsgjöld
1,6 0,55
         Hlutur sveitarfélaga
31,6 11,25
5. Bótagreiðslur
8,8 3,13
         Barnabætur
2,8 1,00
         Barnabótaauki
2,4 0,83
         Vaxtabætur
3,6 1,30
6. Tekjuskattur og útsvar, nettó
47,9 17,05
         Hlutur ríkis 4)
16,3 5,80
         Hlutur sveitarfélaga
31,6 11,25



1)     Heildarálagning á tekjur ársins 1997, eða staðgreiðsla ársins 1997 að viðbættum tekjuskatti af þeim tekjum sem lagt er á eftir á, þ.e. á árinu 1998.
2)     Hér er um að ræða brúttóálagningu áður en tekið er tillit frádráttarliða eins og lífeyrissjóðsiðgjalda, persónuafsláttar o.fl. Síðari dálkur töflunnar sýnir hlutfall einstakra þátta af skattskyldum tekjum, brúttó.
3)     Þar af virkar tæplega 1 milljarður króna til lækkunar á útsvarið.
4)     Við þessa tölu bætist síðan um 350 m.kr. hátekjuskattur.

    Taflan sýnir glöggt eitt helsta einkenni íslenska tekjuskattskerfisins, þ.e. millifærslu- og tekjujöfnunarhlutverk þess. Þannig er brúttóálagning tekjuskatts og útsvars áætluð 118 millj arðar króna á árinu 1997. Þá kemur fram að nálægt þrír fjórðu hlutar álagningarinnar, eða um 86 milljarðar króna, eru vegna tekjuskatts. Þegar afsláttarliðir hafa verið dregnir frá koma í hlut ríkisins 26,7 milljarðar króna. Þegar ríkissjóður hefur greitt bætur og sóknar- og kirkjugarðsgjöld hafa verið dregin frá sitja einungis eftir um 16 milljarðar króna í ríkissjóði. Tæplega 70 milljarðar króna fara þannig út í formi bótagreiðslna og ýmiss konar afsláttarliða. Enn fremur er ástæða til að vekja athygli á því að sveitarfélög njóta nær óskertra tekna af sínu útsvari, enda er hlutur þeirra í heildarálagningunni nær tvöfalt meiri en hlutur ríkisins þegar upp er staðið og verður raunar orðinn þrefalt hærri í ársbyrjun 2000. Sem dæmi má nefna að sveitarfélög fá einnig útsvarstekjur vegna fólks sem er undir skattleysismörkum, þ.e. greiðir hvorki útsvar né tekjuskatt. Skýringin er sú að ríkissjóður greiðir í reynd útsvar þessara framteljenda í formi persónuafsláttar, ekki til þeirra sjálfra heldur til sveitarfélaga.

1.6 Hverjir greiða tekjuskatt?
    Annað einkenni tekjuskattskerfisins er hversu fáir framteljendur greiða í reynd tekjuskatt til ríkisins, þegar tekið hefur verið tillit til afsláttarliða og bótagreiðslna. Samkvæmt upplýs ingum frá ríkisskattstjóra var heildarfjöldi framteljenda um 202.000 á árinu 1996, en þá eru hjón talin sem tveir einstaklingar. Þar af voru 3.600 framteljendur tekjulausir, eða tæplega 2%. Það þýðir að útsvar hafi verið lagt á um það bil 198.000 framteljendur, þótt eiginlegir greiðendur séu talsvert færri vegna nýtingar á persónuafslætti, eða tæplega 154.000. Á hinn bóginn greiðir aðeins um helmingur framteljenda, eða um 103.000, tekjuskatt til ríkisins að frádregnum persónuafslætti og öðrum frádráttarliðum (lífeyrisiðgjöldum, hlutafjárafslætti, innleggi á húsnæðissparnaðarreikninga) og réttur þriðjungur sé einnig tekið tillit til bóta greiðslna, þ.e. barnabóta, barnabótaauka og vaxtabóta. Í eftirfarandi töflu er þessum fjölda tölum stillt upp til fróðleiks:

Fjöldi gjaldenda árið 1996 (tekjuárið 1995).

Fjöldi

% af heild
Heildarfjöldi framteljanda
201.603 100,0
Tekjulausir
3.611 1,8
Fjöldi framteljenda með álagt útsvar
197.992 98,2
Fjöldi þeirra sem nýtir skattafslátt á móti útsvari
94.669 47,0
Fjöldi eiginlegra útsvarsgreiðenda
153.967 76,4
Fjöldi tekjuskattsgreiðenda
103.486 51,3
Fjöldi með barnabætur
67.959 33,7
Fjöldi með barnabótaauka
37.906 18,8
Fjöldi með vaxtabætur
47.133 23,4
Fjöldi framteljenda sem greiða útsvar en ekki tekjuskatt
50.481 25,0
Fjöldi framteljenda sem hvorki greiða tekjuskatt né útsvar
47.636 23,6
Fjöldi framteljenda sem fá endurgreiðslu frá ríkinu
ca. 40.000 19,8
    Eins og fram kemur í töflunni greiðir helmingur framteljenda alls engan tekjuskatt og einungis þriðjungur framteljenda greiðir tekjuskatt, þegar tekið hefur verið tillit til allra bóta greiðslna. Fjórði hver framteljandi, eða tæplega 48.000 einstaklingar, greiðir hins vegar hvorki útsvar né tekjuskatt. Að baki geta legið margvíslegar ástæður. Þyngst vegur að tekjur flestra í þessum hópi eru undir almennum skattleysismörkum, sem námu rúmlega 59 þús. kr. á mánuði á árinu 1995. Þá á millifærsla persónuafsláttar milli maka hér einnig hluti að máli, sömuleiðis sjómannaafsláttur og að lokum ýmsir frádráttarliðir eins og hlutafjárafsláttur, frá dráttarbært innlegg á húsnæðissparnaðarreikninga o.fl. Fróðlegt er að skoða þennan hóp nánar.
    Í eftirfarandi töflu hefur hópnum verið skipt upp eftir aldri og hjúskaparstöðu. Í ljós kemur að þrír af hverjum fjórum eru einhleypir einstaklingar, þar af eru tveir af þremur 25 ára eða yngri. Þetta er fyrst og fremst námsfólk sem flest vinnur aðeins hluta úr ári. Í hópi hjóna er hins vegar um helmingur ellilífeyrisþegar og í reynd greiðir aðeins annar hver giftur ellilífeyrisþegi tekjuskatt og/eða útsvar.

Framteljendur sem hvorki greiða tekjuskatt né útsvar.
Skipt eftir aldri.

— Einhleypir — — Hjón1)

Fjöldi
Skipting % % af
heild

Fjöldi
Skipting
%
% af
heild
Yngri en 20 ára
15.853 45,6 23,8 12 0,2 0,2
21–25 ára
7.094 20,4 17,9 269 4,2 3,5
26–30 "
2.551 7,3 11,2 478 7,4 9,9
31–40 "
2.332 6,7     13,6 1.025 15,9 26,6
41–50 "
1.302 3,7 8,6 677 10,5 23,0
51–60 "
903 2,6 6,0 525 8,1 14,5
61–70 "
1.062 3,1 6,8 808 12,5 13,1
Eldri en 70 ára
3.633 10,5 12,1 2.659 41,2 9,2
SAMTALS
34.730 100,0 100,0 6.453 100,0 100,0
Hlutfall af heild
40,8% 11,5%
1) Hjón eru hér talin sem einn einstaklingur.
                        
    Þessi mynd kemur enn skýrar fram í töflunni hér að neðan sem sýnir skiptingu sama hóps eftir því hvort viðkomandi framteljandi er launþegi, sjómaður, sjálfstæður atvinnurekandi eða bótaþegi. Í hópnum „aðrir“ eru þeir einstaklingar sem falla undir fleiri en einn af framangreindum flokkum. Meginhluti þeirra sem hvorki greiða tekjuskatt né útsvar eru ein hleypir launþegar, þ.e. námsfólk sem vinnur þrjá til fjóra mánuði á ári. Þá eru ellilíf eyrisþegar nokkuð fjölmennir, einkum í hópi hjóna eins og áður var komið fram. Einnig vekur athygli að tæplega fimmtungur hjóna í þessum hópi eru sjálfstæðir atvinnurekendur, eða hlutfallslega mun fleiri en í hópi launþega. Leiða má að því líkur að þetta séu að stórum hluta bændur, en tekjur þeirra eru langt undir meðaltekjum annarra í einstaklingsrekstri.

Framteljendur sem hvorki greiða tekjuskatt né útsvar .



—Einhleypir — —Hjón 1)
Fjöldi
%
Fjöldi
%
Launþegar
23.006 66,2 788 12,2
Sjómenn
671 1,9 265 4,1
Sjálfstæðir atvinnurekendur
1.139 3,3 1.209 18,7
Atvinnulausir
683 2,0 60 0,9
Öryrkjar
1.849 5,3 408      6,3
Ellilífeyrisþegar
3.864 11,1 2.730 42,3
Aðrir
3.518 10,1 993     15,4
SAMTALS
34.730 100,0 6.453 100,0

1)     Hjón eru hér talin sem einn einstaklingur.

1.7 Samantekt
    
Af framansögðu sést að þær breytingar sem gerðar hafa verið á tekjuskattskerfinu og bótagreiðslunum allt frá árinu 1988 og fram til ársins 1995 hafa allar hnigið í sömu átt, þ.e. að auka jaðaráhrifin. Þetta hefur bæði gerst með beinni hækkun á skatthlutfallinu og auknu vægi tekjutengingar í barnabótakerfinu. Jafnframt hefur verið tekinn upp sérstakur skattur á hærri tekjur. Þessar breytingar hafa orðið til þess að draga fram ýmsa ókosti tekjuskatts kerfisins sem áður voru ekki eins áberandi, en þar vegur þyngst tiltölulega hátt skatthlutfall á tekjur vel undir meðallagi. Við þetta bætast síðan áhrif aukinnar tekjutengingar í barna bótakerfinu.


2. Alþjóðlegur samanburður.

2.1 Þróunin síðustu árin.
    
Á undanförnum árum hafa átt sér stað umtalsverðar breytingar á skattkerfum annarra þjóða. Þessar breytingar hafa bæði verið á sviði tekjuskatta, jafnt fyrirtækja sem einstak linga, sem á almennri skattlagningu vöru og þjónustu. Eitt megineinkenni þeirra er að undan þágum hefur fækkað og skattstofnar hafa verið breikkaðir, meðal annars með afnámi marg víslegra frádráttarliða og sérreglna, sem oft á tíðum hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Jafnframt hefur skattþrepum fækkað og jaðarskattar verið lækkaðir. Allar þessar breytingar hafa gengið í þá átt að einfalda og samræma skattkerfið og draga úr hvers konar mismunun gagnvart einstaklingum og atvinnulífi. Íslenska skattkerfið hefur ekki farið varhluta af þessari þróun og því er fróðlegt að bera það saman við þau skattkerfi sem eru í löndunum kringum okkur.

Íslenska skattkerfið samanborið við önnur lönd.1)

Hlutfallsleg skipting, % Ísland Evrópuríki OECD Norðurlöndin 2)
1985 1994 1985 1994 1985 1994
Tekjuskattar
22,6     33,3 34,6     32,7          45,4     44,6
- Einstaklingar
19,5 30,8 27,7 25,5 38,2     38,5
- Fyrirtæki
3,1 2,5 6,9 7,2 7,2          6,1
Eignarskattar
7,3 9,4 4,1 4,4 2,8 2,9
Launa- og tryggingagjöld
6,0 8,1 27,5 29,2 18,0 21,1
- Launþegar/einstaklingar
0,2 0,4 8,3 8,9 1,9 4,0
- Atvinnurekendur
5,8 7,7 19,2 20,3 16,1 16,1
Skattar á vörur og þjónustu
61,1 49,2 33,0 32,8 33,1     31,8
Aðrir skattar
3,0 - 0,8     0,8     0,7 0,6
Heildarskatttekjur hins opinbera 1)
100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
Sem hlutfall af VLF, %
28,4 30,9 38,3 40,8 45,5 47,8

1)     Ríki og sveitarfélög.
2)     Án Íslands.

    Eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu hefur samsetning skattkerfisins hér á landi gjör breyst á því tíu ára tímabili sem hér er skoðað, og um leið færst nær því sem tíðkast í helstu nágrannalöndum okkar. Þetta á einkum við um tilfærslu frá veltusköttum sem skiluðu ríkis sjóði tveimur krónum af hverjum þremur á fyrri hluta níunda áratugarins yfir í tekju- og launaskatta. Íslenska skattkerfið skilur sig þó enn í veigamiklum atriðum frá því sem þar er. Þar vega þrjú atriði þyngst:

 1.    Skattar á vörur og þjónustu eru enn mun hærri hér en annars staðar.
2.    Launa- og tryggingagjöId eru léttvægari hérlendis.
3.     Enda þótt hlutur tekjuskatta, einkum einstaklinga, hafi aukist hér á landi undanfarin ár eru innbyrðis hlutföll og uppbygging kerfisins talsvert frábrugðin því sem þekkist víða annars staðar.


    Hér á eftir verður fjallað nánar um tekjuskattslagningu einstaklinga hér á landi saman borið við þá sem í gildi er í löndunum kringum okkur.

Tekjuskattshlutföll og skattleysismörk einstaklinga.
í Evrópuríkjum OECD árið 1996.

Fjöldi
þrepa
Lægsta
þrep
%
Hæsta
þrep
%
Skattleysis-
mörk
þús. kr. 1)
Ísland, ríki
2 33 38 60
         sveitarfélög, meðalskattur
- 9 9 60
Danmörk, ríki
4 12 34½ 28
        sveitarfélög, meðalskattur
- 30 30 28
Finnland, ríki
6 7 39 51
        sveitarfélög, meðalskattur
1 22 22 0
Noregur, ríki
2 14 190
        sveitarfélög, meðalskattur
1 28 28 8
Svíþjóð, ríki
1 25 25 184
        sveitarfélög, meðalskattur
1 30 30 10
Belgía, ríki
7 25 55 34
        sveitarfélög, meðalskattur
- 7 7 34
Sviss, ríki
10 1 12 44
        sveitarfélög, meðalskattur
1 15 15 -
Austurríki
5 10 50 5
Bretland
3 20 40 33
Frakkland
6 12 57 24
Grikkland
4 5 40 2
Holland
3 7 60 22
Írland
2 27 48 23
Ítalía
7 10 51 -
Lúxemborg
17 10 50 42
Portúgal
4 15 40 -
Spánn
17 20 56 21
Þýskaland 2)
? 6 34 21

1)     Hér hefur ekki verið leiðrétt fyrir PPP.

2)     Í Þýskalandi byggist álagning tekjuskatts á sérstakri formúlu en ekki ákveðnum fjölda þrepa.

Heimild: OECD Tax Data Base; 1996.

2.2 Tekjuskattur einstaklinga – skatthlutföll, skattleysismörk.
    
Þó enn sé talsverður munur á tekjuskatti einstaklinga milli aðildarríkja OECD hafa flest þeirra einfaldað hann verulega á undanförnum árum með því að fækka þrepum og lækka jaðarskatta. Þó virðist enn nokkuð langur vegur milli þeirra og íslenska kerfisins, bæði hvað varðar fjölda þrepa og hæð jaðarskattsins. Það eru í reynd aðeins þrjú ríki í Evrópu sem leggja tekjuskatt á einstaklinga í tveimur þrepum, þ.e. Ísland, Írland og Svíþjóð. Þá hefur verið tekið tillit til tekjuskattslagningar sveitarfélaga, en í Svíþjóð verður álagning þeirra að sérstöku þrepi vegna þess hversu mishá skattleysismörkin eru milli þessara stjórnstiga. Annars staðar eru þrepin fleiri, eða að jafnaði kringum sex þegar á heildina er litið.
    Þá sker Ísland sig einnig úr hvað varðar hæð neðra/neðsta þrepsins, en það er 42% að meðtöldum sveitarfélögunum. Aðeins eitt ríki er með hærra hlutfall, eða Danmörk með 43%. Á hinn bóginn eru flest ríkjanna með hærra skatthlutfall í efra/efsta þrepi. Þar trónir Dan mörk einnig á toppnum með 65%.
    Hæð skatthlutfalla segir hins vegar ekki nema hálfa söguna, því að skoða þarf hlutföllin í samhengi við þau tekjumörk, þar sem þau verða virk, þ.e. skattleysismörkin. Þannig eru skattleysismörkin óvíða hærri en hér á landi sökum hás persónuafsláttar. Á hinn bóginn veldur hátt skatthlutfall um leið og skattleysismörkunum sleppir því að jaðaráhrifin vega þyngst hjá fólki með miðlungstekjur, þó meðalskattbyrðin sé tiltölulega lág samanborið við önnur lönd. Tekjutenging íslenskra bótakerfa auka enn á þetta eins og síðar verður fjallað um.
    Á þessum samanburði er þó rétt að hafa þann fyrirvara að víða í aðildarríkjum OECD er að finna álagningu tryggingagjalda á einstaklinga sem er í mörgum tilvikum ígildi tekju skatts. Ekki er tekið tillit til þess í tölunum hér að framan. Þá er einnig rétt að árétta að al þjóðlegur samanburður af þessu tagi er vandmeðfarinn, einkum vegna þess hversu mismun andi fjármögnunin er á tryggingakerfum einstakra ríkja. Þá skiptir tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga hér einnig máli, auk þess sem skattstofn og/eða frádráttarliðir kunna að vera mismunandi milli ríkja. Þannig hafa vaxtatekjur verið tekjuskattsfrjálsar hér á landi þar til um síðustu áramót, eitt allra ríkja innan OECD. Enn fremur eru bótakerfin, sem vega oft mjög þungt í slíkum samanburði, afar ólík.

2.3 Barnabætur.
    
Í nær öllum ríkjum OECD eru greiddar sérstakar barnabætur, oft háðar aldri og fjölda barna, svipað og hér á landi. Einnig er víða að finna sérstakan frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna barna eða fjölskylduaðstæðna. Aftur á móti sker Ísland sig nokkuð úr varðandi tekju- og eignatengingu barnabóta. Í aðildarríkjum OECD auk Íslands þekkist þó tekjuteng ing í Ástralíu, Kanada og á Ítalíu. Þá tekjutengja Þjóðverjar greiðslu barnabóta hjá fjöl skyldum með tvö börn eða fleiri. Ekkert þessara ríkja eignatengir barnabæturnar, að Íslandi undanskildu. Þá eru barnabætur almennt ekki skattskyldar.
    Til að glöggva sig betur á þeim mun sem er milli einstakra ríkja er í meðfylgjandi yfirliti stillt upp samanburði á barnabótagreiðslum nokkurra Evrópulanda. Rétt er að taka fram að tölurnar hafa aðeins verið umreiknaðar yfir í íslenskar krónur en ekki leiðréttar sérstaklega fyrir mismunandi kaupmáttarstigi (purchasing power parity) í viðkomandi ríkjum.

     Barnabætur í nokkrum ríkjum Evrópu árið 1995.

Krónur á ári Grunnfjárhæð
með einu barni
    Áhrif
aldurs
Viðbót
einstæðra
Viðbót
v/fjölda
Ísland
133.000 0–6 68.000 á barn
102.000 7–15
Danmörk
83.000 0–6 45.000 á barn Nei
62.000 7–17 35.000 á fjölskyldu
Finnland
86.000 0–2 36.000 á barn
66.000 3–16
Noregur
159.000 0–2 112.000 á fjölskyldu
106.000 3–15
Svíþjóð
87.000 0–15 9.000 á fjölskyldu
Bretland
79.000 0–15 48.000 á fjölskyldu Nei
Frakkland 1)
57.000 0–9 -
73.000 10–14
86.000 15–17
Holland
56.000 0–5 -
79.000 6–11
101.000 12–17
Þýskaland
39.000 0–15 -

1)    Það eru ekki greiddar barnabætur með fyrsta barni í Frakklandi.
Heimild:  Samhällets stöd till barnfamiljerna i Europa; rit gefið út af sænska fjármálaráðuneytinu 1996.

    
Þegar þessar tölur eru skoðaðar kemur í ljós að grunnfjárhæðir með hverju barni eru mun hærri hér á landi en víðast hvar, að Noregi undanskildum. Á móti vegur tekjutenging barna bótaaukans hér á landi. Þá virðist stuðningur við einstæða foreldra í formi barnabóta vera talsvert meiri hjá okkur en í þeim ríkjum sem hér eru skoðuð. Þannig tengist hann fremur fjölskyldugerðinni, þ.e. er föst fjárhæð á hverja fjölskyldu, en fjölda barna eins og tíðkast hér. Enn fremur vekur athygli að í Frakklandi og Hollandi fara barnabæturnar hækkandi eftir aldri barna, en þessu er hins vegar öfugt farið á Norðurlöndunum, þar sem ívilnunin er mest með yngstu börnunum.

2.4 Húsnæðisaðstoð hins opinbera.
    
Á árinu 1994 kom út á vegum OECD yfirgripsmikil skýrsla um skattlagningu sparnaðar, þar á meðal á fjárfestingu í eigin húsnæði. Þar kemur fram að í flestum aðildarríkjum OECD er að finna einhvers konar ívilnun gagnvart þessu sparnaðarformi, ýmist í formi skattalegra ívilnana, hagstæðari vaxtakjara eða einhvers konar hvata til húsnæðissparnaðar. Á hinn bóginn virðist hvergi vera til kerfi eins og við búum við hér á landi, þar sem bæturnar eru bæði tekju- og eignatengdar. Í umræddum ríkjum tekur aðstoðin nær eingöngu mið af vöxt um, oft þó upp að tilteknu hámarki, en einnig í vissum tilvikum af kaupverði eða byggingar kostnaði. Þá eru ýmis dæmi um að aðstoðin sé bundin við eignina sjálfa, en ekki háð hjú skaparstöðu. Þó er einnig að finna dæmi um það gagnstæða, þ.e. að tekið sé mið af fjöl skyldustærð.

Skattaleg meðferð vaxtagjalda og tekna af eigin húsnæði.

Vaxtagjöld Reiknuð
húsaleiga
Ísland 1)
(S) U
Danmörk
F S
Finnland
F U
Noregur
F S
Svíþjóð
F     S
Austurríki
F U
Belgía
F S
Bretland
S U
Frakkland
S     U
Grikkland
F S
Holland
F S
Írland
F U
Ítalía
F S
Portúgal
F U
Spánn
F S
Sviss
F S
Tyrkland
S U
Þýskaland
S U
Ástralía
S U
Bandaríkin
F U
Japan
F U
Kanada
S U
Nýja-Sjáland
S U


1)     Hér á landi eru vaxtagjöld af íbúðarlánum aðeins skattlögð að vissu marki, þar sem þau mynda stofn til vaxtabóta.
————
S: Skattlagt.
F: Frádráttarbærir frá tekjuskattsstofni.
U: Undanþegin.


    
Eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu eru vaxtagjöld vegna fjárfestingar í eigin húsnæði frádráttarbær frá skatti í flestum aðildarríkjum OECD, en á móti kemur að reiknuð eigin leiga er skattskyld. Þetta á sérstaklega við um Norðurlöndin, en í Finnlandi er eigin húsaleiga þó ekki skattlögð. Hér á eftir er fjallað nánar um þær aðferðir sem einstök ríki OECD beita til aðstoðar þeim sem eru að fjárfesta í eigin húsnæði og byggir sú umfjöllun fyrst og fremst á umræddri skýrslu. Sérstaklega er litið til Norðurlandanna, en einnig Bret lands og Þýskalands.

     Danmörk. Vaxtagjöld eru að fullu frádráttarbær frá tekjuskattsstofni í Danmörku, hvort heldur um er að ræða neyslulán, lán vegna íbúðarkaupa eða önnur lán. Á móti kemur að reiknuð leiga af eigin húsnæði er skattskyld. Hún er metin sem 2½% af markaðsvirði eignar innar upp að ákveðnu marki, eða 16 m.kr., en fari verðmæti eignarinnar yfir þau mörk verður hlutfallið 7½% á það sem umfram er. Engar aðrar ívilnanir tengdar fjárfestingu einstaklinga í eigin húsnæði eru í Danmörku.

     Finnland. Vaxtagjöld eru almennt frádráttarbær frá fjármagnstekjum í Finnlandi, en þær síðarnefndu eru skattlagðar með 28% flötum staðgreiðsluskatti. Séu vaxtagjöldin hins vegar hærri en vaxtatekjurnar, eru 25% af þeirri fjárhæð sem umfram er frádráttarbær frá tekjuskatti af öðrum tekjum (30% hjá þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð). Ákveðið þak er þó á þessum frádrætti, eða 115 þús. kr. hjá einstaklingi (tvöföld sú fjárhæð hjá hjónum), auk sérstaks álags eftir barnafjölda (ca. 30 þús. kr. með fyrsta barni, en 60 þús. kr. ef börnin eru fleiri). Vaxtagjöld umfram hámarkið eru yfirfæranleg í tíu ár. Reiknuð leiga af eigin húsnæði er ekki skattskyld í Finnlandi.
    Í Finnlandi er einnig að finna sérstaka bankareikninga ætlaða þeim sem eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta sinn. Þeir eru allsendis ótengdir skattkerfinu, en lánsfjárhæð og lánskjör eru hins vegar háð sparnaðinum. Þetta sparnaðarform virðist alfarið óháð hinu opinbera.

     Noregur. Svipað fyrirkomulag er í Noregi og Danmörku varðandi frádráttarbærni vaxta og skattskyldu reiknaðrar leigu af eigin húsnæði. Vaxtagjöld eru almennt frádráttarbær frá tekjuskattsstofni og skattskyld eigin leiga er 2,5% af markaðsverði húsnæðis umfram 400 þús. kr.
    Hins vegar eru í Noregi heimilaðir sérstakir húsnæðissparnaðarreikningar fyrir einstak linga yngri en 34 ára, en þeir eru með svipuðu sniði og gilt hefur hér á landi. Eigandi reikn ings fær sérstakan skattafslátt sem nemur 20% af árlegum sparnaði, en hámarkssparnaður er 100 þús. kr. á ári (20 þús. kr. skattafsláttur). Þó getur sparnaður á hvern einstakling aldrei orðið hærri en 600 þús. kr. (120 þús. kr.) þegar á heildina er litið.

     Svíþjóð. Vaxtagjöld eru almennt frádráttarbær frá fjármagnstekjum í Svíþjóð, en frádráttarheimildin gagnvart öðrum skattskyldum tekjum er hins vegar nokkuð flókin. Fyrst er sett ákveðið þak á frádráttinn frá skattskyldum tekjum, eða við eina milljón. Ef vextirnir eru hins vegar hærri kemur til viðbótarafsláttur frá tekju- eða fasteignaskatti, sem nemur 21% af því sem umfram er. Reiknuð leiga af eigin húsnæði er skattskyld í Svíþjóð.

    Bretland. Vaxtagjöld af lánum, þó að hámarki 3½ m.kr.,vegna kaupa á eigin húsnæði eru frádráttarbær frá skatti miðað við 25% skatthlutfall. Sé gengið út frá 7% vöxtum af há marksláni nemur skattafslátturinn rúmlega 60 þús. kr. á ári á hverja eign (virðist óháð fjölda eigenda).
    Sérstakir sparireikningar (TESSA) eru í boði í Bretlandi, bundnir til fimm ára, en vaxtatekjur af þeim eru skattfrjálsar. Þeir eru hins vegar ekki bundnir neinum skilyrðum, eins og kaupum á eigin húsnæði. Hver einstaklingur má aðeins eiga einn slíkan reikning.

     Þýskaland. Þýska kerfið er nokkuð ólíkt því sem annars staðar gerist. Vaxtagjöld af lánum sem tengd eru kaupum eða byggingu eigin íbúðarhúsnæðis eru frádráttarbær frá tekjuskattsstofni áður en flutt er í húsnæðið. Þá eru vextir af veðlánum líka frádráttarbærir við ákveðin skilyrði eftir að byggingu er lokið, að hámarki 500 þús. kr. á ári í tvö ár .
    Meginreglan er hins vegar sú að skattgreiðendur geta dregið hluta af byggingarkostn aði/kaupverði íbúðar frá skattskyldum tekjum á því ári sem bygging hefst eða kaup eiga sér stað og næstu sjö árin á eftir. Frádrátturinn er 6% af byggingarkostnaði/kaupverði íbúðar að hámarki 850 þúsund fyrstu fjögur árin (rúmlega 200 þús. kr. á ári) og rúmlega 700 þúsund næstu fjögur árin. Auk þess er álag með hverju barni, eða rúmlega 40 þúsund á ári.
    Auk þess fá einstaklingar sérstakan 10% húsnæðis „bónus“ ofan á framlag sitt til sérstakra lánastofnana sem sjá um byggingar á íbúðarhúsnæði, eða að hámarki 34 þús. kr. á ári á hvern einstakling.

2.5 Samantekt.
    Af framansögðu er ljóst að sú aðstoð sem hið opinbera veitir íbúðareigendum er afar mismunandi í aðildarríkjum OECD. Við þetta má bæta, að í Frakklandi, Portúgal og Spáni eru sérstakir húsnæðissparnaðarreikningar eins og í Noregi. Í Austurríki eru hins vegar í boði sérstök sparnaðarform, tengd húsnæðiskaupum, sem á reiknast álag með svipuðu sniði og í Þýskalandi.
    Aðstoð hins opinbera við íbúðarkaupendur virðist í fljótu bragði talsvert rýmri á hinum Norðurlöndunum en hér á landi, að minnsta kosti í Danmörku og Noregi vegna almennrar frádráttarheimildar á vöxtum, þó svo skattlagning reiknaðrar leigu vegi þar eitthvað á móti. Svipað er uppi á teningnum í Svíþjóð, þó einhverjar hömlur séu á frádrættinum. Kerfið hjá Finnum virðist komast næst íslenska kerfinu, án þess þó að vera tekjutengt og eignatengt eins og hér gerist. Í Bretlandi og Þýskalandi er uppbyggingin hins vegar allt önnur. Þar er aðstoðin bundin við eignina en ekki kaupanda/kaupendur. Þó er tekið tillit til fjölskyldu stærðar í Þýskalandi.

3. Gallar gildandi kerfis.

3.1 Yfirlit.
    
Eins og fram er komið sýnist tekjuskattskerfið hér á landi um margt vera frábrugðið því sem almennast er í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þetta gildir sérstaklega um samspil tiltölu legra hárra skattleysismarka og tekjutengingar sem er útbreiddari hér en víðast annars staðar og hás skatthlutfalls. Þessa mynd má draga í eftirfarandi meginþætti:

     Jaðarskattar á fjölskyldur með miðlungstekjur eru mjög háir hér á landi samanborið við önnur lönd.
     Skattleysismörk eru hins vegar óvíða hærri en hér á landi vegna hás persónuafsláttar.
     Meðalskattbyrði íslenskra fjölskyldna er þó lægri en víðast annars staðar.
     Tekjutenging barnabóta þekkist tæpast annars staðar í aðildarríkjum OECD.
     Tekju- og eignatenging húsnæðisaðstoðar hins opinbera, þ.e. vaxtabóta, vegna fjárfestingar í eigin húsnæði er séríslenskt fyrirbrigði.

    Það er því ekki að ósekju að þróun tekjuskattskerfisins frá því að staðgreiðslan var tekin upp, þar sem farið hafa saman hækkun skatthlutfalls, hækkun skattleysismarka og aukin tekjutenging, sé áhyggjuefni. Þó svo að meðalskattbyrði íslenskra heimila sé tiltölulega lág samanborið við aðrar þjóðir er jaðarskattur á fjölskyldur með miðlungstekjur hins vegar með því hæsta sem þekkist, ekki síst vegna tekjutengdra bótakerfa. Í vissum tilvikum getur jaðar skattur fjölskyldu orðið um og yfir 60%. Þetta leiðir til þess eins og áður hefur verið bent á að aðeins um helmingur framteljenda greiðir tekjuskatt og einungis þriðjungur þegar tekið hefur verið tillit til bótagreiðslna. Þetta er bein afleiðing þess tekjuskattskerfis sem við búum við í dag.
    Ýmsar rannsóknir sýna að háir jaðarskattar, helsti ágalli íslenska tekjuskattskerfisins virka vinnuletjandi, jafnframt því að ýta undir svarta atvinnustarfsemi. Hér þarf að verða bragarbót á.

3.2 Háir jaðarskattar of miklar tekjutengingar.
    
Þau miklu jaðaráhrif sem einkenna íslenska skattkerfið verða kannski best dregin fram með raunverulegu dæmi. Sama gildir raunar um hitt megineinkenni kerfisins sem er lágur meðalskattur. Taka má dæmi um fjölskyldu með þrjú börn og miðlungstekjur, eða kringum 200 þús. kr. á mánuði. Fjölskyldan býr í eigin húsnæði og nýtur vaxtabóta sem svara til 10.000 króna á mánuði að meðaltali. Hún greiðir rúmlega 9 þús. kr. í ríkissjóð í formi tekjuskatts en fær á móti barnabætur, barnabótaauka og vaxtabætur, samtals tæplega 26 þús. kr. Til sveitarfélaga greiðir þessi fjölskylda rúmlega 22 þús. kr. í formi útsvars. Séð frá ríkinu nema bótagreiðslur til fjölskyldunnar umfram tekjuskatt rúmlega 16 þús. kr. á mánuði sem samsvarar 8% ofan á heildarlaun. Þetta dæmi sýnir glöggt stærðargráðu meðalskatts hjá barnafjölskyldu með miðlungstekjur.

Ráðstöfunartekjur fjölskyldu með þrjú börn
og 200.000 kr. á mánuði.


Krónur
Fyrir
hækkun
Eftir
hækkun

Frávik
Eftir aðgerðir
stjórnvalda

Frávik
Mánaðarlaun, brúttó
200.000 210.000 10.000 210.000 10.000
Greitt í lífeyrissjóð (4%)
-8.000 -8.400 -400 -8.400 -400
Mánaðarlaun, nettó
192.000 201.600 9.600 201.600 9.600
Tekjuskattur að frádr. persónuafslætti 1)
-9.299 -12.219 -2.920 -8.833 466
Útsvar
-22.214 -23.325 -1.111 23.325 -1.111
Mánaðarlaun að frádr. tekjuskatti
160.487 166.056 5.569 169.442 8.955
Barnabætur
8.082 8.082 - - -
Barnabótaauki
7.539 6.099 -1.440 19.656 4.035
Vaxtabætur
10.000 9.424 -576 9.424 -576
Ráðstöfunartekjur
186.108 189.661 3.553 198.522 12.414
„Jaðarskattur“
60,5% 60,5% - 52,5% -8,0%
„Meðalskattur“
5.892 11.939 6.047 3.078 -2.814
Til ríkisins
-16.322 -11.386 4.936 -20.247 -3.925
Til sveitarfélaga
22.214 23.325 1.111 23.325 1.111
„Meðalskattur“
2,9% 5,7% 2,8% 1,5% -1,4%
1) Tvær fyrirvinnur sem nýta persónuafsláttinn að fullu.

    Í meðfylgjandi töflu sést einnig að hækki laun þessarar fjölskyldu um 10.000 kr. á mánuði heldur hún aðeins eftir um 3.500 kr. í launaumslaginu eftir að hún hefur greitt skatta sína og skyldur og að teknu tilliti til lækkunar bóta. Þetta þýðir, með öðrum orðum, að „jaðar skattur“ fjölskyldunnar af hverri viðbótarkrónu sem hún aflar sér er í reynd rúmlega 60% að frátöldum lífeyrissjóðnum. Á hinn bóginn er meðalskattur hennar, eða raunveruleg „skatt byrði“, mun lægri eins og áður var komið fram, eða kringum 6% eftir hækkunina, en hefur samt sem áður tvöfaldast frá því sem áður var. Hér endurspeglast tvö megineinkenni íslenska tekjuskattskerfisins, hár jaðarskattur en lágur meðalskattur.
    Í framangreindri töflu eru þessi áhrif einnig skoðuð með tilliti til þeirra breytinga sem nýverið voru samþykktar á tekjuskattskerfinu með lækkun hlutfallsins um 4 prósentustig og almennri tekjutengingu barnabóta. Hér er gengið út frá óbreyttum skattleysismörkum, en litið framhjá 2,5% árlegri hækkun persónuafsláttar og bótagreiðslna fram til ársins 2000. Eins og fram kemur eru megináhrif breytinganna lækkun „jaðarskatts“ um 8%, sem skiptist jafnt á milli lægra skatthlutfalls og breytinga á barnabótum. Jafnframt lækkar meðalskatturinn um liðlega 4% frá því sem orðið hefði að óbreyttu kerfi.

3.3 Há skattleysismörk — fáir skattgreiðendur.

    Eins og áður er komið fram er einn veigamesti þáttur tekjuskattskerfisins persónuaf slátturinn, en samspil hans og skatthlutfallsins ákvarðar skattleysismörkin á hverjum tíma. Þá eru skattleysismörk tekjuskatts hjá einstaklingum óvíða hærri en hér á landi sökum hás persónuafsláttar sem veldur því að eiginlegir skattgreiðendur verða tiltölulega fáir. Milli færsla persónuafsláttar og háar bótagreiðslur fækka greiðendum enn frekar. Á hinn bóginn veldur hátt skatthlutfall um leið og skattleysismörkunum sleppir því að jaðaráhrifin vega þyngst hjá fólki með miðlungstekjur, þó meðalskattbyrðin sé tiltölulega lág samanborið við önnur lönd. Þannig greiðir aðeins um helmingur framteljenda tekjuskatt til ríkisins að frádregnum persónuafslætti og öðrum frádráttarliðum (lífeyrisiðgjöldum, hlutafjárafslætti, innleggi á húsnæðissparnaðarreikninga) og réttur þriðjungur sé einnig tekið tillit til bótagreiðslna, þ.e. barnabóta, barnabótaauka og vaxtabóta. Því hefur verið haldið fram að slíkt kerfi slævi þjóðfélagslega vitund skattþegnanna og ýti undir svarta starfsemi.
    
Í meðfylgjandi töflu er til fróðleiks stillt upp skattlagningu hjóna með þrjú börn og er hópnum sem telur rúmlega 5.000 hjón skipt upp í tíundir eftir tekjuskattstofni. Um er að ræða álagningu tekjuskatts og útsvars að teknu tilliti til millifærslu á persónuafslætti og bóta greiðslna eins og hún birtist í skattframtölum ársins 1996.


Tekjur á mán.
þús. kr.

Fjöldi
Tekjusk.
nettó 1)
þús. kr.

Útsvar
þús. kr.
Barna-
bætur
þús. kr.
Vaxta-
bætur
þús. kr.
Ráðst.-
tekjur
þús. kr.
Skatt-
byrði
%
Hlutur
ríkis
%
Hlutur
svfélaga
%
I. 96
525 -7,7 8,4 27,6 6,6 129,5 -34,9 -43,7 8,8
II. 139
538 -1,5 12,2 23,2 7,3 158,8 -14,2 -23,0 8,8
III. 168
538 8,0 14,8 19,3 7,3 171,8 -2,3 -11,1 8,8
IV. 194
538 16,2 17,0 15,6 7,0 183,4 5,5 -3,3 8,8
V. 217
538 23,5 19,1 12,4 6,1 192,9 11,1 2,3 8,8
VI. 244
538 31,7 21,5 8,9 6,2 205,9 15,6 6,8 8,8
VII. 274
538 40,8 24,1 8,0 5,9 223,0 18,6 9,8 8,8
VIII. 308
538 51,0 27,1 8,0 5,6 243,5 20,9 12,1 8,8
IX. 360
538 66,1 31,6 8,0 4,9 275,2 23,6 14,8 8,8
X. 507
541 118,6 44,6 8,0 3,0 354,8 30,0 21,2 8,8
MT 251
5.370 34,7 22,1 13,9 6,0 214,1 14,7 5,9 8,8
E. breytingar 2) - - - - - 12,7 1,1 11,6


1)    Tekjuskattur ríkisins að frádregnum persónuafslætti, einnig þeim sem nýtist á móti útsvari.
2)     Hér hefur verið tekið tilliti til tilfærslu tekjuskatts milli ríkis og sveitarfélaga (2,74%) og nýsamþykktrar
    lækkunar á tekjuskattshlutfallinu um 4% fram til ársins 1999.

VIÐAUKI I

JAÐARSKATTANEFND
Júlí 1997

Tafla l
.

Viðmiðunarreglur tekjuskattslagningar hjá einstaklingum 1986 og 1988


Árstölur á verðlagi hvors árs 1986 1988
1. Skatthlutföll/viðmiðunarmörk:
Skatthlutfall – 1. þrep, %
19,5 28,5
Viðmiðunarmörk tekna
<272.000 -
Skatthlutfall – 2. þrep, %
30,5 -
Viðmiðunarmörk tekna, þús. kr.
<544.000 -
Skatthlutfall – 3.þrep, %
43,5 -
Viðmiðunarmörk tekna, þús. kr.
>544.000 -
Útsvar í Reykjavík, %
10,2 6,7
2. Frádráttur frá skattstofni:
Lágmark hjá einstaklingi eða 10% af tekjum, kr.
47.600 -
Lágmark hjá einstæðu foreldri eða 10% af tekjum, kr.
83.300 -
3. Afsláttur af tekjuskatti/útsvari:
Tekjuskattur, krónur
47.200 186.629
Útsvar
3.060 -
Afsláttur með hverju barni
612 -
Aukaafsláttur vegna barna > 3
1.224 -
4. Aðrir tekjutengdir skattar:
Sjúkratryggingagjald, %
2,0 -
Tekjuviðmiðun, þús. kr.
>403.000 -
Gjald í Framkvæmdasjóð, kr.
1.000 -
Tekjuviðmiðun, þús. kr.
>166.000 -
Sóknargjald, % af útsvarsstofni
0,4 -
Kirkjugarðsgjald, % af útsvari
1,5 -
5. Barnabætur:
Fyrsta barn, krónur
10.200 18.671
Börn umfram eitt, krónur
15.300 28.006
Viðbót með börnum yngri en 7 ára, krónur
10.200 18.671
Lágmarksbætur einstæðra foreldra, krónur
20.400 56.012
6. Barnabótaauki: 1)
Óskert fjárhæð, krónur
    20.400     46.201
Skerðing, með 1. barni, %
    8,0     7,0
Skerðing, með 2. barni, %
8,0 6,0
Skerðing, með 3. barni, %
8,0 5,0
Skerðing, með börnum umfram 3, %
8,0 4,0
Tekjuviðmiðun hjóna, kr.
<374.000 <670.000
" einstæðra foreldra, kr.
<255.000     <550.000
7. Vaxtafrádráttur/afsláttur einstaklinga: 2)
Hámarksfrádráttur frá skattstofni hjá einstaklingi
292.600 -
Hámarksafsláttur
- 184.000

     1) Barnabótaaukinn var tekinn upp árið 1984.
    2) Vaxtabætur voru teknar upp árið 1989 og greiddar í fyrsta sinn 1990.

JAÐARSKATTANEFND     
Júlí 1997

Tafla 2.


Fjöldi skattgreiðenda og bótaþega



Tekjuár 1986 1988 1990 1995
I. FJÖLDI:
Framteljendur alls
179.322 187.756 193.918 201.603
Tekjuskattur fyrir frádrátt bóta
82.896 90.269 95.639 103.486
Útsvar fyrir nýtingu persónuafsláttar
150.783 181.483 186.890 197.992
Sérstakur 5% tekjuskattur
- - - 5.519
Sjómannaafsláttur
10.629 9.468 10.632 9.461
Millifærsla persónuafsláttar milli hjóna
- 25.156 25.506 23.902
Millifærsla persónuafsláttar á móti eignarskatti 19.764 14.794 14.564 12.293
Barnabætur
68.883 65.015 66.500 67.959
Barnabótaauki
- 28.988 29.375 37.906
Vaxtabætur/húsnæðisbætur
- 36.518 39.385 47.133
Skattfrjáls fjárfesting í hlutabréfum
1.302 741 9.611 9.541
Innlegg á húsnæðissparnaðarreikninga
134 304 582 4.263
II. Sem % af heildarfjölda framteljenda:
Tekjuskattur fyrir frádrátt bóta
46,2 1) 48,1 49,3 51,3
Útsvar fyrir nýtingu persónuafsláttar
84,1 96,7 96,4 98,2
Sérstakur 5% tekjuskattur
- - - 2,7
Sjómannaafsláttur
5,9 5,1 5,5 4,7
Millifærsla persónuafsláttar milli hjóna
- 13,4 13,2 11,9
Millifærsla persónuafsláttar á móti eignarskatti 11,0 7,9 7,5 6,1
Barnabætur
38,4 34,6 34,3 33,7
Barnabótaauki
- 15,4 15,1 18,8
Vaxtabætur/húsnæðisbætur
- 19,4 20,3 23,4
Skattfrjáls fjárfesting í hlutabréfum
0,7 0,4 5,0 4,7
Innlegg á húsnæðissparnaðarreikninga
0,1 0,2 0,3 2,1


1)    Þetta hlutfall er ekki sambærilegt við þau sem á eftir koma, þar sem þegar hefur verið tekið tillit til vaxtafrádráttar, en hann var undanfari vaxtabótanna. Að honum frátöldum hefði hlutfallið verið mun hærra.



JAÐARSKATTANEFND         
Júlí 1997

                                  
Tafla 3.


Helstu kennitölur tekjuskattskerfisins



Tekjur 1986 1988 1990 1995
I. Heildarfjárhæðir á verðlagi hvers árs, m.kr.
Tekjuskattur fyrir frádrátt bóta
5.820 12.933 22.759 27.875
Útsvar fyrir nýtingu persónuafsláttar
7.234 10.620 14.034 21.775
Sérstakur 5% tekjuskattur
- - - 358
Nýttur persónuafsláttur á móti tekjuskatti
- 28.339 40.120 48.628
" " á móti útsvari
- 1.945 2.520 3.560
Sjómannaafsláttur, ígildi tekjuskatts og útsvars
~500 792 1.376 1.509
Millifærsla persónuafsláttar milli hjóna
- 1.666 2.314 2.328
Millifærsla persónuafsláttar á móti eignarskatti
171 283 372 360
Barnabætur, greiðslutölur
1.881 2.325 3.277 2.673
Barnabótaauki, greiðslutölur
- 711 1.104 2.057
Vaxtabætur/húsnæðisbætur, greiðslutölur
~850 1.233 2.276 3.487
Skattfrjáls fjárfesting í hlutabréfum, ígildi tsk.
25 25 665 625
Innlegg á húsnæðissparnaðarreikninga, ígildi tsk.
1 3 8 85
Tekjuskatts/útsvarsstofn
77.431 156.713 198.532 244.978
II. Sem % af tekjuskatts/útsvarsstofni:
Tekjuskattur fyrir frádrátt bóta
7,5 8,3 11,5 11,4
Útsvar fyrir nýtingu persónuafsláttar
9,3 6,8 7,1 8,8
Sérstakur 5% tekjuskattur
- - - 0,1
Nýttur persónuafsláttur á móti tekjuskatti
- 18,1 20,2 19,8
" "     á móti útsvari
- 1,2 1,3 1,5
Sjómannaafsláttur
0,6 0,5 0,7 0,6
Millifærsla persónuafsláttar milli hjóna
- 1,1 1,2 1,0
Millifærsla persónuafsláttar á móti eignarskatti
0,2 0,2 0,2 0,1
Barnabætur
2,4 1,5 1,7 1,1
Barnabótaauki
- 0,5 0,6 0,8
Vaxtabætur/húsnæðisbætur
1,1 0,8 1,1 1,4
Skattfrjáls fjárfesting í hlutabréfum
0,0 0,0 0,3 0,3
Innlegg á húsnæðissparnaðarreikninga
0,0 0,0 0,0 0,0



JAÐARSKATTANEFND
    Júlí 1997

              
Tafla 4.


Tekjudreifing framteljenda árið 1995

1)


Tekjur á mánuði

Fjöldi
Hlutfalls-
skipting
%

Samansafnað
%
I. Einhleypir
Undir 50 þús. kr.     
24.525 31,6 31,6
51–100    –    
32.643 42,1 73,7
101–150    –    
11.691 15,1 88,8
151–200    –    
4.869 6,3 95,1
201–250    –    
1.987 2,6 97,7
251–300    –    
903 1,1 98,8
Yfir 300    –    
927 1,2 100,0
SAMTALS
77.545 100,0 -
Tekjulausir
5.488 7,1 -
II. Einstæðir foreldrar:
Undir 50 þús. kr.     
1.147 15,1 15,1
51–100     –      
3.731 49,0 64,1
101–150    –     
1.803 23,7 87,8
151–200    –    
602 7,9 95,7
201–250    –     
215 2,8 98,5
251–300    –     
61 0,8 99,3
Yfir 300     –        
56 0,7 100,0
SAMTALS
7.615 100,0 -
Tekjulausir
46 0,6 -
III. Hjón: 2)
Undir 100 þús. kr.
3.644 6,5 6,5
101–150    –     10.396 18,6 25,1
151–200    –    
10.564 18,9 44,0
201–250    –    
9.821 17,6 61,6
251–300    –    
7.801 13,9 75,5
301–350    –    
5.283 9,4 84,9
351–400    –    
3.283 5,9 90,8
401–450    –    
1.909 3,4 94,2
Yfir 450    –    
3.249 5,8 100,0
SAMTALS
55.950 100,0 -
Tekjulausir
1.097 2,0 -

1) Tekjur ársins 1995.
2) Samanlagðar tekjur hjóna.



JAÐARSKATTANEFND     
Júlí 1997

Tafla 5.


Kennitölur úr barnabótakerfinu árið 1996



EINSTÆÐIR FORELDRAR HJÓN, SAMBÝLISFÓLK HEILD

Fjöldi
Bætur alls
m.kr.


%
Meðal-
bætur
þús. kr.

Fjöldi
Bætur
alls m.kr.


%

Meðal-
bætur
þús. kr.
Bætur
alls
m.kr.


%
I. Almennar barnabætur:
Með fyrsta barni
7.661 528 58 69 30.149 277 16 9 805 30
" öðrum börnum
2.440 231 25 95 18.136 741 42 41 972 36
" börnum yngri en 7 ára 4.215 146 17 35 18.827 757 42 40 903 34
SAMTALS
7.661 905 100 118 30.149 1.775 100 59 2.680 100
II. Barnabótaauki:
Óskertur
1.006 156 21 155 997 180 14 181 336 16
Með skerðingu
6.082 596 79 99 13.763 1.123 86 82 1.719 84
SAMTALS
7.088 752 100 106 14.760 1.303 100 88 2.055 100
Hlutfall af heild % 92,5 49,0


JAÐARSKATTANEFND
Júlí 1997

Tafla 6.1


          Greiðslur barnabóta árið 1996
              Einstæðir foreldrar




Tekjur á mánuði

Fjöldi
foreldra

%
Bætur
alls
m.kr.

Almennar
m.kr.
B.bóta-
auki
m.kr.
Meðal-
bætur
þús.kr.
Meðal-
tekjur
þús.kr.
Bætur
sem %
af tekjum
Undir 50 þús. kr.
1.194 15,6 329 155 174 23 31 74,2
51–100    –    
3.730 48,7 906 461 445 20 74 27,0
101–150    –    
1.803 23,5 313 193 120 14 121 11,6
151–200    –     
602 7,9 75 62 13 10 171 5,8
201–250    –    
215 2,8 22 22 - 9 221 4,1
251–300    –           61 0,8 6 6 - 8 270 3,0
301–350    –           25 0,3 3 3 - 10 320 3,1
351–400    –     
12 0,2 1 1 - 7 370 1,9
Yfir 400     –    
19 0,2 2 2 - 9 489 1,8
SAMTALS
7.661 100,0 1.657 905 752 18 94 19,1

                   

                                             Tafla 6.2

          Greiðslur barnabóta árið 1996
              Hjón, sambýlisfólk




Tekjur á mánuði

Fjöldi
foreldra

%
Bætur
alls
m.kr.

Almennar
m.kr.
B.bóta-
auki
m.kr.
Meðal-
bætur
þús. kr.
Meðal-
tekjur
þús. kr.
Bætur
sem %
af tekjum
Undir 50 þús. kr.
291 1,0 69 19 50 20 21 95,2
51–100     –    
1.033 3,4 247 67 180 20 82 24,4
101–150     –    
    
4.094 13,6 773 263 510 19 127 15,0
151–200     –    
5.802 19,2 811 363 448     12 176 6,8
201–250     –    
5.674 18,8 444 334 110 7 224 3,1
251–300     –    
    
4.777 15,8 278     273 5 5 274 1,8
301–350     –    
3.353 11,1 185 185 - 5 323 1,5
351–400     –    
2.061 6,8 113 113 - 4 373 1,1
Yfir 400     –    
3.064 10,2 158 158 - 4 510 0,8
SAMTALS
30.149 100,0 3.078 1.775 1.303 9 253 3,6


JAÐARSKATTANEFND
Júlí 1997

                                  
Tafla 7.


Heildargreiðslur vaxtabóta árið 1996


Fjöldi
bótaþega
Hlutfall
af heild
%
Bóta-
greiðslur
m.kr.
Hlutfall
af heild
%
Einhleypir
8.664 10 697 21
Einstæðir foreldrar
3.224 42 365 11
Hjón 1)
17.667 31 2.238 68
SAMTALS
29.555 20 3.300 100

1) Hjón eru hér talin sem einn einstaklingur.


Heildargreiðslur vaxtabóta árið 1996
Skipt eftir aldri


Einhleypir

Einstæðir
foreldrar

Hjón

Allir
I. Fjöldi:
25 ára og yngri
915 221 623 1.759
26–45 ára
4.627 2.734 13.323 20.684
46–65 ára
2.134 268 3.112 5.514
66 ára og eldri
988 1 609 1.598
SAMTALS
8.664 3.224 17.667 29.555
II. Hlutfallsleg skipting, %:
25 ára og yngri
10,6 6,9 3,5 6,0
26–45 ára
53,4 84,8 75,5 70,0
46–65 ára
24,6 8,3 17,6 18,6
66 ára og eldri
11,4 - 3,4 5,4
SAMTALS
100,0 100,0 100,0 100,0
III. Heildarbætur, m.kr.:
25 ára og yngri
68 21 62 151
26–45 ára
389 315 1.731 2.435
46–65 ára
167 29 386 582
66 ára og eldri
73 - 59 132
SAMTALS
697 365 2.238 3.300
IV. Hlutfallsleg skipting bóta, %:
25 ára og yngri
9,8 5,8 2,8 4,6
26–45 ára
55,8 86,3 77,4 73,8
46–65 ára
24,0 7,9 17,2 17,6
66 ára og eldri
10,4 - 2,6 4,0
SAMTALS
100,0 100,0 100,0 100,0



JAÐARSKATTANEFND
Júlí 1997

Tafla 8.


Kennitölur úr skattframtölum vaxtabótaþega árið 1996.




Árstekjur 1995

Fjöldi
Meðal-
tekjur
þús. kr.
Nettó-
eign
þús. kr.
Skuldir
vegna
íbúðar
þús. kr.

Vaxta-
gjöld
þús. kr.

Vaxta-
bætur
þús. kr.
Vaxtagjöld
sem %
af íbúðar-
skuldum
Vaxtabætur
sem %
af vaxta-
gjöldum
I. Einhleypir:
Undir 1 m.kr.
3.316 667 1.101 2.985 177 80 5,9 45,2
1–2 m.kr.
3.950 1.429 1.178 3.371 213 81 6,3 38,0
2–3 m.kr.
1.102 2.377 1.139 3.991 273 81 6,8 29,6
3–4 m.kr.
242 3.400 1.048 5.077 351 79 6,9 22,5
Yfir 4 m.kr.
54 4.604 1.572 6.771 519 73 7,7 14,1
SAMTALS
8.664 1.333 1.142 3.371 213 80 6,3 37,5
II. Einstæðir foreldrar:
Undir 1 m.kr.
1.401 705 738 4.213 198 118 4,7 59,6
1–2 m.kr.
1.547 1.374 856 4.582 224 110 4,9 49,1
2–3 m.kr.
243 2.355 1.060 4.702 291 106 6,2 36,4
3–4 m.kr.
31 3.351 1.455 5.251 366 100 7,0 27,3
Yfir 4 m.kr.
2 4.357 245 4.959 359 64 7,2 17,8
SAMTALS
3.224 1.178 825 4.437 219 113 4,9 51,6
III. Hjón 1):
Undir 1 m.kr.
739 389 810 4.313 281 133 6,5 47,3
1–2 m.kr.
4.294 1.594 2.007 4.708 293 133 6,2 45,4
2–3 m.kr.
6.385 2.474 1.914 5.158 332 127 6,4 38,3
3–4 m.kr.
4.005 3.445 2.147 5.736 395 121 6,9 30,6
Yfir 4 m.kr.
2.244 4.604 2.374 7.042 502 121 7,1 24,1
SAMTALS
17.667 2.669 2.002 5.383 356 127 6,6 35,7

1) Hjón eru hér talin sem einn einstaklingur.

JAÐARSKATTANEFND         
Júlí 1997

                                  
Tafla 9.


     Nýting persónuafsláttar á móti útsvari
    Álagning á tekjur ársins 1995


Útsvarstekjur
sveitarfélaga
Nýting persónu-
afsláttar á móti útsvari

m.kr.

%

m.kr. %
Reykjavík
8.430 38,7 1.309 15,5
Kópavogur
1.527 7,0 214 14,0
Seltjarnarnes
423 1,9 49 11,6
Garðabær
701 3,2 87 12,3
Hafnarfjörður
1.410 6,5 218 15,5
Mosfellsbær
400 1,8 55 13,8
Reykjanesbær
875 4,0 122 14,0
Grindavík
205 0,9 26 12,9
Sandgerði
102 0,5 16 15,3
Akranes
438 2,0 72 16,5
Borgarbyggð
153 0,7 33 21,7
Stykkishólmur
108 0,5 18 16,7
Snæfellsbær
163 0,7 27 16,8
Ísafjörður
343 1,6 35 10,1
Bolungarvík
99 0,5 13 13,0
Vesturbyggð
110 0,5 20 17,9
Siglufjörður
151 0,7 23 15,2
Sauðárkrókur
222 1,0 39 17,4
Blönduós
87 0,4     13 15,4
Akureyri
1.223 5,6     202 16,5
Húsavík
216 1,0 35 16,4
Ólafsfjörður
108 0,5 17 16,0
Dalvík
130 0,6 21 16,4
Seyðisfjörður
74 0,3 12 15,6
Neskaupstaður
154 0,7 23 14,7
Eskifjörður
94 0,4 14 14,7
Egilsstaðir
121 0,6 22 17,9
Hornafjörður
189 0,7 27 14,3
Vestmannaeyjar
413 1,9 54 13,0
Selfoss
329 1,5 55 16,9
Hveragerði
114 0,5 22 19,2
Kaupstaðir og bæir
19.112 87,8 2.893 15,1
Önnur sveitarfélög
2.663 12,2 667 25,0
SAMTALS
21.775 100,0 3.560 16,3


VIÐAUKI II

JAÐARSKATTANEFND
Janúar l997


Skýrsla ríkisskattstjóra um aðgerðir gegn skattsvikum á síðustu árum


    
Í nóvember 1992 skipaði fjármálaráðherra nefnd til þess að meta umfang skattsvika og athuga hvaða breytingar höfðu orðið á skattframkvæmd frá árinu 1985 sem áhrif gætu haft á möguleika til skattsvika. Jafnframt var nefndinni ætlað að athuga hvaða ákvæði skattalaga gæfu helst færi á skattsvikum og hvaða lagabreytingar þyrfti til úrbóta.
    Í september 1993 skilaði nefndin skýrslu til fjármálaráðherra þar sem fram komu tillögur um aðgerðir gegn skattsvikum í eftirfarandi ellefu liðum:
          1.      Hert skatteftirlit og auknar skattrannsóknir.
          2.      Breytt skipulag og starfshættir skattyfirvalda.
          3.      Endurskoðun á bókhaldslögum.
          4.      Nýtt ákvæði í almennum hegningarlögum.
          5.      Aukin notkun refsiákvæða í skattalögum.
          6.      Átak gegn svartri atvinnustarfsemi.
          7.      Hækkun á reiknuðu endurgjaldi hjá sjálfstætt starfandi einstaklingum.
          8.      Skýrar reglur um rekstrarkostnað.
          9.      Hugarfarsbreyting.
          10.      Opinber birting refsidóma.
          11.      Aðgerðir með þátttöku fleiri aðila en stjórnvalda.
    Á undanförnum árum hafa sérfræðingar fjármálaráðuneytis unnið að frekari útfærslu þessara tillagna og hefur flestum þeirra þegar verið hrint í framkvæmd. Hér á eftir er fjallað nánar um þessar tillögur og stöðu þeirra í lok árs 1996.

1. Hert skatteftirlit og auknar skattrannsóknir. Í skýrslu nefndarinnar er rakið í ítarlegu máli hvernig er háttað framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna, um leið og lögð er á það áhersla að herða þurfi frekar á þessum þætti. Þannig telur nefndin það gagnrýnivert að einungis 12 menn skuli sinna skattrannsóknum og aðeins 34 almennu skatteftirliti. Hér þurfi að koma til breyttar áherslur skattyfirvalda. Náist ekki fullnægjandi árangur með þeim hætti þurfi að bæta starfsmönnum við ytra skatteftirlit og skattrannsóknir. Öðruvísi náist ekki teljandi árangur í baráttunni gegn skattsvikum. Þá þurfi að koma á fleiri námskeiðum fyrir starfsfólk skattyfirvalda.
    Í dag eru 15 starfsmenn hjá skattrannsóknarstjóra og hefur þeim fjölgað í samræmi við tillögu nefndarinnar. Þá starfa nú um 46 starfsmenn við skatteftirlit. Samkvæmt þessu hafa um 14 starfsmenn bæst við í skatteftirlit og skattrannsóknir á undanförnum árum og sjást þessa þegar merki í gjaldahækkunum hjá skattrannsóknarstjóra og endurákvörðunum hjá ríkisskattstjóraembættinu.

2. Breytt skipulag og starfshættir skattyfirvalda. Fram til þessa hefur of mikill tími farið í tölvuskráningu, gagnavinnslu og upplýsingaöflun hjá starfsfólki skattstofanna á kostnað raunhæfs skatteftirlits. Þrátt fyrir mikla tæknivæðingu hefur ekki náðst nægilega mikil hagræðing til þess að efla mætti skatteftirlitið frekar. Til að ná árangri á þessari braut taldi nefndin nauðsynlegt að taka upp staðlað skattframtal rekstraraðila og einfalda framtalsskil einstaklinga. Með því mundi nást fram aukin hagræðing innan skattkerfisins og um leið skapast forsendur fyrir hertu skatteftirliti. Jafnframt þyrfti að efla þátttöku fjármálaráðu neytisins í því að samræma og skipuleggja skatteftirlit og skattrannsóknir til að ná betri árangri í baráttunni við skattsvikin.
    Þegar hefur verið tekið í notkun staðlað skattframtal rekstraraðila. Þannig hafa rekstrar aðilar val hvort þeir skila stöðluðu framtali fyrir rekstrarárið 1996 eða með hefðbundnum hætti, en frá og með rekstrarárinu 1997 verður þetta skylda.
    Þá er hafinn undirbúningur að einfaldari framtalsskilum einstaklinga, þar sem miðað er að því að allt að helmingur framteljenda þurfi ekki að skila hefðbundnu skattframtali, auk þess sem framtalsgerðin verður mun auðveldari fyrir allan þorrann. Með aukinni upplýsinga söfnun í miðlæg gagnasöfn og bættri tæknilegri úrvinnslu er dregið verulega úr undirbún ingsvinnu skattstjóra fyrir álagningu og um leið skapast meira svigrúm fyrir virkara skatt eftirlit. Stefnt er að því að þetta fyrirkomulag verði tekið upp á árinu 1999 vegna tekjuársins 1998.

3. Endurskoðun á bókhaldslögum. Rannsókn og meðferð refsiverðra bókhaldsbrota hefur lítið verið sinnt hingað til nema jafnframt hafi verið um skattsvik að ræða. Ekki er vitað til þess að mál hafi verið rekið og dæmt út frá bókhaldsbrotum eingöngu. Í skýrslu skattsvika nefndar frá árinu 1986 kemur fram það sjónarmið, sem 1992-nefndin tekur eindregið undir, að ein af meginforsendum öflugs skatteftirlits og rannsókna á skattsvikum sé að bókhald sé fært jafnóðum og viðskipti eiga sér stað, og fylgiskjöl séu fyrir hendi og geymd á skipulegan hátt. Með því að herða eftirlit með bókhaldi sem og viðurlög við bókhaldsbrotum megi draga úr skattsvikum, eða að minnsta kosti að gera þau torveldari. Þá taldi nefndin að endurskoða þyrfti bókhaldslögin sérstaklega með tilliti til skjalaskipta milli tölva.
    Segja má að tillögur nefndarinnar er vörðuðu endurskoðun á bókhaldslögunum séu þegar komnar til framkvæmda. Meðal annars hafa verið sett ný lög um bókhald, nr. 145/1994, en í þeim lögum eru mjög ítarleg refsiákvæði. Þannig geta alvarleg brot á þessum lögum varðað varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum. Jafnframt hafa verið sett lög um ársreikninga, nr. 144/1993, sem hafa einnig að geyma ítarleg refsiákvæði.

4. Nýtt ákvæði í almennum hegningarlögum. Þá taldi nefndin nauðsynlegt að lögfesta nýtt refsiákvæði í almennum hegningarlögum um stórfelld skattsvik, samhliða endurskoðun á 262. gr. laganna, sem fjalla um stórfellda bókhaldsóreiðu. Falli skattsvik (eða bókhaldsbrot) undir slíkt ákvæði verði ekki beitt vægari refsingu en fangelsi, nema almennar refsilækkunar ástæður eigi við.
    Þessi tillaga er þegar komin til framkvæmda. Með lögum nr. 39/1995, var gerð sú breyt ing að frá og með 1. janúar 1995 geta skattsvik varðað við hegningarlög.

5. Aukin notkun refsiákvæða í skattalögum.Ekki taldi nefndin nauðsynlegt að breyta refsimörkum í refsiákvæðum skattalaga, heldur yrði að herða refsiframkvæmdina með því að beita gildandi ákvæðum í ríkari mæli en gert hefði verið. Hins vegar taldi hún æskilegt að lögfesta tiltekið refsilágmark, sérstaklega fyrir skattsektir, svo að tryggt væri að sektar fjárhæðir væru að minnsta kosti jafnháar undandregnum skatti. Loks taldi hún koma til greina að lögfesta ákvæði um skyldubundnar refsivistarákvarðanir þegar um alvarleg skatt svik er að ræða.
    Þessi tillaga er þegar komin til framkvæmda. Með lögum nr. 42/1995, er búið að lögfesta refsilágmark í skattalögum, þannig að fésekt verður aldrei lægri en nemur tvöfaldri skatt fjárhæðinni.

6. Átak gegn svartri atvinnustarfsemi. Í skýrslu nefndinnar var fjallað allítarlega um umfang dulinnar efnahagsstarfsemi hér á landi. Þannig eru skattgreiðslur manna oft og tíðum ekki í neinu samræmi við lífsstíl þeirra eða eignamyndun. Nefndin taldi eitt brýnasta verkefnið til þess að stemma stigu við skattsvikum hér á landi að leita allra leiða til að uppræta það neðanjarðarhagkerfi sem dulin atvinnustarfsemi væri. Þar þyrfti fjármálaráðuneytið að hafa forgöngu um stefnumótun, meðal annars með að setja skattrannsóknarstjóra og öðrum skattyfirvöldum markmið, og ákvarða leiðir til þess að fást við þetta vandamál.
    Hjá embætti skattrannsóknarstjóra hefur verið unnið ötullega að því að taka á svartri atvinnustarfsemi eftir því sem mannaflinn hefur leyft. Mest hefur borið á átaki gegn slíkri starfsemi í veitingahúsarekstri með allgóðum árangri. Hér þarf þó að gera enn betur og líta til fleiri atvinnugreina.

7. Hækkun á reiknuðu endurgjaldi hjá sjálfstætt starfandi einstaklingum.Nefndin gerði það að tillögu sinni að ákvæði laga um tekjuskatt og eignarskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda varðandi reiknað endurgjald verði endurskoðuð og þær matsreglur sem notaðar hafa verið verði endurákvarðaðar frá grunni og nýjar settar. Þá lýsti nefndin þeirri skoðun sinni að hækka þyrfti viðmiðunarlaunin verulega. Þannig væri ótækt með öllu að viðmiðunarlaun atvinnurekanda væru mun lægri en meðallaun launþega í sömu starfsgrein. Þó væri nauðsynlegt að áfram yrði tekið tillit til mismunandi aðstæðna hjá skattaðilum. Jafnframt taldi nefndin æskilegt að sem víðtækust samstaða næðist um þetta mál með fulltrúum atvinnulífsins og lagði til að fjármálaráðuneytið setti á fót sérstakan starfshóp til að vinna að þessu máli.
    Nú þegar er hafin vinna við athugun á reglum um reiknað endurgjald og munu tillögur þar að lútandi væntanlega liggja fyrir síðar á þessu ári.

8. Skýrar reglur um rekstrarkostnað. Á undanförnum árum hefur talsvert borið á ágreiningi milli skattyfirvalda og skattaðila um það hvað sé frádráttarbær rekstrarkostnaður í skilningi 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Nefndin taldi þetta ákvæði ekki nægjanlega skýrt og of oft háð mati skattyfirvalda. Þá skorti leiðbeiningar frá skattyfirvöld um til rekstraraðila um það hvað teljist rekstrarútgjöld og hvað ekki. Enn fremur taki of langan tíma að fá niðurstöðu í álitamálum. Nefndin lagði til að fjármálaráðherra gæfi út að nýju reglugerð þar sem kveðið verði á um með skýrari hætti en verið hefur, hvað teljist vera frádráttarbær rekstrarkostnaður í skilningi tekjuskattslaga, en með því verði dregið úr þeirri óvissu sem nú ríkir. Þannig ætti einnig að skapast meira svigrúm til þess að sinna atriðum sem gera kröfur til nákvæmari könnunar á skattskilum framteljenda.
    Í framhaldi af skýrslu skattsvikanefndar var skipuð sérstök nefnd til að fjalla um þetta mál og er þegar búið að endurskoða hluta af umræddri reglugerð. Nefndin er enn að störfum og mun verki hennar væntanlega ljúka síðar á þessu ári.

9. Hugarfarsbreyting. Í skýrslunni kom fram að nefndarmenn töldu brýna þörf á því að vinna að breyttum viðhorfum almennings til skattsvika og efla almenna andstöðu gegn þeim. Samkvæmt skoðanakönnun sem nefndin lét framkvæma voru yfir 70% aðspurðra reiðubúnir til skattsvika eða þátttöku í þeim. Þetta hlutfall þarf að lækka með öllum leiðum. Eðlilegt væri að vinna að því í samvinnu við hagsmunasamtök atvinnurekenda og launþega til að skapa sem breiðasta samstöðu. Sýna þarf fram á með einföldum og auðskiljanlegum hætti hinar skaðlegu afleiðingar skattsvika fyrir þjóðfélagið í heild, einstaka hópa þess og þá sem taka þátt í slíku.
    Nokkuð hefur verið gert í því að hafa áhrif á afstöðu manna til skattsvika. Með skattfram tölum hafa meðal annars verið sendir út bæklingar þar sem varað er við skattsvikum, auk þess sem auglýst hefur verið í blöðum. Þá hefur embætti skattrannsóknarstjóra átt fundi með hagsmunasamtökum. Engin ný könnun hefur þó farið fram meðal landsmanna um afstöðu þeirra til skattsvika.

10. Opinber birting refsidóma. Fram til þessa hafa skattyfirvöld ekki staðið fyrir opinberri birtingu refsidóma sem kveðnir hafa verið upp vegna skattsvika, en nefndin taldi að með því mætti ná fram verulegum varnaðaráhrifum. Þannig gerði nefndin það að tillögu sinni að embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins hefði það hlutverk með höndum að kynna fjölmiðlum og almenningi niðurstöður dóma í skattsvikamálum, til dæmis með fréttamannafundum eða útgáfu fréttatilkynninga.
    Ákveðið hefur verið að skattrannsóknarstjóri standi árlega fyrir kynningu á þeim dómum sem varða skattsvik. Gert er ráð fyrir því að síðar á þessu ári verði opinber kynning á refsi dómum í skattsvikamálum frá síðasta ári.

11. Aðgerðir með þátttöku fleiri aðila en stjórnvalda. Í skoðanakönnun nefndarinnar á skattsvikum kom fram að meira en helmingur nótulausra viðskipta er í tveimur atvinnu greinum, byggingariðnaði og bifreiðaviðgerðum, og taldi nefndin mjög brýnt að ráðast til atlögu í þessum greinum. Lagt var til að könnuð yrði sú leið að beita húsnæðislánakerfinu með einhverjum hætti gegn skattsvikum í byggingariðnaði. Á sama hátt mætti hafa samstarf við tryggingafélög í baráttunni gegn skattsvikum er tengjast bifreiðaviðgerðum. Þá taldi nefndin mikilvægt að huga að sambærilegum aðgerðum gagnvart öðrum greinum þar sem möguleikar á skattsvikum væru verulegir.
    Hér hefur fremur lítið áunnist nema leitað hefur verið eftir samstarfi við tryggingafélögin um að upplýsingar um bótagreiðslur berist til skattyfirvalda.