Ferill 162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 162 – 162. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um hlunnindi lífeyrisþega almannatrygginga.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



1.      Hvernig hafa eftirtalin hlunnindi lífeyrisþega aukist eða minnkað og reglur um þau breyst undanfarin fimm ár:
       a.      réttur til að fá fellt niður fastagjald af síma,
       b.      réttur til að fá afnotagjald Ríkisútvarpsins (útvarps/sjónvarps) fellt niður?
2.      Er lífeyrisþegum mismunað á einhvern hátt gagnvart þessum hlunnindum, svo sem eftir því hvenær þeir hafa sótt um greiðslur frá almannatryggingum, eftir sambúðarformi eða af öðrum ástæðum?


Skriflegt svar óskast.