Ferill 169. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 169 – 169. mál.



Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um málefni skipasmíðaiðnaðarins og smíði nýs hafrannsóknaskips.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



1.      Hvað hefur verið aðhafst af hálfu iðnaðarráðuneytis til að gera innlendum skipasmíðastöðvum og tengdum iðnfyrirtækjum kleift að annast að einhverju eða öllu leyti smíði nýs hafrannsóknaskips, framleiðslu eða niðursetningu búnaðar í það eða annað tengt því verk efni?
2.      Til hvaða ráðstafana, ef einhverra, hyggst iðnaðarráðuneytið grípa til stuðnings innlendum skipasmíðaiðnaði í kjölfar frétta af tillögum um áframhaldandi ríkisstyrki til skipasmíða innan Evrópusambandsins og e.t.v. víðar?