Ferill 190. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 192 – 190. mál.



Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um starfsmat.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



     1.      Að hve miklu leyti hefur verið unnið eftir tillögum starfshóps um starfsmat sem fram komu í skýrslu frá febrúar 1996?
     2.      Hefur tilraunaverkefni verið hrint úr vör? Ef svo er, hvar er þá verið að vinna slíkt verkefni?
     3.      Hyggst ráðherra leggja til að starfsmat verði liður í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum?
     4.      Að hve miklu leyti er reynsla af starfsmati sveitarfélaganna nýtt til áframhaldandi þróunar á starfsmati á vegum félagsmálaráðuneytisins?