Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 218 – 28. mál.



Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar um framkvæmd GATT-samnings ins.

     1.      Hverjar hafa verið tekjur ríkissjóðs af framkvæmd samningsins um Alþjóðaviðskiptastofnunina (GATT) vegna innflutnings á landbúnaðarvörum:
       a.      sundurliðað eftir vöruflokki, hverju númeri fyrir sig,
       b.      sundurliðað eftir kg í hverjum vöruflokki fyrir sig?

    Innflutningur á landbúnaðarvörum vegna skuldbindinga Íslands við Alþjóðaviðskipta stofnunina (WTO) skiptist í lágmarksmarkaðsaðgang og ríkjandi markaðsaðgang á tímabilinu 1. júlí 1995 til 31. desember 1996. Tekjur ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum vegna innflutnings samkvæmt lágmarksmarkaðsaðgangi námu samtals 71.256.952 kr., þar af var virðisauka skattur í tolli 8.750.860 kr. Samtals voru flutt inn 291,7 tonn af vörum sem falla undir lágmarksmarkaðsaðgang. Sjá fylgiskjal I.
    Tekjur ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum samkvæmt ríkjandi markaðsaðgangi úr 6. og 7. kafla tollskrárinnar var sem hér segir:
    Tekjur skv. 6. kafla námu samtals 136.168.177 kr., þar af virðisaukaskattur í tolli 26.796.141 kr., en alls var innflutningurinn 1.037,1 tonn. Sjá fylgiskjal II.
    Tekjur skv. 7. kafla námu samtals 307.158.939 kr., þar af virðisaukaskattur í tolli 37.721.299 kr. og nam innflutningurinn alls liðlega 7. 433 tonnum. Sjá fylgiskjal III.
    Tekjur ríkissjóðs af sölu tollkvóta nema samtals 15.730.209 kr. á umræddu tímabili.

     2.      Hvert hefur verið kostnaðarverð (cif-verð) hvers vöruflokks/númers fyrir sig sem fluttur hefur verið til landsins í samræmi við framkvæmd á samningnum?
    Á tímabilinu 1. júlí 1995 til 31. desember 1996 var samtals kostnaðarverð innflutnings sem fellur undir lámarksmarkaðsaðgang 132.889.236 kr. Sjá fylgiskjal IV. Á sama tímabili nam kostnaðarverð innflutnings sem fellur undir ríkjandi markaðsaðgang 268.50.890 kr. af vörum úr 6. kafla og 519.885.368 kr. af vörum úr 7. kafla tollskrár. Sjá fylgiskjal V.

     3.      Hver hefur verið kostnaður ríkissjóðs af starfsemi ráðgjafanefndarinnar um inn- og útflutning landbúnaðarvara frá því að hún tók til starfa? Þess er farið á leit að kostnaður inn verði sundurliðaður eftir launum nefndarmanna, ferðakostnaði og öðrum kostnaði.
    Kostnaður ríkissjóðs af starfsemi ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara nemur samtals 6.559.581 kr. á árunum 1995 og 1996. Sjá nánari sundurliðun á fylgiskjali VI.     
     4.      Hversu margar reglugerðir hafa verið settar um framkvæmd á samningnum frá því að nefndin hóf störf?
    Alls hafa 56 tímabundnar reglugerðir verið settar frá því að nefndin hóf störf, þar af eru sjö þeirra í gildi. Sjá fylgiskjal VII.



Fylgiskjal I.


Tekjur ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum vegna innflutnings
samkvæmt lágmarksmarkaðsaðgangi.

(1. júlí 1995 til 31. desember 1996.)




Vörulýsing

Vöru-
liður

Magn
í tonnum
Aðflutnings-
gjöld brúttó,
kr.
Niðurfelld
aðflutnings-gjöld,
kr.
Greidd að- flutnings-
gjöld,
kr.
Vsk. í
tolli,
kr.
Samtals vsk.
og aðflutn-
ingsgjöld
í tolli, kr.
Kjöt og ætir hlutar af
dýrum af nautgripakyni:
0

    201

         0202
         0206
         0210
Samtals 0,102 108.393 0 108.393 15.175 123.568
Kjöt og ætir hlutar


af svínum:
0

    203

         0206
         0209
         0210
Samtals 1,08 774.689 292.423 482.267 67.517 549.784
Unnar kjötvörur:          1502
         1602
Samtals 61,529 53.182.230 38.279.361 14.902.868 2.086.403 16.989.271
Kjöt og ætir hlutar


af alifuglum:

    0207

         0210
Samtals 1,512 1.607.009 1.022.568 584.440 81.822 666.262
Egg:          0407
         0408
Samtals 90,08 17.896.159 14.383.659 3.512.500 491.750 4.004.250
Smjör:          0405
Samtals 0,045 33.264 0 33.264 4.657 37.921
Ostur:          0406
Samtals 131,272 86.600.433 47.208.511 39.391.925 5.514.874 44.906.799
Annað kjöt:          0208
         0210
Samtals 6,11 7.173.727 3.683.292 3.490.436 488.661 3.979.097
Samtals 291,73 167.375.904 104.869.815 62.506.092 8.750.860 71.256.952
Heimild: Hagstofa Íslands/ríkistollstjóri.



Fylgiskjal II.


Tekjur ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum vegna innflutnings
vara úr 6. kafla tollskrár, samkvæmt
ríkjandi markaðsaðgangi.
(1. júlí 1995 til 31. desember 1996.)




Vöru-
liður


Vörulýsing

Magn
í tonnum

Aðflutnings-
gjöld brúttó,
kr.

Niðurfelld
aðflutnings-gjöld,
kr.

Greidd
aðflutnings-gjöld,
kr.

Vsk. í
tolli,
kr.
Samtals
vsk. og aðflutnings-
gjöld í tolli,
kr.
úr
0601
Blómlaukar, rótarhnýði, jarðstönglar, krónur og forðastönglar, í dvala, vexti eða blóma; síkoríu plöntur og síkoríurætur, þó ekki síkoríurætur í nr. 1212:
Samtals 186.579 31.378.999 14.136.729 17.242.269 4.224.355 21.466.624
0602 Aðrar lifandi plöntur (þar með taldar rætur), græð lingar og gróðurkvistir; sveppagró:
Samtals 238.550 143.410.170 124.549.228 18.860.943 4.620.929 23.481.872
0603 Afskorin blóm og blóm knappar sem notað er í vendi eða til skrauts, lif andi, þurrkað, litað, bleikt, gegndreypt eða unnið á annan hátt:
Samtals 39.453 51.867.122 33.519.400 18.347.722 4.495.191 22.842.913
0604 Lauf, greinar og aðrir plöntuhlutar, án blóma eða blómknappa og grös, mosi og skófir, sem notað er í vendi eða til skrauts, nýtt, þurrkað, litað, bleikt, gegndreypt eða unnið á annan hátt:
Samtals 572.566 55.452.696 531.594 54.921.102 13.455.666 68.376.768
Alls 1.037.148 282.108.987 172.736.950 109.372.036 26.796.141 136.168.177
Heimild: Hagstofa Íslands/ríkistollstjóri.

Fylgiskjal III.


Tekjur ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum vegna innflutnings vara
úr 7. kafla tollskrár, samkvæmt ríkjandi markaðsaðgangi.
(1. júlí 1995 til 31. desember 1996.)



Vöru-
liður


Vörulýsing

Magn
í tonnum

Aðflutnings-
gjöld brúttó,
kr.

Niðurfelld
aðflutnings-gjöld,
kr.

Greidd
aðflutnings-gjöld,
kr.

Vsk. í tolli,
kr.
Samtals
vsk. og
aðflutnings-
gjöld í tolli,
kr.
0701 Kartöflur, nýjar eða kældar:
Samtals 1.723.650 124.635.860 66.197.334 58.438.526 8.181.400 66.619.926
0702 Tómatar, nýir eða kældir:
Samtals 468.001 22.726.646 80.609 22.646.037 3.170.448 25.816.485
úr
0703
Laukur, skalottlaukur, hvítlaukur, blaðlaukur og aðrar skyldar mat jurtir, nýjar eða kældar:
Samtals 1.726.439 20.826.397 223.067 20.603.331 2.884.468 23.487.799
0704 Hvítkál, blómkál, hnúðkál, fóðurmergkál og áþekkt ætt kál, nýtt eða kælt:
Samtals 1.377.144 58.849.917 8.944.279 49.905.638 6.986.795 56.892.433
0705 Salat (Lactuca sativa) og síkoría (Cichorium spp.), nýtt eða kælt:
Samtals 732.499 31.552.958 417.547 31.135.410 4.358.961 35.494.371
0706 Gulrætur, næpur, rauð rófur, hafursrót, seljurót, radísur og áþekkar ætar rætur, nýjar eða kældar:
Samtals 481.165 20.177.433 4.860.804 15.316.629 2.144.330 17.460.959
0707 Gúrkur og reitagúrkur, nýjar eða kældar:
Samtals 267.193 6.803.620 28.677 6.774.942 948.493 7.723.435
úr
0709
Aðrar matjurtir, nýjar eða kældar:
Samtals 656.928 86.514.527 21.897.401 64.617.126 9.046.405 73.663.531
Samtals 7.433.019 372.087.358 102.649.718 269.437.639 37.721.300 307.158.939
Heimild: Hagstofa Íslands/ríkistollstjóri.

Fylgiskjal IV.

Kostnaðarverð innflutnings samkvæmt
lágmarksmarkaðsaðgangi.

(1. júlí 1995 til 31. desember 1996.)




Vörulýsing

Vöru-
liður
1.7.1995– 31.12.1995 1.1.1996– 30.06.1996 1.7.1996–31.12.1996 1.7.1995– 31.12.1996
Innflutningur Innflutningur Innflutningur Samtals     innflutningur
í tonnum í kr. í tonnum í kr. í tonnum í kr. í tonnum í kr.
Kjöt og ætir hlutar af
dýrum af nautgripakyni:
0201
0202
0206
0210
Samtals 0 0 0 0 0,102 62.781 0,102 62.781
Kjöt og ætir hlutar
af svínum:
0203
0206
0209
0210
Samtals 0,031 24.302 0 0 1,049 597.795 1,08 622.097
Unnar kjötvörur: 1502
1602
Samtals 16,63 7.988.669 10,774 5.316.232 34,125 17.856.528 61,529 31.161.429
Kjöt og ætir hlutar
af alifuglum:
0207
0210
Samtals 0,456 92.230 0 0 1,056 805.809 1,512 898.039
Egg: 0407
0408
Samtals 26,913 6.973.017 27,212 8.065.116 35,955 11.212.645 90,08 26.250.778
Smjör: 0405
Samtals 0,045 12.366 0 0 0 0 0,045 12.366
Ostur: 0406
Samtals 33,441 18.408.970 42,09 22.746.414 55,741 26.877.395 131,272 68.032.779
Annað kjöt: 0208
0210
Samtals 0,291 89.560 2,065 1.618.682 3,754 4.140.725 6,11 5.848.967
Samtals 77,807 33.589.114 82,141 37.746.444 131,782 61.553.678 291,73 132.889.236
Heimild: Hagstofa Íslands.



Fylgiskjal V.

Kostnaðarverð innflutnings samkvæmt ríkjandi markaðsaðgangi,
vörur úr 6. og 7. kafla tollskrár.
(1. júlí 1995 til 31. desember 1996.)

1.7.1995–31.12.1995 1.1.1996–30.06.1996 1.7.1996–31.12.1996 1.7.1995–31.12.1996
Vöru- Innflutningur     Innflutningur Innflutningur Samtals     innflutningur
liður Vörulýsing í tonnum í kr. í tonnum í kr. í tonnum í kr. í tonnum í kr.
úr 0601 Blómlaukar, rótarhnýði, jarðstönglar, krónur og forða stönglar, í dvala, vexti eða blóma; síkoríuplöntur og síkoríurætur, þó ekki síkoríurætur í nr. 1212:
Samtals 74.901 25.853.886 49.316 15.920.142 62.362 19.795.566 186.579 61.569.594
0602 Aðrar lifandi plöntur (þar með taldar rætur), græðlingar
og gróðurkvistir; sveppagró:
Samtals 114.502 17.244.883 59.095 20.249.026 64.953 22.060.359 238.550 59.554.268
0603 Afskorin blóm og blómknappar sem notað er í
vendi eða til skrauts, lifandi, þurrkað, litað, bleikt,
gegndreypt eða unnið á annan hátt:
Samtals 9.845 8.625.543 19.669 19.298.755 9.939 9.456.697 39.453 37.380.995
0604 Lauf, greinar og aðrir plöntuhlutar, án blóma eða
blómknappa og grös, mosi og skófir, sem notað er
í vendi eða til skrauts, nýtt, þurrkað, litað, bleikt,
gegndreypt eða unnið á annan hátt:
Samtals 274.088 51.249.092 17.291 12.817.411 281.187 45.933.530 572.566 110.000.033
Samtals 473.336 102.973.404 145.371 68.285.334 418.441 97.246.152 1.037.148 268.504.890
1.7.1995–31.12.1995 1.1.1996–30.06.1996 1.7.1996–31.12.1996 1.7.1995–31.12.1996
Vöru- Innflutningur     Innflutningur Innflutningur Samtals     innflutningur
liður Vörulýsing í tonnum í kr. í tonnum í kr. í tonnum í kr. í tonnum í kr.
0701 Kartöflur, nýjar eða kældar:
Samtals
496.559 14.427.123 745.933 23.197.830 481.158 13.533.787 1.723.650 51.158.740
0702 Tómatar, nýir eða kældir:
Samtals
88.767 7.904.089 305.858 37.353.732 73.376 8.554.508 468.001 53.812.329
úr 0703 Laukur, skalottlaukur, hvítlaukur, blaðlaukur og
aðrar skyldar matjurtir, nýjar eða kældar:
Samtals 618.229 24.906.701 543.521 23.142.511 564.689 19.100.911 1.726.439 67.150.123
0704 Hvítkál, blómkál, hnúðkál, fóðurmergkál og
áþekkt ætt kál, nýtt eða kælt:
Samtals 425.524 22.977.180 623.025 52.775.080 328.595 20.821.765 1.377.144 96.574.025
0705 Salat (Lactuca sativa) og síkoría (Cichorium spp.),
nýtt eða kælt:
Samtals 233.863 21.976.188 225.142 31.579.930 273.494 26.832.144 732.499 80.388.262
0706 Gulrætur, næpur, rauðrófur, hafursrót, seljurót,
radísur og áþekkar ætar rætur, nýjar eða kældar:
Samtals 127.505 5.257.820 242.170 12.008.597 111.490 7.526.224 481.165 24.792.641
0707 Gúrkur og reitagúrkur, nýjar eða kældar:
Samtals 73.188 5.502.804 139.273 18.611.714 54.732 6.205.306 267.193 30.319.824
úr 0709 Aðrar matjurtir, nýjar eða kældar:
Samtals 160.645 24.975.881 337.200 62.945.944 159.083 27.767.599 656.928 115.689.424
Samtals 2.224.280 127.927.786 3.162.122 261.615.338 2.046.617 130.342.244 7.433.019 519.885.368
Heimild: Hagstofa Íslands.

Fylgiskjal VI.


Kostnaður af starfsemi ráðgjafanefndar
um inn- og útflutning landbúnaðarvara.

(1995–96.)

1995
7 mán.
1996
12 mán.

Samtals kr.
Launagjöld
1.866.227 2.845.438 4.711.665
Ferðakostnaður
123.491 75.914 199.405
Auglýsingar
265.737 1.214.347 1.480.084
Annar kostnaður
74.917 93.510 168.427
Samtals kr.
2.330.372 4.229.209 6.559.581



Fylgiskjal VII.


Yfirlit yfir settar reglugerðir um úthlutun á tollkvótum.
(Gildar reglugerðir eru feitletraðar.)

     1.      Reglugerð um úthlutun á tollkvótum nr. 367/1995.
     2.      Reglugerð um úthlutun á tollkvótum nr. 408/1995.
     3.      Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á jólatrjám o.fl. nr. 446/1995.
     4.      Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 367/1995 um úthlutun á tollkvótum nr. 455/1995.
     5.      Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum nr. 458/1995.
     6.      Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 408/1995 um úthlutun á tollkvótum nr. 478/1995.
     7.      Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 458/1995 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum nr. 503/1995.
     8.      Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á frjóeggjum og grænmeti nr. 539/1995.
     9.      Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum nr. 544/1995.
     10.      Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti nr. 559/1995.
     11.      Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á smjöri og ostum nr. 571/1995.
     12.      Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 559/1995 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti nr. 605/1995.
     13.      Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 408/1995 um úthlutun á tollkvótum nr. 623/1995.
     14.      Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum nr. 679/1995.
     15.      Reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á unnum kjötvörum nr. 25/1996.
     16.      Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 559/1995 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti nr. 35/1996.
     17.      Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 559/1995 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti nr. 93/1996.
     18.      Reglugerð nr. 148/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á frjóeggjum og mysudufti.
     19.      Reglugerð nr. 149/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     20.      Reglugerð nr. 151/1996 um breytingu á reglugerð nr. 679/1995 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum.
     21.      Reglugerð nr. 194/1996 um breytingu á reglugerð nr. 149/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     22.      Reglugerð nr. 241/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum.
     23.      Reglugerð nr. 258/1996 um breytingu á reglugerð nr. 149/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     24.      Reglugerð nr. 271/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á svína- og fuglakjöti.
     25.      Reglugerð nr. 272/1996 um (3.) breytingu á reglugerð nr. 149/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     26.      Reglugerð nr. 311/1996 um (4.) breytingu á reglugerð nr. 149/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     27.      Reglugerð nr. 322/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á smjöri, ostum og eggjum.
     28.      Reglugerð nr. 323/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á unnum kjötvörum.
     29.      Reglugerð nr. 327/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum.
     30.      Reglugerð nr. 328/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     31.      Reglugerð nr. 490/1996 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 328/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     32.      Reglugerð nr. 508/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum.
     33.      Reglugerð nr. 511/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     34.      Reglugerð nr. 527/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á svína-, alifugla- og hreindýrakjöti.
     35.      Reglugerð nr. 563/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á jólatrjám.
     36.      Reglugerð nr. 580/1996 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 511/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     37.      Reglugerð nr. 629/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á smjöri, ostum og eggjum.
     38.      Reglugerð nr. 630/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á unnum kjötvörum.
     39.      Reglugerð nr. 631/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á frjóeggjum og mysudufti.
     40.      Reglugerð nr. 644/1996 um breytingu á reglugerð nr. 508/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum.
     41.      Reglugerð nr. 14/1997 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 511/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     42.      Reglugerð nr. 157/1997 um (3.) breytingu á reglugerð nr. 511/1996 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     43.      Reglugerð nr. 180/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     44.      Reglugerð nr. 208/1997 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 180/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     45.      Reglugerð nr. 227/1997 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 180/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     46.      Reglugerð nr. 254/1997 um (3.) breytingu á reglugerð nr. 180/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     47.      Reglugerð nr. 272/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum.
     48.      Reglugerð nr. 300/1997 um (4.) breytingu á reglugerð nr. 180/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     49.      Reglugerð nr. 345/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á smjöri, ostum og eggjum.
     50.      Reglugerð nr. 346/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á svína-, alifugla- og hreindýrakjöti.
     51.      Reglugerð nr. 363/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á unnum kjötvörum.
     52.      Reglugerð nr. 394/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     53.      Reglugerð nr. 440/1997 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 394/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     54.      Reglugerð nr. 541/1997 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 394/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
     55.      Reglugerð nr. 553/1997 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 272/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum.
     56.      Reglugerð nr. 560/1997 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.