Ferill 48. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 253 – 48. mál.



Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Kristínar Halldórsdóttur um fjárframlög til íþróttastarf semi.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
1.      Hvernig hafa fjárframlög ríkisins til íþróttamála undir liðnum 02-989 Ýmis íþróttamál skipst milli kynja síðustu fimm árin?
2.      Hafa verið sett skilyrði af hálfu ríkisins um jafnræði milli kynja við nýtingu þessara fjárframlaga, sbr. samþykktir Alþingis frá árunum 1992 og 1996? Ef ekki, hvað er fyrirhugað í því efni?

    Framlög ríkisins til íþróttafélaga og samtaka þeirra undir fjárlagalið 02-989 Ýmis íþrótta mál hafa ekki verið sundurgreind í framlög til karla annars vegar og kvenna hins vegar.
    Innan íþróttahreyfingarinnar hefur ýmislegt verið gert til þess að kanna stöðu kvenna í íþróttum og leita ráða til að efla íþróttaiðkun kvenna, yngri sem eldri. Menntamálaráðuneyt ið hefur undanfarin ár stutt sérstaklega við þessa viðleitni íþróttahreyfingarinnar og veitt fjárframlög í því skyni, svo sem til umbótanefndar ÍSÍ um íþróttir kvenna, átaksverkefnis um þátttöku stúlkna og kvenna í íþróttum og til rannsókna á stöðu kvenna innan íþróttahreyfing arinnar. Þá hefur ráðuneytið skipað nefnd til þess að fjalla um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við ályktun Alþingis frá því í maí 1996.
    Nefnd þessari var falið að gera tillögur í samráði við Íþróttasamband Íslands og Ung mennafélag Íslands um hvernig efla megi íþróttir stúlkna og kvenna og vinna gegn hinu mikla brotthvarfi stúlkna úr íþróttum á unglingsárunum. Nefndinni var einnig falið að kanna hvaða fjármagn er veitt til stúlkna- og kvennaíþrótta, hver umfjöllun fjölmiðla er um íþróttir stúlkna og kvenna, hver skipting kynjanna er í forustu íþróttahreyfingarinnar og aðra þá þætti sem geta haft áhrif á stöðu stúlkna- og kvennaíþrótta. Einnig var nefndinni falið að kanna, eftir því sem við verður komið, hvað gert hefur verið meðal annarra þjóða í átt til um bóta í þessum efnum.
    Nefnd þessi skilaði niðurstöðum sínum og tillögum til menntamálaráðuneytisins fyrir fá einum dögum. Helstu tillögur hennar til úrbóta eru sem hér segir:
     Stuðningur, fjármagn og aðstaða sem ríki og sveitarfélög veita til íþrótta skal skiptast hlutfallslega jafnt á milli karla og kvenna.
     Komið verði á fót jafnréttisnefnd innan íþróttahreyfingarinnar.
     Rannsóknarverkefni er tengjast íþróttum kvenna njóti forgangs tímabundið. Stofnaður verði sjóður til að styrkja íþróttir stúlkna og kvenna, m.a. að því er varðar þátttöku þeirra, fræðslu og menntun.
     Gert verði sérstakt átak til að kynna niðurstöður rannsókna um þá umfjöllun og kynningu sem íþróttir kvenna fá í fjölmiðlum.
     Við menntun íþróttakennara, leiðbeinenda, þjálfara og forustumanna íþróttafélaga verði lögð áhersla á íþróttir fyrir alla og mikilvægi þess að jöfn aðstaða til íþróttaiðkunar karla og kvenna sé fyrir hendi.
     Stefnt verði að því að enginn unglingaþjálfari í íþróttum verði án tilskilinnar menntunar og að þar verði á engan hátt gert upp á milli íþrótta pilta og stúlkna.