Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 266 – 233. mál.



Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um framkvæmd áfengislaga.

Frá Svavari Gestssyni.



1.      Hverjir skipa þá þriggja manna nefnd sem á samkvæmt áfengislögum að úrskurða um hvort vínveitingastaður er fyrsta flokks, sbr. 2. mgr. 12. gr. áfengislaga, nr. 82/1969?
2.      Hverjar eru starfsreglur nefndarinnar í aðalatriðum?
3.      Telur ráðherra að allir vínveitingastaðir séu fyrsta flokks, sbr. 1. mgr. sömu greinar?