Ferill 162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 272 – 162. mál.



Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um hlunnindi lífeyrisþega al mannatrygginga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
1.      Hvernig hafa eftirtalin hlunnindi lífeyrisþega aukist eða minnkað og reglur um þau breyst undanfarin fimm ár:
       a.      réttur til að fá fellt niður fastagjald af síma,
       b.      réttur til að fá afnotagjald Ríkisútvarpsins (útvarps/sjónvarps) fellt niður?
2.      Er lífeyrisþegum mismunað á einhvern hátt gagnvart þessum hlunnindum, svo sem eftir því hvenær þeir hafa sótt um greiðslur frá almannatryggingum, eftir sambúðarformi eða af öðrum ástæðum?

    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur aldrei haft áhrif á hlunnindi lífeyrisþega varðandi fastagjald á síma eða afnotagjald Ríkisútvarpsins né gefið út reglur þar að lútandi. Það hafa hins vegar ráðuneyti samgöngu og menntamála gert alla tíð.
    Fyrst er viðkomandi stofnanir hættu að veita þessi hlunnindi á miðju þessu ári var heimil isuppbót hækkuð um 3.608 kr. til að gera lífeyrisþegum kleift að mæta þeim nýja áfallna kostnaði. Það eru einu aðgerðirnar sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur gripið til á þessu sviði.