Ferill 20. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 285 – 20. mál.



Skýrsla



fjármálaráðherra um raðsmíðaskip, samkvæmt beiðni.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



    Með beiðni (á þskj. 20) frá Einari K. Guðfinnssyni og fleiri alþingismönnum er þess óskað að fjármálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um raðsmíðaskip. Þar sem annars er ekki getið er skýrslan unnin upp úr gögnum sem til eru hjá Ríkisábyrgðasjóði og lögð voru til grundvallar í málshöfðun sem fór af stað gegn eigendum raðsmíðaskipanna á árunum 1995 og 1996.
    Í öðrum tilfellum hefur verið leitað til annarra opinberra stofnanna um upplýsingar og er þess þá jafnan getið hverju sinni.
    Samantekt skýrslunnar fór fram á vegum Ríkisábyrgðasjóðs.

1.     Ástæður þess að ráðist var í smíði svokallaðra raðsmíðaskipa.
    Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu má ætla að ástæðurnar hafi m.a. verið eftirfarandi:
          a.      að innlend lánafyrirgreiðsla til smíði skipa væri mótvægi við fyrirgreiðslu til erlendra keppinauta í skipasmíði,
          b.      verkefnaskortur í skipaiðnaði,
          c.      endurnýjunarþörf fiskiskipa,
          d.      jafnari endurnýjun fiskiskipa.
    Í gögnum frá árunum 1981 og 1982 kemur fram að Félag dráttarbrauta og skipasmiðja hafi lagt áherslu á að innlendur skipaiðnaður nyti jafnræðis við erlenda keppinauta, svo sem á sviði lánafyrirgreiðslu, og við aðrar innlendar atvinnugreinar að því er varðaði rekstrar- og framleiðslulán. Bent hafði verið á nauðsyn þess að innlendum stöðvum yrði gert kleift að rað smíða skip, m.a. til þess að lækka hönnunarkostnað. Iðnaðarráðuneytið getur þess einnig að á þessum tíma hafi erlendir ríkisstyrkir til skipasmíðastöðva vaxið ört sem skekkti sam keppnisstöðu greinarinnar að sama skapi gagnvart erlendum keppinautum. Á þeim tíma var ekki beitt jöfnunaraðgerðum vegna þessa, þrátt fyrir heimildir til slíks í alþjóðasamningum.

2.    Fjöldi skipa og smíðastaðir.
    Samtals voru smíðuð fimm skip undir heitinu raðsmíðaskip.
    Tvö skip voru smíðuð hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri. Þeim voru síðar gefin nöfnin Nökkvi HU-15, skipaskrárnúmer 1768, og Oddeyrin EA-210, skipaskrárnúmer 1757. Þau eru hvort um sig 1.142 rúmmetrar að stærð. Smíði skipanna hófst árið 1982 og lauk í ársbyrjun 1987.
    Eitt skip var smíðað hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf. á Akranesi og fékk það síðar nafnið Gissur ÁR-6, skipaskrárnúmer 1752. Skipið er 1.239 rúmmetrar að stærð. Smíði þess hófst árið 1982 og henni lauk árið 1987.
    Eitt skip var smíðað hjá Skipasmíðastöðinni Stálvík hf. í Garðabæ og fékk það síðar nafnið Jöfur KE-17, skipaskrárnúmer 1905. Skipið er 1.142 rúmmetrar að stærð. Smíði þess hófst árið 1982 og henni lauk árið 1988.
    Þá var eitt skip smíðað hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. Þó að raðsmíðaskipaheitið hafi ver ið notað um skip þetta var það mun minna en þau sem nefnd hafa verið hér á undan eða aðeins 568 rúmmetrar að stærð. Smíði skipsins lauk árið 1985 og nefndist það Harpa GK-111, skipaskrárnúmer 1674. Skipið hafði verið selt um það leyti er smíði þess hófst og öll skuldaskjöl vegna lánveitinga og yfirtöku kaupanda á skuldum vegna ríkisábyrgðar voru frá gengin við afhendingu þess. Smíða- og uppgjörssaga skipsins er því allt önnur en hinna skip anna og verður því ekki fjallað frekar um það í skýrslunni.

3.    Sóknargeta íslenska fiskiskipaflotans.
    Í sérstakri áætlun þáverandi ríkisstjórnar um „innlenda endurnýjun bátaflotans á næstu 3 til 4 árum (stærri bátar)“, þar með talið raðsmíðaskipa, sem dagsett er 20. október 1981, er sérstaklega tekið fram að umrædd endurnýjun bátaflotans verði ekki til þess að auka sóknar þungann. Ekki sést af fyrrnefndri áætlun eða öðrum gögnum hvort þörf hafi verið talin á auk inni sóknargetu fiskiskipaflotans.
    Sjá einnig 6. kafla.

4.    Kröfur um úreldingu skipa og reglur um endurnýjun fiskiskipa.
    Að því er fram kemur í „almennum skilmálum“ sem útbúnir voru á árinu 1986 þegar leitað var tilboða í sölu raðsmíðaskipanna, sem smíðuð voru í Slippstöðinni hf. á Akureyri, Stálvík hf. í Garðabæ og Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf. á Akranesi, voru engar kröfur settar fram um að væntanlegir kaupendur úreltu skip eða rúmmetra í skipi á móti rúmmetrum í nýsmíðinni. Þá er ekki vitað til að slíkar kröfur hafi verið settar fram annars staðar og því ekki séð að slík skilyrði hafi verið sett.
    Þó ber að nefna að í áðurnefndri áætlun ríkisstjórnarinnar er fjallað um Úreldingarsjóð. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram: „Ljóst er, að fáist meira fjármagn til úreldingar eldri fiskiskipa, þá mun úrfall úr flotanum aukast í samræmi við það, þannig að enn meira svigrúm skapast til endurnýjunar en ella.“
    Heildarrúmetrafjöldi skipanna fjögurra var 4.665. Hér er Harpa GK-111, sem fyrr var get ið, ekki talin með en hún var 568 rúmmetrar.
    Samkvæmt upplýsingum frá Fiskveiðasjóði Íslands giltu á þessum tíma þær almennu reglur um endurnýjun fiskiskipa sem fram koma í reglugerðum nr. 98 frá 26. febrúar 1986 og nr. 52 frá 12. febrúar 1987. Þar segir m.a. að lán vegna nýsmíði, innflutnings og endurbóta á fiski skipum skuli við það miðuð að afkastageta fiskiskipastólsins aukist ekki. Enn fremur kemur þar fram að skilyrði fyrir lánveitingu til nýsmíði fiskiskipa innan lands eða utan, svo og til kaupa á fiskiskipi erlendis frá, sé að skip sem umsækjandi á af sömu eða svipaðri stærð og af kastagetu verði eða hafi verið strikað endanlega út af skipaskrá. Það skip verði umsækjandi að hafa átt og rekið í a.m.k. eitt ár áður en umsókn berst.

5.    Smíði annarra skipa.
    Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun Íslands voru eftirfarandi 27 skip, 12 brúttó rúmlestir og stærri, smíðuð á byggingartíma raðsmíðaskipanna á árunum 1982–88:
Skipa-
skrár-
númer


Nafn

Umdæmis-
númer


Brl.


Smíðastaður

Smíðaár/
smíðalok
1598 Örvar HU021 499 Slippstöðin hf. 1982
1611 Egill BA468 36 Bátalón hf. 1982
1628 Sléttanes ÍS808 680 Slippstöðin hf. 1983
1629 Farsæll SH030 178 Vélsmiðja Seyðisfj. 1983
1631 Vörðufell GK205 30 Bátalón hf. 1982
1634 Hólmadrangur ST070 497 Stálvík hf. 1983
1642 Sigrún GK380 16 G. Lárusson 1983
1645 Þuríður Halldórsd. GK094 274 Þorgeir & Ellert 1983
1666 Enok AK008 15 G. Lárusson hf. 1983
1670 Fengur RE 160 Slippstöðin hf. 1984
1674 Sóley (áður Harpa) SH124 144 Vélsmiðja Seyðisfj. 1985
1686 Gunnbjörn ÍS302 116 Hörður hf. 1984
1694 Mímir RE003 15 Mánavör hf. 1985
1697 Hafbjörg ÁR016 15 Stálvík hf. 1985
1745 Hrefna HF090 18 G. Lárusson hf. 1987
1752 Gissur ÁR006 315 Þorgeir & Ellert 1987
1755 Aðalbjörg RE005 59 Vélsmiðja Seyðisfj. 1987
1757 Hamrasvanur SH201 274 Slippstöðin hf. 1986
(áður Oddeyrin)
1764 Hraunsvík GK068 15 G.L./Bátalón 1987
1768 Nökkvi HU015 283 Slippstöðin hf. 1987
1787 Stundvís ÍS883 19 Stálvík hf. 1987
1811 Mýrafell ÍS123 15 Bátalón hf. 1987
1846 Kristinn Friðriksson SH003 104 Marsellíus hf. 1987
1849 Fúsi SH161 13 Vélsmiðja Seyðisfj. 1987
1851 Arnar SH157 20 Stálvík hf. 1987
1905 Jöfur ÍS172 254 Stálvík hf. 1988
1913 Hringur SH277 13 Vélsm. Ol. Olsen hf. 1988
1927 Guðm. Jensson SH717 15 Stálvík hf. 1988
1944 Von SF101 23 Slippstöðin hf. 1988
1955 Höfrungur BA060 27 Bátalón hf. 1988

    Þá voru enn fremur smíðaðir 645 bátar undir 12 brúttórúmlestum á byggingartíma rað smíðaskipanna.

6.    Aflaheimildir raðsmíðaskipanna.
    Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu fengu raðsmíðaskipin aflaheimildir þegar þau voru tilbúin til fiskveiða sem hér segir (ártalið á við það ár sem fyrstu aflaheimildir voru veittar):
     Jöfur KE-17 frá árinu 1988: Árið 1988 fékk skipið leyfi til djúprækjuveiða með sóknarmarki í 143 sóknardaga með 495 lesta rækjuaflahámarki og til veiða á 110 lestum af botnfiski í þorskígildum. Framsal á rækjuaflahámarki og botnfiski til annarra skipa og frá öðrum skipum var óheimilt.
     Nökkvi HU-15, Oddeyrin EA-210 og Gissur ÁR-6, öll frá árinu 1987: Leyfi til botnfiskveiða með aflakvóta, 200 þorskígildislestir. Til aflakvóta teljast þorskur, ýsa, ufsi, karfi og grálúða. Framsal á aflakvóta til annarra skipa og frá öðrum skipum var óheimilt. Veiðar á út hafsrækju voru frjálsar árið 1987.
    Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var gengið út frá að þessi skip kæmu fyrst og fremst til með að stunda rækjuveiðar.
    Á árinu 1988 var fyrst tekin upp heildarstjórn á rækjuveiðum og voru sett ákveðin 36 þús. lesta viðmiðunarmörk, sbr. reglugerð nr. 18/1988, um veiðar á úthafsrækju 1988. Raðsmíða skipin voru flokkuð sem sérhæfð rækjuskip og fengu úthlutun í rækjuheimildum í samræmi við það, sbr. 2. tölul. 3. gr. reglugerðarinnar. Jafnframt héldu þau þeim þorskígildislestum sem þeim hafði verið úthlutað árið áður. Hafrannsóknastofnunin taldi að veitt hefði verið of mikið af rækju á árinu 1988 og voru að tillögu stofnunarinnar ákveðin 23 þús. lesta viðmiðunarmörk fyrir árið 1989. Hvenær rækjustofninn var vannýttur eða fullnýttur er erfitt um að segja eftir á, sérstaklega þegar litið er til þeirrar þróunar sem hefur verið í úthafsrækjuveiðum hér við land, en á árunum 1989–95 jókst aflinn úr 22 í 66 þús. lestir og var þó tillögum Haf rannsóknastofnunarinnar að mestu fylgt um nýtingu stofnsins. Úthafskvótinn fyrir yfirstand andi fiskveiðiár er 60 þús. lestir.

7.    Kostnaður við smíði raðsmíðaskipanna.
    Smíðakostnaður hvers skips að meðtöldum vöxtum á smíðatímanum var þessi:
     Oddeyrin EA-210: Smíðakostnaður með vöxtum nam 237.299.000 kr. Framreiknað til 1. janúar 1997 samkvæmt lánskjaravísitölu nemur smíðakostnaðurinn 540.311.000 kr.
     Nökkvi HU-15: Smíðakostnaður með vöxtum nam 237.570.000 kr. Framreiknað til 1. janúar 1997 samkvæmt lánskjaravísitölu nemur smíðakostnaðurinn 533.044.000 kr.
     Gissur ÁR-6: Smíðakostnaður með vöxtum nam 277.005.000 kr. Framreiknað til 1. janúar 1997 samkvæmt lánskjaravísitölu nemur smíðakostnaðurinn 602.569.000 kr.
     Jöfur KE-17: Smíðakostnaður með vöxtum nam 397.090.000 kr. Framreiknað til 1. janúar 1997 samkvæmt lánskjaravísitölu nemur smíðakostnaðurinn 647.269.000 kr.

8.    Söluverð raðsmíðaskipanna og sölu- og afhendingartími.
     Oddeyrin EA-210: Söluverð Oddeyrarinnar nam 193.290.000 kr. Skipið var selt frá Slippstöðinni hf. með smíðasamningi dags. 18. apríl 1986 og viðbótarsamningi dags. 22. janúar 1987. Framreiknað til 1. janúar 1997 samkvæmt lánskjaravísitölu nemur söluverðið 440.127.000 kr. Skipið var afhent eigendum í nóvember 1986.
     Nökkvi HU-15: Söluverð Nökkva HU-15 nam 202.310.000 kr. Skipið var selt frá Slippstöðinni hf. með smíðasamningi dags. 15. apríl 1986 og viðbótarsamningi dags. 27. febrúar 1987. Framreiknað til 1. janúar 1997 samkvæmt lánskjaravístölu er söluverðið 453.850.000 kr. Skipið var afhent eigendum í janúar 1987.
     Gissur ÁR-6: Söluverð Gissurar ÁR-6 nam 211.866.000 kr. Skipið var selt frá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf. með smíðasamningi dags. 10. apríl 1986 og með sérstöku uppgjöri dags. 10. júlí 1987. Framreiknað til 1. janúar 1997 samkvæmt lánskjaravísitölu er söluverðið 460.955.000 kr. Skipið var afhent eigendum í mars 1987.
     Jöfur KE-17: Söluverð Jöfurs KE-17 nam 281.068.000 kr. Skipið var selt frá Stálvík hf. með samningi um skipasmíði dags. 4. júní 1987 og viðbótarsamningi dags. 29. júlí 1988. Framreiknað til 1. janúar 1997 samkvæmt lánskjaravísitöllu er söluverðið 458.190.000 kr. Skipið var afhent eigendum 29. júlí 1988.

9.    Mismunur á smíðakostnaði og söluverði skipanna.
    Mismunurinn á smíðakostnaði og söluverði skipanna var greiddur úr Ríkisábyrgðasjóði.
    Með heimild í 30. gr. lánsfjárlaga ársins 1986 og 32. gr. lánsfjárlaga ársins 1987 var ríkis sjóði heimilað „að yfirtaka hluta fjármagnskostnaðar af lánum sem skipasmíðastöðvar hafa tekið með ríkisábyrgð vegna smíða skipanna til að greiða fyrir sölu þeirra. Ráðherra ákveður nánar um framkvæmd lagagreinar þessarar með reglugerð.“

10.    Opinber aðstoð til nýsmíði annarra skipa.
    Í gögnum frá iðnaðarráðuneytinu kemur fram að áætlun ríkisstjórnarinnar frá 20. október 1981 hafi einnig tekið til endurnýjunar á stærri bátum. Fyrir hendi séu frá þessum tíma tilmæli og óskir um að fjórum aðilum utan raðsmíðaskipaverkefnisins verði lánað af fjármunum þeim sem verja átti til raðsmíðaskipanna árið 1982. Ekki er um tæmandi lista að ræða og vísar ráðuneytið til þess að Framkvæmdastofnun ríkisins hafi farið með afgreiðslu á lánum sem veitt voru í þessi verkefni.
    Eftirfarandi er listi frá Byggðastofnun yfir lán til nýsmíði innan lands á árunum 1982–88, þar sem m.a. eru þeir fjórir aðilar sem að framan er getið. Í gögnum frá Byggðastofnun segir m.a.:
    „Á meðfylgjandi töflu sjást þau lán sem bókuð eru vegna nýsmíði á árunum 1982–88. Tek ið skal fram að í ársskýrslum Framkvæmdastofnunar, sem eru grunnur talna fyrir 1982–85 voru talin upp samþykkt lán, en þau voru ekki í öllum tilvikum borguð út. Í ársskýrslum Byggðastofnunar er hins vegar miðað við útborguð lán.
     Vaxtakjör á þessum lánum voru þau sömu og á öðrum útlánum Byggðasjóðs/Byggðastofn unar. Á þessum árum var verið að skipta úr óverðtryggðum kjörum yfir í verðtryggð og gengistryggð. Að mestu voru lánin sem veitt voru 1982–83 gengistryggð miðað við þýsk mörk með 8% vöxtum, en að einhverju leyti voru lán óverðtryggð með breytilegum vöxtum sem voru 20–38% 1982–85. Eftir það voru ný lán verð- eða gengistryggð með ýmsum vaxtakjörum. Lán vegna raðsmíðaskipa (5% af framkvæmdakostnaði) voru öll gengistryggð miðað við dollar (vextir 1,25–1,75% yfir LIBOR) eða þýsk mörk (7,5–8,0% vextir). Lánstími var 10 ár.
    Engir styrkir vegna nýsmíði voru veittir á þessum árum samkvæmt ársskýrslum.“
    Á árunum 1982–88 voru eftirtalin lán veitt til nýsmíði innan lands:


Ár

Lántaki
Raðsmíði,
þús. kr.
Nýsmíði,
þús. kr.
1982
Ármann Stefánsson, Akranesi 1.300
Þorsteinn hf., Ísafirði 700
Kolbeinstangi hf., Vopnafirði 2.500
Auðunn Benediktsson, Kópaskeri 260
Rita hf., Vopnafirði* 4.000
Finnbogi Finnbogason, Seyðisfirði 160
Hraðfrystihús Breiðdælinga hf.* 4.000
Gauksstaðir hf., Garði 2.600
Skagavík sf., Keflavík 4.000
Fáfnir hf., Þingeyri* 5.000
1983
Enni hf., Ólafsvík* 2.500
Mávadrangur hf., Vestur-Skaftafellssýslu 5.000
1986
Þorsteinn hf., Ísafirði 2.567
Kolbeinstangi hf., Vopnafirði 3.207
Viðar Stefánsson, Tálknafirði 400
1987
Árni Jónasson, Garði 500
Sigurbjörn V. Júlíusson, Grímsey 600
Nökkvi hf., Blönduósi 10.000
Ljósavík hf., Þorlákshöfn 10.000
Oddeyri hf., Akureyri 9.000
1988
Útgerðarfélagið Jarl hf., Keflavík 11.000
Útgerðarfélagið Njörður hf., Reykjavík 15.190
Samtals 40.000 49.684
    * Fjármagnað með raðsmíðapeningum.

11.    Lán sem Ríkisábyrgðasjóður ábyrgðist og tryggingar fyrir ábyrgðunum.
    Meðan á smíði skipanna stóð á árunum 1982–88 var árlega veitt heimild á fjárlögum til að ríkissjóður tækist á hendur sjálfskuldarábyrgð á lánum er numið gætu allt að 80% af matsverði skipanna sem voru í smíðum hjá skipasmíðastöðvunum þremur.
    Ábyrgðin tók til höfuðstóls lána sem Landsbanki Íslands veitti til smíðinnar, svo og vaxta og kostnaðar af lánunum.
    Á smíðatíma skipanna var sá háttur hafður á að Ríkisábyrgðasjóður gekkst í ábyrgð fyrir lán sem tekin voru af skipasmíðastöðvunum á smíðatímanum og námu 80% af smíðakostnaði, en lánin voru veitt af Landsbankanum í mörgum hlutum á árunum 1982–88, eftir því sem verk inu miðaði, og voru að mestu í formi erlendra endurlána. Var af hálfu Ríkisábyrgðasjóðs látið fara fram mat á framvindu verksins við hverja ábyrgðarveitingu við hvert nýtt lán.
    Lánskjör á endurlánum Landsbankans voru að mestu leyti miðuð við lán í erlendum myntum.
    Lánsfjárhæðir með vöxtum sem ábyrgð var tekin á voru eftirfarandi, taldar eftir skipum:
     Oddeyrin EA-210: 184.781.476 kr. eða í erlendum myntum 1.833.446,75 Bandaríkadalir, 2.843.267,60 svissneskir frankar og 7.463.323,65 norskar kr. Vextir og gengi er miðað við 22. desember 1986. Framreiknað virði framangreindra lána miðað við gengi 31. desember 1996 er 341.650.000 kr., og framreiknað til 1. janúar 1997 miðað við lánskjaravísitölu 420.731.000 kr.
     Nökkvi HU-15: 191.892.350 kr. eða í erlendum myntum 2.210.358,82 Bandaríkjadalir, 2.461.324,56 svissneskir frankar og 7.340.821,34 norskar kr. Vextir og gengi er miðað við 20. janúar 1987. Framreiknað virði framangreindra lána miðað við gengi 31. desember 1996 er 346.707.000 kr. og framreiknað til 1. janúar 1997 miðað við lánskjaravísitölu 429.379.000 kr.
     Gissur ÁR-6: 210.000.000 kr. eða í erlendum myntum 1.738.013,76 Bandaríkjadalir, 3.323.234,83 hollensk gyllini og 5.766.106 norskar kr., auk láns að upphæð 44.914.000 kr. Vextir og gengi er miðað við 31. mars 1987. Framreiknað virði framangreindra lána miðað við gengi 31. desember 1996 er 349.540.000 kr. og framreiknað til 1. janúar 1997 miðað við lánskjaravísitölu 456.822.000 kr.
     Jöfur KE-17: 379.843.453 kr., eða í erlendum myntum 7.236.525,28 Bandaríkjadalir og 3.609.876,58 norskar kr., auk láns að upphæð 37.600.000 kr. Vextir og gengi er miðað við 31. maí 1988. Framreiknað virði framangreindra lána miðað við gengi 31. desember 1996 er 560.608.000 kr. og framreiknað til 1. janúar 1997 miðað við lánskjaravísitölu 619.070.000 kr.
    Áður en til veitingar ábyrgða kom af hálfu Ríkisábyrgðasjóðs á lánum Landsbankans til skipasmíðastöðvanna var á árinu 1982 gengið frá tryggingarbréfi við allar skipasmíðastöðv arnar fyrir hvert þeirra skipa sem smíði var hafin á. Náði tryggingin til fyrsta veðréttar í hverri nýsmíði fyrir þeim lánum sem veitt voru til smíðanna. Fjárhæð þeirra lána, án vaxta og gengis munar, sem ábyrgð tók til, var ekki hærri en 80% af smíðakostnaðarverði á hverjum tíma.
    Auk þess var tekið veð í viðkomandi skipasmíðastöð. Þannig var þess gætt að tryggingar væru samkvæmt lagareglum þar að lútandi.
    Er smíði raðsmíðaskipanna hófst voru lagaákvæði um Stofnfjársjóð fiskiskipa þannig að 10–16% af brúttóaflaverðmæti skyldu renna í Stofnfjársjóð og það fé síðan notað til að greiða niður stofnlán skipanna hjá opinberum sjóðum, í þessu tilviki hjá Ríkisábyrgðasjóði. Fisk veiðasjóður veitti ekki stofnlán vegna raðsmíðaskipanna og því var Ríkisábyrgðasjóður lán veitandi. Skyldu lánin vera með svipuðum lánskjörum og giltu hjá Fiskveiðasjóði.
    Árið 1986 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um Stofnfjársjóð, nr. 93/1986, í þá veru að ef ekki hvíldi á viðkomandi skipi skuld við Fiskveiðisjóð skyldi Stofnfjársjóður greiða innstæðuna út til skipseiganda. Þannig var felld niður sú trygging til endurheimtu stofnlánanna sem Ríkisábyrgðasjóður hafði þegar smíði raðsmíðaskipanna hófst.
    Þegar Ríkissjóður gekkst undir ábyrgð á lánum til smíði raðsmíðaskipanna töldust framan greindar tryggingar fullnægjandi.

12.    Kjör lána Fiskveiðasjóðs til nýsmíði skipa.
    Eftirfarandi upplýsingar bárust frá Fiskveiðasjóði um sambærileg lánakjör hans á þessum tíma til nýsmíði skipa:
    Samkvæmt reglugerð nr. 278/1979 fyrir Fiskveiðasjóð var lánshlutfall vegna nýsmíða fiskiskipa innan lands 75% af mats- eða kostnaðarverði og hámarkslánstími 18 ár. Til nýrra og notaðra innfluttra fiskiskipa var lánshlutfallið 66,7% af sömu viðmiðun og hámarksláns tími 18 ár að frádregnum aldri skips.
    Með reglugerð nr. 232/1981 frá 13. apríl það ár var lánshlutfall til nýrra og notaðra skipa sem keypt voru erlendis lækkað úr 66,7% í 50%.
    Tilgreind hlutföll voru hámörk. Stjórn Fiskveiðasjóðs ákvað á fundi í apríl 1982 að há markslán til nýsmíða fiskiskipa innan lands yrðu fyrst um sinn 60% af mats- eða kostnaðar verði í stað 75%, svo og að hámarkslán til smíða eða kaupa á fiskiskipum erlendis yrðu 40% í stað 50%.
    Með reglugerð nr. 98/1986 frá 26. febrúar 1988 var eldri reglugerð breytt þannig að láns hlutfall til nýsmíða innan lands var hækkað í 65%, en til nýrra og notaðra skipa sem keypt voru erlendis frá var lánshlutfall hækkað í 60%.

13.    Uppgjör lánanna.
    Gengið var frá lánum skipseigenda við ríkissjóð fyrri hluta árs 1996. Samkomulag varð um að skipseigendur gerðu upp skuldir sínar miðað við erlendar myntir til greiðslu á tólf árum. Þessi afgreiðsla málsins var kynnt Ríkisendurskoðun áður en gengið var frá samningum. Sam ið var um eftirgreindar fjárhæðir fyrir hvert skip:
     Oddeyrin EA-210: 201.982.618 kr. eða jafnvirði 2.239.771,77 þýskra marka og 162.653.099 japanskra jena. Auk þess var fyrir hendi innborgun að upphæð 8.000.000 kr. Framreiknað virði framangreindra fjárhæða til l. janúar 1997 miðað við lánskjaravísitölu er 212.788.000 kr. Áður hafði kaupandi staðið skil á láni að fjárhæð 7.269.892 norskar kr.
     Nökkvi HU-15: 210.000.000 kr. eða jafnvirði 1.036.013,81 sterlingspunda og 169.109,357 japanskra jena. Framreiknað virði framangreindrar fjárhæðar til 1. janúar 1997 miðað við lánskjaravísitölu er 212.788.000 kr. Áður hafði kaupandi staðið skil á láni að fjárhæð 7.340.821 norsk kr.
     Gissur ÁR-6: 216.365.703 kr. eða jafnvirði 2.399.264,85 þýskra marka og 174.235.548 japanskra jena. Auk þess var fyrir hendi innborgun að fjárhæð 3.634.297 kr. Framreiknað virði framangreindra fjárhæða til 1. janúar 1997 miðað við lánskjaravísitölu er 222.535.000 kr. Áður hafði kaupandi staðið skil á láni að fjárhæð 5.580.079 norskar kr.
     Jöfur KE-17: 340.000.000 kr. eða jafnvirði 5.322.687,96 þýskra marka og 161.056.531 japansks jens. Framreiknað virði framangreinds láns til 1. janúar 1997 miðað við lánskjara vísitölu er 343.918.000 kr.

14.    Tíminn frá sölu skipanna til fullnaðaruppgjörs.
    Ástæða þess hvað langur tími leið frá því að skipin voru seld þar til fullnaðaruppgjör fór fram var eftirfarandi:
    Skipin voru seld á árunum 1986 og 1987 og kaupsamningar undirritaðir milli skipasmíða stöðvanna og kaupenda. Þegar smíði skipanna lauk nokkrum mánuðum síðar voru þau afhent kaupendum, en ekki hafði þá verið gengið formlega frá yfirtöku kaupenda á hluta þess fjár sem skipasmíðastöðvunum hafði verið lánað til smíði skipanna. Var þar um að ræða tæp 80% af kaupverðinu eða þá fjárhæð sem lánuð skyldi til langs tíma úr opinberum sjóði, sem þá hafði verið ákveðið að yrði Ríkisábyrgðasjóður (ríkissjóður).
    Fljótlega eftir þetta hófust viðræður við kaupendur um frágang skuldabréfanna. Settu þeir fram ýmsar óskir um í hvaða mynt lánin skyldu vera, vexti o.fl. og gerðu kröfu um annan upp hafsdag vaxta en Ríkisábyrgðasjóður taldi eðlilegt. Þegar álitið var að samkomulag hefði náðst um þessi atriði voru skuldabréf útbúin og þau send kaupendum til undirritunar, en þegar til átti að taka færðust þeir undan að undirrita skuldabréfin og báru við að þeir væru mjög óánægðir með þann aflakvóta sem skipunum hafði verið úthlutað. Töldu þeir að loforð sem gefin hefðu verið af stjórnvöldum er þeir keyptu skipin og það sem fram hefði komið í útboðs skilmálum hefði engan veginn verið uppfyllt með þeim kvóta sem skipin fengu.
    Komu þeir sér hjá því að undirrita skuldabréfin þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Ríkisábyrgða sjóðs til að ljúka málunum. Kaupendur kváðust vera í viðræðum við stjórnvöld, en einnig væri LÍÚ að vinna í þessum málum fyrir þá. Þeir lofuðu að undirrita þegar niðurstaða væri fengin.
    Stjórnvöld viðurkenndu aldrei að kaupendum bæri meiri aflakvóti en þeim var upphaflega úthlutað og kaupendur neituðu því að undirrita skuldabréfin.
    Var þá ákveðið að höfða mál á hendur kaupendum og í framhaldi af því að biðja um uppboð á skipunum, með vísan til tryggingarbréfanna sem á skipunum hvíldu, vegna ábyrgðar á smíðalánunum.
    Tafir urðu á málssókn vegna þess að þinglýst veðbönd Ríkisábyrgðasjóðs á nýsmíðunum höfðu ekki verið færð á skipin þegar þau fengu sérstakt blað í skipa- og fasteignaskrám viðkomandi þinglýsingarembætta. Langan tíma tók að fá leiðréttingu og komu þar m.a. til mót mæli annarra veðhafa en þinglýsingadómarar úrskurðuðu þó að tryggingarbréf Ríkisábyrgða sjóðs skyldu hafa fyrsta veðrétt í skipunum.
    Um það leyti virtist hafa náðst samkomulagsgrundvöllur við forsvarsmenn eins skipanna og mögulegt virtist að ljúka á samsvarandi hátt samningum við kaupendur hinna skipanna. Samningar drógust hins vegar á langinn og Ríkisábyrgðasjóður ákvað málssókn. Erfiðleikum olli að kaupendur höfðu eins og fyrr segir aldrei gengist formlega við yfirtöku skuldanna beint við Ríkisábyrgðasjóð og því þurfti að sækja allar skriflegar lánahreyfingar til upphaflegs lánveitanda sem var Landsbanki Íslands.
    Fyrstu málin á hendur kaupendum voru þingfest fyrri hluta árs 1995. Alls voru höfðuð sjö mál á en ekki kom til þess að dómar væru kveðnir upp þar sem samningar náðust áður en til þess kom.

15.    Heildartap.
    Heildartap Ríkisábyrgðasjóðs (ríkissjóðs) af smíði raðsmíðaskipanna fjögurra er eftirfar andi:
    Yfirtekinn fjármagnskostnaðar skipamíðastöðvanna framreiknaður til 1. janúar 1997 mið að við lánskjaravísitölu nemur 533.723.000 kr.
    Bókfært tap vegna yfirtekinna lána kaupenda framreiknað til 1. janúar 1997 miðað við lánskjaravísitölu nemur 323.523.000 kr. Inn í þessa tölu hafa verið reiknaðir samningsvextir til hvers gjalddaga.
    Samtals bókfært tap og yfirtekinn fjármagnskostnaður framreiknað til 1. janúar 1997 nem ur 857.246.000 kr.