Ferill 127. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 309 – 127. mál.



Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, Gísla S. Einarssonar, Kristínar Halldórsdóttur og Sigríðar Jóhannesdóttur um ráðstöfun óskiptra liða á fjárlögum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur verið varið 32 millj. kr. framlagi til nýsköpunar og markaðsmála á liðnum 11-299 150 á fjárlögum 1997, sundurliðað eftir verkefnum?

    Eftirfarandi fjárhæðir hafa annaðhvort verið greiddar út eða um þær veitt bindandi loforð:

Verkefni Þús. kr.
Átak til atvinnusköpunar
18.500
Úrvinnslunefnd
828
Úttekt á stöðu einkaleyfa og vörumerkjamála hjá EFTA
380
Athugun á auknum viðskiptasamböndum við Mongolíu
552
Yrkisnefnd
496
Smáfyrirtækjaverkefni og atvinnumál kvenna
612
Ýmsar athuganir, niðurstöður nefnda og útgáfa skýrslna
2.640
Stærri verkefni og styrkveitingar: 6.115
Atvinnumál Vesturbyggðar
200
Athugun á frekari úrvinnslu vikurs
500
Íslensku tónlistarverðlaunin
400
Þátttaka matreiðslumeistara í norrænni keppni
250
Starfsmannafélag Íslenska járnblendifélagsins
150
Gæðastjórnunarfélag Íslands, matvælamál
100
Athugun á möguleikum á verksmiðjuframleiðslu úr vikri
450
Lagnafélag vegna alþjóðlegrar ráðstefnu
100
Verkstjórnarfræðsla
1.500
Skráning gagna í stafrænu formi
200
Framadagar í Háskóla Íslands
75
Undirbúningur kvikmyndagerðar, byggt á Íslendingasögum
90
Midas, þátttaka í MLIS-áætlun á vegum EB
1.000
Styrkur til tónlistarútgáfu
100
Vegna þátttöku í BIS-áætlun
150
Samstarf eyríkja í Norður-Atlantshafi
350
Landssamband hugvitsmanna
500
Verkefni og styrkir 50 þús. kr. eða minna (11 talsins)
460
Samtals
30.583


    Verkefnið Átak til atvinnusköpunar er samstarfsverkefni iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs og leggja sjóðirnir 30 millj. kr. hvor til verkefnisins. Sam tals renna því til verkefnisins 78,5 millj. kr. árið 1997.
    Meginmarkmið verkefnisins eru:
     1.     að standa sameiginlega að verkefnum sem stuðla að atvinnusköpun og aukinni sam- keppnishæfni atvinnulífsins,
     2.     að samræma verkefni til hvatningar og stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja svo og einstaklinga á sviði atvinnu- og nýsköpunar,
     3.     að hvetja til aukins alþjóðasamstarfs fyrirtækja og útrásar þeirra á erlenda markaði.
    Stefnumótun og umsjón með framkvæmd verkefnisins er í höndum stjórnar sem skipuð er einum fulltrúa frá hverjum eftirtalinna: Iðnlánasjóði, Iðnþróunarsjóði, iðnaðar- og við skiptaráðuneytum, atvinnurekendum og launþegum. Auk þess skipar iðnaðar- og viðskipta ráðherra formann stjórnarinnar.