Ferill 270. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 339 – 270. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um úttekt á fjárhagsvanda Háskóla Íslands og gerð áætlunar til stuðnings rannsókna- og vís indastarfsemi háskólans.

Flm.: Arnþrúður Karlsdóttir.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera úttekt á fjárhagsvanda Háskóla Íslands. Jafnframt verði gerð a.m.k. fimm ára áætlun til stuðnings rannsókna- og vísindastarfsemi háskólans.

Greinargerð.


    Forráðamenn Háskóla Íslands hafa leitað til Alþingis og óskað eftir auknu fjárframlagi til handa háskólanum vegna verulegs fjárskorts sem hefur haft lamandi áhrif á starfsemi hans. Óþarft er að fjölyrða um slæm áhrif þess að stærsta háskólastofnun landsins sé höfð í fjársvelti.
    Í skýrslu OECD frá árinu 1993 kemur fram að fjárframlög Íslendinga til háskólamennt unar eru mun minni en hjá nágrannaþjóðum. Aðeins 0,7% af þjóðartekjum er varið til mála flokksins en Bandaríkamenn verja til hans 2,5% af þjóðartekjum sínum. Í skýrslunni er þess jafnframt getið að Íslendingar skipi sér á bekk með Tyrkjum, Hollendingum, Japönum og Ítölum með minnstu fjárframlög til menntamála.
    Mikilvægt er að við Íslendingar stöndum hvað menntun varðar jafnfætis þeim löndum sem við sækjum gjarna framhaldsnám til, svo sem annarra Norðurlanda, Bretlands og Banda ríkjanna. Ef stjórnvöld bregðast ekki við framangreindum staðreyndum er full ástæða til að óttast að við missum úr landi hæfa einstaklinga og sömuleiðis að fólk skili sér ekki heim að námi loknu.
    Því er nauðsynlegt að úttekt verði gerð á ríkisframlögum til uppbyggingar Háskóla Ís lands með tilliti til menntunar, mannauðar og framleiðni.