Ferill 271. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 341 – 271. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.

Flm.: Ágúst Einarsson, Kristinn H. Gunnarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir,


Kristín Ástgeirsdóttir, Össur Skarphéðinsson.



1. gr.

    Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Lands samband eldri borgara tilnefnir til tveggja ára einn aðalmann í tryggingaráð og annan til vara. Öryrkjabandalag Íslands tilnefnir til tveggja ára einn aðalmann í tryggingaráð og annan til vara.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með samþykkt þessa frumvarps er tryggð aðild eldri borgara og öryrkja að tryggingaráði Tryggingastofnunar ríkisins. Þessir hópar eru meðal helstu lífeyris- og bótaþega Trygginga stofnunar og eðlilegt að þeir fái beina aðild að stjórn hennar.
    Nú er tryggingaráð skipað þannig að Alþingi kýs á fyrsta þingi eftir hverjar almennar alþingiskosningar fimm menn í tryggingaráð og aðra fimm til vara. Ráðherra skipar formann og varaformann tryggingaráðs úr hópi hinna kjörnu aðalmanna.
    Verkefni Tryggingastofnunar samkvæmt lögum eru þrenns konar, þ.e. að annast lífeyris tryggingar, sem skiptast í ellilífeyri, örorkulífeyri, tekjutryggingu, örorkustyrki, barnalífeyri og bætur í fæðingaorlofi, og sjá um slysa- og sjúkratryggingar.
    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur umsjón með allri starfsemi Trygginga stofnunar ríkisins. Ráðherra skipar forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins að fengnum tillög um tryggingaráðs. Forstjóri annast stjórn stofnunarinnar samkvæmt lögum og reglugerðum.
    Tryggingaráð skal hafa eftirlit með fjárhag, rekstri og starfsemi Tryggingastofnunar ríkis ins og gæta þess að hún starfi í samræmi við lög og reglugerðir á hverjum tíma. Endurskoð unardeild skal starfa við stofnunina undir eftirliti þess. Leita skal samþykkis tryggingaráðs á:
     a.      hinni árlegu fjárhagsáætlun stofnunarinnar,
     b.      ársreikningum stofnunarinnar,
     c.      ákvörðunum um iðgjaldaupphæðir,
     d.      öllum heimildarsamningum við heilbrigðisstéttir og heilbrigðisstofnanir,
     e.      meginreglum um notkun heimildarákvæða,
     f.      öllum lánveitingum og verðbréfakaupum og -sölum,
     g.      öðrum þeim atriðum sem lög um almannatryggingar ákveða.
    Önnur mál skulu borin undir tryggingaráð ef ráðið óskar þess eða forstjóra finnst ástæða til. Rísi ágreiningur um grundvöll, skilyrði eða upphæð bóta leggur tryggingaráð úrskurð á málið. Máli skal skjóta til úrskurðar tryggingaráðs eigi síðar en þremur mánuðum eftir að ákvörðun lá fyrir í málinu. Tryggingaráði er þó heimilt, ef sérstaklega stendur á, að víkja frá þriggja mánaða frestinum.
    Í framangreindri lýsingu á verksviði tryggingaráðs og Tryggingastofnunar er skýrt að valdsvið tryggingaráðs er verulegt og það starfar í nánu samstarfi við forstjóra. Að mati flutningsmanna er brýnt að tryggja betur hagsmuni eldri borgara og öryrkja í Trygginga stofnun. Þessir hópar eiga flest sitt undir þessari stofnun og margir allt fjárhagslega. Því er nauðsynlegt að sjónarmið þeirra komist skýrt til skila í starfi stofnunarinnar.
    Undanfarin ár hefur þess ekki verið gætt að hlustað væri af nægri athygli á skoðanir eldri borgara og öryrkja. Þessir hópar hafa reynt að sækja rétt sinn með miðlun upplýsinga til samfélagsins og þrýst á stjórnmálamenn að breyta um stefnu. Þessi barátta hefur oft borið nokkurn árangur en er þó langt frá því að vera fullnægjandi. Eldri borgarar starfa í fjöl mörgum samtökum. Til að mynda eru starfandi 45 félög eldri borgara víða um landið. Stærst þeirra er Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Þessi félög starfa innan heildarsam takanna Landssamband eldri borgara. Einnig er starfandi mjög virkur hópur eldri borgara, Aðgerðahópur aldraðra.
    Í hugum jafnaðarmanna er grundvallaratriði að samfélagið búi vel að öldruðum og öryrkj um. Margir þeirra eiga ekki í önnur hús að venda. Það er algerlega óviðunandi að eldri borg arar og öryrkjar verði að sætta sig við geðþóttaákvarðanir ríkisstjórnar hvers tíma og vera í óvissu um kjör sín. Núverandi ríkisstjórn hefur tekið minna tillit til hagsmuna þessa fólks en áður hefur þekkst. Þess vegna er mjög mikilvægt að formleg þátttaka eldri borgara og öryrkja sé tryggð í stjórn þessara mála, eins og lagt er til í frumvarpinu. Þess má geta að áður hafa verið fluttar tillögur á Alþingi af þingmönnum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags um að fjölga í Tryggingaráði á svipaðan hátt og hér er lagt til.
    Ef frumvarpið verður að lögum verður tryggingaráð skipað sjö mönnum. Í frumvarpinu er lagt til að heildarsamtök aldraðra, Landssamband eldri borgara, tilnefni einn fulltrúa í tryggingaráð og annan til vara. Gert er ráð fyrir að tilnefningin gildi til tveggja ára. Jafn framt er lagt til að Öryrkjabandalag Íslands, sem er heildarsamtök öryrkja hérlendis, tilnefni einn fulltrúa í tryggingaráð og annan til vara, sömuleiðis til tveggja ára. Flutningsmenn telja að hæfilegt sé að tilnefnt sé til tveggja ára í senn þótt hinir fulltrúarnir séu kosnir af Alþingi til fjögurra ára.
    Flutningsmenn eru þess fullvissir að lögfesting þessa frumvarps væri mikilvæg réttarbót fyrir eldra fólk og öryrkja.