Ferill 102. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 360 – 102. mál.



Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um tekjuhópa undir skattleysismörk um.

1.      Hve stór hópur fólks var með tekjur undir skattleysismörkum árin 1994, 1995 og 1996 og hvernig skiptist hann eftir kyni og stöðu?
    Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra voru samtals 67.603 einstaklingar með tekjur undir skattleysismörkum árið 1994, 67.206 árið 1995 og 62.332 árið 1996. Í meðfylgjandi töflu kemur fram hvernig hópur þessi skiptist milli kynja og eftir fjölskyldu stöðu.

2.      Hve margir ellilífeyrisþegar, 67 ára og eldri, voru með tekjur undir skattleysismörkum á framangreindu tímabili, skipt eftir árum og kyni?
    Af framangreindum hópi voru rúmlega 10.000 einstaklingar 67 ára eða eldri. Skiptingu þeirra eftir kynjum má sjá í meðfylgjandi töflu.

3.      Hve margir einstæðir foreldrar voru með tekjur undir skattleysismörkum á framangreindu tímabili, skipt eftir árum og kyni?
    Einstæðir foreldrar í framangreindum hópi voru rúmlega 1.800 á þessum árum og er skipt ing þeirra eftir kynjum sýnd í töflunni.

Breyting Breyting
1994 1995 1996 94–95 95–96
Einhleypir karlar 16.563 16.838 15.458 1,7% -8,2%
Einhleypar konur 16.180 16.465 15.556 1,8% -5,5%
Einstæðir foreldrar, karlar 55 54 50 -1,8% -7,4%
Einstæðir foreldrar, konur 1.899 1.781 1.761 -6,2% -1,1%
Kvæntir karlar 6.107 6.300 5.466 3,2% -13,2%
Giftar konur 26.799 25.768 24.041 -3,8% -6,7%
Samtals, karlar 22.725 23.192 20.974 2,1% -9,6%
Samtals, konur 44.878 44.014 41.358 -1,9% -6,0%
Samtals, karlar og konur 67.603 67.206 62.332 -0,6% -7,3%
Þar ar 67 ára og eldri, karlar 3.438 3.909 3.202 13,7% -18,1%
Þar af 67 ára og eldri, konur 7.110 7.538 6.934 6,0% -8,0%
Þar af 67 ára og eldri, samtals 10.548 11.447 10.136 8,5% -11,5%