Ferill 259. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 388 – 259. mál.



Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um hlutfall útskrifaðra kennara við kennslu.

    Ekki er unnt að afla heildarupplýsinga um alla þá sem útskrifast hafa með kennararéttindi undanfarin tíu ár og þá sem starfa við kennslu. Því er í svari þessu stuðst við upplýsingar úr könnun sem unnin hefur verið í tengslum við mat á kennaramenntun og menntamálaráðu neytið stendur nú fyrir. Könnunin byggist á úrtaki þeirra sem útskrifuðust með BEd-próf og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi frá Kennaraháskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Úrtakið náði til helmings þeirra sem útskrifuðust frá þessum skólum árin 1981, 1986, 1991, 1995 og 1996. Könnuninni er ekki að fullu lokið en svörun er nú um 65%. Á þessu stigi verður því að gera fyrirvara um tölfræðilega marktækni niðurstaðna könnunar innar. Þar sem könnunin nær ekki til alls þess árabils sem spurt er um verður einnig að gera fyrirvara þegar niðurstöður hennar eru yfirfærðar á allt tímabilið sem spurt er um.
    Á árunum 1986–96 útskrifaðist 2.201 nemandi með BEd-próf eða kennsluréttindi hér á landi. Úrtak könnunarinnar nær til 29% af þessum fjölda og til fjögurra af þeim árum sem um er spurt. Því er hægt að álykta að könnunin gefi sterka vísbendingu um aðstæður þeirra sem útskrifuðust með kennsluréttindi á þessu tímabili. Hins ber þó að gæta að þar sem svör un í könnuninni er enn þá fremur lítil er hætt við að aðstæður þeirra sem ekki hafa svarað kunni að vera ólíkar þeim sem svarað hafa, t.d. að þeir sem ekki svari hafi í ríkari mæli farið til annarra starfa en kennslu.

     1.      Hversu margir þeirra sem hafa útskrifast með kennararéttindi undanfarin tíu ár eru við kennslu?
    Á tímabilinu 1986–96 útskrifuðust 1.285 nemendur með BEd-próf hér á landi, en það veitir réttindi til kennslu í grunnskólum. Samkvæmt niðurstöðum könnunar ráðuneytisins starfa um 75% þeirra nú við kennslu.
    Á sama tímabili útskrifuðust 916 með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi og gefur könnunin til kynna að 73% þeirra starfi nú við kennslu. Séu niðurstöður þessar dregnar sam an má áætla að 1.633 af þeim 2.201 sem útskrifuðust með kennararéttindi á árunum 1986–96 séu enn við störf eða um 75%.

     2.      Hversu margir þeirra sem hafa útskrifast frá Háskólanum á Akureyri eru við kennslu?
    Háskólinn á Akureyri hefur einungis tvisvar útskrifað kennara með BEd-gráðu og einu sinni kennara úr námi til kennsluréttinda. Könnunin nær einungis til árgangsins 1996 en þá útskrifuðust 27 úr BEd-námi. Af þeim eru samkvæmt könnun ráðuneytisins 83% eða um 22 nú við störf sem kennarar. Árið 1996 útskrifuðust 42 með kennsluréttindi á framhaldsskóla stigi og starfa 79% eða 33 þeirra nú við kennslu.

     3.      Hversu margir þeirra sem hafa útskrifast frá Kennaraháskóla Íslands undanfarin tíu ár eru við kennslu?
    Á árunum 1986–96 útskrifuðust alls 1.258 nemendur með BEd-próf frá Kennaraháskóla Íslands. Sé miðað við niðurstöður könnunar ráðuneytisins starfa 75% þeirra eða 943 við kennslu. Á sama tímabili hafa 268 lokið námi til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi frá sama skóla og starfar 81% þeirra eða 217 nú við kennslu.

     4.      Hversu margir þeirra sem lokið hafa kennsluréttindanámi við Háskóla Íslands undanfarin tíu ár eru við kennslu?
    Á árunum 1986–96 útskrifuðust 606 nemendur með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Samkvæmt könnuninni starfa 68% þeirra eða 412 nú við kennslu.

     5.      Hve margir leiðbeinendur hafa lokið réttindanámi síðan lög nr. 48/1986, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, tóku gildi og hversu margir þeirra eru við kennslu?
    Ekki er haldið saman heildarupplýsingum um fjölda leiðbeindenda sem ljúka réttindanámi. Í könnun ráðuneytisins eru hins vegar þeir sem lokið hafa kennsluréttindanámi spurðir um reynslu af kennslu áður en námið hófst. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur í ljós að um 34% þeirra sem luku BEd-námi á því tímabili sem könnunin nær til höfðu starfað við kennslu áður en þeir hófu nám. Um 80% þeirra eru nú við kennslu. Séu þessar niðurstöður heimfærð ar á heildarfjölda útskrifaðra á árunum 1986–96 hafa um 437 leiðbeinendur lokið BEd-námi og um 350 þeirra eru nú starfandi.
    Hvað varðar leiðbeinendur á framhaldsskólastigi gefur könnunin til kynna að um 71% þeirra sem lokið hafa kennsluréttindanámi hafi haft reynslu af kennslu áður en þeir hófu nám. Um 76% þeirra eru enn við kennslu. Séu þessar niðurstöður heimfærðar á þá sem útskrif uðust úr kennsluréttindanámi á árunum 1986–96 hafa 650 starfað sem leiðbeindendur áður en nám hófst og um 494 þeirra starfa nú við kennslu.

     6.      Hversu margir þeirra sem hafa menntað sig til raungreinakennslu eru við kennslu
       a.      í grunnskólum,
       b.      í framhaldsskólum?

    Á árunum 1986–96 útskrifuðust 1.285 nemendur með BEd-próf. Samkvæmt könnun ráðu neytisins má áætla að um 19% eða 244 þeirra hafi haft raungreinar að sérgrein. Könnunin gefur til kynna að 64% þeirra séu nú við kennslu, eða um 156 manns. Nær allir þeirra starfa í grunnskólum.
    Á árunum 1986–96 útskrifuðust 916 nemendur úr námi til kennsluréttinda á framhalds skólastigi. Af þeim eru 11% eða um 100 með raungreinar að sérgrein. Könnunin gefur til kynna að um 83% þeirra séu nú við kennslu, nær allir í framhaldsskólum.

     7.      Hver er meðalstarfsaldur kennara í grunnskólum eftir kjördæmum?
    Samkvæmt gögnum frá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis er meðalstarfsaldur grunnskólakennara eftirfarandi, miðað við 1. ágúst 1996.
Kjördæmi          Meðalstarfsaldur, ár
Reykjavík
    17,94
Reykjanes
    17,26
Vesturland
    18,22
Vestfirðir
    17,25
Norðurland vestra
    17,62
Norðurland eystra
    18,13
Austurland
    17,81
Suðurland
    17,47