Ferill 337. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 424 – 337. mál.



Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um framkvæmd umferðarlaga.

Frá Tómasi Inga Olrich.



     1.      Telur ráðherra að fylgt sé meðalhófsreglu stjórnsýslulaga þegar löggæslumenn taka skráningarmerki af bifreiðum sem ekki hafa verið færðar til skoðunar, auk þess sem eig endum þeirra er gert að greiða 5.000 kr. sekt?
     2.      Telur ráðherra tryggt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga sé gætt í hvívetna við löggæsluaðgerðir af þessu tagi í öllum löggæsluumdæmum landsins?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að heimild í umferðarlögum til að fjarlægja skráningarmerki af bifreiðum verði framkvæmd með fullu tilliti til meðalhófsreglu og jafnræðis reglu stjórnsýslulaga?