Ferill 333. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 560 – 333. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 84/1997, um búnaðargjald.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Friðriksson frá landbúnaðar ráðuneyti.
    Í frumvarpinu er lagt til að tekið verði upp annað innheimtukerfi við innheimtu búnaðar gjalds en gert er ráð fyrir í lögum um búnaðargjald sem taka skulu gildi 1. janúar 1998. Í ljós hefur komið að unnt er að nýta álagningar- og innheimtukerfi fyrir sérstakan tekjuskatt manna (hátekjuskatt) með tiltölulega litlum breytingum. Með breytingunni er gert ráð fyrir að framkvæmd á fyrirframgreiðslu búnaðargjalds geti orðið mun einfaldari en kveðið er á um í lögunum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
    Lagðar eru til breytingar á 1. gr. frumvarpsins. Í fyrsta lagi er lögð til orðalagsbreyting á fyrri málslið 1. mgr. sem miðar að því gera ákvæðið skýrara, í öðru lagi er lagt til að skatt stjóri skuli innan hæfilegs frests úrskurða um umsókn gjaldanda um breytingu á fyrirfram greiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 1. mgr. 4. gr. laganna og í þriðja lagi er lagt til að í stað þess að skattstjóri skuli að jafnaði taka til greina umsókn gjaldanda ef fyrir sjáanlegt er að búnaðargjald breytist um sem nemur 25%, þó að lágmarki 10.000 kr. á milli ára, skuli skattstjóra skylt að gera svo.
    Sigríður Jóhannesdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 10. des. 1997.



Guðni Ágústsson,


form., frsm.


Egill Jónsson.



Árni M. Mathiesen.




Magnús Stefánsson.


Guðjón Guðmundsson.


Hjálmar Jónsson.



Lúðvík Bergvinsson.



Ágúst Einarsson.