Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 583 – 323. mál.


Nefndarálit



um frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1998.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Hjálmarsson frá fjármálaráðu neyti. Þá hafa nefndinni borist umsagnir um málið frá félagsmálanefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd auk þess sem nefndin hafði álit samgöngu- og landbúnaðarnefndar um frum-varp til fjárlaga fyrir árið 1998 til hliðsjónar við yfirferð málsins.
    Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali. Helstu efnisatriði breytinganna eru eftirfarandi:
1.      Lagt er til að við bætist ný grein, 5. gr., og með henni verði felldur brott lokamálsliður 48. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, þar sem fram kemur að ríkissjóður skuli greiða þann kostnað sem er umfram almennar greiðslur vegna fatlaðra barna í leikskólum. Í sam ræmi við lokaálit starfshóps, sem menntamálaráðherra skipaði til að fara yfir fyrirkomu lag á endurgreiðslum ríkisins vegna fatlaðra barna í leikskólum, er í sameiginlegri yfir lýsingu félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. desem ber 1996 gert ráð fyrir að sveitarfélögin greiði allan kostnað af vistun fatlaðra barna.
2.      Þá er lögð til sú breyting að á eftir 5. gr., sem verði 6. gr., komi ný grein, er verði 7. gr., þar sem breytt er ákvæði til bráðabirgða IV í lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 12/1997. Í ákvæðinu er gert ráð fyrir að stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs skuli á árinu 1997 heimilt að gera tillögu til að styrkja sérstök verkefni á vegum sveitarfélaga til eflingar atvinnulífi, enda verði dregið samsvarandi úr greiðslum atvinnuleysisbóta á við komandi stað. Með breytingunni er lagt til að ártalinu 1997 verði breytt í 1998, en í frum varpi til fjárlaga fyrir árið 1998 er áætlað að 200 millj. kr. verði ráðstafað til námskeiða, átaksverkefna og annarra úrræða fyrir atvinnulausa.

Alþingi, 16. des. 1997.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Einar Oddur Kristjánsson.



Valgerður Sverrisdóttir.



              

Sólveig Pétursdóttir.



Pétur H. Blöndal.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.