Ferill 373. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 629 – 373. mál.



Fyrirspurn



til forsætisráðherra um úttektir á ríkisstofnunum.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hversu margar úttektir á starfsemi ríkisstofnana hafa verið unnar á vegum ríkisstjórnar, einstakra ráðuneyta eða nefnda á þeirra vegum frá og með árinu 1991? Í svarinu óskast hver úttekt eða skýrsla tilgreind eftir ári og stofnun eða ráðuneyti.
     2.      Hvaða aðilar voru fengnir til að vinna úttektirnar? Í svarinu óskast hver úttekt eða skýrsla tilgreind eftir stofnun eða ráðuneyti.
     3.      Hver var kostnaðurinn við hvert þessara verkefna?



Skriflegt svar óskast.