Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 681 – 382. mál.



Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um fjöldatakmarkanir við Háskóla Íslands.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



     1.      Hvaða deildir Háskóla Íslands beita fjöldatakmörkunum (numerus clausus)?
     2.      Hvernig er framkvæmd háttað?
     3.      Hversu margir eru teknir inn í viðkomandi námsbrautir?
     4.      Hversu margir þreyta að jafnaði „síupróf“ við þær?
     5.      Hversu margir þeirra sem ná í gegn hafa þreytt þau áður, og hversu oft?


Skriflegt svar óskast.