Ferill 392. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 710 – 392. mál.



Frumvarp til laga


um breyting á lögum um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, nr. 29/1995.

Flm.: Össur Skarphéðinsson, Ágúst Einarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir.


1. gr.

    Í stað orðanna „fjögur ár“ í fyrri málslið 4. gr. laganna kemur: sex ár.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með frumvarpi þessu er lögð til samræming á reglum þeim sem gilda í íslenskum rétti um endurgreiðslu skatta. Meginreglan í skattalögum er sú að endurgreiðsla skatta, endurákvörð un þeirra og fyrning sakar miðast við sex ár aftur í tímann frá ákveðnu tímamarki. Gildandi regla í lögum um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda um fjögurra ára fyrningu á endur greiðslukröfu brýtur því í bága við fyrrgreinda meginreglu. Í dæmaskyni má vísa til laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981, en þar kemur fram í 97. gr. að heimild til endur ákvörðunar skatts skv. 96. gr. laganna nái til skatts vegna tekna og eigna síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram. Þá fyrnist sök samkvæmt lögunum á sex árum miðað við upphaf rannsóknar, enda hafi ekki verið um að ræða óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar, sbr. 108. gr. Samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, fyrnist sök á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum skattrannsóknarstjóra eða lögreglu, enda hafi ekki verið um að ræða óeðlilegar tafir á rann sókn máls eða ákvörðun refsingar, sbr. 31. gr. laganna. Sjá einnig ákvæði um sex ára fyrn ingu í 5. mgr. 20. gr. laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996. Að lokum má nefna lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, en þar kemur fram í 26. gr. að heimild til endurákvörðunar virðisaukaskatts samkvæmt þeirri grein nái til skatts síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram og að það sama gildi einnig um endur ákvörðun á ofendurgreiddum skatti.