Ferill 416. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 737 – 416. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um fjármagnstekjuskatt.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve miklar tekjur skiluðu sér í ríkissjóð af fjármagnstekjuskatti á sl. ári, skipt eftir fjármálastofnunum?
     2.      Er hægt að fá fram upplýsingar um skiptingu fjármagnstekjuskattsins eftir eigna- og tekjustöðu og aldri greiðenda og ef svo er hvernig var skiptingin? Ef svo er ekki, telur ráðherra rétt að hægt væri að kalla fram slíkar upplýsingar og ef ekki, hver er skýringin á því?
     3.      Telur ráðherra að komið hafi fram einhverjir gallar á framkvæmd laganna, svo sem vegna nauðsynlegs eftirlits eða sanngirni í álagningu skattsins, sem kalla á breytingu?