Ferill 418. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 739 – 418. mál.



Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um viðskiptabann gegn Írak.

Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Hefur núverandi ríkisstjórn einhvern tíma gert formlega samþykkt um viðskiptabannið gegn Írak og ef svo er, hvenær var hún gerð og hvert var efni hennar?
     2.      Eru ráðherra ljósar afleiðingar viðskiptabannsins gegn Írak sem af ábyrgum hlutlausum aðilum hefur verið lýst svo að jaðri við þjóðarmorð?
     3.      Hvert er álit ráðherra á þeirri staðhæfingu að viðskiptabannið gegn Írak og afleiðingar þess hafi brotið gegn Genfarsáttmálanum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi?
     4.      Telur ráðherra að írakska þjóðin hafi gefið Íslendingum tilefni til að taka þátt í árásum á grundvallarmannréttindi Íraka?