Ferill 438. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 764 – 438. mál.



Frumvarp til laga



um slit á Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands.

Flm.: Einar Oddur Kristjánsson, Vilhjálmur Egilsson,


Pétur H. Blöndal,

Einar K. Guðfinnsson, Árni R. Árnason.



1. gr.


    Slíta skal Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands. Um meðferð eigna og skulda fé lagsins við slitin fer samkvæmt ákvæði 2. mgr. 16. gr. laga nr. 68/1994.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi og falla þá jafnframt úr gildi lög nr. 68/1994, um Eignar haldsfélagið Brunabótafélag Íslands.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta var lagt fram á 121. löggjafarþingi en varð þá ekki útrætt og er því endur flutt óbreytt.
    Samkvæmt 3. gr. laga nr. 68/1994 er einn megintilgangur Eignarhaldsfélagsins Bruna bótafélag Íslands að taka þátt í vátryggingastarfsemi með eignaraðild að vátryggingafélög um. Með nýlegri sölu á hlut sínum í Vátryggingafélagi Íslands hf. til Landsbankans hefur fé lagið snúið frá þessum lögbundna aðaltilgangi sínum. Því er hér lagt til að félagið verði gert upp og eignum þess, umfram skuldir, skipt á milli eigenda.
    Samkvæmt 5. gr. laganna, sem 2. mgr. 16. gr. vísar í, eru eigendur félagsins fyrrum trygg ingatakar hjá Brunabótafélagi Íslands ásamt sameignarsjóði félagsins. Upplýsingar um ein staka eigendur og fjárhæð eignarhluta þeirra, sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna, liggja fyrir þannig að tæknilegar hindranir eiga ekki að vera því til fyrirstöðu að slíta félaginu.
    Framkvæmdanefnd um einkavæðingu fól á árinu 1993 þeim Árna Tómassyni, löggiltum endurskoðanda, og Tryggva Gunnarssyni hæstaréttarlögmanni að taka saman álitsgerð um eignarhald á Brunabótafélagi Íslands. Niðurstöður þeirrar álitsgerðar eru birtar í fylgiskjali. Ákvæði um eignarhald félagsins voru síðan lögfest með lögum nr. 68/1994.



Fylgiskjal.


Niðurstaða Árna Tómassonar og Tryggva Gunnarssonar
um eignarhald á Brunabótafélagi Íslands í stuttu máli.

     1.      Brunabótafélag Íslands (BÍ) er ekki eign ríkisins þannig að ríkið geti í krafti eignarréttar gert kröfu til eigna félagsins við slit á því.
     2.     Hvorki sveitarfélögin í heild eða þau sveitarfélög, sem gert hafa samninga við BÍ um brunatryggingu fasteigna í viðkomandi sveitarfélagi, teljast eigendur BÍ. Þeim sveitarfé lögum, sem gert hafa samninga við BÍ um slíkar tryggingar, er hins vegar með lögum fengin aðild að stjórnun félagsins.
     3.     BÍ er gagnkvæmt ábyrgðarfélag vátryggjenda og eigendur fasteigna sem tryggðar eru brunatryggingu hjá félaginu á hverjum tíma eru félagsmenn. Félagsmenn bera ábyrgð á skuldbindingum iðgjaldasjóðs félagsins eftir ákveðnum reglum. BÍ hefur með höndum lögbundna starfsemi og verður ekki slitið eða eignum þess skipt upp nema Alþingi breyti lögum um félagið eða bú þess verði tekið til skipta við gjaldþrot. Verði lög um BÍ felld úr gildi án þess að jafnframt sé mælt fyrir um í lögum hvernig ráðstafa skuli eignum fé lagsins, ber að skipta eignum félagsins á milli þeirra sem eru félagsmenn í BÍ á þeim tíma sem lögin falla úr gildi.
     4.     Með hliðsjón af því hversu óvirkt og óvisst hugsanlegt tilkall félagsmanna BÍ er til eigna BÍ verður að telja líkur á að löggjafinn geti án þess að það fari í bága við ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar mælt fyrir um ráðstöfun á eignum BÍ í þágu þeirra markmiða, sem lög um BÍ hafa verið byggð á, enda séu uppfyllt ýmis almenn skilyrði slíkrar laga setningar.
     5.     Leiða má rök að því að hrein eign BÍ nemi ekki lægri fjárhæð en 500 millj. kr. í árslok 1992. Líta ber á framangreinda fjárhæð sem vísbendingu um þau verðmæti sem um er að ræða fremur en formlegt mat sem unnt er að taka mið af við hugsanleg slit eða úthlut un á hreinni eign BÍ.