Ferill 440. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 767 – 440. mál.



Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um afsal aflaheimilda vegna úthafsveiðileyfa.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



     1.      Hefur ráðherra bundið úthlutun veiðileyfa í íslenska deilistofna því skilyrði að þau skip afsali sér aflaheimildum innan lögsögu Íslands, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 151/1996?
     2.      Ef svo er, hvaða skip í eigu hvaða útgerða hafa fengið veiðileyfi með slíkum skilmálum?
     3.      Hve miklar veiðiheimildir fengu viðkomandi skip og hve miklu þurftu þau að afsala í staðinn til þeirra sem hafa aflaheimildir innan lögsögu?
     4.      Hefur ráðherra með sama hætti bundið úthlutun veiðileyfa til úthafsveiða sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 151/1996?
     5.      Ef svo er, hversu mörg skip í eigu hvaða útgerða hafa fengið veiðileyfi með slíkum skilmálum?
     6.      Hve miklar veiðiheimildir fengu viðkomandi skip og hve miklu þurftu þau að afsala í staðinn til þeirra sem hafa aflaheimildir innan lögsögu?
     7.      Hvernig voru þær veiðiheimildir sem skip afsöluðu sér fyrir veiðileyfi metnar á móti þeim heimildum sem skipin voru að fá?


Skriflegt svar óskast.