Ferill 472. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 805 – 472. mál.



Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um stefnumörkun vegna Kyoto-bókunarinnar.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     1.      Hvernig hljóðar það „sérstaka ákvæði“, kennt við Ísland, sem tekið var inn í skjal L.7 á ráðstefnunni í Kyoto 1.–10. desember 1997 og með hvaða hætti að formi til er fyrir hugað að það tengist samningnum um loftslagsbreytingar?
     2.      Hvaða ríki studdu framlagningu þessa ákvæðis og frá hvaða ríkjum er einkum að vænta áframhaldandi stuðnings við að það verði hluti af eða tengist Kyoto-bókuninni?
     3.      Hvaða röksemdir færa íslensk stjórnvöld einkum fram til stuðnings þessu ákvæði sem komi til viðbótar þeirri sérstöðu um losun gróðurhúsalofttegunda sem Ísland fékk viður kennda í Kyoto?
     4.      Hvernig má gera ráð fyrir að unnið verði úr þessu „sérstaka ákvæði“ af aðilum samningsins um loftslagsbreytingar og í hvaða áföngum að því er varðar málsmeðferð og hugsanlega afgreiðslu?
     5.      Hvenær er þess að vænta að niðurstaða fáist í mál þetta þannig að hugsanleg viðbót þar að lútandi á grundvelli samningsins og Kyoto-bókunarinnar við hann verði orðin viður kenndur hluti af samningnum?
     6.      Hvaða tillögur hefur ráðherra gert eða fyrirhugar að gera til ríkisstjórnar Íslands um það hvernig staðið verði að framgangi og framkvæmd mála í framhaldi af Kyoto-ráðstefn unni?
     7.      Hver er afstaða ráðherra til Kyoto-bókunarinnar og staðfestingar hennar sem hluta af samningnum sem liggur frammi til undirskriftar frá 15. mars 1998 til 15. mars 1999?


Skriflegt svar óskast.