Ferill 476. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 811 – 476. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um ólögmæta innheimtu gjalda við skráningu í skipsrúm.

Frá Guðrúnu Helgadóttur.



     1.      Hversu margar eru greiðslur skráningargjalda fyrir undanþáguleyfi til skipstjórnar- eða vélstjórnarstarfa eftir að lög nr. 50/1994, um breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, sem afnámu heimildina til innheimtunnar, tóku gildi?
     2.      Hyggst ráðherra endurgreiða þessa fjármuni þeim sem greiddu?
     3.      Verða greiddir vextir af þessu oftekna fé?
     4.      Verður af þessu tilefni farið yfir aðrar aukatekjur ríkissjóðs til að koma í veg fyrir fleiri slík mistök?


Skriflegt svar óskast.