Ferill 509. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 879 – 509. mál.



Frumvarp til laga


um breyting á lögum um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum, nr. 31 27. mars 1987, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)


1. gr.

    5. og 6. gr. laganna falla brott og breytist greinatala samkvæmt því.

2. gr.

    1. málsl. 15. gr. laganna, er verður 13. gr., orðast svo: Flugvallagjöld skv. 6. og 7. gr. skulu vera grunntaxtar.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1998.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að felld verði úr lögum heimild til innheimtu gjalda af flugvélabensíni og þotueldsneyti skv. 5. og 6. gr. laga um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum, nr. 31/1987.
    Breytingum þessum er ætlað að jafna samkeppnisskilyrði í flugi með því að fella gjaldið niður.
    Verði frumvarpið að lögum munu áætlaðar tekjur samkvæmt flugmálaáætlun fyrir árin 1998–2001, sem nú er til meðferðar á Alþingi, lækka um 45 millj. kr. á árinu 1998, 65 millj. kr. árið 1999, 67 millj. kr. árið 2000 og 69 millj. kr. árið 2001. Fjárveitingar til framkvæmda á flugvöllum lækka þó ekki um þá fjárhæð þar sem framlag til rekstrar flugvalla og til Flug stöðvar Leifs Eiríkssonar mun lækka um 28 millj. kr. á árinu 1998 og 35 millj. kr. á árunum 1999–2001. Framlag til framkvæmda á flugvöllum samkvæmt flugmálaáætlun lækkar því um 17 millj. kr. á árinu 1998, 30 millj. kr. árið 1999, 32 millj. kr. árið 2000 og 33 millj. kr. árið 2001.
    Samhliða þessu verða lendingargjöld í innanlandsflugi hækkuð sem nemur tapi vegna nið urfellingar á eldsneytisgjaldi í innanlandsflugi. Yfirstjórn Keflavíkurflugvallar hefur lýst því yfir að sértekjur Keflavíkurflugvallar muni hækka um 18 millj. kr. ár hvert til ársins 2001 og á móti komi lækkun á framlagi til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar samkvæmt flugmálaáætl uninni.