Ferill 528. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 905 – 528. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag meðferðar ósakhæfra geðsjúklinga.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Mun ráðherra beita sér fyrir nauðsynlegri fjölgun fagfólks við réttargeðdeildina að Sogni í ljósi niðurstöðu nýlegrar skýrslu um starfsemi deildarinnar?
     2.      Hvernig er staðið að framkvæmd eftirmeðferðar þeirra sjúklinga sem eru lausir úr öryggisgæslu réttargeðdeildarinnar og hljóta dóm um eftirmeðferð og eftirlit sem innt skal af hendi af fagfólki deildarinnar undir umsjón yfirlæknis?
     3.      Er áætluð sérstök fjárveiting til þessarar þjónustu? Ef svo er, hver er fjárhæðin skipt niður á þau ár sem deildin hefur starfað og hver er áætlun þessa árs?
     4.      Mun ráðherra beita sér fyrir uppbyggingu sérhæfðrar göngudeildar og meðferðarheimilis til eftirmeðferðar fyrir þessa einstaklinga eftir útskrift af réttargeðdeildinni?
     5.      Hefur ráðherra í hyggju að setja sérstakar reglur um þennan þátt heilbrigðisþjónustu fyrir ósakhæfa geðsjúklinga?