Ferill 476. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 908 – 476. mál.



Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur um ólögmæta innheimtu gjalda við skráningu í skipsrúm.

     1.      Hversu margar eru greiðslur skráningargjalda fyrir undanþáguleyfi til skipstjórnar- eða vélstjórnarstarfa eftir að lög nr. 50/1994, um breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, sem afnámu heimildina til innheimtunnar, tóku gildi?
    Engur greiðslur áttu sér stað árið 1994.
    Árið 1995 voru greiddar 2.175.000 kr., þ.e. 435 skráningar.
    Árið 1996 voru greiddar 4.105.000 kr., þ.e. 821 skráning.
    Árið 1997 voru greiddar 4.155.000 kr., þ.e. 831 skráning.
    Á þessu ári voru greiddar 725.000 kr., þ.e. 145 skráningar.
    Samtals eru þetta 11.160.000 kr., þ.e. 2.232 skráningar.

     2.      Hyggst ráðherra endurgreiða þessa fjármuni þeim sem greiddu?
    Samkvæmt lögum nr. 29/1995, um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, skulu stjórnvöld hafa frumkvæði að slíkum endurgreiðslum þegar þeim verður ljóst að ofgreitt hefur ver ið. Í samræmi við ákvæði laganna hafa þegar verið gerðar ráðstafanir í samráði við Ríkis bókhald til að þeir sem greidd hafa umrædd leyfisgjöld fái þau endurgreidd. Réttur til endur greiðslu samkvæmt lögunum tekur til leyfisgjalds sem greitt hefur verið eftir 1. janúar 1996. Samtals koma því til endurgreiðslu 8.985.000 kr.

     3.      Verða greiddir vextir af þessu oftekna fé?
    Vextir verða greiddir af þessu fé í samræmi við 2. gr. laga nr. 29/1995, en þeir skulu vera jafnháir hæstu vöxtum óbundinna sparireikninga á hverjum tíma.

     4.      Verður af þessu tilefni farið yfir aðrar aukatekjur ríkissjóðs til að koma í veg fyrir fleiri slík mistök?
    Þessi mistök stafa af sérstökum ástæðum sem ekki eiga við um aðra þætti aukatekna ríkis sjóðs. Engu síður verður athugað hvort tryggt sé að rétt sé staðið að innheimtu annarra auka tekna ríkissjóðs.