Ferill 362. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 914 – 362. mál.



Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um nauðasamninga samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt.

1.    Hve margir einstaklingar hafa leitað heimildar til samninga um greiðslu eignarskatts eða tekjuskatts skv. 2. efnismgr. 1. gr. laga nr. 64/1996, um breytingu á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og hversu margir hafa leitað nauðasamnings við skuldheimtumenn skv. 3. efnismgr. sömu greinar frá 1. maí 1997 til desember 1997?
    Í 2. mgr. 1. gr. laga sem vísað er til hér að framan segir:
    „Telji innheimtumaður tök á að tryggja greiðslu kröfu, sem ella mundi tapast, með samn ingi um greiðslu skal hann gefa fjármálaráðherra skýrslu um málavöxtu. Fjármálaráðherra er heimilt að samþykkja slíkan samning, að fenginni umsögn Ríkisendurskoðunar.“
    Á tímabilinu frá 1. maí 1997 til desemberloka eru fimm erindi skráð í málaskrá ráðuneyt isins þar sem óskað var eftir skuldbreytingu á hlut ríkissjóðs í vangoldnum opinberum gjöld um. Einu erindinu var hafnað þar sem gjaldandinn skuldaði staðgreiðslu launagreiðenda og virðisaukaskatt. Öðru var hafnað þar sem gjaldandinn bauð lakari tryggingu en ríkissjóður hafði fyrir. Þau þrjú erindi er eftir standa bárust ráðuneytinu á síðari hluta ársins 1996, en voru ekki afgreidd á umræddu tímabili af því að gjaldendurnir féllu frá beiðninni.
    Í 3. mgr. 1. gr. laga sem vísað er til hér að framan segir:
    „Telji innheimtumaður að hagsmunum ríkissjóðs verði betur borgið með nauðasamningi gjaldanda við skuldheimtumenn skal hann gefa fjármálaráðherra skýrslu um málavöxtu. Fjár málaráðherra er heimilt að samþykkja nauðasamning, að fenginni umsögn Ríkisendurskoðun ar, enda sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt:
     1.      Gjaldandinn sé skuldlaus í virðisaukaskatti, staðgreiðslu opinberra gjalda, tryggingagjaldi og vörugjaldi.
     2.      Skattkröfur séu ekki tilkomnar vegna endurákvörðunar skattyfirvalda á gjöldum vegna skattsvika.
     3.      Ljóst sé að hagsmunum ríkissjóðs verði betur borgið með nauðasamningi.“
    Á tímabilinu frá 1. maí 1997 til desemberloka eru fimm erindi skráð í málaskrá ráðuneyt isins þar sem óskað er eftir að ríkissjóður fallist á nauðasamning gjaldenda. Tvö af þessum erindum eru enn óafgreidd. Þeim þremur sem eftir standa var hafnað þar sem þau stóðust ekki ákvæði laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Í greinargerð með lögum nr. 64/1996, um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, er gert ráð fyrir að auk skilyrða í 1.–3. tölul. 1. gr. þurfi nauðasamningar að uppfylla ákvæði gjaldþrotaskiptalaga. Tekið skal fram að eitt þessara þriggja erinda var vegna lögaðila.

2.    Hversu margir samningar hafa verið gerðir samkvæmt lögum nr. 64/1996 frá 1. maí 1997 til desember 1997 sundurliðað skv. 2. og 3. efnismgr. 1. gr. laganna?
    Á umræddu tímabili uppfyllti engin beiðni ákvæði framangreindra laga og því var ekki unnt að fallast á neina þeirra.

3.    Hverjar eru fjárhæðir sem samið hefur verið um á framangreindu tímabili? Svar óskast sundurliðað eftir umsóknum.
    Á umræddu tímabili uppfyllti engin beiðni ákvæði framangreindra laga.

4.    Mun ráðherra beita sér fyrir breytingu á lögum sem miðar að því að gera úrræðið skilvirkara fyrir fólk í fjárhagsörðugleikum?
    Á sama tíma og lög nr. 64/1996 voru samþykkt voru jafnframt samþykkt lög um réttarað stoð við einstaklinga. Með þessum lögum var opnað fyrir þann möguleika að gjaldendur sem hyggjast leita eftir nauðasamningum en hafa ekki efni á lögfræðiaðstoð geta sótt um réttarað stoð til nefndar á vegum dómsmálaráðuneytisins. Þannig geta einstaklingar í fjárhagsörðug leikum fengið aðstoð við gerð nauðasamninga. Ráðuneytið telur að með þessu sé komið til móts við þarfir einstakra gjaldenda sem eru í fjárhagsörðugleikum og eiga raunhæfan mögu leika á að ná fram nauðasamningum. Hvað varðar ákvæði 111. gr. laga nr. 75/1981, telur ráðuneytið ekki rétt að rýmka heimildina enn frekar, þar sem flest erindi sem hafnað er standast ekki ákvæði 1.–3. tölul. 4. mgr. Í þeim tilfellum sem gjaldendur uppfylla framan greind skilyrði en standast ekki ákvæði laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., er gjald endum bent á að leita heimildar viðkomandi héraðsdóms fyrir nauðasamningum eða á framangreinda nefnd hjá dómsmálaráðuneytinu.