Ferill 538. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 922 – 538. mál.



Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um sameiningu sveitarfélaga.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hver voru markmið ráðherra með sérstöku átaki í sameiningu sveitarfélaga sem leiddi til þess að sveitarfélögum fækkaði um 24 árið 1994? Hafa þau markmið náðst?
     2.      Hver er stefna ráðherra nú varðandi hlutverk og skipulag sveitarstjórnarstigsins?
     3.      Hver hefur verið þróun:
       a.      íbúafjölda,
       b.      fjárhags,
       c.      stjórnunarkostnaðar,
       d.      atvinnustigs,
       e.      þjónustustigs,
        í þeim 12 sveitarfélögum sem urðu til við sameiningu sveitarfélaga árið 1994? Hvernig telur ráðherra að þessir þættir muni þróast næstu fimm ár? — Óskað er eftir upplýs ingum um síðustu þrjú árin fyrir sameiningu, stöðu þegar sameining gekk í gildi og síðan um breytingar árlega þaðan í frá.


Skriflegt svar óskast.