Ferill 540. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 924 – 540. mál.



Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um kostnað við grunnskóla.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hver er áætlaður árlegur kostnaður sveitarfélaga og samtaka þeirra, annar en launakostnaður kennara, sem hefur leitt af breytingum sem urðu samkvæmt nýjum lögum um grunnskóla frá 1995, þar sem kveðið var á um að allur rekstur grunnskóla væri á ábyrgð og kostnað sveitarfélaga?
     2.      Telur ráðherra að sveitarfélögin hafi fengið tekjustofna til þess að mæta þeim kostnaði?


Skriflegt svar óskast.