Ferill 545. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 930 – 545. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands, með síðari breytingum.

Flm.: Ágúst Einarsson.



1. gr.

    Á eftir orðinu „menntamálaráðuneyti“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: menningarmála ráðuneyti.

2. gr.

    6. gr. laganna orðast svo:
    Menningarmálaráðuneyti fer með mál, er varða:
     1.      Þjóðleikhús, leikfélög og aðra leiklistarstarfsemi. Sinfóníuhljómsveit Íslands og aðra tónlistarstarfsemi. Listkynningu innan lands og utan. Listamannalaun og Rithöfundasjóð Íslands. Bókmenntir og útgáfustarfsemi. Kvikmyndir og Kvikmyndasjóð Íslands. Aðra listastarfsemi.
     2.      Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, almenningsbókasöfn, Þjóðminjasafn, byggðasöfn, Þjóðskjalasafn, héraðsskjalasöfn og náttúrugripasöfn. Listasafn Íslands og önnur listasöfn. Aðra safnastarfsemi.
     3.      Ríkisútvarp, þ.e. hljóðvarp og sjónvarp.
     4.      Höfundalög. Félagsheimili og skemmtanaskatt.
     5.      Minjar. Mannanöfn, bæjanöfn og örnefni. Íslenska málnefnd.
     6.      Æskulýðsstarfsemi. Íþróttir. Aðra félagsstarfsemi á sviði menningarmála.

3. gr.

    Á eftir orðinu „forsætisráðherra“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: sbr. þó ákvæði 6. gr.

4. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999.

Greinargerð.


    Í þessu frumvarpi er lagt til að stofnað verði menningarmálaráðuneyti. Gert er ráð fyrir að verkefni á sviði menningarmála, sem hingað til hafa verið í umsjá menntamálaráðuneyt isins, verði færð til hins nýja ráðuneytis. Sérstakur ráðherra fer með menningarmál ef af samþykkt frumvarpsins verður. Flutningsmaður telur brýnt að menningu sé gert það hátt und ir höfði að sérstakt ráðuneyti fari með málefni hennar. Vitaskuld skarast nokkuð verksvið menntunar og menningar en minna en ætla mætti.
    Menntamálaráðuneytið hefur nóg verkefni við umsjón skólastarfs í landinu. Það er nú þegar eitt stærsta ráðuneytið og yrði það áfram þótt menningarmálin væru í hinu nýja ráðu neyti.
    Menningarmálaráðuneytið hefði umsjón með listum, svo sem leiklist, hljómlist, kvik myndum, sönglist, myndlist, danslist, bókmenntum o.fl. Einnig heyrðu öll söfn undir þetta nýja ráðuneyti, svo sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, bókasöfn, náttúrugripa söfn og listasöfn í umsýslu ríkisvaldsins. Eitt mikilvægasta verksvið menningarmálaráðuneytis væri að vera stjórnsýsluaðili Ríkisútvarps, þ.e. hljóðvarps og sjónvarps, og að fjalla um minjar, íþróttir, m.a. Íþróttasamband Íslands, æskulýðsmálefni, m.a. Æskulýðssam band Íslands, og höfundarétt. Þessir þættir heyra núna undir menntamálaráðuneyti.
    Verksvið hins nýja ráðuneytis er mótað í frumvarpinu eftir reglugerð um störf Stjórnar ráðsins. Hér er farin sú leið að gera tillögu um lögfestingu meginákvæða reglugerðarinnar sem snúa að menningu og marka með því starfssvið menningarmálaráðuneytisins.
    Á þessu ári er um 17 milljörðum kr. ráðstafað til menntamálaráðuneytisins á fjárlögum en af þeirri fjárhæð renna tæpir 4 milljarðar kr. til menningarmála. Umsvif hins nýja ráðu neytis verða um 4 milljarðar kr. en menntamálaráðuneytið verður eftir sem áður með útgjöld yfir 13 milljarða kr. á ári.
    Til samanburðar er utanríkisráðuneytið með útgjöld upp á 3 milljarða kr. á ári, landbún aðarráðuneytið um 8 milljarða kr., sjávarútvegsráðuneytið um 2,5 milljarða kr., dóms- og kirkjumálaráðuneytið 8,5 milljarða kr., félagsmálaráðuneytið 10 milljarða kr., heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 59 milljarða kr., fjármálaráðuneytið 21 milljarð kr., samgöngu ráðuneyti er með 10 milljarða kr., iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið með um 2 milljarða kr. og umhverfisráðuneytið með rúmlega 1 milljarð kr.
    Á þessu sést að hið nýja menningarmálaráðuneyti yrði stærra að fjárhagslegu umfangi en utanríkisráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og umhverfis ráðuneytið. Önnur ráðuneyti eru stærri. Þannig eru sterk rök fyrir því að stofna sérstakt ráðuneyti um menningarmál út frá fjárhagslegum umsvifum menningar á vegum ríkisins. Yngsta ráðuneytið er umhverfisráðuneytið en stofnun þess sýndi á sínum tíma aukna áherslu stjórnvalda á umhverfismál. Þá voru umhverfismál sem heyrðu undir önnur ráðuneyti færð í hið nýja umhverfisráðuneyti. Viðhorf og vinna í sambandi við umhverfismál hafa gjör breyst, m.a. við að starfrækt er sérstakt umhverfisráðuneyti.
    Meginástæðan fyrir þessu frumvarpi er þó ekki fjárhagslegs eðlis heldur er tilgangurinn að marka skýran farveg fyrir menningu hér á landi. Brýnt er að efla menningu og stuðning ríkisvaldsins við alla þætti hennar. Það verður best gert með því að hafa sérstaka stjórn sýsluumgjörð um hana. Mikil gróska er í menningu hérlendis. Um það vitnar margvísleg út gáfustarfsemi, listsýningar og frjó umræða. Stjórnvöld eiga að fylgja slíku eftir með bættu skipulagi og aukinni áherslu á menningarmál, eins og þetta frumvarp gerir ráð fyrir.
    Það hefur staðið söfnum hérlendis fyrir þrifum að of lítið fé hefur verið veitt til þeirra. Söfn hafa ekki notið athyglinnar sem þeim ber í menningarsamfélagi. Með stofnun menning arráðuneytis, sem hefði m.a. umsjón með söfnum, yrði þeim gert hærra undir höfði en nú er og væri það vel.
    Menning er ekki einungis veigamikill þáttur í að bæta mannlíf og samskipti einstaklinga heldur er hún efnahagslega mikilvæg. Menningarstarfsemi skilar miklu framlagi til lands framleiðslunnar og hlutur hennar fer vaxandi. Hægt er að nefna kvikmyndaiðnað sem dæmi um slíkt.
    Ástæðulaust er að hafa áhyggjur af að fjölgun ráðuneyta kalli á útþenslu stjórnsýslunnar þar sem hér yrði um markvissari stjórn menningar- og menntamála að ræða. Flutningsmaður telur að sameining annarra ráðuneyta komi vel til greina og þar ber hæst sameiningu sjávar útvegs-, iðnaðar-, viðskipta- og landbúnaðarráðuneytis í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Slíkt er ekki lagt til í þessari tillögu en ástæða er til að vekja athygli á hugmyndinni. Uppstokkun ráðuneyta og verksviða þeirra er brýnt verkefni hérlendis.
    Sú skipan þekkist víða að hafa sérstakt menningarráðuneyti og er Frakkland einna kunn asta dæmið á því sviði, svo og sum Norðurlanda. Vænta má að samstaða geti náðst um frum varpið og gert er ráð fyrir að gildistaka laga samkvæmt því verði í ársbyrjun árið 1999 þann ig að tóm gefist til að undirbúa stofnun hins nýja ráðuneytis.
    Virði sérhvers þjóðfélags endurspeglast í menningu þess. Aldrei verður of vel hlúð að þeim þáttum sem móta menningu okkar, ekki síst í ljósi þess hve fámenn við erum. Það er ís lensk menning sem hefur gert okkur kleift að lifa hér sjálfstæðu lífi þrátt fyrir fámennið.