Ferill 575. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 980 – 575. mál.



Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um málefni Samkeppnisstofnunar og samkeppnisráðs.

Frá Steingrími J. Sigfússyni og Margréti Frímannsdóttur.



1.      Hver er afstaða ráðherra til þeirrar gagnrýni sem forsvarsmenn nokkurra stórfyrirtækja á fákeppnismarkaði og talsmenn Samtaka iðnaðarins og Verslunarráðs hafa látið í ljós á störf Samkeppnisstofnunar og samkeppnisráðs?
2.      Telur ráðherra að Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð hafi í einhverjum tilvikum starfað andstætt ákvæðum og megintilgangi samkeppnislaga?
3.      Styður ráðherra viðleitni Samkeppnisstofnunar og samkeppnisráðs til að tryggja virka samkeppni á hérlendum markaði eins og sú viðleitni hefur birst í störfum þessara aðila?
4.      Telur ráðherra sérstök tilefni til að breyta einhverjum ákvæðum samkeppnislaga, t.d. ákvæðum 18. gr.?