Ferill 192. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 988 – 192. mál.



Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar um kennara og leiðbeinendur.

    Vakin er athygli á að hlutfall grunnskólakennara og leiðbeinenda er ekki unnið úr launa bókhaldi eins og gert var meðan ríkissjóður var launagreiðandinn heldur er miðað við stöðu hlutfall kennara eins og það er skráð í skýrslu frá einstökum skólum til Hagstofu Íslands.

     1.      Hvert er hlutfallið milli grunnskólakennara og leiðbeinenda miðað við stöðugildi annars vegar og fjölda kennara hins vegar:
            a.      í Reykjavík,
            b.      í öðrum sveitarfélögum á landinu?


Með kennsluréttindi Án
kennsluréttinda

Við kennslu, alls
Stöðuhlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall
Reykjavík <0,5 15 1,3 5 0,4
0,5–0,74 299 25,3 22 1,9
0,75–0,99 10 0,8 0 0,0
1 763 64,5 30 2,5
Svara ekki 29 2,5 10 0,8
Alls 1.116 94,3 67 5,7 1.183 100,0
Reykjanes- <0,5 22 2,4 7 0,8
umdæmi 0,5–0,74 245 27,1 18 2,0
0,75–0,99 26 2,9 3 0,3
1 517 57,1 34 3,8
Svara ekki 20 2,2 13 1,4
Alls 830 91,7 75 8,3 905 100,0
Vesturland <0,5 3 1,2 12 4,7
0,5–0,74 46 18,0 20 7,8
0,75–0,99 4 1,6 4 1,6
1 135 52,9 28 11,0
Svara ekki 2 0,8 1 0,4
Alls 190 74,5 65 25,5 255 100,0
Vestfirðir <0,5 7 3,8 19 10,4
0,5–0,74 7 3,8 28 15,3
0,75–0,99 3 1,6 11 6,0
1 67 36,6 35 19,1
Svara ekki 2 1,1 4 2,2
Alls 86 47,0 97 53,0 183 100,0
Norðurland <0,5 11 5,8 15 7,9
vestra 0,5–0,74 6 3,1 18 9,4
0,75–0,99 7 3,7 11 5,8
1 83 43,5 37 19,4
Svara ekki 1 0,5 2 1,0
Alls 108 56,5 83 43,5 191 100,0
Norðurland <0,5 22 4,9 27 6,0
eystra 0,5–0,74 57 12,8 28 6,3
0,75–0,99 24 5,4 7 1,6
1 227 50,8 38 8,5
Svara ekki 6 1,3 11 2,5
Alls 336 75,2 111 24,8 447 100,0
Austurland <0,5 9 3,9 13 5,7
0,5–0,74 23 10,0 15 6,6
0,75–0,99 10 4,4 6 2,6
1 110 48,0 33 14,4
Svara ekki 3 1,3 7 3,1
Alls 155 67,7 74 32,3 229 100,0
Suðurland <0,5 18 4,9 13 3,5
0,5–0,74 52 14,1 13 3,5
0,75–0,99 6 1,6 1 0,3
1 210 56,9 42 11,4
Svara ekki 9 2,4 5 1,4
Alls 295 79,9 74 20,1 369 100,0
Landið allt <0,5 107 2,8 111 3,0
0,5–0,74 735 19,5 162 4,3
0,75–0,99 90 2,4 43 1,1
1 2112 56,1 277 7,4
Svara ekki 72 1,9 53 1,4
Alls 3.116 82,8 646 17,2 3.762 100,0
Heimild: Hagstofa Íslands.
Skýringar: Meðtaldir eru skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og grunnskólakennarar í öllum grunnskólum á landinu. Sérskólar og einkaskólar eru meðtaldir.

     2.      Hvert er hlutfallið milli framhaldsskólakennara og leiðbeinenda miðað við stöðugildi annars vegar og fjölda kennara hins vegar:
            a.      í Reykjavík,
            b.      í öðrum sveitarfélögum á landinu?


Framhalds-
skólakenn.
Leiðbein-
endur
Fjöldi
alls
Framhalds-
skólakennarar

Leiðbeinendur
Stöðugildi
alls
Fjöldi % Fjöldi % Stöðugildi % Stöðugildi %
Reykjavík 634 79,9 159 20,1 793 796,38 85,9 130,81 14,1 927,19
Reykjanes      197 74,6 67 25,4 264 258,28 80,2 63,85 19,8 322,13
Vesturland      37 66,1 19 33,9 56 48,4 72,9 18,01 27,1 66,41
Vestfirðir 10 31,3 22 68,8 32 14,79 51,9 13,72 48,1 28,51
Norðurl. vestra 21 63,6 12 36,4 33 29,86 69,0 13,44 31,0 43,30
Norðurl. eystra 129 72,5 49 27,5 178 167,48 80,7 39,93 19,3 207,41
Austurland      44 62,0 27 38,0 71 49,85 68,4 23,07 31,6 72,92
Suðurland      85 73,3 31 26,7 116 112,29 80,9 26,46 19,1 138,75
Landið allt      1.157 75,0 386 25,0 1.543 1.477,33 81,8 329,29 18,2 1.806,62
Aðstoðarskólastjórnendur eru meðtaldir.
Heimild: Launabókhald fjármálaráðuneytisins.     

     3.      Hvernig skiptast leiðbeinendur í grunnskólum annars vegar og framhaldsskólum hins vegar eftir menntun og kyni, þ.e. hvert er hlutfall kvenna og karla sem hafa:
            a.      lokið háskólaprófi,
            b.      háskólamenntun án lokaprófs,
            c.      stúdentspróf sem lokapróf,
            d.      aðra menntun á framhaldsskólastigi,
            e.      grunnskólapróf sem lokapróf,
            f.      ekki grunnskólapróf?


Leiðbeinendur við grunnskóla samkvæmt flokkun undanþágunefndar.
    Grunnmenntun er greind í eftirfarandi 11 flokka:
     1.      Landspróf, gagnfræðapróf eða minni menntun.
     2.      Nám í framhaldsskóla eða nám til stúdentsprófs eða sambærilegs prófs.
     3.      Stúdentspróf.
     4.      Starfsmenntun á framhaldsskólastigi.
     5.      Listnám af einhverjum toga.
     6.      Meistaranám, fóstrumenntun, þroskaþjálfanám, iðjuþjálfun, afmörkuð kennsluréttindi í listgrein.
     7.      Nám við háskóla án lokaprófs, stundum með einhverju námi í uppeldis- og kennslufræðum
     8.      Ólokið prófi til kennsluréttinda.
     9.      Háskólapróf á öðrum sviðum en þeim sem ná til kennslugreina grunnskóla, svo sem lögfræði, dýralækningar o.fl.
     10.      BA, BS, Fil. kand., MA, Cand. mag., Cand. phil., Cand. psyk. og Dr. án fullnægjandi menntunar í uppeldis- og kennslufræðum.
     11.      Prestar.

Menntun leiðbeinenda samkvæmt flokkum hér á undan

Alls Karlar Konur
fjöldi % fjöldi % fjöldi %
1. flokkur
43 7,2 9 4,7 34 8,3
2. flokkur
62 10,3 11 5,7 51 12,5
3. flokkur
67 11,1 24 12,4 43 10,5
4. flokkur
46 7,7 26 13,5 20 4,9
5. flokkur
49 8,2 13 6,7 36 8,8
6. flokkur
116 19,3 43 22,3 73 17,9
7. flokkur
42 7,0 16 8,3 26 6,4
8. flokkur
65 10,8 8 4,1 57 14,0
9. flokkur
19 3,2 9 4,7 10 2,5
10. flokkur
85 14,1 29 15,0 56 13,7
11. flokkur
7 1,2 5 2,6 2 0,5
Alls
601 100,0 193 100,0 408 100,0

Leiðbeinendur við framhaldsskóla
Alls Karlar Konur     
fjöldi % fjöldi % fjöldi %
a. hafa lokið háskólaprófi
185 47,9 129 50,4 56 43,08
b. háskólamenntun án lokaprófs
54 14,0 25 9,8 29 22,3
c. stúdentspróf sem lokapróf
13 3,4 9 3,5 4 3,1
d. hafa aðra menntun á framhaldsskólastigi
132 34,2 93 36,3 39 30,0
e. grunnskólapróf sem lokapróf
2 0,5 2 1,5
Alls
386 100,0 256 100,0 130 100,0