Ferill 583. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 990 – 583. mál.



Fyrirspurn



til forsætisráðherra um aldamótavandamálið í tölvukerfum.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.


1.      Hvernig ætlar ríkisstjórnin að taka á þeim vanda sem fyrirsjáanlegur er í tölvukerfum, tæknibúnaði og tölvutengdum viðskiptum og varðar ártalið 2000?
2.      Hverjir eru fjárhagslega ábyrgir fyrir truflunum og kostnaði sem hlýst af þessum aldamótavanda, bæði að því er varðar kostnað við endurbætur á búnaði svo og rekstrartrufl anir og annað tjón?
3.      Hvernær er þess að vænta að fyrir liggi úttekt á rekstraröryggi opinberra kerfa og þáttum sem snúa að almenningi vegna þessa vandamáls?




























Prentað upp.