Ferill 584. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 991 – 584. mál.



Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um ár hafsins 1998.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.


     1.      Hvernig hefur af Íslands hálfu verið hagað undirbúningi að ári hafsins 1998 sem ákveðið var árið 1994 að efna til af Sameinuðu þjóðunum?
     2.      Hvaða nefndir hafa starfað að tillögugerð um undirbúning árs hafsins af Íslands hálfu, hvenær voru þær skipaðar, hverjir áttu í þeim sæti og hverjar voru tillögur þeirra?
     3.      Hverjir aðrir, stofnanir og/eða einstaklingar, hafa að tilhlutan ráðuneytisins komið að undirbúningi árs hafsins hérlendis og hvaða tillögur hafa þeir gert?
     4.      Hvaða meginmarkmið hafa verið sett af hálfu íslenskra stjórnvalda að því er varðar ár hafsins?
     5.      Hvaða atburðir eru fyrirhugaðir á árinu hérlendis undir merkjum árs hafsins 1998?
     6.      Hvaða rannsóknir og/eða átaksverkefni hafa verið undirbúin að því er varðar hafið í tilefni þessa alþjóðaárs?
     7.      Hvaða fræðsluverkefni eru ráðgerð af opinberri hálfu eða annarra í tilefni ársins hérlendis?
     8.      Hvaða fjárframlög hafa verið ákveðin eða er ráðgert að veita hérlendis af opinberri hálfu vegna árs hafsins?
     9.      Með hvaða hætti hafa einkaaðilar og/eða áhugsasamtök komið að þessu máli?
     10.      Verður Ísland þátttakandi í heimssýningunni Expo '98 í Lissabon á komandi sumri og ef svo er, hvernig verður þar staðið að málum af hálfu íslenskra aðila?


Skriflegt svar óskast.