Ferill 600. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1013 – 600. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um starfslokasamninga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur og Svavari Gestssyni.



     1.      Hve margir af þeim starfslokasamningum sem nefndir voru í svari forsætisráðherra í þskj. 263 á 118. löggjafarþingi og samningum sem gerðir hafa verið síðan eru í sam ræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins?
     2.      Hafa starfslokasamningar, sem ekki samræmast framangreindum lögum, einhverja lagastoð og þá hverja?
     3.      Hvaða heimildir hafa einstök ráðuneyti til að gera einstaklingsbundna starfslokasamninga umfram biðlaunarétt í starfsmannalögum?
     4.      Eru starfslokasamningar gerðir í samráði við fjármálaráðuneytið, hver ber ábyrgð á því að þeir samrýmist lögum og hefur fjármálaráðuneytið gert athugasemdir við starfsloka samninga sem einstök ráðuneyti hafa gert?
     5.      Telur ráðherra að gætt hafi verið jafnræðissjónarmiða í starfslokasamningum á þessu tímabili?
     6.      Er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir því með tilliti til jafnræðisreglunnar að þeir sem sannanlega hefur verið mismunað í starfslokakjörum fái leiðréttingu sinna mála?
     7.      Telur ráðherra að rétt sé að allir starfslokasamningar séu gerðir af fjármálaráðuneytinu og á ábyrgð þess og mun hann beita sér fyrir því að settar verði samræmdar reglur um slíka samninga?


Skriflegt svar óskast.