Ferill 601. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1014 – 601. mál.



Fyrirspurn



til forsætisráðherra um norræna vegabréfasambandið.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.


     1.      Er enn í gildi yfirlýsing sem forsætisráðherrar Norðurlanda gáfu á fundi sínum 27. febrúar 1995 þess efnis að ríkisstjórnir Norðurlanda líti á það sem sameiginlega ábyrgð sína („fælles ansvar“) að finna lausn milli Schengen-sáttmálans og norræna vegabréfa- og eftirlitssamstarfsins þannig að grundvallaratriði í norræna vegabréfasambandinu um frjálsa för norrænna ríkisborgara án vegabréfa geti haldist í löndunum öllum innan víð tækari ramma í evrópsku samhengi?
     2.      Er þess að vænta að ekkert Norðurlandanna gerist aðili að Schengen takist ekki að finna viðunandi lausn á málefnum Noregs og/eða Íslands í samningum við Evrópusambandið þannig að norræna vegabréfasambandið fái staðist til frambúðar?
     3.      Hver yrði staða norrænna og/eða íslenskra ríkisborgara stæðu löndin utan Schengen í samanburði við Breta sem hafa ákveðið að halda uppi eigin vegabréfaeftirliti?