Ferill 612. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1039 – 612. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um álagningu opinberra gjalda.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



     1.      Hversu margir einstaklingar sættu áætlun við álagningu opinberra gjalda fyrir árið 1996?
     2.      Hversu margir þeirra hafa sætt áætlun áður og í hve mörg ár?
     3.      Er merkjanlegur munur milli kynja og aldurshópa?
     4.      Hversu margir þeirra sem sætt hafa áætlun eru gjaldþrota?
     5.      Hversu margir þeirra eru gjaldþrota að kröfu hins opinbera, þ.e. vegna vanskila á opinberum gjöldum og hve margir eru gjaldþrota vegna vanskila á áætluðum opinberum gjöldum?
     6.      Hvernig er meðferð áætlana hér á landi í samanburði við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum?


Skriflegt svar óskast.






















Prentað upp.