Ferill 501. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1044 – 501. mál.



Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um endurgreiðslu þungaskatts.

     1.      Á hvaða forsendum fá sérleyfishafar 70% endurgreidd af þeim þungaskatti sem þeir greiða vegna aksturs á sérleiðum?
    Samkvæmt B-lið 3. mgr. 4. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 309/1996, um ákvörðun þungaskatts og skyldur ökumanna, skal endurgreiða 70% þungaskatts sem greiddur hefur verið af akstri ökutækja í eigu sérleyfishafa á leiðum sem sérleyfi þeirra nær til. Aðeins þeir sem fengið hafa útgefið sérleyfi samgönguráðuneyt isins fá endurgeiðslu 70% þungaskatts.

     2.      Ráða sérleyfishafarnir sjálfir hve mikið þeir aka á endurgreiðsluskyldum leiðum eða leggur ráðuneytið mat á „þörf“ fyrir samgöngur og tíðni þeirra á tilteknum svæðum? Óskar ráðuneytið upplýsinga um rekstur, umfang eða áætlanir sérleyfishafa áður en endurgreiðsla fer fram?
    Félag sérleyfishafa gefur út fyrir hvert ár leiðabók þar sem er að finna upplýsingar um allar áætlunarferðir þeirra, þ.e. hversu margar ferðir þeir fara í viku hverri og hversu margar ferðir á dag ef því er að skipta. Uppbygging leiðabókar fellur undir verksvið samgönguráðu neytisins, sem og mat á þörf fyrir umræddar samgöngur.
    Fyrirkomulag endurgreiðslunnar breyttist með lögum nr. 68/1996, sem tóku gildi 5. júní 1996, en framkvæmdin breyttist frá og með 10. febrúar 1997, þar sem sérleyfishöfum var gefinn aðlögunarfrestur. Fjármálaráðuneytið afgreiddi endurgeiðslur samkvæmt eldra fyrir komulagi fram að þeim tíma að undanskildu einu gjaldtímabili, sem var í höndum ríkisskatt stjóra.
    Fyrirkomulag endurgreiðslunnar er þannig að sérleyfishafa ber að skrá á sérstök skrán ingarblöð hverja einustu ferð sem ekin er á sérleið, sundurliðað á ökutæki og á hverja sérleið fyrir sig. Að gjaldtímabili loknu sækir sérleyfishafi um endurgreiðslu til ríkisskattstjóra á sérstöku umsóknareyðublaði þar sem fram kemur heildarakstur á gjaldtímabilinu og akstur á sérleiðum. Skráningarblöðin skulu jafnframt fylgja umsóknareyðublaðinu til afstemmingar.
    Áður en endurgreiðslan fer fram er borinn saman akstur samkvæmt álestrarskrá ökumæla, sem er heildarakstur á tímabilinu, og skráður akstur á umsóknareyðublaði. Umsóknareyðu blaðið er jafnframt stemmt af við skráningarblöðin. Þar sem áætlun sérleyfisbifreiða er fyrir fram ákveðin í leiðabók er í flestum tilvikum ekki vafi á því hversu margar ferðir hver sér leyfishafi ekur á dag. Til að ganga úr skugga um að ekki sé óskað eftir endurgreiðslu vegna annars aksturs en þess sem er á sérleiðum ber ríkisskattstjóri eftir atvikum saman skrán ingarblöðin við útgefna leiðabók sérleyfishafa. Komi fram misræmi er óskað eftir skýringum og/eða endurgreiðslu er hafnað. Sérleyfishafar eins og t.d. milli Reykjavíkur og Keflavík urflugvallar njóta ekki endurgreiðsla.

     3.      Hverjar eru heildargreiðslurnar og hve mikið hefur komið í hlut hvers sérleyfishafa undanfarin fimm ár?
    Ríkisbókhald varðveitir upplýsingar um endurgreiðslur fyrir gjaldtímabilin fyrir 1997, en þá tók ríkisskattstjóri við endurgreiðslum til sérleyfishafa samkvæmt lögum nr. 68/1996. Endurgreiðslur frá og með gjaldtímabili 1998 eru í vinnslu og fjárhæðin hér að neðan er alls ekki endanleg. Mismunur á endurgreiðslum milli ára skýrist aðallega af því að gjaldár þungaskatts miðast ekki við almanaksárið og því verður oft tilfærsla á milli ára. Þá skýrist mismunurinn að einhverju leyti af breytingum á sérleiðum. Ætla má að upplýsingar um hve mikið hefur komið í hlut hvers sérleyfishafa falli undir 5. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996, svo og 5. gr. laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Af þeim sökum telur ráðuneytið rétt að láta upplýsingarnar ekki í té á nafngreinda aðila heldur í þessu formi.

Endurgreiðsla þungaskatts til sérleyfishafa (upphæðir í kr.).

1993 1994 1995 1996 1997 1998
1.
167.268 185.266 188.314 322.640 1.926.101
2.
654.197 650.509 1.004.901 518.188 1.112.444
3.
3.784.704 3.926.321 4.078.156 1.738.271 3.943.753
4.
583.090 719.308 991.119 880.292 665.050
5.
1.630.665 1.012.374 1.002.210 212.001
6.
736.170 776.709 758.340 499.068 593.820
7.
2.819.526 2.953.849 3.168.560 1.901.608 2.865.633
8.
498.530 399.133 550.337 381.822 188.318
9.
28.488 30.076 31.448 21.818 20.169
10.
1.182.859 4.805.329 4.404.061 5.340.848 4.278.614
11.
3.699.421 3.477.874 3.564.502 2.643.130 2.559.283
12.
5.431.163 5.761.036 6.325.197 3.704.071 5.876.177 1.762.715
13.
215.197 143.355 232.954 74.969
14.
2.986.094 2.746.221 2.883.645 2.356.903 1.562.761
15.
5.123.292 5.564.840 5.906.755 3.960.397 4.756.873
16.
1.348.315 414.584 1.040.430
17.
330.057
18.
439.491 282.022 455.418 198.727 476.247 83.399
19.
984.575
20. .
1.291.161 1.468.754 1.498.941
21. .
163.461 130.841 163.038 98.183
22.
999.985 1.101.337 1.147.117 603.768 905.007 195.318
Alls
30.588.900 35.194.622 40.242.184 26.829.646 34.177.916 3.238.008