Ferill 622. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1052 – 622. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um fullgildingu stofnsamnings Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnunarinnar.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd stofnsamning Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnunarinnar sem lagður var fram til undirritunar í Seúl 11. október 1985.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á stofn samningi Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnunarinnar (Multilateral Investment Guaran tee Agency — MIGA) sem lagður var fram til undirritunar í Seúl 11. október 1985. Samn ingurinn er prentaður sem fylgiskjal með tillögu þessari.
    Samningurinn öðlaðist gildi með aðild tilskilins fjölda ríkja 12. apríl 1988 og stofnunin tók til starfa árið 1989. Í lok fjárhagsársins 1997 voru aðildarríki stofnunarinnar 141 og auk þeirra voru 19 ríki að undirbúa aðild. Meðal aðildarríkja eru Bandaríkin, Kanada, Japan og öll ríki Vestur-Evrópu, þar á meðal Norðurlöndin, að Íslandi frátöldu. Stofnunin er ein af fimm stofnunum Alþjóðabankans og sú eina sem Ísland er ekki aðili að. Hinar stofnanirnar eru Alþjóðabankinn til endurbyggingar og nýbyggingar (IBRD), Alþjóðaframfarastofnunin (IDA), Alþjóðalánastofnunin (IFC) og Alþjóðastofnunin um lausn fjárfestingardeilna (ICSID). Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðastofnunin hefur aðsetur í Washington. Aðild að stofnuninni er heimil öllum aðildarríkjum Alþjóðabankans.
    Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðastofnunin er til komin vegna víðtæks stuðnings við þá hugmynd að beinar erlendar fjárfestingar einkaaðila séu mikilvægur þáttur í að auka hagsæld þróunarlandanna. Einnig liggur fyrir að aðstæður til fjárfestinga í mörgum þessara landa eru að ýmsu leyti erfiðar og að áhætta sem ekki er viðskiptalegs eðlis hefur verið alvarleg hindr un í vegi fjárfestinga af þessu tagi. Stofnuninni er ætlað að draga úr áhrifum þessarar hindr unar og að stuðla með þeim hætti að vexti beinna erlendra fjárfestinga í þróunarlöndunum.
    Umfang starfsemi stofnunarinnar frá því að hún hóf að veita ábyrgðir árið 1990 hefur verið verulegt og árangur verið uppörvandi. Í lok fjárhagsársins 1997 hafði stofnunin veitt 293 ábyrgðir, tekist á hendur ábyrgðarskuldbindingar sem námu 3,4 milljörðum Bandaríkja dala og stuðlað að fjárfestingum í þróunarlöndunum sem námu 20 milljörðum Bandaríkjadala og sköpuðu 38.820 störf. Enn hefur engin ábyrgð fallið á stofnunina.
    Stofnunin hefur eigið hlutafé og veitir ábyrgðir í eigin nafni. Hlutafé hennar er einn millj arður SDR sem skiptist í 100.000 jafnstóra hluti. Lágmarkshlutafjáreign einstakra ríkja er 50 hlutir og ber Íslandi að skrá sig fyrir 90 hlutum við aðild að stofnuninni, að verðmæti u.þ.b. 70 milljónir kr. (900.000 SDR). 10% hlutafjárins skal greiða með reiðufé, önnur 10% með vaxtalausu skuldabréfi og stofnunin getur síðan kallað eftir þeim 80% sem eftir standa til að fullnægja skuldbindingum sínum. Ekki er gert ráð fyrir að til þess komi að skuldabréfið verði innleyst eða kallað eftir ógreiddum skuldbindingum aðildarríkjanna, enda er stofnun inni ætlað að starfa á grundvelli traustra, viðskiptalegra sjónarmiða. Raunverulegur kostnað ur Íslands við aðild yrði því um 7 milljónir kr. sem endurheimtust ákvæði Ísland síðar að hætta aðild að stofnuninni og selja hlut sinn. Á fjárlögum fyrir árið 1998 er gert ráð fyrir þessum kostnaði.
    Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðastofnunin veitir einkum ferns konar ábyrgðir vegna áhættu sem ekki er viðskiptalegs eðlis:
          1.      Vegna hindrana gegn gjaldeyrisyfirfærslum sem varna því að hægt sé að fá gjaldmiðli gistilands skipt í annan gjaldmiðil.
          2.      Vegna eignaupptöku eða annarra sambærilegra aðgerða.
          3.      Vegna tiltekinna samningsbrota ríkisstjórnar gistilands.
          4.      Vegna ófriðar og óeirða.
    Þessu til viðbótar getur aukinn meiri hluti stjórnar stofnunarinnar ákveðið að veita ábyrgð gagnvart annarri áhættu komi fram ósk um slíkt frá fjárfesti og gistilandi sameiginlega.
    Stofnunin ábyrgist allt að 90% þess tjóns sem fjárfestir kann að verða fyrir, þó aldrei meira en 50 milljónir Bandaríkjadala vegna einstaks verkefnis. Ábyrgðarþegi greiðir iðgjald í hlutfalli við þá fjárhæð sem ábyrgð er veitt fyrir og er iðgjaldið breytilegt eftir þeim grein um sem fjárfest er í.
    Stofnunin ábyrgist eingöngu nýjar fjárfestingar, þ.e. fjárfestingar sem eiga sér stað eftir að umsókn um ábyrgð er skráð hjá stofnuninni. Endurfjármögnun sem fyrir fram er sótt um ábyrgð fyrir getur talist ný fjárfesting í þessum skilningi. Ábyrgð er einkum veitt vegna eign arhluta í eiginfé, meðal- og langtímalána sem eigendur eiginfjár veita eða ábyrgjast og ann arra beinna fjárfestinga eftir því sem stjórnin kann að ákveða. Gjaldgengir fjárfestar eru rík isborgarar eða fyrirtæki í aðildarríki og gjaldgeng er fjárfesting sem á sér stað í þróunarlandi sem einnig er aðili að stofnuninni. Í þessu sambandi skal vanþróuðustu löndunum veittur for gangur. Stofnunin getur einnig endurtryggt aðra aðila sem veita sambærilega ábyrgðarþjón ustu og hún, en upphaflegur ábyrgðarþegi skal engu síður uppfylla sömu skilyrði og ef ábyrgðin væri veitt beint af stofnuninni.
    Auk þeirra ábyrgða sem að framan greinir getur stofnunin ábyrgst aðrar fjárfestingar eða veitt frekari endurtryggingar ef eitt eða fleiri aðildarríki fallast á að styðja sérstaklega um ræddar fjárfestingar. Í þessum tilgangi er til staðar sérstakur stuðningssjóður sem þau ríki ein greiða í sem styðja einhverjar framkvæmdir með þessum hætti og er hann algerlega skil inn frá öðrum sjóðum stofnunarinnar. Geta síðarnefndu sjóðirnir aldrei staðið til ábyrgðar á skuldbindingum þess fyrrnefnda. Nokkuð aðrar reglur gilda um hvaða fjárfestingar eru gjaldgengar vegna ábyrgðar úr stuðningssjóðnum, t.d. má veita úr honum ábyrgðir vegna fjárfestinga í þróuðum ríkjum.
    Enn fremur stundar Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðastofnunin rannsóknir, dreifir upp lýsingum um fjárfestingartækifæri í þróunarlöndunum og hvetur til beinnar erlendrar fjárfest ingar með öðrum hætti. Stofnunin aðstoðar þróunarlönd við að markaðssetja fjárfestingar tækifæri og auk þess getur stofnunin að beiðni aðildarríkis veitt tæknilega aðstoð í því skyni að bæta fjárfestingaraðstæður þar. Slík þjónusta er veitt gegn viðeigandi gjaldi eða endur gjaldslaust þegar við á.
    Ljóst er að aðild að Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnuninni mundi þjóna beint markmiðum Íslands um aukna þátttöku í þróunaraðstoð með hóflegum tilkostnaði. Ekki er síður mikilvægur sá hagur sem íslenskir fjárfestar kæmu til með að hafa af aðildinni.
    Fjárfestingar íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í þróunarlöndum sem eru aðilar að Fjöl þjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnuninni eða hyggja á aðild hafa stóraukist á undanförnum árum og vænta má frekari landvinninga íslenskra fjárfesta. Aðgangur að ábyrgðum stofnun arinnar gæti orðið þessum fjárfestum kærkomin leið til að fyrirbyggja fjárhagsleg skakkaföll af völdum atvika sem þeir fá ekki við ráðið.
    Íslenskir bankar hafa verið tregir til að lána fyrirtækjum fé til fjárfestinga í viðsjárverðu fjárfestingarumhverfi þróunarlandanna. Búast má við að aðgangur að innlendu lánsfé yrði til mikilla muna greiðari nytu fjárfestingarnar ábyrgðar af því tagi sem stofnunin veitir og að íslenskum fyrirtækjum opnuðust þannig ný sóknarfæri utan landsteinanna. Slíkar ábyrgðir mundu með samsvarandi hætti greiða fyrir aðgangi íslenskra aðila að fjármagni frá alþjóð legum bankastofnunum.



Fylgiskjal.


STOFNSAMNINGUR
FJÖLÞJÓÐLEGU
FJÁRFESTINGARÁBYRGÐA-STOFNUNARINNAR


INNGANGSORÐ



Samningsríkin

hafa í huga þörfina á að auka alþjóðlega samvinnu á sviði hagþróunar og að hvetja til þess að erlendar fjárfestingar almennt og einkum erlendar fjárfesting ar einkaaðila stuðli að slíkri þróun;


viðurkenna að ef létt væri áhyggjum af áhættum sem ekki eru viðskiptalegs eðlis mundi það auðvelda streymi erlendra fjárfestinga til þróunarlanda og hvetja til þess;

æskja þess að auka streymi fjármagns og tækni sem stuðlar að framleiðslu til þróunarlanda við skilyrði sem samsvara þróunarþörf þeirra, stefnu og mark miðum, á grundvelli sanngjarnra og stöðugra staðla um meðferð erlendra fjárfestinga;


eru sannfærð um að Fjölþjóðlega fjárfestingar ábyrgðastofnunin geti gegnt mikilvægu hlutverki í því að hvetja til erlendra fjárfestinga og komi þannig til móts við fjárfestingarábyrgðaáætlanir einstakra landa og svæða og vátryggingafélög í einkaeign sem tryggja gegn áhættu sem ekki er viðskiptalegs eðlis;

gera sér ljóst að rétt er að slík stofnun uppfylli skuld bindingar sínar að sem mestu leyti án þess að ganga á innkallanlegt hlutafé sitt og að besta leiðin að því markmiði er að halda áfram að bæta aðstæður til fjárfestinga;

og hafa komið sér saman um eftirfarandi:

I. KAFLI

Stofnsetning, staða, tilgangur og skilgreiningar.

1. gr.

Stofnsetning og staða stofnunarinnar.


    a) Hér með er Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðas tofnunin (sem nefnist hér á eftir „stofnunin“) sett á stofn.
    b) Stofnunin skal vera fullgild lögpersóna og nánar tiltekið njóta rétthæfis til að:
          (i)      gera samninga;
          (ii)      eignast lausafjármuni og fasteignir og ráðstafa þeim; og
          (iii)      hefja málsókn.

2. gr.

Markmið og tilgangur.


    Markmið stofnunarinnar er að hvetja til streymis fjárfestinga sem leiða til framleiðslu meðal aðildar landa, einkum til þróunaraðildarlanda, og vera þann ig viðbót við starfsemi Alþjóðabankans til endur byggingar og nýbyggingar (sem nefnist hér á eftir „bankinn“), Alþjóðalánastofnunarinnar og annarra alþjóðlegra þróunarbanka.

    Til að vinna að markmiði sínu skal stofnunin:
          a)      gefa út ábyrgðir, þar á meðal samábyrgðir og endurtryggingar, gagnvart áhættum sem ekki eru viðskiptalegs eðlis að því er varðar fjárfest ingar í aðildarlöndum sem koma frá öðrum að ildarlöndum;
          b)      sinna viðeigandi viðbótarstarfsemi til að stuðla að streymi fjárfestinga til og milli þróunarað ildarlanda; og
          c)      fara með önnur tilfallandi umboð sem kunna að reynast nauðsynleg eða æskileg til að stuðla að því að hún nái markmiði sínu.
    Stofnunin skal leggja ákvæði þessarar greinar til grundvallar öllum ákvörðunum sínum.

3. gr.
Skilgreiningar.

    Í þessum samningi merkir:
          a)      „aðildarland“ ríki sem þessi samningur hefur öðlast gildi gagnvart í samræmi við 61. gr.,

          b)      „gistiland“ eða „gististjórn“ aðildarland, ríkisstjórn þess eða opinbert yfirvald aðildarlands sem hýsir á yfirráðasvæði sínu, eins og það er skilgreint í 66. gr., fjárfestingu sem stofnunin hefur veitt, eða íhugar að veita, ábyrgð eða endurtryggingu vegna,

          c)      „þróunaraðildarland“ aðildarland sem er tilgreint sem slíkt í skrá A eins og stjórnarnefnd in sem um getur í 30. gr. (sem nefnist hér á eft ir „nefndin“) kann að hafa breytt henni á hverj um tíma,

          d)      „sérstakur meiri hluti“ jáatkvæði ekki minna en tveggja þriðju hluta heildaratkvæðamagns ins sem nemur ekki minna en 55 hundraðshlut um skráðra hluta í hlutafé stofnunarinnar,

          e)      „frjáls gjaldmiðill“
                (i)      hvern þann gjaldmiðil sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tilnefnir sem slíkan á hverjum tíma og
                (ii)      hvern þann gjaldmiðil annan sem er fáanlegur án takmarkana og vel nothæfur og sem stjórnin sem getið er um í 30. gr. kann að tilnefna að því er varðar þennan samn ing að höfðu samráði við Alþjóðagjaldeyr issjóðinn og með samþykki útgáfulands gjaldmiðilsins.


II. KAFLI
Aðild og hlutafé.
4. gr.
Aðild.

    a) Aðild að stofnuninni skal vera opin öllum aðild arlöndum bankans auk Sviss.
    b) Stofnaðilar skulu teljast þau ríki sem nefnd eru í skrá A og gerast aðilar að þessum samningi eigi síðar en 30. október 1987.

5. gr.
Hlutafé.

    a) Leyfilegt hlutafé stofnunarinnar skal vera einn milljarður sérstakra dráttarréttinda (1.000.000.000 SDR). Hlutaféð skal skiptast í 100.000 hluti sem hafi nafnverðið 10.000 SDR hver og geta aðildarlönd skrifað sig fyrir þeim. Greiða skal allar skuldbind ingar aðildarlandanna að því er varðar hlutafé á grundvelli meðalverðs SDR í Bandaríkjadölum á tímabilinu 1. janúar 1981 til 30. júní 1985 sem er 1,082 Bandaríkjadalir á hvert SDR.


    b) Auka skal hlutaféð við inntöku nýrra aðildar landa að því marki sem bæta þarf við leyfilega hluti til að ná þeim fjölda hluta sem nýja aðildarlandið skal skrifa sig fyrir skv. 6. gr.

    c) Nefndinni er heimilt að auka hlutafé stofnunar innar hvenær sem er, að fengnu samþykki sérstaks meiri hluta.

6. gr.
Hlutabréfaloforð.

    Hver stofnaðili skal skrifa sig fyrir þeim fjölda hluta sem stendur við nafn aðildarlandsins í skrá A, á nafnverði. Önnur aðildarlönd skulu skrifa sig fyrir þeim fjölda hluta sem nefndin ákvarðar, gegn þeim skilmálum og skilyrðum sem hún ákveður, en þó má útgáfuverðið ekki vera undir nafnverði. Ekkert aðild arland má skrifa sig fyrir færri en fimmtíu hlutum. Nefndinni er heimilt að setja reglur um það hvernig aðildarlönd geta skrifað sig fyrir viðbótarhlutum í hinu leyfilega hlutafé.


7. gr.
Skipting og innköllun skráðs hlutafjár.

    Hvert aðildarland skal greiða upphaflegt hluta bréfaloforð á eftirfarandi hátt:
          (i)      Innan níutíu daga frá gildistöku þessa samnings að því er varðar hlutaðeigandi aðildarland skal það greiða tíu hundraðshluta af verði hvers hlutar í reiðufé eins og mælt er fyrir um í a-lið 8. gr. og aðra tíu hundraðshluta í formi óframseljanlegra, vaxtalausra skuldaviður kenninga eða sambærilegra skuldbindinga sem innleysa má í kjölfar ákvörðunar stjórnarinnar til að uppfylla skuldbindingar stofnunarinnar.

          (ii)      Stofnuninni er heimilt að innkalla afganginn eftir þörfum til að uppfylla skuldbindingar sín ar.

8. gr.
Greiðsla hlutabréfaloforða.

    a) Greiða skal hlutabréfaloforð í frjálsum gjald miðlum nema hvað þróunaraðildarlöndum er heimilt að greiða í eigin gjaldmiðlum allt að 25 hundraðs hlutum þess hluta hlutabréfaloforðsins sem greiddur er í reiðufé skv. i-lið 7. gr.

    b) Innköllun á hluta ógreiddra hlutabréfaloforða skal ná í sama hlutfalli til allra hlutabréfa.
    c) Nægi sú upphæð sem stofnunin fær við innköll un ekki til að uppfylla skuldbindingarnar sem gerðu innköllunina nauðsynlega er stofnuninni heimilt að innkalla stærri hluta ógreiddra hlutabréfaloforða þar til hún hefur náð inn þeirri upphæð sem þarf til að uppfylla skuldbindingarnar.
    d) Ábyrgð á hlutabréfum skal takmörkuð við ógreiddan hluta útgáfuverðs.

9. gr.
Mat á gjaldmiðlum.

    Þegar nauðsynlegt reynist að meta hlutfallslegt verðmæti einstakra gjaldmiðla að því er varðar þenn an samning skal stofnunin ákvarða það verðmæti á sanngjarnan hátt, að höfðu samráði við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.

10. gr.
Endurgreiðsla.

    a) Stofnunin skal eins fljótt og framkvæmanlegt er endurgreiða aðildarlöndunum þær upphæðir sem þau hafa greitt við innköllun skráðs hlutafjár, ef og að því marki sem:
          (i)      innköllunin hefur verið til að greiða kröfu sem leiðir af ábyrgðar- eða endurtryggingar samn ingi og stofnunin hefur síðar endurheimt greiðslu sína að fullu eða að hluta í frjálsum gjaldmiðli; eða
          (ii)      innköllunin hefur verið vegna vanskila einhvers aðildarlandanna og það aðildarland hefur síðar greitt vanskilin að hluta eða að fullu; eða

          (iii)      nefndin ákveður með sérstökum meiri hluta að fjárhagsstaða stofnunarinnar leyfi að fyrrnefnd ar upphæðir eða hlutar þeirra séu endurgreidd ar af tekjum stofnunarinnar.
    b) Endurgreiðsla til aðildarlands samkvæmt þessari grein skal vera í frjálsum gjaldmiðli í sama hlutfalli og greiðslur viðkomandi aðildarlands voru af heild arupphæðinni sem greidd var við innkallanir fyrir endurgreiðsluna.
    c) Jafngildi þeirra upphæða sem aðildarlandi eru endurgreiddar samkvæmt þessari grein skulu verða hluti innkallanlegra hlutafjárskuldbindinga þess að ildarlands skv. ii-lið 7. gr.

III. KAFLI
Starfsemi.
11. gr.
Áhættur sem tryggt er gagnvart.

    a) Með fyrirvara um ákvæði b- og c-liðar hér að aftan er stofnuninni heimilt að ábyrgjast fjárfestingar sem til greina koma gagnvart tjóni vegna einnar eða fleiri eftirfarandi tegunda af áhættum:
          (i)      Gjaldeyrisyfirfærsla
            að gististjórnin setji hömlur á að gjaldmiðli gistilandsins sé skipt utan landsteinanna í frjálsan gjaldmiðil eða annan gjaldmiðil sem handhafi ábyrgðarinnar samþykkir, þar með talið að gististjórnin sinni ekki innan hæfilegs tíma umsókn handhafa um slíka yfirfærslu;


          (ii)      Eignaupptaka og sambærilegar aðgerðir
            lagasetningu eða stjórnvaldsaðgerðum eða að gerðaleysi af hálfu gististjórnarinnar sem svipt ir handhafa ábyrgðar eignarráðum sínum eða stjórn á fjárfestingu sinni, eða umtalsverðum hagsmunum vegna hennar, nema um sé að ræða almennar aðgerðir án mismununar sem ríkisstjórnir beita venjulega til að hafa stjórn á atvinnustarfsemi á yfirráðasvæði sínu;

          (iii)      Samningsbrot
            að gististjórnin neiti að efna samning við hand hafa ábyrgðar eða brjóti gegn honum, ef (a) handhafi ábyrgðar getur ekki skotið málinu til dómstóls eða gerðardóms til að fá úr því skorið hvort um afneitun eða samningsbrot sé að ræða, eða (b) ákvörðun dómstóls eða gerðar dóms berst ekki innan hæfilegs tíma sem mæla skal fyrir um í ábyrgðarsamningum samkvæmt reglum stofnunarinnar, eða (c) ekki er unnt að framfylgja slíkri ákvörðun; og
          (iv)      Ófriður og óeirðir
            hernaðaraðgerðum eða óeirðum á hverju því svæði gistilandsins sem þessi samningur gildir um skv. 66. gr.

    b) Sæki fjárfestirinn og gistilandið um það sameig inlega er stjórninni heimilt að samþykkja, með sér stökum meiri hluta, að ábyrgðin nái samkvæmt þess ari grein til tilgreindra áhættna sem ekki eru við skiptalegs eðlis, annarra en þeirra sem um getur í a-lið hér að framan, þó ekki til hættunnar á gengis lækkun eða -rýrnun.
    c) Ábyrgðin skal ekki ná til tjóns af völdum eftir farandi:
          (i)      aðgerðar eða aðgerðaleysis gististjórnarinnar sem handhafi ábyrgðarinnar hefur samþykkt eða borið ábyrgð á; og
          (ii)      aðgerðar eða aðgerðaleysis gististjórnarinnar eða annars atburðar sem verður áður en ábyrgðarsamningurinn er gerður.

12. gr.
Gjaldgengar fjárfestingar.

    a) Meðal þeirra fjárfestinga sem eru gjaldgengar skulu vera eignarhlutir í eiginfé, að meðtöldum með altíma- og langtímalánum sem eigendur eiginfjár í viðkomandi fyrirtæki veita eða ábyrgjast, og aðrar gerðir beinna fjárfestinga sem stjórnin kann að ákveða.
    b) Stjórninni er heimilt að samþykkja með sérstök um meiri hluta að færa út mörk gjaldgengra fjárfest inga þannig að aðrar gerðir meðaltíma- eða lang tímafjárfestinga falli þar undir, nema hvað önnur lán en þau sem um getur í a-lið hér að framan geta því aðeins verið gjaldgeng að þau tengist tiltekinni fjár festingu sem stofnunin ábyrgist eða til stendur að hún ábyrgist.
    c) Takmarka skal ábyrgðir við fjárfestingar sem koma til framkvæmda eftir að umsókn um ábyrgð er skráð hjá stofnuninni. Meðal slíkra fjárfestinga mega vera:
          (i)      gjaldeyrisviðskipti sem miða að því að færa fjárfestingu sem fyrir er til nútímahorfs, út víkka hana eða þróa; og
          (ii)      notkun hagnaðar af fjárfestingum sem fyrir eru sem einnig mætti flytja út úr gistilandinu.

    d) Áður en stofnunin ábyrgist fjárfestingu skal hún ganga úr skugga um að:
          (i)      fjárfestingin sé viðskiptalega traust og að hún stuðli að þróun gistilandsins;

          (ii)      fjárfestingin sé í samræmi við lög og reglugerðir gistilandsins;
          (iii)      fjárfestingin sé í samræmi við yfirlýst þróunarmarkmið og forgangsröðun gistilandsins; og

          (iv)      aðstæður til fjárfestinga í gistilandinu séu viðunandi, þar með talið að fjárfestingin geti notið sanngjarnrar meðferðar án mismununar og rétt arverndar.

13. gr.
Gjaldgengir fjárfestar.

    a) Allir einstaklingar og lögpersónur eru gjaldgeng til að hljóta ábyrgð frá stofnuninni að því tilskildu að:
          (i)      viðkomandi einstaklingur sé ríkisborgari annars aðildarlands en gistilandsins;
          (ii)      viðkomandi lögpersóna sé skráð og hafi meginaðsetur í aðildarlandi eða meiri hluti hlutafjár þess sé í eigu aðildarlands eða -landa eða ríkis borgara þeirra, að því tilskildu að í engu framangreindra tilvika má hlutaðeigandi aðildar land vera gistilandið; og
          (iii)      viðkomandi lögpersóna starfi á viðskiptagrundvelli, hvort sem hún er í einkaeign eða ekki.
    b) Hafi fjárfestirinn fleiri en eitt ríkisfang skal, að því er varðar a-lið hér að framan, ríkisfang í aðildar landi vera ráðandi gagnvart ríkisfangi í landi sem ekki er aðildarland og ríkisfang í gistilandi vera ráð andi gagnvart ríkisfangi í öðru aðildarlandi.

    c) Ef fjárfestir og gistiland sækja sameiginlega um það er stjórninni heimilt að samþykkja með sérstök um meiri hluta að einstaklingur sem hefur ríkisfang í gistilandinu eða lögpersóna sem er skráð í gisti landinu eða sem ríkisborgarar gistilandsins eiga meiri hluta í sé gjaldgeng, að því tilskildu að þeir fjármunir sem fjárfest er með komi frá öðru landi.


14. gr.
Gjaldgeng gistilönd.
    

    Því aðeins skal ábyrgjast fjárfestingar samkvæmt þessum kafla að þær eigi að eiga sér stað í þróunar aðildarlandi.

15. gr.
Samþykki gistilandsins.

    Stofnunin skal ekki gera ábyrgðarsamning fyrr en gististjórnin hefur samþykkt útgáfu ábyrgðar stofnun arinnar gagnvart þeim áhættum sem tilgreint er að hún nái til.

16. gr.
Skilmálar og skilyrði.

    Stofnunin skal ákveða skilmála og skilyrði hvers ábyrgðarsamnings samkvæmt reglum sem stjórnin gefur út, að því tilskildu að stofnunin ábyrgist ekki algert tap fjárfestingarinnar. Forsetinn skal sam þykkja ábyrgðarsamninga með tilsögn stjórnarinnar.



17. gr.
Greiðsla krafna.

    Forsetinn ákveður með tilsögn stjórnarinnar hvort greiða skal kröfur sem handhafi ábyrgðar gerir, í samræmi við ábyrgðarsamninginn og stefnumið sem stjórnin kann að setja sér. Í ábyrgðarsamningum skal þess krafist að handhafar ábyrgðar leiti þeirra stjórn valdsúrræða sem við eiga við viðkomandi aðstæður áður en stofnunin greiðir kröfu, að því tilskildu að þeir hafi greiðan aðgang að slíkum úrræðum sam kvæmt lögum gistilandsins. Í slíkum samningum má kveða á um að tiltekinn hæfilegur tími skuli líða frá þeim atburðum sem leiða til kröfu og þess að krafan er greidd.

18. gr.
Kröfuhafaskipti.

    a) Þegar stofnunin greiðir eða ákveður að greiða handhafa ábyrgðar bætur skal hún eignast hver þau réttindi eða kröfur tengdar fjárfestingunni sem ábyrgðin náði til sem handhafi ábyrgðarinnar kann að hafa átt gagnvart gistilandinu og öðrum. Í ábyrgð arsamningnum skal kveðið á um skilmála og skilyrði fyrir slíkum kröfuhafaskiptum.
    b) Öll aðildarlönd skulu viðurkenna þau réttindi sem stofnunin hefur skv. a-lið hér að framan.
    c) Upphæðir í gjaldmiðli gistilandsins sem stofnun in hefur fengið sem kröfuþegi skv. a-lið hér að fram an skulu fá eins hagstæða meðferð af hálfu gisti landsins, hvað varðar notkun og skipti, og sömu fjár munir hefðu átt rétt á í höndum handhafa ábyrgðar innar. Hvernig sem atvikast vill er stofnuninni heim ilt að nota slíkar upphæðir til að greiða stjórnunar kostnað og annan kostnað. Stofnunin skal einnig leit ast við að komast að samkomulagi við gistilönd um önnur not slíkra gjaldmiðla að því marki sem þeir eru ekki frjálsir.


19. gr.
Tengsl við stofnanir einstakra landa og svæða.

    Stofnunin skal eiga samstarf við stofnanir einstakra aðildarlanda og svæðastofnanir sem aðildarlönd eiga meiri hluta hlutafjár í og sem vinna að sambærilegri starfsemi og stofnunin sjálf og leitast við að koma til móts við aðgerðir þeirra með það fyrir augum að gera skilvirkni stofnananna sem mesta, svo og fram lag þeirra til aukins streymis erlendra fjárfestinga. Í þessu augnamiði er stofnuninni heimilt að gera samninga við slíkar stofnanir um einstök atriði slíks samstarfs, einkum fyrirkomulag endurtrygginga og samábyrgða.

20. gr.
Endurtrygging stofnana einstakra landa og svæða.

    a) Stofnuninni er heimilt að gefa út endurtryggingar fyrir tiltekna fjárfestingu gegn tapi sem leiðir af einni eða fleiri áhættum sem ekki eru viðskiptalegs eðlis og aðildarland, stofnun á vegum aðildarlands eða svæðisbundin fjárfestingarábyrgðastofnun sem aðildarlönd eiga meiri hluta hlutafjár í ber áhættu af. Stjórnin skal öðru hverju, með sérstökum meiri hluta, mæla fyrir um hámarksupphæð ábyrgðaskuld bindinga sem stofnuninni er heimilt að taka á sig vegna endurtryggingarsamninga. Að því er varðar einstakar fjárfestingar sem gengið hefur verið frá meira en tólf mánuðum áður en stofnuninni berst umsókn um endurtryggingu skal hámarksupphæðin í upphafi vera tíu hundraðshlutar af heildarábyrgðar skuldbindingum stofnunarinnar samkvæmt þessum kafla. Skilyrðin fyrir gjaldgengi, sem tilgreind eru í 11.–14. gr., skulu gilda um endurtryggingaraðgerðir, nema hvað ekki er skylt að endurtryggða fjárfesting in komi til framkvæmda eftir að sótt er um endur tryggingu.
    b) Gagnkvæm réttindi og skuldbindingar stofnunar innar og endurtryggðs aðildarlands eða stofnunar skulu koma fram í endurtryggingarsamningum háð þeim reglum sem stjórnin gefur út. Stjórnin þarf að samþykkja alla endurtryggingarsamninga sem ná til fjárfestinga sem gerðar hafa verið áður en stofnun inni barst umsókn um endurtryggingu, með það fyrir augum að draga eins og unnt er úr áhættu, tryggja að stofnuninni séu greidd iðgjöld sem eru í samræmi við áhættuna sem hún tekur og tryggja að endur tryggða stofnunin sé tilhlýðilega skuldbundin til að stuðla að nýjum fjárfestingum í þróunaraðildarlönd um.
    c) Stofnunin skal eftir því sem unnt er tryggja að hún eða hin endurtryggða stofnun hafi rétt á kröfu hafaskiptum og gerðardómi sem samsvarar þeim rétti sem stofnunin hefði, væri hún fyrsti ábyrgðaraðili. Í skilmálum og skilyrðum fyrir endurtryggingu skal þess krafist að leitað sé stjórnsýsluúrræða í samræmi við 17. gr. áður en stofnunin greiðir kröfu. Kröfu hafaskipti skulu aðeins vera virk að því er varðar hlutaðeigandi gistiland eftir að stofnunin hefur sam þykkt endurtrygginguna. Stofnunin skal hafa ákvæði í endurtryggingarsamningum um að endurtryggði aðilinn skuli ganga með tilhlýðilegri kostgæfni eftir réttindum og kröfum sem tengjast endurtryggðu fjár festingunni.

21. gr.
Samstarf við vátryggjendur í einkaeign
og endurtryggjendur.

    a) Stofnuninni er heimilt að gera samninga við vá tryggjendur í einkaeign í aðildarlöndum til að bæta eigin starfsemi og hvetja slíka vátryggjendur til að tryggja gegn áhættum sem ekki eru viðskiptalegs eðl is í þróunaraðildarlöndum gegn sambærilegum skil yrðum og þeim sem stofnunin setur. Í slíkum samn ingum má kveða á um að stofnunin veiti endurtrygg ingu með þeim skilyrðum og aðferðum sem tilgreind eru í 20. gr.
    b) Stofnuninni er heimilt að endurtryggja ábyrgðir sem hún gefur út að hluta eða í heild hjá viðeigandi endurtryggingarstofnunum.
    c) Stofnunin mun einkum leitast við að ábyrgjast fjárfestingar sem ekki er unnt að tryggja á sambæri legan hátt gegn viðráðanlegum skilmálum hjá vá tryggjendum og endurtryggjendum í einkaeign.

22. gr.
Takmörk ábyrgðar.

    a) Nema nefndin ákveði annað með sérstökum meiri hluta skal heildarupphæð ábyrgðarskuldbind inga sem stofnuninni er heimilt að taka á sig sam kvæmt þessum kafla ekki vera hærri en 150 hundr aðshlutar af óskertu skráðu hlutafé stofnunarinnar og varasjóðum auk þess hluta endurtryggingarábyrgðar hennar sem stjórnin ákveður. Stjórnin skal öðru hverju endurskoða heildaráhættumynd vátryggingar stofns stofnunarinnar í ljósi reynslu hennar af kröf um, fjölbreytni áhættu, endurtryggingum og öðrum þáttum sem máli skipta til að komast að því hvort rétt sé að mæla með því við nefndina að hún breyti heildarupphæð ábyrgðarskuldbindinga. Heildarupp hæðin sem nefndin ákveður skal ekki undir neinum kringumstæðum vera hærri en fimmföld upphæð óskerts skráðs hlutafjár stofnunarinnar, varasjóða hennar og þess hluta endurtryggingarábyrgðar hennar sem telst viðeigandi.

    b) Með fyrirvara um almennu takmörkin sem ábyrgðum eru sett í a-lið hér að framan er stjórninni heimilt að ákveða:
          (i)      hámarksheildarupphæðir ábyrgðarskuldbindinga sem stofnuninni er heimilt að taka á sig samkvæmt þessum kafla fyrir allar ábyrgðir sem veittar eru fjárfestum frá hverju einstöku aðildarlandi. Við ákvörðun slíkra hámarksupp hæða skal stjórnin taka tilhlýðilegt tillit til hlutar viðkomandi aðildarlands í stofnuninni og til þarfarinnar á því að hafa frjálslegri tak markanir á fjárfestingum sem koma frá þróun araðildarlöndum; og
          (ii)      hámarksheildarupphæðir ábyrgðarskuldbindinga sem stofnuninni er heimilt að taka á sig með tilliti til þátta sem lúta að fjölbreytni áhættu, svo sem einstakra verkefna, einstakra gistilanda og tegunda fjárfestinga eða áhættu.

23. gr.
Stuðlað að fjárfestingum.

    a) Stofnunin skal vinna að rannsóknum, takast á hendur starfsemi til að stuðla að streymi fjárfestinga og dreifa upplýsingum um fjárfestingartækifæri í þróunaraðildarlöndum með það fyrir augum að bæta umhverfi fyrir erlent fjárfestingastreymi til slíkra landa. Æski eitthvert aðildarlandanna þess er stofn uninni heimilt að veita tæknilega ráðgjöf og aðstoð til að bæta aðstæður til fjárfestinga á yfirráðasvæð um þess aðildarlands. Við þessa starfsemi skal stofn unin:
          (i)      taka mið af þeim fjárfestingarsamningum aðildarlandanna sem máli skipta;
          (ii)      leitast við að fjarlægja hindranir, jafnt í þróuðum aðildarlöndum sem í þróunaraðildarlönd um, á streymi fjárfestinga til þróunaraðildar landa; og
          (iii)      samhæfa sig við aðrar stofnanir sem fást við að stuðla að erlendum fjárfestingum, einkum Al þjóðalánastofnunina.

    b) Stofnunin skal enn fremur:
          (i)      hvetja til vinsamlegra lausna í deilumálum milli fjárfesta og gistilanda;
          (ii)      kappkosta að gera samninga við þróunaraðildarlönd, einkum hugsanleg gistilönd, sem tryggi stofnuninni meðferð, hvað varðar fjárfestingar sem hún ábyrgist, sem er að minnsta kosti jafn hagstæð og sú meðferð sem viðkomandi aðild arland hefur fallist á að veita þeirri fjárfesting arábyrgðastofnun eða ríki sem fær hagstæðasta meðferð í samningi sem tengist fjárfestingu, og þarf sérstakur meiri hluti stjórnarinnar að sam þykkja slíka samninga; og
          (iii)      stuðla að og greiða fyrir samningum milli aðildarlanda sinna um eflingu og verndun fjár festinga.
    c) Stofnuninni ber í eflingarviðleitni sinni að beina athygli sinni sérstaklega að mikilvægi þess að auka streymi fjárfestinga milli þróunaraðildarlanda.


24. gr.
Ábyrgðir vegna studdra fjárfestinga.

    Auk þeirrar ábyrgðastarfsemi sem stofnunin fæst við samkvæmt þessum kafla er henni heimilt að ábyrgjast fjárfestingar með stuðningssamningi af því tagi sem kveðið er á um í I. viðauka við þennan samning.

IV. KAFLI
Ákvæði um fjárhag.
25. gr.
Fjárhagsstjórnun.

    Stofnunin skal sinna störfum sínum í samræmi við heilbrigða viðskiptahætti og varfærnislegar aðferðir við fjárhagsstjórnun í þeim tilgangi að viðhalda undir öllum kringumstæðum getu sinni til að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar.

26. gr.
Iðgjöld og þóknanir.

    Stofnunin skal reglulega ákveða og endurskoða ið gjöld, þóknanir og, ef við á, önnur gjöld vegna hverr ar tegundar áhættu.

27. gr.
Úthlutun hagnaðar.

    a) Með fyrirvara um ákvæði a-liðar (iii) 10. gr. skal stofnunin úthluta hagnaði til varasjóða þar til vara sjóðirnir ná stærð sem nemur fimmföldu skráðu hlutafé stofnunarinnar.
    b) Þegar varasjóðir stofnunarinnar hafa náð því marki sem mælt er fyrir um í a-lið hér að framan skal nefndin ákveða hvort og að hvaða marki skal út hluta hagnaði stofnunarinnar til varasjóða, skipta honum milli aðildarlanda stofnunarinnar eða verja honum á annan hátt. Skipting hagnaðar milli aðildar landa stofnunarinnar skal fara fram í réttu hlutfalli við hlut hvers aðildarlands í hlutafé stofnunarinnar í samræmi við ákvörðun sérstaks meiri hluta nefnd arinnar.

28. gr.
Fjárhagsáætlun.

    Forsetinn skal útbúa árlega fjárhagsáætlun yfir tekjur og útgjöld stofnunarinnar og skal stjórnin samþykkja hana.

29. gr.
Reikningar.

    Stofnunin skal birta ársskýrslu sem í skulu vera ársreikningar hennar og stuðningssjóðsins sem um getur í I. viðauka við þennan samning, endurskoðaðir af óháðum endurskoðendum. Stofnunin skal með hæfilegu millibili dreifa til aðildarlanda sinna yfir litsskýrslu um fjárhagsstöðu sína og rekstrarskýrslu sem sýnir afrakstur starfsemi hennar.


V. KAFLI
Skipulag og stjórnun.
30. gr.
Skipulag stofnunarinnar.

    Stofnunin skal eiga sér stjórnarnefnd, stjórn, for seta og starfslið til að vinna þau skyldustörf sem stofnunin kann að ákveða.

31. gr.
Nefndin.

    a) Nefndinni skulu falin öll völd stofnunarinnar, nema þau völd sem samkvæmt þessum samningi eru sérstaklega færð öðrum stjórnunaraðilum stofnunar innar. Nefndinni er heimilt að fela stjórninni að fara með völd sín, nema valdið til að:

          (i)      veita nýjum löndum aðild og ákvarða skilyrðin fyrir aðild þeirra;
          (ii)      gera aðildarland brottrækt;
          (iii)      ákveða aukningu eða minnkun hlutafjár;

          (iv)      ákveða hámark á heildarupphæð ábyrgðarskuldbindinga skv. a-lið 22. gr.;

          (v)      skilgreina aðildarland sem þróunaraðildarland skv. c-lið 3. gr.;
          (vi)      flokka ný aðildarlönd í fyrsta eða annan flokk að því er atkvæðisrétt varðar skv. a-lið 39. gr. eða endurflokka aðildarlönd sem fyrir eru í sama tilgangi;
          (vii)      ákveða þóknun stjórnarmanna og varamanna þeirra;
          (viii)      hætta starfsemi og taka stofnunina til skipta;
          (ix)      skipta eignum milli aðildarlanda við skiptameðferð; og
          (x)      breyta þessum samningi, viðaukunum við hann og skrám hans.
    b) Hvert aðildarland skal tilnefna einn nefndar mann og einn varamann í nefndina og er hverju landi í sjálfsvald sett hvernig það stendur að tilnefning unni. Varamenn greiða ekki atkvæði nema aðalmenn þeirra séu fjarverandi. Nefndin velur formann úr hópi nefndarmanna.
    c) Nefndin skal halda árlega fundi og aðra fundi sem nefndin ákveður eða stjórnin boðar til. Stjórnin skal boða til fundar í nefndinni ef fimm aðildarlönd eða aðildarlönd sem ráða 25 prósentum heildarat kvæðamagns óska eftir því.


32. gr.
Stjórnin.

    a) Stjórnin skal bera ábyrgð á almennri starfsemi stofnunarinnar og grípa til hverra þeirra aðgerða sem þessi samningur krefst eða heimilar til að standa undir þeirri ábyrgð.
    b) Í stjórninni skulu vera ekki færri en tólf stjórnar menn. Nefndinni er heimilt að breyta fjölda stjórnar manna til samræmis við breytingar á aðild. Hverjum stjórnarmanni er heimilt að tilnefna varamann sinn sem hefur fullt umboð til að sinna störfum stjórnarmannsins, sé hann fjarverandi eða óstarfhæfur. Aðal bankastjóri bankans skal vera stjórnarformaður í krafti embættis síns, en ekki hafa atkvæðisrétt nema oddaatkvæði ef atkvæði falla jafnt.
    c) Nefndin skal ákveða skipunartíma stjórnar manna. Nefndin skal mynda fyrstu stjórnina á stofn fundi sínum.
    d) Stjórnin skal koma saman þegar formaður henn ar boðar til fundar að eigin frumkvæði eða að beiðni þriggja stjórnarmanna.
    e) Þar til nefndin kann að ákveða að stofnunin skuli hafa fasta stjórn sem sitji samfellt skulu stjórn armenn og varamenn þeirra aðeins fá þóknun fyrir kostnað við setu á fundum stjórnarinnar og iðkun annarra opinberra starfa á vegum stofnunarinnar. Þegar sett verður á stofn stjórn sem situr samfellt skal nefndin ákveða þóknun stjórnarmanna og vara manna þeirra.



33. gr.
Forseti og starfslið.

    a) Forsetinn skal sinna venjulegum störfum stofn unarinnar undir almennu eftirliti stjórnarinnar. Hann skal bera ábyrgð á skipulagningu, ráðningu og upp sögnum starfsfólks.
    b) Stjórnin skal skipa forseta samkvæmt tilnefn ingu stjórnarformanns. Nefndin ákveður laun forseta og skilmála ráðningarsamnings hans.

    c) Forsetinn og starfsliðið bera eingöngu skyldur gagnvart stofnuninni og engum öðrum við iðkun starfa sinna. Öll aðildarlönd stofnunarinnar skulu virða alþjóðlegt eðli þessara skyldna og ekki reyna að hafa áhrif á forsetann eða starfsliðið við skyldu störf þeirra.
    d) Þegar forsetinn ræður starfslið skal hann taka tilhlýðilegt tillit til mikilvægis þess að ráða starfsfólk á eins breiðum landfræðilegum grunni og mögulegt er, en þó hafa í fyrirrúmi sérstakt mikilvægi þess að tryggja að skilvirkni og tæknileg hæfni uppfylli ströngustu kröfur.
    e) Forsetinn og starfsliðið skulu ætíð hafa í heiðri trúnaðarskyldu vegna upplýsinga sem þau komast yf ir við störf sín í þágu stofnunarinnar.

34. gr.
Bann við stjórnmálastarfsemi.

    Stofnuninni, forseta hennar og starfsliði er óheimilt að hafa afskipti af stjórnmálum aðildarlanda. Með fyrirvara um rétt stofnunarinnar til að taka tillit til aðstæðna í umhverfi fjárfestingar skulu þessir aðilar ekki láta stjórnmálalegt eðli hlutaðeigandi aðildar lands eða -landa hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Meta skal atriði sem máli skipta fyrir ákvarðanir þeirra á óhlutdrægan hátt til að ná fram markmiðunum sem gerð er grein fyrir í 2. gr.

35. gr.
Tengsl við alþjóðastofnanir.

    Stofnunin skal, innan marka þessa samnings, eiga samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar milli ríkjastofnanir sem hafa sérhæfðar skyldur á skyldum sviðum, einkum bankann og Alþjóðalánastofnunina.



36. gr.
Staðsetning aðalskrifstofu.

    a) Aðalskrifstofa stofnunarinnar skal vera í Wash ington, D.C., nema nefndin ákveði með sérstökum meiri hluta að finna henni annan stað.

    b) Stofnuninni er heimilt að setja á stofn aðrar skrifstofur eftir því sem þess gerist þörf vegna starf semi hennar.

37. gr.
Vörsluaðilar eigna.

    Sérhver aðili skal tilgreina seðlabanka sinn sem vörsluaðila þar sem stofnunin getur geymt fé í gjald miðli aðilans eða aðrar eignir stofnunarinnar, en hafi aðilinn engan seðlabanka skal hann tilgreina í þessu skyni hverja þá stofnun aðra sem stofnunin sam þykkir.

38. gr.
Samskiptaleið.

    a) Hvert aðildarland skal tilnefna viðeigandi yfir vald sem stofnunin getur átt samskipti við vegna mála sem upp koma í tengslum við þennan samning. Stofnunin skal geta treyst því að yfirlýsingar þess yfirvalds séu yfirlýsingar aðildarlandsins. Æski að ildarland þess skal stofnunin ráðfæra sig við það að ildarland um málefni sem fjallað er um í 19.–21. gr. og tengjast stofnunum eða vátryggjendum í því aðild arlandi.
    b) Hvenær sem krafist er samþykkis aðildarlands áður en stofnunin getur gripið til tiltekinnar aðgerðar skal samþykki talið veitt nema aðildarlandið hreyfi andmælum innan hæfilegra tímamarka sem stofnun inni er heimilt að setja þegar hún tilkynnir aðildar landinu um fyrirhugaða aðgerð.

VI. KAFLI
Atkvæðagreiðsla, breytingar hlutafjárloforða
og fyrirsvar.

39. gr.
Atkvæðagreiðsla og breytingar hlutafjárloforða.

    a) Til þess að fyrirkomulag atkvæðagreiðslu endur spegli að ríkin í báðum flokkunum í skrá A í þessum samningi hafa jafna hagsmuni af stofnuninni, og einnig mikilvægi fjárhagslegrar hlutdeildar hvers að ildarlands, skal hvert aðildarland hafa 177 aðildarat kvæði auk eins hlutafjáratkvæðis fyrir hvern hlut sem það á í hlutafé stofnunarinnar.
    b) Ef heildarfjöldi aðildaratkvæða og hlutafjárat kvæða aðildarlanda, sem tilheyra öðrum hvorum flokknum í skrá A í þessum samningi, er minni en 40 hundraðshlutar heildaratkvæðamagns einhvern tíma á fyrstu þremur árunum eftir gildistöku þessa samn ings skulu aðildarlönd í þeim flokki fá viðbótarat kvæði í því magni sem þarf til að samanlagt at kvæðamagn flokksins nái fyrrnefndu hlutfalli af heildaratkvæðamagni. Dreifa skal slíkum viðbótar atkvæðum meðal aðildarlandanna í þeim flokki í því hlutfalli sem hlutafjáratkvæði hvers lands eru af heildarfjölda hlutafjáratkvæða í þeim flokki. Fjölda slíkra viðbótaratkvæða skal breyta sjálfkrafa til að tryggja að hlutfallinu sé viðhaldið og þau skal af nema við lok fyrrnefnds þriggja ára tímabils.



    c) Á þriðja árinu eftir gildistöku þessa samnings ber nefndinni að endurskoða úthlutun hluta og hafa við það eftirfarandi meginreglur að leiðarljósi:

          (i)      atkvæðafjöldi aðildarlandanna skal endurspegla raunveruleg hlutafjárloforð þeirra í hlutafé stofnunarinnar og aðildaratkvæði eins og mælt er fyrir um í a-lið þessarar greinar;
          (ii)      hlutabréfum sem úthlutað hefur verið til landa sem ekki hafa undirritað samninginn skal heimilt að úthluta aftur til þeirra aðildarlanda og á þann hátt að það leiði til jafns atkvæða magns fyrrnefndra flokka; og

          (iii)      nefndin skal gera ráðstafanir til að auðvelda aðildarlöndum að skrifa sig fyrir því hlutafé sem þeim er úthlutað.
    d) Á þriggja ára tímabilinu sem kveðið er á um í b-lið þessarar greinar skulu allar ákvarðanir nefndar innar og stjórnarinnar teknar með sérstökum meiri hluta, nema hvað ákvarðanir sem samkvæmt þessum samningi skulu teknar með stærri meiri hluta skulu eftir sem áður teknar með þeim stærri meiri hluta.
    e) Ef hlutafé stofnunarinnar er aukið skv. c-lið 5. gr. skal heimila hverju því aðildarlandi sem þess óskar að skrifa sig fyrir hluta af aukningunni sem samsvarar því hlutfalli sem hlutaféð sem það land var áður skrifað fyrir var af heildarhlutafé stofnunar innar, en engu aðildarlandi skal skylt að skrifa sig fyrir neinum hluta hins nýja hlutafjár.

    f) Nefndin skal gefa út reglur um ný hlutafjárloforð skv. e-lið þessarar greinar. Í slíkum reglum skal mælt fyrir um hæfileg tímamörk fyrir aðildarlöndin til að skila beiðni um hlutafjárloforð.


40. gr.
Atkvæðagreiðsla í nefndinni.

    a) Hver nefndarmaður skal hafa rétt til að ráðstafa atkvæðum þess aðildarlands sem hann er fulltrúi fyr ir. Ráðið skal taka ákvarðanir með meiri hluta greiddra atkvæða, nema annað sé tekið fram í þess um samningi.
    b) Ákvörðunarbær meiri hluti á fundum nefndar innar skal teljast meiri hluti nefndarmanna sem ræð ur ekki minna en tveimur þriðju hlutum heildar atkvæðamagns.
    c) Nefndinni er heimilt að setja reglur um máls meðferð sem gerir stjórninni kleift að fara fram á ákvörðun nefndarinnar um tiltekið málefni án þess að boða fund í nefndinni, ef stjórnin telur hagsmun um stofnunarinnar best borgið með slíkri aðgerð.

41. gr.
Kjör stjórnarmanna.

    a) Stjórnarmenn skulu kjörnir í samræmi við skrá B.
    b) Stjórnarmenn skulu sitja í embætti þar til eftir menn þeirra hafa verið kjörnir. Ef sæti stjórnar manns verður laust meira en níutíu dögum fyrir lok kjörtímabils hans skulu nefndarmennirnir sem kusu hann kjósa annan stjórnarmann sem situr það sem eftir er kjörtímabilsins. Til að ná kjöri þarf meiri hluta greiddra atkvæða. Meðan sætið er laust skal varamaður fyrrverandi stjórnarmanns fara með vald hans, nema valdið til að skipa varamann.


42. gr.
Atkvæðagreiðsla í stjórninni.

    a) Hver stjórnarmaður hefur rétt til að ráðstafa at kvæðafjölda þeirra aðildarlanda sem greiddu honum atkvæði við kjör hans. Öll atkvæði sem stjórnarmað ur hefur til ráðstöfunar skal greiða sem eina einingu. Ákvarðanir stjórnarinnar skulu teknar með meiri hluta greiddra atkvæða, nema annað sé tekið fram í þessum samningi.
    b) Ákvörðunarbær meiri hluti á fundum stjórnar innar skal teljast meiri hluti stjórnarmanna sem ræð ur ekki minna en helmingi heildaratkvæðamagns.
    c) Stjórninni er heimilt að setja reglur um máls meðferð sem gerir stjórnarformanni kleift að fara fram á ákvörðun stjórnarinnar um tiltekið málefni án þess að boða fund í stjórninni, ef hann telur hags munum stofnunarinnar best borgið með slíkri að gerð.

VII. KAFLI
Sérréttindi og friðhelgi.
43. gr.
Tilgangur kaflans.

    Til að gera stofnuninni kleift að sinna hlutverki sínu skulu henni veitt sérréttindi og friðhelgi sam kvæmt þessum kafla á yfirráðasvæðum allra aðildar landa.

44. gr.
Málarekstur.

    Aðeins má reka mál gegn stofnuninni, önnur en þau sem 57. og 58. gr. ná til, fyrir lögbærum dómstóli á yfirráðasvæðum aðildarlanda þar sem stofnunin hefur skrifstofu eða hefur skipað umboðsmann til að veita viðtöku stefnu eða tilkynningu um málshöfðun. Ekki er heimilt að reka mál gegn stofnuninni: (i) af hálfu aðildarlands eða einstaklings sem rekur málið í umboði aðildarlands eða hefur eignast kröfu aðildarlands eða (ii) vegna mála sem lúta að starfsmannahaldi. Eignir stofnunarinnar, hvar sem þær eru staðsettar og hver sem hefur þær undir höndum, skulu njóta friðhelgi gagnvart öllum gerðum töku, kyrrsetningar og aðfarar áður en lokadómur eða -úrskurður er fallinn stofnuninni í óhag.

45. gr.
Eignir.

    a) Eignir stofnunarinnar, hvar sem þær eru staðsett ar og hver sem hefur þær undir höndum, skulu njóta friðhelgi gagnvart leit, löghaldi, eignaupptöku, eign arnámi og öllum öðrum gerðum töku með ákvörðun framkvæmdarvalds eða lagasetningu.
    b) Að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er til að stofnunin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt þessum samningi skulu allar eignir hennar óháðar hvers kyns takmörkunum, reglum, stýringu og greiðslustöðvun; að því tilskildu að eignir sem stofnunin öðlast með viðtöku eða við kröfuhafaskipti frá handhafa ábyrgð ar, endurtryggðum aðila eða fjárfesti sem vátryggður er hjá endurtryggðum aðila skulu vera óháðar gild andi gjaldeyristakmörkunum, reglum og stýringu sem í gildi eru á yfirráðasvæðum hlutaðeigandi að ildarlands að því marki sem handhafinn, aðilinn eða fjárfestirinn sem stofnunin tók við af naut slíkrar meðferðar.
    c) Að því er varðar þennan kafla nær hugtakið „eignir“ einnig til eigna stuðningssjóðsins sem um getur í I. viðauka við þennan samning og annarra eigna sem stofnunin hefur til ráðstöfunar til að vinna að markmiði sínu.

46. gr.
Skjalasöfn og samskipti.

    a) Skjalasöfn stofnunarinnar skulu vera friðhelg, hvar sem þau kunna að vera.
    b) Aðildarlöndin skulu veita opinberum samskipt um stofnunarinnar sömu meðferð og þau veita opin berum samskiptum bankans.


47. gr.
Skattar.

    a) Stofnunin, eignir hennar og tekjur og sú starf semi hennar og þau viðskipti sem þessi samningur heimilar skulu vera undanþegin öllum sköttum og tollum. Stofnunin skal einnig njóta friðhelgi gagnvart ábyrgð vegna innheimtu eða greiðslu skatta eða tolla.

    b) Ekki skal leggja skatta á eða í tengslum við greiðslur vegna kostnaðar sem stofnunin greiðir nefndarmönnum og varamönnum þeirra eða laun, greiðslur vegna kostnaðar eða önnur hlunnindi sem stofnunin greiðir stjórnarformanni, stjórnarmönnum, varamönnum þeirra, forseta eða starfsliði stofnunar innar, nema um sé að ræða ríkisborgara viðkomandi lands.
    c) Ekki skal leggja skatta af neinu tagi á neina fjár festingu sem stofnunin ábyrgist eða endurtryggir (að meðtöldum tekjum af slíkum fjárfestingum) eða vá tryggingarskírteini sem stofnunin endurtryggir (að meðtöldum iðgjöldum og öðrum tekjum af slíkum skírteinum) hver sem hefur það undir höndum: (i) ef í sköttunum felst mismunun slíkri fjárfestingu eða vátryggingarskírteini í óhag af þeirri ástæðu einni að stofnunin ábyrgist eða endurtryggir það; eða (ii) ef eini lögsögugrundvöllur skattlagningarinnar er stað setning einhverrar skrifstofu eða starfsstöðvar stofn unarinnar.

48. gr.
Embættismenn stofnunarinnar.

    Allir nefndarmenn, stjórnarmenn og varamenn stofnunarinnar, forseti hennar og starfslið:
          (i)      skulu njóta friðhelgi gagnvart málarekstri vegna athafna sem þeir framkvæma við skyldu störf sín;
          (ii)      skulu, séu þeir ekki ríkisborgarar viðkomandi lands, njóta sömu friðhelgi gagnvart innflutn ingstakmörkunum, kröfum um skráningu út lendinga og herskyldu eða þegnskyldu og sömu aðstöðu að því er varðar gjaldeyristakmarkanir og viðkomandi aðildarlönd veita álíka háttsett um fulltrúum, embættismönnum og starfs mönnum annarra aðildarlanda; og
          (iii)      skulu njóta sömu meðferðar hvað snertir ferðaþjónustu og viðkomandi aðildarlönd veita álíka háttsettum fulltrúum, embættismönnum og starfsmönnum annarra aðildarlanda.


49. gr.
Beiting þessa kafla.

    Hvert aðildarland skal grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru á eigin yfirráðasvæðum til að meg inreglurnar sem settar eru fram í þessum kafla gildi innan ramma laga þess lands og tilkynna stofnuninni um aðgerðirnar í einstökum atriðum.

50. gr.
Fráfall.

    Friðhelgi sú, undanþágur og sérréttindi sem kveðið er á um í þessum kafla eru veitt í þágu stofnunarinn ar og heimilt er að falla frá þeim, að því marki og með þeim skilyrðum sem stofnunin kann að ákveða, í tilvikum þar sem slíkt fráfall kæmi ekki niður á hagsmunum stofnunarinnar. Stofnunin skal falla frá friðhelgi starfsmanna sinna í tilvikum þar sem hún álítur að friðhelgin mundi hindra að réttlætið næði fram að ganga og að falla megi frá henni án þess að það komi niður á hagsmunum stofnunarinnar.

VIII. KAFLI
Uppsögn, tímabundin svipting aðildar
og lok starfsemi.

51. gr.
Uppsögn.

    Hverju aðildarlandi er heimilt hvenær sem er, að liðnum þremur árum frá gildistöku þessa samnings að því er snertir það aðildarland, að segja upp aðild að stofnuninni með skriflegri tilkynningu til aðal skrifstofu stofnunarinnar. Stofnunin skal gera bank anum viðvart sem vörsluaðila þessa samnings um að hún hafi tekið við slíkri tilkynningu. Uppsagnir skulu öðlast gildi níutíu dögum eftir að stofnuninni berst slík tilkynning í hendur. Aðildarlandinu er heimilt að afturkalla slíka tilkynningu meðan hún hefur enn ekki öðlast gildi.

52. gr.
Tímabundin svipting aðildar.
    

    a) Uppfylli aðildarland ekki einhverja skuldbind inga sinna samkvæmt þessum samningi er nefndinni heimilt að svipta það aðild tímabundið, með atkvæð um meiri hluta þeirra aðildarlanda sem ráða meiri hluta heildaratkvæðamagns.
    b) Aðildarlönd hafa engin réttindi samkvæmt þess um samningi meðan þau eru svipt aðild, nema rétt til uppsagnar og önnur réttindi sem kveðið er á um í þessum kafla og IX. kafla, en skulu áfram bera allar sínar skyldur.
    c) Að því er varðar ákvörðun um hvort til greina komi að gefin sé út ábyrgð eða endurtrygging skv. III. kafla þessa samnings eða I. viðauka við hann skal ekki meðhöndla aðildarland sem hefur verið svipt aðild tímabundið sem aðildarland stofnunarinnar.
    d) Aðildarlandið sem er svipt aðild tímabundið glatar aðild sinni sjálfkrafa ári eftir að hin tíma bundna svipting öðlast gildi nema nefndin ákveði að framlengja gildistíma sviptingarinnar eða að endur nýja aðild landsins.

53. gr.
Réttindi og skyldur ríkja sem hætta aðild.

    a) Þegar ríki hættir að vera aðildarland skal það áfram bera ábyrgð á öllum skuldbindingum sínum, að meðtöldum veðsetningum og ábyrgðaskuldbind ingum, samkvæmt þessum samningi sem í gildi voru áður en aðild lauk.
    b) Með fyrirvara um a-lið hér að framan skal stofn unin semja við slík ríki um uppgjör krafna þessara aðila og skuldbindinga hvors gagnvart öðrum. Allir slíkir samningar skulu háðir samþykki stjórnarinnar.


54. gr.
Hlé á starfsemi.

    a) Stjórninni er heimilt, hvenær sem hún telur það réttlætanlegt, að hætta útgáfu nýrra ábyrgða í tiltek inn tíma.
    b) Í neyðartilvikum er stjórninni heimilt að leggja alla starfsemi stofnunarinnar niður á tímabili sem ekki er lengra en sá tími sem neyðarástandið ríkir, að því tilskildu að gerðar séu nauðsynlegar ráðstaf anir til að vernda hagsmuni stofnunarinnar og þriðju aðila.
    c) Ákvörðunin um að leggja starfsemina niður tímabundið hefur ekki áhrif á skuldbindingar aðild arlandanna samkvæmt þessum samningi eða skuldbindingar stofnunarinnar gagnvart handhöfum ábyrgða eða endurtryggingarskírteina eða gagnvart þriðju aðilum.

55. gr.
Félagsslit.

    a) Nefndinni er heimilt að ákveða með sérstökum meiri hluta að leggja starfsemina niður og að slíta fé laginu. Skal þá stofnunin þegar í stað hætta allri starfsemi, nema þeirri sem nauðsynleg er til að selja, vernda og varðveita megi eignir og uppfylla skuld bindingar með skipulegum hætti. Þar til lokauppgjör og skipting eigna hefur farið fram skal stofnunin áfram vera til og öll réttindi og skuldbindingar aðild arlandanna samkvæmt þessum samningi vera óskert.
    b) Ekki er heimilt að skipta eignum milli aðildar landa fyrr en gerðar hafa verið upp allar bótaábyrgðir gagnvart handhöfum ábyrgða og öðrum kröfuhöfum, eða séð til þess að það verði gert, og nefndin hefur ákveðið að ganga til slíkra skipta.
    c) Með fyrirvara um framangreint ber stofnuninni að skipta eftirstandandi eignum sínum milli aðildar landanna í réttu hlutfalli við hlut hvers aðildarlands í hlutafé stofnunarinnar. Stofnunin skal einnig skipta eftirstandandi eignum stuðningssjóðsins sem um get ur í I. viðauka við þennan samning, ef einhverjar eru, milli stuðningsaðila í því hlutfalli sem fjárfestingar þær sem hver stuðningsaðili studdi eru af heildar magni studdra fjárfestinga. Ekkert aðildarland á til kall til hlutar síns í eignum stofnunarinnar eða stuðningssjóðsins nema það hafi gert upp allar kröf ur sem stofnunin kann að hafa átt inni hjá því. Skipt ing eigna skal fara fram á þeim tíma sem nefndin ákveður og á þann hátt sem hún telur sanngjarnan og réttlátan.

IX. KAFLI
Lausn deilumála.
56. gr.
Túlkun og beiting samningsins.

    a) Spurningar um túlkun eða beitingu ákvæða þessa samnings sem upp koma milli einhvers aðildarlanda stofnunarinnar og stofnunarinnar sjálfrar eða milli aðildarlanda stofnunarinnar skal leggja fyrir stjórnina til ákvörðunar. Aðildarríkjum sem slík spurning varðar sérstaklega og ekki eiga ríkisborgara sem fulltrúa í stjórninni er heimilt að senda fulltrúa sinn á hvern þann fund stjórnarinnar þar sem spurningin er rædd.
    b) Í tilvikum þar sem stjórnin hefur tekið ákvörðun skv. a-lið hér að framan getur hvert aðildarlandanna krafist þess að spurningunni verði vísað til nefnd arinnar og er niðurstaða hennar endanleg. Þar til fengin er niðurstaða nefndarinnar er stofnuninni heimilt að starfa á grundvelli ákvörðunar stjórnar innar eftir því sem nauðsynlegt þykir.

57. gr.
Deilumál milli stofnunarinnar og aðildarlanda.

    a) Með fyrirvara um ákvæði 56. gr. og b-liðar þess arar greinar skal leysa öll deilumál milli stofnunar innar og aðildarlands eða einhverrar stofnunar þess og milli stofnunarinnar og fyrrverandi aðildarlands (eða einhverrar stofnunar þess) í samræmi við máls meðferðina sem mælt er fyrir um í II. viðauka við þennan samning.
    b) Leysa skal deilumál sem varða kröfur sem stofn unin hefur tekið við af fjárfesti við kröfuhafaskipti annaðhvort í samræmi við (i) málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í II. viðauka við þennan samning, eða (ii) samning sem gerður er milli stofnunarinnar og hlutaðeigandi aðildarlands um aðra leið eða leiðir til lausnar slíkra deilumála. Í síðarnefnda tilvikinu skal II. viðauki við þennan samning vera grundvöllur slíks samnings sem í hverju tilviki þarf samþykki sérstaks meiri hluta stjórnarinnar áður en stofnuninni er heimilt að hefja starfsemi á yfirráðasvæðum hlut aðeigandi aðildarlands.

58. gr.
Deilumál sem handhafar ábyrgða eða endurtrygginga eiga hlut að.

    Deilumál sem upp koma vegna ábyrgðar- eða endurtryggingarsamnings milli aðila þess samnings skal leggja fyrir gerðardóm til lokaákvörðunar í sam ræmi við þær reglur sem kveðið er á um eða vísað er til í ábyrgðar- eða endurtryggingarsamningnum.


X. KAFLI
Breytingar.
59. gr.
Breytingar af hálfu nefndarinnar.

    a) Samningi þessum og viðaukunum við hann má breyta með atkvæðum þriggja fimmtu hluta nefndar manna sem ráða fjórum fimmtu hlutum heildar atkvæðamagns, með þeim fyrirvara að:
          (i)      allar breytingar á réttinum til uppsagnar á aðild að stofnuninni sem kveðið er á um í 51. gr. eða á takmörkun ábyrgðar sem kveðið er á um í d-lið 8. gr. eru háðar jáatkvæði allra nefndar manna; og
          (ii)      allar breytingar á fyrirkomulaginu við skiptingu taps sem kveðið er á um í 1. og 3. gr. I. viðauka við þennan samning sem leiða til aukningar á ábyrgð einhvers aðildarlandanna eru háðar jáatkvæði nefndarmanna allra slíkra aðildarlanda.
    b) Skrám A og B við þennan samning er heimilt að breyta með sérstökum meiri hluta nefndarinnar.
    c) Ef breyting hefur áhrif á eitthvert ákvæði I. við auka við þennan samning skal telja til heildarfjölda atkvæða þau viðbótaratkvæði sem stuðningsaðilum og gistilöndum studdra fjárfestinga er úthlutað skv. 7. gr. viðaukans.

60. gr.
Málsmeðferð.

    Breytingartillögur við þennan samning, hvort sem þær koma frá aðildarlandi, nefndarmanni eða stjórn armanni, skal senda stjórnarformanninum sem leggur tillöguna fyrir stjórnina. Ef stjórnin mælir með breyt ingartillögunni er hún lögð fyrir nefndina til sam þykktar í samræmi við ákvæði 59. gr. Þegar nefndin hefur samþykkt breytingu á tilhlýðilegan hátt skal stofnunin staðfesta það með formlegri orðsendingu sem beint er til allra aðildarlandanna. Breytingar skulu öðlast gildi að því er öll aðildarlönd varðar níutíu dögum eftir að formlega orðsendingin er dag sett, nema nefndin tiltaki aðra dagsetningu.


XI. KAFLI
Lokaákvæði.
61. gr.
Gildistaka.

    a) Samningur þessi skal vera opinn til undirritunar af hálfu allra aðildarlanda bankans auk Sviss og er háður fullgildingu, staðfestingu eða samþykki undir skriftarríkjanna í samræmi við stjórnskipulega máls meðferð þeirra.
    b) Samningur þessi skal öðlast gildi þann dag þegar eigi færri en fimm skjöl um fullgildingu, staðfestingu eða samþykkt hafa verið afhent til vörslu af hálfu undirskriftarríkjanna í fyrsta flokki og eigi færri en fimmtán slík skjöl hafa verið afhent til vörslu af hálfu undirskriftarríkjanna í öðrum flokki; að því tilskildu að heildarupphæð hlutafjárloforða fyrrnefndra ríkja jafngildi ekki minna en þriðjungi leyfðs hlutafjár stofnunarinnar skv. 5. gr.

    c) Að því er varðar hvert það ríki sem afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu eða samþykkt til vörslu eftir að samningur þessi öðlast gildi skal samningurinn öðlast gildi á afhendingardegi skjals ins.
    d) Ef samningur þessi hefur ekki öðlast gildi innan tveggja ára eftir að hann er opnaður til undirritunar skal aðalbankastjóri bankans boða til ráðstefnu þeirra landa sem hagsmuna eiga að gæta til að taka ákvörðun um framtíðaraðgerðir.

62. gr.
Stofnfundur.

    Þegar samningur þessi öðlast gildi skal aðalbanka stjóri bankans boða til stofnfundar nefndarinnar. Fundurinn skal haldinn á aðalskrifstofu stofnunar innar innan sextíu daga frá gildistökudegi þessa samnings eða eins fljótt og auðið er eftir það.


63. gr.
Vörsluaðili.

    Skjöl um fullgildingu, staðfestingu eða samþykkt þessa samnings og breytinga á honum skulu afhent bankanum til vörslu og skal hann vera vörsluaðili samningsins. Vörsluaðilinn skal senda staðfest afrit af þessum samningi til aðildarlanda bankans auk Sviss.

64. gr.
Skráning.

    Vörsluaðilinn skal skrá þennan samning hjá skrif stofu Sameinuðu þjóðanna í samræmi við 102. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna og reglurnar sem alls herjarþingið hefur samþykkt í samræmi við þá grein.


65. gr.
Tilkynning.

    Vörsluaðilinn skal tilkynna öllum undirskriftarríkj um og, eftir að samningurinn öðlast gildi, stofnun inni um eftirfarandi:
          a)      undirskriftir þessa samnings;
          b)      afhendingu skjala um fullgildingu, staðfestingu eða samþykkt í samræmi við 63. gr.;

          c)      dagsetninguna þegar þessi samningur öðlast gildi í samræmi við 61. gr.;
          d)      útilokanir frá beitingu á tilteknum svæðum skv. 66. gr.; og
          e)      uppsögn aðildarlands á aðild að stofnuninni skv. 51. gr.

66. gr.
Beiting á tilteknum svæðum.

    Samningur þessi skal gilda á öllum svæðum sem eru undir lögsögu aðildarlands, að meðtöldum svæð um sem það fer með utanríkismál fyrir, nema á þeim svæðum sem aðildarlandið kann að útiloka með skriflegri tilkynningu til vörsluaðila þessa samnings annaðhvort þegar fullgilding, staðfesting eða sam þykkt fer fram eða síðar.

67. gr.
Reglubundin endurskoðun.

    a) Nefndin skal reglulega endurskoða ítarlega starf semi stofnunarinnar og þann árangur sem náðst hefur í því augnamiði að innleiða hverjar þær breytingar sem þörf er á til að auka getu stofnunarinnar til að þjóna markmiðum sínum.
    b) Fyrsta endurskoðunin af þessu tagi skal fara fram fimm árum eftir gildistöku þessa samnings. Nefndin skal ákveða tíma fyrir endurskoðanir eftir það.

    Gjört í Seúl í einu eintaki sem skal vera í vörslu skjalasafns Alþjóðabankans til endurbyggingar og nýbyggingar sem hefur með undirskrift sinni hér að neðan gefið til kynna samþykki sitt til að gegna því hlutverki sem honum er falið samkvæmt þessum samningi.


I. VIÐAUKI
Ábyrgðir vegna studdra fjárfestinga
skv. 24. gr.


1. gr.
Stuðningur.

    a) Öllum aðildarlöndum er frjálst að styðja fjárfest ingu til ábyrgðar sem fjárfestir með hvaða ríkisfang sem er eða fjárfestar með hvaða ríkisfang sem er eða ólíkt ríkisfang ætla að gera.
    b) Með fyrirvara um ákvæði b- og c-liðar 3. gr. þessa viðauka skal hver stuðningsaðili deila tapi vegna ábyrgðar á studdum fjárfestingum með hinum stuðningsaðilunum, þegar og að því marki sem ekki er unnt að greiða tapið úr stuðningssjóðnum sem um getur í 2. gr. þessa viðauka, í því hlutfalli sem upp hæð hámarksábyrgðarskuldbindingarinnar sam kvæmt fjárfestingarábyrgðunum sem sá aðili styður er af heildarupphæð hámarksábyrgðarskuldbindinga samkvæmt ábyrgðum fjárfestinganna sem öll aðildar löndin styðja.

    c) Þegar stofnunin tekur ákvarðanir um útgáfu ábyrgða samkvæmt ákvæðum þessa viðauka skal hún taka tilhlýðilegt tillit til þess hversu líklegt er að stuðningsaðilinn verði í aðstöðu til að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt þessum viðauka og skal veita forgang þeim fjárfestingum sem hlutaðeig andi gistilönd veita meðstuðning.
    d) Stofnunin skal reglulega hafa samráð við stuðn ingsaðila að því er varðar starfsemi hennar sam kvæmt þessum viðauka.

2. gr.
Stuðningssjóðurinn.

    a) Iðgjöld og aðrar tekjur vegna ábyrgða á studdum fjárfestingum, að meðtöldum hagnaði af fjárfestingu slíkra iðgjalda og tekna, skal geyma á sérstökum reikningi sem kallast stuðningssjóðurinn.

    b) Greiða skal úr stuðningssjóðnum allan stjórn sýslukostnað og kröfur vegna ábyrgða sem gefnar eru út samkvæmt þessum viðauka.

    c) Meðferð og umsýsla eigna stuðningssjóðsins skal vera fyrir hönd stuðningsaðila sameiginlega og skal þeim haldið aðgreindum frá eignum stofnunar innar.

3. gr.
Greiðslukröfur á hendur stuðningsaðilum.

    a) Að því marki sem greiðslur falla á stofnunina vegna taps sem stuðningsaðilar eru ábyrgir fyrir og ekki er unnt að greiða þær af eignum stuðningssjóðs ins skal stofnunin beina til hvers stuðningsaðila um sig kröfu um að greiða sjóðnum sinn hluta af þeirri fjárhæð sem ákveðin er í samræmi við b-lið 1. gr. þessa viðauka.
    b) Aðila skal ekki skylt að inna af hendi nokkrar greiðslur eftir kröfu samkvæmt ákvæðum þessarar greinar ef það hefur í för með sér að heildargreiðslur hans verði meiri en sem nemur heildarfjárhæð ábyrgða vegna fjárfestinga sem hann styður.
    c) Þegar ábyrgð vegna fjárfestingar sem aðildarland styður rennur út skal ábyrgð þess aðildarlands minnka sem nemur upphæð þeirrar ábyrgðar; ábyrgð aðildarlandsins skal einnig minnka í réttu hlutfalli þegar stofnunin greiðir kröfur tengdar studdum fjár festingum og skal að öðru leyti vera áfram í gildi þar til allar ábyrgðir vegna studdra fjárfestinga sem eru útistandandi þegar slík greiðsla fer fram eru útrunn ar.
    d) Ef einhver stuðningsaðilinn ber ekki ábyrgð á upphæð greiðslukröfu samkvæmt ákvæðum þessarar greinar vegna takmörkunarinnar sem felst í b- og c-lið hér að framan, eða ef einhver stuðningsaðilinn vanefnir greiðslu slíkrar kröfu, skulu hinir stuðnings aðilarnir bera ábyrgð á greiðslu upphæðarinnar í réttu hlutfalli. Ábyrgð aðildarlandanna samkvæmt þessum lið skal vera háð takmörkuninni í b- og c-lið hér að framan.

    e) Greiðslur stuðningsaðila vegna krafna sam kvæmt þessari grein skulu inntar af hendi skjótt og í frjálsum gjaldmiðlum.

4. gr.
Mat á gjaldmiðlum og endurgreiðslum.

    Ákvæði þessa samnings um mat á gjaldmiðlum og endurgreiðslum með tilliti til hlutafjárloforða gilda að breyttu breytanda um fjármuni sem aðildarlöndin greiða vegna studdra fjárfestinga.


5. gr.
Endurtrygging.

    a) Stofnuninni er heimilt, með þeim skilyrðum sem fram koma í 1. gr. þessa viðauka, að veita endur tryggingu aðildarlandi, stofnun þess, svæðisstofnun eins og hún er skilgreind í a-lið 20. gr. þessa samn ings eða vátryggjanda í einkaeign í aðildarlandi. Ákvæði þessa viðauka um ábyrgðir og 20. og 21. gr. þessa samnings skulu gilda að breyttu breytanda um endurtryggingar sem veittar eru samkvæmt þessum lið.
    b) Stofnuninni er heimilt að afla sér endurtrygginga vegna fjárfestinga sem hún ábyrgist samkvæmt þess um viðauka og skal hún greiða kostnað við slíkar endurtryggingar úr stuðningssjóðnum. Stjórnin getur ákveðið hvort og að hvaða marki heimilt er að minnka skuldbindingar stuðningsaðilanna um hlut deild í tapi sem um getur í b-lið 1. gr. þessa viðauka vegna endurtrygginga sem aflað hefur verið.

6. gr.
Meginreglur um rekstur.

    Með fyrirvara um ákvæði þessa viðauka skulu ákvæðin um veitingu ábyrgða skv. III. kafla þessa samnings og fjármálastjórnun skv. IV. kafla þessa samnings gilda að breyttu breytanda um ábyrgðir vegna studdra fjárfestinga nema hvað (i) slíkar fjár festingar skulu teljast hæfar til stuðnings ef gjald gengur fjárfestir eða fjárfestar skv. a-lið 1. gr. þessa viðauka gera þær á yfirráðasvæði aðildarlands, eink um þróunaraðildarlands, og (ii) stofnuninni skal ekki skylt að ábyrgjast með eigin eignum kröfur vegna ábyrgða eða endurtrygginga sem veittar eru sam kvæmt þessum viðauka og skal kveðið á um það í hverjum þeim ábyrgðar- eða endurtryggingarsamn ingi sem gerður er samkvæmt þessum viðauka.


7. gr.
Atkvæðagreiðsla.

    Við atkvæðagreiðslu vegna ákvarðana sem tengjast studdum fjárfestingum skal hver stuðningsaðili hafa eitt aukaatkvæði fyrir hvert jafngildi 10.000 sér stakra dráttarréttinda (SDR) sem stofnunin ábyrgist eða endurtryggir á grundvelli stuðnings hans og hvert aðildarland sem er gistiland studdrar fjárfestingar skal hafa eitt aukaatkvæði fyrir hvert jafngildi 10.000 sérstakra dráttarréttinda sem stofnunin ábyrg ist eða endurtryggir vegna studdra fjárfestinga sem gerðar eru á landi þess. Slík aukaatkvæði skulu að eins greidd vegna ákvarðana sem tengjast studdum fjárfestingum og annars skal ekki tekið tillit til þeirra þegar atkvæðamagn aðildarlandanna er reiknað.


II. VIÐAUKI
Lausn deilumála milli aðildarlands og stofnunarinnar skv. 57. gr.

1. gr.
Beiting viðaukans.

    Öll deilumál sem falla undir gildissvið 57. gr. þessa samnings skulu leyst í samræmi við málsmeð ferðina sem lýst er í þessum viðauka, nema í þeim tilvikum þar sem stofnunin hefur gert samning við aðildarland skv. b-lið (ii) 57. gr.


2. gr.
Samningaviðræður.

    Aðilar að deilumáli innan gildissviðs þessa viðauka skulu reyna að leysa deilumálið með samningavið ræðum áður en þeir óska eftir sættargerð eða leita til gerðardóms. Samningaleiðin skal teljast fullreynd ef aðilar hafa ekki náð samkomulagi innan eitt hundrað og tuttugu daga frá því að beiðni um samningavið ræður var lögð fram.

3. gr.
Sættargerð.

    a) Ef deilumálið leysist ekki í samningaviðræðum er hvorum aðilanum um sig heimilt að vísa því til gerðardóms samkvæmt ákvæðum 4. gr. þessa við auka, nema aðilarnir hafi komið sér saman um að reyna fyrst sættargerðarmeðferðina sem kveðið er á um í þessari grein.
    b) Í samningnum um að vísa málinu til sættargerð ar skal tilgreina deilumálið, kröfur aðilanna í tengsl um við það og nafn sáttasemjarans sem deiluaðilar hafa komið sér saman um, ef það liggur fyrir. Liggi ekki fyrir samkomulag um sáttasemjara geta aðilarnir sameiginlega farið fram á það annaðhvort við aðal framkvæmdastjóra Alþjóðastofnunarinnar til lausnar fjárfestingardeilumálum (International Centre for Settlement of Investment Disputes, sem nefnist hér á eftir „ICSID“) eða forseta Alþjóðadómstólsins að hann skipi sáttasemjara. Sættargerðarmeðferðinni lýkur ef sáttasemjari hefur ekki verið skipaður innan níutíu daga frá því að ákveðið var að vísa málinu til sættargerðar.
    c) Nema kveðið sé á um annað í þessum viðauka eða deiluaðilar hafi samið um annað skal sáttasemj arinn ákveða þær málsmeðferðarreglur sem gilda skulu við sættargerðina og skal hann hafa að leiðar ljósi þær sættargerðarreglur sem samþykktar voru samkvæmt samningnum um lausn fjárfestingardeilu mála milli ríkja og ríkisborgara annarra ríkja.
    d) Aðilarnir skulu vinna með sáttasemjaranum í góðri trú og einkum veita honum allar þær upplýs ingar og gögn sem kunna að koma honum að gagni við störf sín; þeir skulu taka öll tilmæli hans til alvarlegrar athugunar.

    e) Nema deiluaðilar komi sér saman um annað skal sáttasemjarinn innan eitt hundrað og áttatíu daga frá skipunardegi sínum leggja fyrir aðilana skýrslu um niðurstöður umleitana sinna, þar sem fram koma málefnin sem aðilana greinir á um og tillögur hans um lausn þeirra.

    f) Hvor aðili skal innan sextíu daga frá því að hann veitir skýrslunni viðtöku greina hinum aðilanum skriflega frá áliti sínu á henni.
    g) Hvorugur aðili deilumáls skal eiga rétt á að vísa því til gerðardóms, nema:
          (i)      sáttasemjari hafi ekki skilað skýrslu sinni innan þess tíma sem ákveðinn er í e-lið hér að framan; eða
          (ii)      deiluaðilarnir hafi ekki samþykkt allar tillögurnar sem fram koma í skýrslunni innan sextíu daga frá viðtöku hennar; eða
          (iii)      deiluaðilarnir hafi eftir skoðanaskipti um skýrsluna ekki komið sér saman um lausn allra deiluefna innan sextíu daga frá því að þeir veita skýrslu sáttasemjara viðtöku; eða
          (iv)      annar hvor aðilinn hafi ekki látið í ljós álit sitt á skýrslunni eins og mælt er fyrir um í f-lið hér að framan.
    h) Nema deiluaðilarnir komi sér saman um annað skal ákvarða þóknun sáttasemjara á grundvelli þeirra taxta sem gilda um sættargerð á vegum ICSID. Deiluaðilarnir skulu skipta jafnt með sér greiðslu þessarar þóknunar og annars kostnaðar við sættar gerðina. Hvor aðili um sig skal bera eigin kostnað.

4. gr.
Gerðardómur.

    a) Gerðardómsmál skal höfðað með tilkynningu að ilans sem leitar eftir gerðardómi (sóknaraðila) til hins deiluaðilans eða -aðilanna (varnaraðila). Í til kynningunni skal tiltaka eðli deilumálsins, þær bæt ur sem farið er fram á og nafn gerðardómarans sem sóknaraðili tilnefnir. Varnaraðilinn skal tilkynna sóknaraðila nafn gerðardómarans sem hann tilnefnir innan þrjátíu daga frá því að hann veitir tilkynning unni viðtöku. Deiluaðilarnir tveir skulu innan þrjátíu daga frá tilnefningu annars gerðardómarans velja þriðja gerðardómarann og skal hann vera forseti gerðardómsins.

    b) Ef gerðardómurinn hefur ekki verið stofnsettur innan sextíu daga frá dagsetningu tilkynningarinnar skal aðalframkvæmdastjóri ICSID samkvæmt sam eiginlegri beiðni deiluaðilanna tilnefna gerðardómar ann sem enn hefur ekki verið tilnefndur eða forset ann sem enn hefur ekki verið valinn. Ef engin slík sameiginleg beiðni liggur fyrir eða ef aðalfram kvæmdastjórinn gengur ekki frá tilnefningunni innan þrjátíu daga frá því að beiðni berst er hvorum aðil anna sem er heimilt að fara fram á að forseti Al þjóðadómstólsins sjái um tilnefninguna.
    c) Engum aðila skal heimilt að skipta um gerðar dómarann sem hann tilnefnir eftir að skýrslugjöf í deilumálinu er hafin. Ef gerðardómari (þar með tal inn forseti gerðardómsins) segir af sér, deyr eða verður óhæfur til starfa skal tilnefna eftirmann hans á sama hátt og forverinn var tilnefndur og skal eftir maðurinn hafa sama vald og sömu skyldur og gerðar dómarinn sem hann leysir af hólmi.
    d) Gerðardómurinn skal koma saman í fyrsta skipti á þeim stað og tíma sem forseti hans ákveður. Eftir það skal gerðardómurinn ákveða fundarstaði sína og fundartíma.
    e) Nema kveðið sé á um annað í þessum viðauka eða deiluaðilar semji um annað skal gerðardómurinn ákveða málsmeðferðarreglur sínar og hafa að leiðar ljósi gerðardómsreglurnar sem samþykktar voru sam kvæmt samningnum um lausn fjárfestingardeilumála milli ríkja og ríkisborgara annarra ríkja.
    f) Gerðardómurinn skal sjálfur skera úr um vald bærni sína, að því undanskildu að ef andmælum er hreyft fyrir gerðardóminum þess efnis að deilumálið falli undir lögsögu stjórnarinnar eða nefndarinnar skv. 56. gr. eða innan lögsögu dómstóls eða gerðar dóms sem tilnefndur er í samningi skv. 1. gr. þessa viðauka og ef gerðardómurinn telur andmælin rétt mæt skal gerðardómurinn vísa andmælunum til stjórnarinnar eða nefndarinnar eða tilnefnda dómstólsins eða gerðardómsins, eftir því sem við á, og gert skal hlé á gerðardómsmálinu þar til ákvörðun hefur verið tekin í málinu sem skal vera bindandi fyrir gerðardóminn.
    g) Í öllum deilumálum, sem falla undir gildissvið þessa viðauka, skal gerðardómurinn beita ákvæðum þessa samnings, viðeigandi samninga milli deiluað ila, ef einhverjir eru, samþykkta og reglugerða stofn unarinnar, gildandi reglna þjóðaréttar og laga í hlut aðeigandi aðildarlandi auk viðeigandi ákvæða fjár festingarsamningsins, ef einhver eru. Með fyrirvara um ákvæði þessa samnings er gerðardóminum heim ilt að skera úr um deilumál samkvæmt því sem er rétt og sanngjarnt ef stofnunin og hlutaðeigandi að ildarland eru sammála um það. Gerðardóminum er ekki heimilt að neita að kveða upp úrskurð á þeim forsendum að lögin séu ófullnægjandi eða óskýr.
    h) Gerðardómurinn skal sjá til þess að allir aðilar njóti réttlátrar málsmeðferðar. Allar ákvarðanir gerð ardómsins skulu teknar með meiri hluta atkvæða og skulu þær rökstuddar. Úrskurður gerðardómsins skal vera skriflegur og undirritaður af minnst tveimur gerðardómaranna og skal hver aðili fá sent afrit af honum. Úrskurðurinn skal vera endanlegur og bind andi fyrir aðilana og ekki er unnt að áfrýja honum, ógilda hann eða endurskoða.
    i) Komi upp deilumál milli aðilanna um merkingu eða gildissvið úrskurðar er hvorum aðilanum sem er heimilt, innan sextíu daga frá því að úrskurðurinn var felldur, að fara fram á túlkun úrskurðarins með skriflegri umsókn til forseta gerðardómsins sem felldi úrskurðinn. Ef mögulegt er skal forsetinn leggja umsóknina fyrir gerðardóminn sem felldi úr skurðinn og boða hann til fundar innan sextíu daga frá að því honum barst umsóknin. Ef þetta reynist ekki mögulegt skal koma á fót öðrum gerðardómi í samræmi við ákvæði a–d-liðar hér að framan. Gerð ardóminum er heimilt að fresta framkvæmd úrskurð arins á meðan beðið er ákvörðunar hans um þá túlk un sem farið var fram á.
    j) Hvert aðildarland skal viðurkenna að úrskurður sem felldur er samkvæmt þessari grein sé bindandi og aðfararhæfur á yfirráðasvæðum þess eins og hann væri endanlegur dómur dómstóls í því aðildarlandi. Við aðför samkvæmt úrskurðinum skal farið að þeim lögum sem gilda um aðför í ríkinu sem ræður þeim svæðum þar sem farið er fram á aðförina og ekki skal vikið frá gildandi lögum um friðhelgi gagnvart aðför.
    k) Nema aðilarnir komi sér saman um annað skal ákveða þóknun gerðardómaranna á grundvelli taxt anna sem gilda um gerðardóm á vegum ICSID. Hver aðili skal bera eigin kostnað sem tengist gerðardómsmálinu. Aðilarnir skulu skipta jafnt með sér greiðslu kostnaðar við gerðardóminn nema gerðar dómurinn ákveði annað. Gerðardómurinn sker úr um allar spurningar sem tengjast skiptingu kostnaðar við gerðardóminn eða aðferðir við greiðslu þess kostnað ar.

5. gr.
Birting stefnu.

    Birting tilkynningar eða stefnu í tengslum við málarekstur samkvæmt þessum viðauka skal vera skrifleg. Stofnunin skal framkvæma hana gagnvart því yfirvaldi sem hlutaðeigandi aðildarland hefur til nefnt skv. 38. gr. þessa samnings og hlutaðeigandi aðildarland skal framkvæma hana á aðalskrifstofu stofnunarinnar.

SKRÁ A
Aðild og hlutafjárloforð.


1. FLOKKUR

Land
Fjöldi
hluta
Hlutafjárloforð
(í milljónum SDR)
Austurríki 775 7,75
Ástralía 1.713 17,13
Bandaríkin 20.519 205,19
Belgía 2.030 20,30
Breska konungsríkið 4.860 48,60
Danmörk 718 7,18
Finnland 600 6,00
Frakkland 4.860 48,60
Holland 2.169 21,69
Írland 369 3,69
Ísland 90 0,90
Ítalía 2.820 28,20
Japan 5.095 50,95
Kanada 2.965 29,65
Lúxemborg 116 1,16
Noregur 699 6,99
Nýja-Sjáland 513 5,13
Suður-Afríka 943 9,43
Sviss 1.500 15,00
Svíþjóð 1.049 10,49
Þýskaland, Sambands lýðveldið
5.071

50,71
Samtals 59.473 594,73



2. FLOKKUR a

Land
Fjöldi
hluta
Hlutafjárloforð
(í milljónum
SDR)
Afganistan 118 1,18
Alsír 649 6,49
Antígúa og Barbúda 50 0,50
Argentína 1.254 12,54
Bahamaeyjar 100 1,00
Bangladess 340 3,40
Barbadoseyjar 68 0,68
Barein 77 0,77
Belís 50 0,50
Benín 61 0,61
Botsvana 50 0,50
Bólivía 125 1,25
Brasilía 1.479 14,79
Burma 178 1,78
Búrkína Fasó 61 0,61
Búrúndí 74 0,74
Bútan 50 0,50
Chile 485 4,85
Djíbútí 50 0,50
Dóminíka 50 0,50
Dóminíska lýðveldið 147 1,47
Egyptaland, Arabalýðveld
459

4,59
Ekvador 182 1,82
El Salvador 122 1,22
Eþíópía 70 0,70
Filippseyjar 484 4,84
Fídjíeyjar 71 0,71
Fílabeinsströndin 176 1,76
Gabon 96 0,96
Gambía 50 0,50
Gana 245 2,45
Gínea 91 0,91
Gínea-Bissá 50 0,50
Grenada 50 0,50
Grikkland 280 2,80
Grænhöfðaeyjar 50 0,50
Gvatemala 140 1,40
Gvæjana 84 0,84
Haítí 75 0,75
Hondúras 101 1,01
Indland 3.048 30,48
Indónesía 1.049 10,49
Írak 350 3,50
Íran, Íslamska lýðveldið 1.659 16,59
Ísrael 474 4,74
Jamaíka 181 1,81
Jemen, Alþýðulýðveldið 115 1,15
Jemen, Arabalýðveldið 67 0,67
Jórdanía 97 0,97
Júgóslavía 635 6,35
Kamerún 107 1,07
Kampútsea 93 0,93
Katar 137 1,37
Kenía 172 1,72
Kína 3.138 31,38
Kongó, Alþýðulýðveldið 65 0,65
Kostaríka 117 1,17
Kólumbía 437 4,37
Kómoreyjar 50 0,50
Kórea, Lýðveldið 449 4,49
Kúveit 930 9,30
Kýpur 104 1,04
Laos, Alþýðulýðveldið 60 0,60
Lesótó 50 0,50
Líbanon 142 1,42
Líbería 84 0,84
Líbýa, Arabíska alþýðu ríkið
549

5,49
Madagaskar 100 1,00
Malasía 579 5,79
Malaví 77 0,77
Maldíveyjar 50 0,50
Malí 81 0,81
Malta 75 0,75
Marokkó 348 3,48
Máritanía 63 0,63
Máritíus 87 0,87
Mexíkó 1.192 11,92
Mið-Afríkulýðveldið 60 0,60
Miðbaugs-Gínea 50 0,50
Mósambík 97 0,97
Nepal 69 0,69
Níger 62 0,62
Nígería 844 8,44
Níkaragúa 102 1,02
Óman 94 0,94
Pakistan 660 6,60
Panama 131 1,31
Papúa Nýja-Gínea 96 0,96
Paragvæ 80 0,80
Perú 373 3,73
Portúgal 382 3,82
Rúanda 75 0,75
Rúmenía 555 5,55
Saír 338 3,38
Salómonseyjar 50 0,50
Sambía 318 3,18
Sameinuðu arabísku furstadæmin
372

3,72
Sankti Kristófer og Nevis 50 0,50
Sankti Lúsía 50 0,50
Sankti Vinsent 50 0,50
Saó Tóme og Prinsípe 50 0,50
Sádi-Arabía 3.137 31,37
Senegal 145 1,45
Seychelleseyjar 50 0,50
Simbabve 236 2,36
Singapúr 154 1,54
Síerra Leóne 75 0,75
Sómalía 78 0,78
Spánn 1.285 12,85
Srí Lanka 271 2,71
Súdan 206 2,06
Súrínam 82 0,82
Svasíland 58 0,58
Sýrlenska arabalýðveldið 168 1,68
Taíland 421 4,21
Tansanía 141 1,41
Tógó 77 0,77
Trínidad og Tóbagó 203 2,03
Tsjad 60 0,60
Túnis 156 1,56
Tyrkland 462 4,62
Ungverjaland 564 5,64
Úganda 132 1,32
Úrúgvæ 202 2,02
Vanúatú 50 0,50
Venesúela 1.427 14,27
Vestur-Samóa 50 0,50
Víetnam 220 2,20
Samtals 40.527 405,27
Samtals:
1. og 2. flokkur

100.000

1.000,00

a Lönd sem talin eru upp í öðrum flokki teljast þróunarlönd að því er varðar þennan samning.

SKRÁ B
Kjör stjórnarmanna.

    1. Nefndarmenn skulu tilnefna frambjóðendur til setu í stjórn og er hverjum nefndarmanni aðeins heimilt að tilnefna einn einstakling.
    2. Kjósa skal stjórnarmenn með atkvæðagreiðslu meðal nefndarmanna.
    3. Við atkvæðagreiðsluna skal hver nefndarmaður greiða einum frambjóðanda öll þau atkvæði sem það aðildarland sem hann er fulltrúi fyrir á rétt á skv. a-lið 40. gr.
    4. Kjósa skal fjórðung stjórnarmanna hvern fyrir sig og kýs hver nefndarmanna þeirra aðildarlanda sem eiga flesta hluti einn þeirra. Gangi talan fjórir ekki upp í heildarfjölda frambjóðenda skal sá fjöldi stjórnarmanna sem svo er kjörinn vera fjórðungur af næstu lægri tölu sem talan fjórir gengur upp í.
    5. Enn ókjörnir stjórnarmenn skulu kjörnir af hinum nefndarmönnunum í samræmi við ákvæði 6.–11. mgr. þessarar skrár.
    6. Ef fjöldi tilnefndra frambjóðenda er jafn fjölda fyrrnefndra ókjörinna stjórnarmanna sem kjósa á skulu allir frambjóðendurnir teljast ná kjöri í fyrstu atkvæðagreiðslu, nema hvað frambjóðandi eða fram bjóðendur sem hljóta færri atkvæði en sem nemur því lágmarkshlutfalli sem nefndin hefur ákveðið fyrir atkvæðagreiðsluna skulu ekki teljast hafa náð kjöri ef einhver frambjóðenda hefur hlotið fleiri atkvæði en sem nemur því hámarkshlutfalli sem nefndin hef ur ákveðið.
    7. Ef fjöldi tilnefndra frambjóðenda er meiri en fjöldi fyrrnefndra ókjörinna stjórnarmanna sem kjósa á skulu þeir frambjóðendur sem hljóta flest atkvæði teljast ná kjöri nema þeir frambjóðendur sem hljóta færri atkvæði en sem nemur því lágmarkshlutfalli sem nefndin hefur ákveðið.
    8. Takist ekki að skipa sæti enn ókjörinna stjórnar manna í fyrstu atkvæðagreiðslu skal efna til annarrar atkvæðagreiðslu. Þeir frambjóðendur sem ekki náðu kjöri í fyrstu atkvæðagreiðslu teljast vera áfram í framboði.
    9. Í annarri atkvæðagreiðslu skulu eingöngu greiða atkvæði (i) þeir nefndarmenn sem í fyrstu atkvæða greiðslu greiddu atkvæði frambjóðanda sem ekki náði kjöri og (ii) þeir nefndarmenn sem í fyrstu at kvæðagreiðslu greiddu atkvæði frambjóðanda sem þegar hafði hlotið það hámarkshlutfall atkvæða sem nefndin hafði ákveðið, áður en tekið var tillit til at kvæða fyrrnefndra nefndarmanna.
    10. Þegar ákvarða skal hvort frambjóðandi hefur hlotið meira en hámarkshlutfall atkvæða skal fyrst telja atkvæði þess nefndarmanns sem ræður mestum fjölda atkvæða, næst atkvæði þess nefndarmanns sem ræður næstmestum fjölda og svo koll af kolli þar til fyrrnefndu hlutfalli er náð.

    11. Ef einhver sæti í stjórninni eru enn auð eftir aðra atkvæðagreiðslu skal efna til fleiri atkvæða greiðslna samkvæmt sömu reglum þar til öll auð sæti hafa verið fyllt, með þeim fyrirvara að þegar aðeins einn stjórnarmaður er enn ókjörinn er heimilt að kjósa hann með einföldum meiri hluta þeirra at kvæða sem eftir eru og telst hann þá kjörinn með öll um þeim atkvæðum.

CONVENTION
ESTABLISHING THE
MULTILATERAL INVESTMENT
GUARANTEE AGENCY


PREAMBLE


The Contracting States

considering the need to strengthen international cooperation for economic development and to foster the contribution to such development of foreign investment in general and private foreign investment in particular;

recognizing that the flow of foreign investment to developing countries would be facilitated and further encouraged by alleviating concerns related to non-commercial risks;

desiring to enhance the flow to developing countries of capital and technology for productive purposes under conditions consistent with their development needs, policies and objectives, on the basis of fair and stable standards for the treatment of foreign in vestment;

convinced that the Multilateral Investment Guaran tee Agency can play an important role in the encour agement of foreign investment complementing na tional and regional investment guarantee programs and private insurers of non-commercial risk; and


realizing that such Agency should, to the extent pos sible, meet its obligations without resort to its call able capital and that such an objective would be served by continued improvement in investment con ditions,

have Agreed as follows:

CHAPTER I
Establishment, Status, Purposes and Definitions
ARTICLE 1
Establishment and Status of the Agency

    (a) There is hereby established the Multilateral In vestment Guarantee Agency (hereinafter called the Agency).
    (b) The Agency shall possess full juridical per sonality and, in particular, the capacity to:
          (i)      contract;
          (ii)      acquire and dispose of movable and immovable property; and
          (iii)      institute legal proceedings.

ARTICLE 2
Objective and Purposes

    The objective of the Agency shall be to encourage the flow of investments for productive purposes among member countries, and in particular to devel oping member countries, thus supplementing the ac tivities of the International Bank for Reconstruction and Development (hereinafter referred to as the Bank), the International Finance Corporation and other international development finance institutions.
    To serve its objective, the Agency shall:
          (a)      issue guarantees, including coinsurance and reinsurance, against non-commercial risks in re spect of investments in a member country which flow from other member countries;

          (b)      carry out appropriate complementary activities to promote the flow of investments to and among developing member countries; and
          (c)      exercise such other incidental powers as shall be necessary or desirable in the furtherance of its objective.
    The Agency shall be guided in all its decisions by the provisions of this Article.

ARTICLE 3
Definitions

    For the purposes of this Convention:
          (a)      “Member” means a State with respect to which this Convention has entered into force in ac cordance with Article 61.
          (b)      “Host country” or “host government” means a member, its government, or any public authori ty of a member in whose territories, as defined in Article 66, an investment which has been guaranteed or reinsured, or is considered for guarantee or reinsurance, by the Agency is to be located.
          (c)      A “developing member country” means a member which is listed as such in Schedule A hereto as this Schedule may be amended from time to time by the Council of Governors refer red to in Article 30 (hereinafter called the Council).
          (d)      A “special majority” means an affirmative vote of not less than two-thirds of the total voting power representing not less than 55 percent of the subscribed shares of the capital stock of the Agency.
          (e)      A “freely usable currency” means
                (i)      any currency designated as such by the International Monetary Fund from time to time and
                (ii)      any other freely available and effectively usable currency which the Board of Direc tors referred to in Article 30 (hereinafter called the Board) may designate for the purposes of this Convention after consulta tion with the International Monetary Fund and with the approval of the country of such currency.

CHAPTER II
Membership and Capital
ARTICLE 4
Membership

    (a) Membership in the Agency shall be open to all members of the Bank and to Switzerland.
    (b) Original members shall be the States which are listed in Schedule A hereto and become parties to this Convention on or before October 30, 1987.

ARTICLE 5
Capital

    (a) The authorized capital stock of the Agency shall be one billion Special Drawing Rights (SDR 1,000,000,000). The capital stock shall be divided into 100,000 shares having a par value of SDR 10,000 each, which shall be available for subscrip tion by members. All payment obligations of mem bers with respect to capital stock shall be settled on the basis of the average value of the SDR in terms of United States dollars for the period January 1, 1981 to June 30, 1985, such value being 1.082 United States dollars per SDR.
    (b) The capital stock shall increase on the admissi on of a new member to the extent that the then au thorized shares are insufficient to provide the shares to be subscribed by such member pursuant to Article 6.
    (c) The Council, by special majority, may at any time increase the capital stock of the Agency.


ARTICLE 6
Subscription of Shares

    Each original member of the Agency shall sub scribe at par to the number of shares of capital stock set forth opposite its name in Schedule A hereto. Each other member shall subscribe to such number of shares of capital stock on such terms and condi tions as may be determined by the Council, but in no event at an issue price of less than par. No member shall subscribe to less than fifty shares. The Council may prescribe rules by which members may sub scribe to additional shares of the authorized capital stock.

ARTICLE 7
Division and Calls of Subscribed Capital

    The initial subscription of each member shall be paid as follows:
          (i)      Within ninety days from the date on which this Convention enters into force with respect to such member, ten percent of the price of each share shall be paid in cash as stipulated in Sec tion (a) of Article 8 and an additional ten per cent in the form of non-negotiable, non-inter est-bearing promissory notes or similar obliga tions to be encashed pursuant to a decision of the Board in order to meet the Agency's obli gations.
          (ii)      The remainder shall be subject to call by the Agency when required to meet its obligations.


ARTICLE 8
Payment of Subscription of Shares

    (a) Payments of subscriptions shall be made in freely usable currencies except that payments by de veloping member countries may be made in their own currencies up to 25 percent of the paid-in cash portion of their subscriptions payable under Article 7 (i).
    (b) Calls on any portion of unpaid subscriptions shall be uniform on all shares.
    (c) If the amount received by the Agency on a call shall be insufficient to meet the obligations which have necessitated the call, the Agency may make further successive calls on unpaid subscriptions until the aggregate amount received by it shall be suffi cient to meet such obligations.
    (d) Liability on shares shall be limited to the un paid portion of the issue price.

ARTICLE 9
Valuation of Currencies

    Whenever it shall be necessary for the purposes of this Convention to determine the value of one cur rency in terms of another, such value shall be as reasonably determined by the Agency, after consulta tion with the International Monetary Fund.

ARTICLE 10
Refunds

    (a) The Agency shall, as soon as practicable, return to members amounts paid on calls on subscribed capital if and to the extent that:

          (i)      the call shall have been made to pay a claim resulting from a guarantee or reinsurance con tract and thereafter the Agency shall have re covered its payment, in whole or in part, in a freely usable currency; or
          (ii)      the call shall have been made because of a default in payment by a member and thereafter such member shall have made good such de fault in whole or in part; or
          (iii)      the Council, by special majority, determines that the financial position of the Agency per mits all or part of such amounts to be returned out of the Agency's revenues.
    (b) Any refund effected under this Article to a member shall be made in freely usable currency in the proportion of the payments made by that member to the total amount paid pursuant to calls made prior to such refund.
    (c) The equivalent of amounts refunded under this Article to a member shall become part of the callable capital obligations of the member under Article 7 (ii).

CHAPTER III
Operations
ARTICLE 11
Covered Risks

    (a) Subject to the provisions of Sections (b) and (c) below, the Agency may guarantee eligible invest ments against a loss resulting from one or more of the following types of risk:
          (i)      Currency Transfer
            any introduction attributable to the host gov ernment of restrictions on the transfer outside the host country of its currency into a freely us able currency or another currency acceptable to the holder of the guarantee, including a failure of the host government to act within a reason able period of time on an application by such holder for such transfer;
          (ii)      Expropriation and Similar Measures
            any legislative action or administrative action or omission attributable to the host government which has the effect of depriving the holder of a guarantee of his ownership or control of, or a substantial benefit from, his investment, with the exception of non-discriminatory measures of general application which governments nor mally take for the purpose of regulating eco nomic activity in their territories;
          (iii)      Breach of Contract
            any repudiation or breach by the host govern ment of a contract with the holder of a guaran tee, when (a) the holder of a guarantee does not have recourse to a judicial or arbitral forum to determine the claim of repudiation or breach, or (b) a decision by such forum is not rendered within such reasonable period of time as shall be prescribed in the contracts of guar antee pursuant to the Agency's regulations, or (c) such a decision cannot be enforced; and
          (iv)      War and Civil Disturbance
            any military action or civil disturbance in any territory of the host country to which this Con vention shall be applicable as provided in Article 66.
    (b) Upon the joint application of the investor and the host country, the Board, by special majority, may approve the extension of coverage under this Article to specific non-commercial risks other than those re ferred to in Section (a) above, but in no case to the risk of devaluation or depreciation of currency.

    (c) Losses resulting from the following shall not be covered:
          (i)      any host government action or omission to which the holder of the guarantee has agreed or for which he has been responsible; and
          (ii)      any host government action or omission or any other event occurring before the conclusion of the contract of guarantee.

ARTICLE 12
Eligible Investments

    (a) Eligible investments shall include equity inter ests, including medium- or long-term loans made or guaranteed by holders of equity in the enterprise con cerned, and such forms of direct investment as may be determined by the Board.

    (b) The Board, by special majority, may extend eligibility to any other medium- or long-term form of investment, except that loans other than those men tioned in Section (a) above may be eligible only if they are related to a specific investment covered or to be covered by the Agency.


    (c) Guarantees shall be restricted to investments the implementation of which begins subsequent to the registration of the application for the guarantee by the Agency. Such investments may include:
          (i)      any transfer of foreign exchange made to modernize, expand, or develop an existing invest ment; and
          (ii)      the use of earnings from existing investments which could otherwise be transferred outside the host country.
    (d) In guaranteeing an investment, the Agency shall satisfy itself as to:
          (i)      the economic soundness of the investment and its contribution to the development of the host country;
          (ii)      compliance of the investment with the host country's laws and regulations;
          (iii)      consistency of the investment with the declared development objectives and priorities of the host country; and
          (iv)      the investment conditions in the host country, including the availability of fair and equitable treatment and legal protection for the invest ment.

ARTICLE 13
Eligible Investors

    (a) Any natural person and any juridical person may be eligible to receive the Agency's guarantee provided that:
          (i)      such natural person is a national of a member other than the host country;
          (ii)      such juridical person is incorporated and has its principal place of business in a member or the majority of its capital is owned by a mem ber or members or nationals thereof, provided that such member is not the host country in any of the above cases; and
          (iii)      such juridical person, whether or not it is privately owned, operates on a commercial basis.
    (b) In case the investor has more than one national ity, for the purposes of Section (a) above the nation ality of a member shall prevail over the nationality of a non-member, and the nationality of the host coun try shall prevail over the nationality of any other member.
    (c) Upon the joint application of the investor and the host country, the Board, by special majority, may extend eligibility to a natural person who is a nation al of the host country or a juridical person which is incorporated in the host country or the majority of whose capital is owned by its nationals, provided that the assets invested are transferred from outside the host country.

ARTICLE 14
Eligible Host Countries

    Investments shall be guaranteed under this Chapter only if they are to be made in the territory of a devel oping member country.

ARTICLE 15
Host Country Approval

    The Agency shall not conclude any contract of guarantee before the host government has approved the issuance of the guarantee by the Agency against the risks designated for cover.

ARTICLE 16
Terms and Conditions

    The terms and conditions of each contract of guar antee shall be determined by the Agency subject to such rules and regulations as the Board shall issue, provided that the Agency shall not cover the total loss of the guaranteed investment. Contracts of guar antee shall be approved by the President under the direction of the Board.

ARTICLE 17
Payment of Claims

    The President under the direction of the Board shall decide on the payment of claims to a holder of a guarantee in accordance with the contract of guarantee and such policies as the Board may adopt. Contracts of guarantee shall require holders of guar antees to seek, before a payment is made by the Agency, such administrative remedies as may be ap propriate under the circumstances, provided that they are readily available to them under the laws of the host country. Such contracts may require the lapse of certain reasonable periods between the occurrence of events giving rise to claims and payments of claims.

ARTICLE 18
Subrogation

    (a) Upon paying or agreeing to pay compensation to a holder of a guarantee, the Agency shall be subro gated to such rights or claims related to the guaran teed investment as the holder of a guarantee may have had against the host country and other obligors. The contract of guarantee shall provide the terms and conditions of such subrogation.
    (b) The rights of the Agency pursuant to Section (a) above shall be recognized by all members.
    (c) Amounts in the currency of the host country acquired by the Agency as subrogee pursuant to Sec tion (a) above shall be accorded, with respect to use and conversion, treatment by the host country as favorable as the treatment to which such funds would be entitled in the hands of the holder of the guaran tee. In any case, such amounts may be used by the Agency for the payment of its administrative expen ditures and other costs. The Agency shall also seek to enter into arrangements with host countries on other uses of such currencies to the extent that they are not freely usable.

ARTICLE 19
Relationship to National and Regional Entities

    The Agency shall cooperate with, and seek to com plement the operations of, national entities of mem bers and regional entities the majority of whose capi tal is owned by members, which carry out activities similar to those of the Agency, with a view to maxi mizing both the efficiency of their respective services and their contribution to increased flows of foreign investment. To this end, the Agency may enter into arrangements with such entities on the details of such cooperation, including in particular the modali ties of reinsurance and coinsurance.

ARTICLE 20
Reinsurance of National and Regional Entities

    (a) The Agency may issue reinsurance in respect of a specific investment against a loss resulting from one or more of the non-commercial risks underwrit ten by a member or agency thereof or by a regional investment guarantee agency the majority of whose capital is owned by members. The Board, by special majority, shall from time to time prescribe maximum amounts of contingent liability which may be as sumed by the Agency with respect to reinsurance contracts. In respect of specific investments which have been completed more than twelve months prior to receipt of the application for reinsurance by the Agency, the maximum amount shall initially be set at ten percent of the aggregate contingent liability of the Agency under this Chapter. The conditions of eli gibility specified in Articles 11 to 14 shall apply to reinsurance operations, except that the reinsured in vestments need not be implemented subsequent to the application for reinsurance.

    (b) The mutual rights and obligations of the Agen cy and a reinsured member or agency shall be stated in contracts of reinsurance subject to such rules and regulations as the Board shall issue. The Board shall approve each contract for reinsurance covering an in vestment which has been made prior to receipt of the application for reinsurance by the Agency, with a view to minimizing risks, assuring that the Agency receives premiums commensurate with its risk, and assuring that the reinsured entity is appropriately committed toward promoting new investment in de veloping member countries.

    (c) The Agency shall, to the extent possible, assure that it or the reinsured entity shall have the rights of subrogation and arbitration equivalent to those the Agency would have if it were the primary guarantor. The terms and conditions of reinsurance shall require that administrative remedies are sought in accord ance with Article 17 before a payment is made by the Agency. Subrogation shall be effective with respect to the host country concerned only after its approval of the reinsurance by the Agency. The Agency shall include in the contracts of reinsurance provisions re quiring the reinsured to pursue with due diligence the rights or claims related to the reinsured invest ment.

ARTICLE 21
Cooperation with Private Insurers
and with Reinsurers

    (a) The Agency may enter into arrangements with private insurers in member countries to enhance its own operations and encourage such insurers to pro vide coverage of non-commercial risks in developing member countries on conditions similar to those ap plied by the Agency. Such arrangements may include the provision of reinsurance by the Agency under the conditions and procedures specified in Article 20.

    (b) The Agency may reinsure with any appropriate reinsurance entity, in whole or in part, any guarantee or guarantees issued by it.
    (c) The Agency will in particular seek to guarantee investments for which comparable coverage on rea sonable terms is not available from private insurers and reinsurers.

ARTICLE 22
Limits of Guarantee

    (a) Unless determined otherwise by the Council by special majority, the aggregate amount of contingent liabilities which may be assumed by the Agency und er this Chapter shall not exceed one hundred and 50 percent of the amount of the Agency's unimpaired subscribed capital and its reserves plus such portion of its reinsurance cover as the Board may determine. The Board shall from time to time review the risk profile of the Agency's portfolio in the light of its ex perience with claims, degree of risk diversification, reinsurance cover and other relevant factors with a view to ascertaining whether changes in the maxi mum aggregate amount of contingent liabilities should be recommended to the Council. The maxi mum amount determined by the Council shall not under any circumstances exceed five times the amount of the Agency's unimpaired subscribed capi tal, its reserves and such portion of its reinsurance cover as may be deemed appropriate.
    (b) Without prejudice to the general limit of guar antee referred to in Section (a) above, the Board may prescribe:
          (i)      maximum aggregate amounts of contingent liability which may be assumed by the Agency under this Chapter for all guarantees issued to investors of each individual member. In de termining such maximum amounts, the Board shall give due consideration to the share of the respective member in the capital of the Agency and the need to apply more liberal limitations in respect of investments originating in devel oping member countries; and
          (ii)      maximum aggregate amounts of contingent liability which may be assumed by the Agency with respect to such risk diversification factors as individual projects, individual host coun tries and types of investment or risk.

ARTICLE 23
Investment Promotion

    (a) The Agency shall carry out research, undertake activities to promote investment flows and dissemi nate information on investment opportunities in developing member countries, with a view to improv ing the environment for foreign investment flows to such countries. The Agency may, upon the request of a member, provide technical advice and assistance to improve the investment conditions in the territories of that member. In performing these activities, the Agency shall:
          (i)      be guided by relevant investment agreements among member countries;
          (ii)      seek to remove impediments, in both developed and developing member countries, to the flow of investment to developing member countries; and
          (iii)      coordinate with other agencies concerned with the promotion of foreign investment, and in particular the International Finance Corpora tion.
    (b) The Agency also shall:
          (i)      encourage the amicable settlement of disputes between investors and host countries;
          (ii)      endeavor to conclude agreements with developing member countries, and in particular with prospective host countries, which will assure that the Agency, with respect to investment guaranteed by it, has treatment at least as favorable as that agreed by the member con cerned for the most favored investment guaran tee agency or State in an agreement relating to investment, such agreements to be approved by special majority of the Board; and
          (iii)      promote and facilitate the conclusion of agreements, among its members, on the promotion and protection of investments.
    (c) The Agency shall give particular attention in its promotional efforts to the importance of increasing the flow of investments among developing member countries.

ARTICLE 24
Guarantees of Sponsored Investments

    In addition to the guarantee operations undertaken by the Agency under this Chapter, the Agency may guarantee investments under the sponsorship ar rangements provided for in Annex I to this Conven tion.

CHAPTER IV
Financial Provisions
ARTICLE 25
Financial Management

    The Agency shall carry out its activities in accord ance with sound business and prudent financial man agement practices with a view to maintaining under all circumstances its ability to meet its financial obli gations.

ARTICLE 26
Premiums and Fees

    The Agency shall establish and periodically review the rates of premiums, fees and other charges, if any, applicable to each type of risk.

ARTICLE 27
Allocation of Net Income

    (a) Without prejudice to the provisions of Section (a) (iii) of Article 10, the Agency shall allocate net income to reserves until such reserves reach five times the subscribed capital of the Agency.
    (b) After the reserves of the Agency have reached the level prescribed in Section (a) above, the Council shall decide whether, and to what extent, the Agen cy's net income shall be allocated to reserves, be di stributed to the Agency's members or be used other wise. Any distribution of net income to the Agency's members shall be made in proportion to the share of each member in the capital of the Agency in accord ance with a decision of the Council acting by special majority.

ARTICLE 28
Budget

    The President shall prepare an annual budget of revenues and expenditures of the Agency for ap proval by the Board.

ARTICLE 29
Accounts

    The Agency shall publish an Annual Report which shall include statements of its accounts and of the ac counts of the Sponsorship Trust Fund referred to in Annex I to this Convention, as audited by independ ent auditors. The Agency shall circulate to members at appropriate intervals a summary statement of its financial position and a profit and loss statement showing the results of its operations.

CHAPTER V
Organization and Management
ARTICLE 30
Structure of the Agency

    The Agency shall have a Council of Governors, a Board of Directors, a President and staff to perform such duties as the Agency may determine.

ARTICLE 31
The Council

    (a) All the powers of the Agency shall be vested in the Council, except such powers as are, by the terms of this Convention, specifically conferred upon an other organ of the Agency. The Council may delegate to the Board the exercise of any of its powers, except the power to:
          (i)      admit new members and determine the conditions of their admission;
          (ii)      suspend a member;
          (iii)      decide on any increase or decrease in the capital;
          (iv)      increase the limit of the aggregate amount of contingent liabilities pursuant to Section (a) of Article 22;
          (v)      designate a member as a developing member country pursuant to Section (c) of Article 3;
          (vi)      classify a new member as belonging to Category One or Category Two for voting purposes pursuant to Section (a) of Article 39 or reclas sify an existing member for the same purposes;
          (vii)      determine the compensation of Directors and their Alternates;
          (viii)      cease operations and liquidate the Agency;
          (ix)      distribute assets to members upon liquidation; and
          (x)      amend this Convention, its Annexes and Schedules.
    (b) The Council shall be composed of one Govern or and one Alternate appointed by each member in such manner as it may determine. No Alternate may vote except in the absence of his principal. The Council shall select one of the Governors as Chair man.
    (c) The Council shall hold an annual meeting and such other meetings as may be determined by the Council or called by the Board. The Board shall call a meeting of the Council whenever requested by five members or by members having 25 percent of the total voting power.

ARTICLE 32
The Board

    (a) The Board shall be responsible for the general operations of the Agency and shall take, in the ful fillment of this responsibility, any action required or permitted under this Convention.
    (b) The Board shall consist of not less than twelve Directors. The number of Directors may be adjusted by the Council to take into account changes in mem bership. Each Director may appoint an Alternate with full power to act for him in case of the Director's absence or inability to act. The President of the Bank shall be ex officio Chairman of the Board, but shall have no vote except a deciding vote in case of an equal division.
    (c) The Council shall determine the term of office of the Directors. The first Board shall be constituted by the Council at its inaugural meeting.
    (d) The Board shall meet at the call of its Chair man acting on his own initiative or upon request of three Directors.
    (e) Until such time as the Council may decide that the Agency shall have a resident Board which func tions in continuous session, the Directors and Alter nates shall receive compensation only for the cost of attendance at the meetings of the Board and the dis charge of other official functions on behalf of the Agency. Upon the establishment of a Board in con tinuous session, the Directors and Alternates shall receive such remuneration as may be determined by the Council.

ARTICLE 33
President and Staff

    (a) The President shall, under the general control of the Board, conduct the ordinary business of the Agency. He shall be responsible for the organization, appointment and dismissal of the staff.
    (b) The President shall be appointed by the Board on the nomination of its Chairman. The Council shall determine the salary and terms of the contract of service of the President.
    (c) In the discharge of their offices, the President and the staff owe their duty entirely to the Agency and to no other authority. Each member of the Agen cy shall respect the international character of this du ty and shall refrain from all attempts to influence the President or the staff in the discharge of their duties.
    (d) In appointing the staff, the President shall, sub ject to the paramount importance of securing the highest standards of efficiency and of technical com petence, pay due regard to the importance of recruit ing personnel on as wide a geographical basis as pos sible.
    (e) The President and staff shall maintain at all times the confidentiality of information obtained in carrying out the Agency's operations.

ARTICLE 34
Political Activity Prohibited

    The Agency, its President and staff shall not inter fere in the political affairs of any member. Without prejudice to the right of the Agency to take into ac count all the circumstances surrounding an investment, they shall not be influenced in their decisions by the political character of the member or members concerned. Considerations relevant to their decisions shall be weighed impartially in order to achieve the purposes stated in Article 2.

ARTICLE 35
Relations with International Organizations

    The Agency shall, within the terms of this Conven tion, cooperate with the United Nations and with other inter-governmental organizations having spe cialized responsibilities in related fields, including in particular the Bank and the International Finance Corporation.

ARTICLE 36
Location of Principal Office

    (a) The principal office of the Agency shall be lo ated in Washington, D.C., unless the Council, by special majority, decides to establish it in another lo cation.
    (b) The Agency may establish other offices as may be necessary for its work.


ARTICLE 37
Depositories for Assets

    Each member shall designate its central bank as a depository in which the Agency may keep holdings of such member's currency or other assets of the Agency or, if it has no central bank, it shall designate for such purpose such other institution as may be ac ceptable to the Agency.

ARTICLE 38
Channel of Communication

    (a) Each member shall designate an appropriate authority with which the Agency may communicate in connection with any matter arising under this Con vention. The Agency may rely on statements of such authority as being statements of the member. The Agency, upon the request of a member, shall consult with that member with respect to matters dealt with in Articles 19 to 21 and related to entities or insurers of that member.
    (b) Whenever the approval of any member is re quired before any act may be done by the Agency, approval shall be deemed to have been given unless the member presents an objection within such reas onable period as the Agency may fix in notifying the member of the proposed act.

CHAPTER VI
Voting, Adjustments of Subscriptions
and Representation

ARTICLE 39
Voting and Adjustments of Subscriptions

    (a) In order to provide for voting arrangements that reflect the equal interest in the Agency of the two Categories of States listed in Schedule A of this Con vention, as well as the importance of each member's financial participation, each member shall have 177 membership votes plus one subscription vote for each share of stock held by that member.
    (b) If at any time within three years after the entry into force of this Convention the aggregate sum of membership and subscription votes of members which belong to either of the two Categories of States listed in Schedule A of this Convention is less than 40 percent of the total voting power, members from such a Category shall have such number of sup plementary votes as shall be necessary for the aggre gate voting power of the Category to equal such a percentage of the total voting power. Such supple mentary votes shall be distributed among the mem bers of such Category in the proportion that the sub scription votes of each bears to the aggregate of sub scription votes of the Category. Such supplementary votes shall be subject to automatic adjustment to en sure that such percentage is maintained and shall be cancelled at the end of the above-mentioned three-year period.
    (c) During the third year following the entry into force of this Convention, the Council shall review the allocation of shares and shall be guided in its de cision by the following principles:
          (i)      the votes of members shall reflect actual subscriptions to the Agency's capital and the membership votes as set out in Section (a) of this Article;
          (ii)      shares allocated to countries which shall not have signed the Convention shall be made available for reallocation to such members and in such manner as to make possible voting par ity between the above-mentioned Categories; and
          (iii)      the Council will take measures that will facilitate members' ability to subscribe to shares al located to them.
    (d) Within the three-year period provided for in Section (b) of this Article, all decisions of the Coun cil and Board shall be taken by special majority, ex cept that decisions requiring a higher majority under this Convention shall be taken by such higher majo rity.
    (e) In case the capital stock of the Agency is in creased pursuant to Section (c) of Article 5, each member which so requests shall be authorized to subscribe a proportion of the increase equivalent to the proportion which its stock theretofore subscribed bears to the total capital stock of the Agency, but no member shall be obligated to subscribe any part of the increased capital.
    (f) The Council shall issue regulations regarding the making of additional subscriptions under Section (e) of this Article. Such regulations shall prescribe reasonable time limits for the submission by mem bers of requests to make such subscriptions.

ARTICLE 40
Voting in the Council

    (a) Each Governor shall be entitled to cast the votes of the member he represents. Except as other wise specified in this Convention, decisions of the Council shall be taken by a majority of the votes cast.
    (b) A quorum for any meeting of the Council shall be constituted by a majority of the Governors exer cising not less than two-thirds of the total voting power.
    (c) The Council may by regulation establish a pro cedure whereby the Board, when it deems such action to be in the best interests of the Agency, may request a decision of the Council on a specific ques tion without calling a meeting of the Council.

ARTICLE 41
Election of Directors

    (a) Directors shall be elected in accordance with Schedule B.
    (b) Directors shall continue in office until their successors are elected. If the office of a Director be comes vacant more than ninety days before the end of his term, another Director shall be elected for the remainder of the term by the Governors who elected the former Director. A majority of the votes cast shall be required for election. While the office re mains vacant, the Alternate of the former Director shall exercise his powers, except that of appointing an Alternate.

ARTICLE 42
Voting in the Board

    (a) Each Director shall be entitled to cast the num ber of votes of the members whose votes counted to wards his election. All the votes which a Director is entitled to cast shall be cast as a unit. Except as otherwise specified in this Convention, decisions of the Board shall be taken by a majority of the votes cast.
    (b) A quorum for a meeting of the Board shall be constituted by a majority of the Directors exercising not less than one-half of the total voting power.
    (c) The Board may by regulation establish a proce dure whereby its Chairman, when he deems such ac tion to be in the best interests of the Agency, may re quest a decision of the Board on a specific question without calling a meeting of the Board.


CHAPTER VII
Privileges and Immunities
ARTICLE 43
Purposes of Chapter

    To enable the Agency to fulfill its functions, the immunities and privileges set forth in this Chapter shall be accorded to the Agency in the territories of each member.

ARTICLE 44
Legal Process

    Actions other than those within the scope of Ar ticles 57 and 58 may be brought against the Agency only in a court of competent jurisdiction in the terri tories of a member in which the Agency has an office or has appointed an agent for the purpose of accept ing service or notice of process. No such action against the Agency shall be brought (i) by members or persons acting for or deriving claims from mem bers or (ii) in respect of personnel matters. The pro perty and assets of the Agency shall, wherever lo cated and by whomsoever held, be immune from all forms of seizure, attachment or execution before the delivery of the final judgment or award against the Agency.

ARTICLE 45
Assets

    (a) The property and assets of the Agency, wher ever located and by whomsoever held, shall be im mune from search, requisition, confiscation, expro priation or any other form of seizure by executive or legislative action.
    (b) To the extent necessary to carry out its opera tions under this Convention, all property and assets of the Agency shall be free from restrictions, regula tions, controls and moratoria of any nature; provided that property and assets acquired by the Agency as successor to or subrogee of a holder of a guarantee, a reinsured entity or an investor insured by a rein sured entity shall be free from applicable foreign exchange restrictions, regulations and controls in force in the territories of the member concerned to the ex tent that the holder, entity or investor to whom the Agency was subrogated was entitled to such treat ment.
    (c) For purposes of this Chapter, the term “assets” shall include the assets of the Sponsorship Trust Fund referred to in Annex I to this Convention and other assets administered by the Agency in further ance of its objective.

ARTICLE 46
Archives and Communications

    (a) The archives of the Agency shall be inviolable, wherever they may be.
    (b) The official communications of the Agency shall be accorded by each member the same treat ment that is accorded to the official communications of the Bank.

ARTICLE 47
Taxes

    (a) The Agency, its assets, property and income, and its operations and transactions authorized by this Convention, shall be immune from all taxes and cus toms duties. The Agency shall also be immune from liability for the collection or payment of any tax or duty.
    (b) Except in the case of local nationals, no tax shall be levied on or in respect of expense allow ances paid by the Agency to Governors and their Al ternates or on or in respect of salaries, expense al lowances or other emoluments paid by the Agency to the Chairman of the Board, Directors, their Alter nates, the President or staff of the Agency.

    (c) No taxation of any kind shall be levied on any investment guaranteed or reinsured by the Agency (including any earnings therefrom) or any insurance policies reinsured by the Agency (including any pre miums and other revenues therefrom) by whomso ever held: (i) which discriminates against such in vestment or insurance policy solely because it is guaranteed or reinsured by the Agency; or (ii) if the sole jurisdictional basis for such taxation is the loca tion of any office or place of business maintained by the Agency.


ARTICLE 48
Officials of the Agency

    All Governors, Directors, Alternates, the President and staff of the Agency:
          (i)      shall be immune from legal process with respect to acts performed by them in their official capacity;
          (ii)      not being local nationals, shall be accorded the same immunities from immigration restric tions, alien registration requirements and na tional service obligations, and the same facil ities as regards exchange restrictions as are ac corded by the members concerned to the repre sentatives, officials and employees of compa rable rank of other members; and
          (iii)      shall be granted the same treatment in respect of travelling facilities as is accorded by the members concerned to representatives, offi cials and employees of comparable rank of oth er members.

ARTICLE 49
Application of this Chapter

    Each member shall take such action as is necessary in its own territories for the purpose of making effec tive in terms of its own law the principles set forth in this Chapter and shall inform the Agency of the de tailed action which it has taken.

ARTICLE 50
Waiver

    The immunities, exemptions and privileges pro vided in this Chapter are granted in the interests of the Agency and may be waived, to such extent and upon such conditions as the Agency may determine, in cases where such a waiver would not prejudice its interests. The Agency shall waive the immunity of any of its staff in cases where, in its opinion, the im munity would impede the course of justice and can be waived without prejudice to the interests of the Agency.

CHAPTER VIII
Withdrawal, Suspension of Membership
and Cessation of Operations

ARTICLE 51
Withdrawal

    Any member may, after the expiration of three years following the date upon which this Convention has entered into force with respect to such member, withdraw from the Agency at any time by giving no tice in writing to the Agency at its principal office. The Agency shall notify the Bank, as depository of this Convention, of the receipt of such notice. Any withdrawal shall become effective ninety days fol lowing the date of the receipt of such notice by the Agency. A member may revoke such notice as long as it has not become effective.

ARTICLE 52
Suspension of Membership

    (a) If a member fails to fulfill any of its obligations under this Convention, the Council may, by a major ity of its members exercising a majority of the total voting power, suspend its membership.

    (b) While under suspension a member shall have no rights under this Convention, except for the right of withdrawal and other rights provided in this Chap ter and Chapter IX, but shall remain subject to all its obligations.
    (c) For purposes of determining eligibility for a guarantee or reinsurance to be issued under Chapter III or Annex I to this Convention, a suspended mem ber shall not be treated as a member of the Agency.

    (d) The suspended member shall automatically cease to be a member one year from the date of its suspension unless the Council decides to extend the period of suspension or to restore the member to good standing.

ARTICLE 53
Rights and Duties of States Ceasing to be Members

    (a) When a State ceases to be a member, it shall remain liable for all its obligations, including its con tingent obligations, under this Convention which shall have been in effect before the cessation of its membership.
    (b) Without prejudice to Section (a) above, the Agency shall enter into an arrangement with such State for the settlement of their respective claims and obligations. Any such arrangement shall be approved by the Board.


ARTICLE 54
Suspension of Operations

    (a) The Board may, whenever it deems it justified, suspend the issuance of new guarantees for a speci fied period.
    (b) In an emergency, the Board may suspend all ac tivities of the Agency for a period not exceeding the duration of such emergency, provided that necessary arrangements shall be made for the protection of the interests of the Agency and of third parties.

    (c) The decision to suspend operations shall have no effect on the obligations of the members under this Convention or on the obligations of the Agency towards holders of a guarantee or reinsurance policy or towards third parties.


ARTICLE 55
Liquidation

    (a) The Council, by special majority, may decide to cease operations and to liquidate the Agency. There upon the Agency shall forthwith cease all activities, except those incident to the orderly realization, con servation and preservation of assets and settlement of obligations. Until final settlement and distribution of assets, the Agency shall remain in existence and all rights and obligations of members under this Convention shall continue unimpaired.
    (b) No distribution of assets shall be made to mem bers until all liabilities to holders of guarantees and other creditors shall have been discharged or pro vided for and until the Council shall have decided to make such distribution.
    (c) Subject to the foregoing, the Agency shall dis tribute its remaining assets to members in proportion to each member's share in the subscribed capital. The Agency shall also distribute any remaining as sets of the Sponsorship Trust Fund referred to in An nex I to this Convention to sponsoring members in the proportion which the investments sponsored by each bears to the total of sponsored investments. No member shall be entitled to its share in the assets of the Agency or the Sponsorship Trust Fund unless that member has settled all outstanding claims by the Agency against it. Every distribution of assets shall be made at such times as the Council shall determine and in such manner as it shall deem fair and equi table.

CHAPTER IX
Settlement of Disputes
ARTICLE 56
Interpretation and Application of the Convention

    (a) Any question of interpretation or application of the provisions of this Convention arising between any member of the Agency and the Agency or among members of the Agency shall be submitted to the Board for its decision. Any member which is particu larly affected by the question and which is not other wise represented by a national in the Board may send a representative to attend any meeting of the Board at which such question is considered.
    (b) In any case where the Board has given a de cision under Section (a) above, any member may re quire that the question be referred to the Council, whose decision shall be final. Pending the result of the referral to the Council, the Agency may, so far as it deems necessary, act on the basis of the decision of the Board.

ARTICLE 57
Disputes between the Agency and Members

    (a) Without prejudice to the provisions of Article 56 and of Section (b) of this Article, any dispute be tween the Agency and a member or an agency there of and any dispute between the Agency and a country (or agency thereof) which has ceased to be a mem ber, shall be settled in accordance with the procedure set out in Annex II to this Convention.
    (b) Disputes concerning claims of the Agency act ing as subrogee of an investor shall be settled in ac cordance with either (i) the procedure set out in An nex II to this Convention, or (ii) an agreement to be entered into between the Agency and the member concerned on an alternative method or methods for the settlement of such disputes. In the latter case, Annex II to this Convention shall serve as a basis for such an agreement which shall, in each case, be ap proved by the Board by special majority prior to the undertaking by the Agency of operations in the terri tories of the member concerned.

ARTICLE 58
Disputes Involving Holders of a
Guarantee or Reinsurance

    Any dispute arising under a contract of guarantee or reinsurance between the parties thereto shall be submitted to arbitration for final determination in ac cordance with such rules as shall be provided for or referred to in the contract of guarantee or reinsur ance.

CHAPTER X
Amendments
ARTICLE 59
Amendment by Council

    (a) This Convention and its Annexes may be amended by vote of three-fifths of the Governors exercising four-fifths of the total voting power, pro vided that:
          (i)      any amendment modifying the right to withdraw from the Agency provided in Article 51 or the limitation on liability provided in Sec tion (d) of Article 8 shall require the affirma tive vote of all Governors; and
          (ii)      any amendment modifying the loss-sharing arrangement provided in Articles 1 and 3 of An nex I to this Convention which will result in an increase in any member's liability thereunder shall require the affirmative vote of the Gover nor of each such member.
    (b) Schedules A and B to this Convention may be amended by the Council by special majority.
    (c) If an amendment affects any provision of Annex I to this Convention, total votes shall include the ad ditional votes allotted under Article 7 of such Annex to sponsoring members and countries hosting spon sored investments.

ARTICLE 60
Procedure

    Any proposal to amend this Convention, whether emanating from a member or a Governor or a Direc tor, shall be communicated to the Chairman of the Board who shall bring the proposal before the Board. If the proposed amendment is recommended by the Board, it shall be submitted to the Council for ap proval in accordance with Article 59. When an amendment has been duly approved by the Council, the Agency shall so certify by formal communication addressed to all members. Amendments shall enter into force for all members ninety days after the date of the formal communication unless the Council shall specify a different date.

CHAPTER XI
Final Provisions
ARTICLE 61
Entry into Force

    (a) This Convention shall be open for signature on behalf of all members of the Bank and Switzerland and shall be subject to ratification, acceptance or ap proval by the signatory States in accordance with their constitutional procedures.
    (b) This Convention shall enter into force on the day when not less than five instruments of ratifica tion, acceptance or approval shall have been depos ited on behalf of signatory States in Category One, and not less than fifteen such instruments shall have been deposited on behalf of signatory States in Cate gory Two; provided that total subscriptions of these States amount to not less than one-third of the au thorized capital of the Agency as prescribed in Article 5.
    (c) For each State which deposits its instrument of ratification, acceptance or approval after this Con vention shall have entered into force, this Conven tion shall enter into force on the date of such deposit.

    (d) If this Convention shall not have entered into force within two years after its opening for signature, the President of the Bank shall convene a conference of interested countries to determine the future course of action.

ARTICLE 62
Inaugural Meeting

    Upon entry into force of this Convention, the Presi dent of the Bank shall call the inaugural meeting of the Council. This meeting shall be held at the princi pal office of the Agency within sixty days from the date on which this Convention has entered into force or as soon as practicable thereafter.

ARTICLE 63
Depository

    Instruments of ratification, acceptance or approval of this Convention and amendments thereto shall be deposited with the Bank which shall act as the de pository of this Convention. The depository shall transmit certified copies of this Convention to States members of the Bank and to Switzerland.

ARTICLE 64
Registration

    The depository shall register this Convention with the Secretariat of the United Nations in accordance with Article 102 of the Charter of the United Nations and the Regulations thereunder adopted by the Gen eral Assembly.

ARTICLE 65
Notification

    The depository shall notify all signatory States and, upon the entry into force of this Convention, the Agency of the following:
          (a)      signatures of this Convention;
          (b)      deposits of instruments of ratification, acceptance and approval in accordance with Article 63;
          (c)      the date on which this Convention enters into force in accordance with Article 61;
          (d)      exclusions from territorial application pursuant to Article 66; and
          (e)      withdrawal of a member from the Agency pursuant to Article 51.

ARTICLE 66
Territorial Application

    This Convention shall apply to all territories under the jurisdiction of a member including the territories for whose international relations a member is re sponsible, except those which are excluded by such member by written notice to the depository of this Convention either at the time of ratification, accept ance or approval or subsequently.

ARTICLE 67
Periodic Reviews

    (a) The Council shall periodically undertake com prehensive reviews of the activities of the Agency as well as the results achieved with a view to introduc ing any changes required to enhance the Agency's ability to serve its objectives.
    (b) The first such review shall take place five years after the entry into force of this Convention. The dates of subsequent reviews shall be determined by the Council.

    DONE at Seoul, in a single copy which shall re main deposited in the archives of the International Bank for Reconstruction and Development, which has indicated by its signature below its agreement to fulfill the functions with which it is charged under this Convention.


ANNEX I
Guarantees of Sponsored Investments
Under Article 24


ARTICLE 1
Sponsorship

    (a) Any member may sponsor for guarantee an in vestment to be made by an investor of any nationality or by investors of any or several nationalities.

    (b)Subject to the provisions of Sections (b) and (c) of Article 3 of this Annex, each sponsoring member shall share with the other sponsoring members in losses under guarantees of sponsored investments, when and to the extent that such losses cannot be covered out of the Sponsorship Trust Fund referred to in Article 2 of this Annex, in the proportion which the amount of maximum contingent liability under the guarantees of investments sponsored by it bears to the total amount of maximum contingent liability under the guarantees of investments sponsored by all members.
    (c) In its decisions on the issuance of guarantees under this Annex, the Agency shall pay due regard to the prospects that the sponsoring member will be in a position to meet its obligations under this Annex and shall give priority to investments which are co-sponsored by the host countries concerned.
    (d) The Agency shall periodically consult with sponsoring members with respect to its operations under this Annex.

ARTICLE 2
Sponsorship Trust Fund

    (a) Premiums and other revenues attributable to guarantees of sponsored investments, including re turns on the investment of such premiums and reve nues, shall be held in a separate account which shall be called the Sponsorship Trust Fund.
    (b) All administrative expenses and payments on claims attributable to guarantees issued under this Annex shall be paid out of the Sponsorship Trust Fund.
    (c) The assets of the Sponsorship Trust Fund shall be held and administered for the joint account of sponsoring members and shall be kept separate and apart from the assets of the Agency.

ARTICLE 3
Calls on Sponsoring Members

    (a) To the extent that any amount is payable by the Agency on account of a loss under a sponsored guar antee and such amount cannot be paid out of assets of the Sponsorship Trust Fund, the Agency shall call on each sponsoring member to pay into such Fund its share of such amount as shall be determined in ac cordance with Section (b) of Article 1 of this Annex.
    (b) No member shall be liable to pay any amount on a call pursuant to the provisions of this Article if as a result total payments made by that member will exceed the total amount of guarantees covering in vestments sponsored by it.
    (c) Upon the expiry of any guarantee covering an investment sponsored by a member, the liability of that member shall be decreased by an amount equi valent to the amount of such guarantee; such liability shall also be decreased on a pro rata basis upon pay ment by the Agency of any claim related to a spon sored investment and shall otherwise continue in effect until the expiry of all guarantees of sponsored investments outstanding at the time of such payment.
    (d) If any sponsoring member shall not be liable for an amount of a call pursuant to the provisions of this Article because of the limitation contained in Sections (b) and (c) above, or if any sponsoring member shall default in payment of an amount due in response to any such call, the liability for payment of such amount shall be shared pro rata by the other sponsoring members. Liability of members pursuant to this Section shall be subject to the limitation set forth in Sections (b) and (c) above.
    (e) Any payment by a sponsoring member pursuant to a call in accordance with this Article shall be made promptly and in freely usable currency.

ARTICLE 4
Valuation of Currencies and Refunds

    The provisions on valuation of currencies and re funds contained in this Convention with respect to capital subscriptions shall be applied mutatis mutan dis to funds paid by members on account of spon sored investments.

ARTICLE 5
Reinsurance

    (a) The Agency may, under the conditions set forth in Article 1 of this Annex, provide reinsurance to a member, an agency thereof, a regional agency as de fined in Section (a) of Article 20 of this Convention or a private insurer in a member country. The pro visions of this Annex concerning guarantees and of Articles 20 and 21 of this Convention shall be ap plied mutatis mutandis to reinsurance provided un der this Section.
    (b) The Agency may obtain reinsurance for invest ments guaranteed by it under this Annex and shall meet the cost of such reinsurance out of the Sponsor ship Trust Fund. The Board may decide whether and to what extent the loss-sharing obligation of spon soring members referred to in Section (b) of Article 1 of this Annex may be reduced on account of the re insurance cover obtained.

ARTICLE 6
Operational Principles

    Without prejudice to the provisions of this Annex, the provisions with respect to guarantee operations under Chapter III of this Convention and to financial management under Chapter IV of this Convention shall be applied mutatis mutandis to guarantees of sponsored investments except that (i) such invest ments shall qualify for sponsorship if made in the territories of any member, and in particular of any developing member, by an investor or investors eligible under Section (a) of Article 1 of this Annex, and (ii) the Agency shall not be liable with respect to its own assets for any guarantee or reinsurance is sued under this Annex and each contract of guaran tee or reinsurance concluded pursuant to this Annex shall expressly so provide.

ARTICLE 7
Voting

    For decisions relating to sponsored investments, each sponsoring member shall have one additional vote for each 10,000 Special Drawing Rights equiva lent of the amount guaranteed or reinsured on the basis of its sponsorship, and each member hosting a sponsored investment shall have one additional vote for each 10,000 Special Drawing Rights equivalent of the amount guaranteed or reinsured with respect to any sponsored investment hosted by it. Such addi tional votes shall be cast only for decisions related to sponsored investments and shall otherwise be disre garded in determining the voting power of members.



ANNEX II
Settlement of Disputes Between a Member and the Agency Under Article 57

ARTICLE 1
Application of the Annex

    All disputes within the scope of Article 57 of this Convention shall be settled in accordance with the procedure set out in this Annex, except in the cases where the Agency has entered into an agreement with a member pursuant to Section (b) (ii) of Article 57.

ARTICLE 2
Negotiation

    The parties to a dispute within the scope of this Annex shall attempt to settle such dispute by nego tiation before seeking conciliation or arbitration. Ne gotiations shall be deemed to have been exhausted if the parties fail to reach a settlement within a period of one hundred and twenty days from the date of the request to enter into negotiation.

ARTICLE 3
Conciliation

    (a) If the dispute is not resolved through negotia tion, either party may submit the dispute to arbitra tion in accordance with the provisions of Article 4 of this Annex, unless the parties, by mutual consent, have decided to resort first to the conciliation pro cedure provided for in this Article.
    (b) The agreement for recourse to conciliation shall specify the matter in dispute, the claims of the par ties in respect thereof and, if available, the name of the conciliator agreed upon by the parties. In the ab sence of agreement on the conciliator, the parties may jointly request either the Secretary-General of the International Centre for Settlement of Investment Disputes (hereinafter called ICSID) or the President of the International Court of Justice to appoint a con ciliator. The conciliation procedure shall terminate if the conciliator has not been appointed within ninety days after the agreement for recourse to conciliation.


    (c) Unless otherwise provided in this Annex or agreed upon by the parties, the conciliator shall de termine the rules governing the conciliation proce dure and shall be guided in this regard by the con ciliation rules adopted pursuant to the Convention on the Settlement of Investment Disputes between States and Nationals of Other States.
    (d) The parties shall cooperate in good faith with the conciliator and shall, in particular, provide him with all information and documentation which would assist him in the discharge of his functions; they shall give their most serious consideration to his rec ommendations.
    (e) Unless otherwise agreed upon by the parties, the conciliator shall, within a period not exceeding one hundred and eighty days from the date of his ap pointment, submit to the parties a report recording the results of his efforts and setting out the issues controversial between the parties and his proposals for their settlement.
    (f) Each party shall, within sixty days from the date of the receipt of the report, express in writing its views on the report to the other party.
    (g) Neither party to a conciliation proceeding shall be entitled to have recourse to arbitration unless:
          (i)      the conciliator shall have failed to submit his report within the period established in Section (e) above; or
          (ii)      the parties shall have failed to accept all of the proposals contained in the report within sixty days after its receipt; or
          (iii)      the parties, after an exchange of views on the report, shall have failed to agree on a settle ment of all controversial issues within sixty days after receipt of the conciliator's report; or
          (iv)      a party shall have failed to express its views on the report as prescribed in Section (f) above.

    (h) Unless the parties agree otherwise, the fees of the conciliator shall be determined on the basis of the rates applicable to ICSID conciliation. These fees and the other costs of the conciliation proceedings shall be borne equally by the parties. Each party shall defray its own expenses.

ARTICLE 4
Arbitration

    (a) Arbitration proceedings shall be instituted by means of a notice by the party seeking arbitration (the claimant) addressed to the other party or parties to the dispute (the respondent). The notice shall spe cify the nature of the dispute, the relief sought and the name of the arbitrator appointed by the claimant. The respondent shall, within thirty days after the date of receipt of the notice, notify the claimant of the name of the arbitrator appointed by it. The two parties shall, within a period of thirty days from the date of appointment of the second arbitrator, select a third arbitrator, who shall act as President of the Arbitral Tribunal (the Tribunal).
    (b) If the Tribunal shall not have been constituted within sixty days from the date of the notice, the ar bitrator not yet appointed or the President not yet se lected shall be appointed, at the joint request of the parties, by the Secretary-General of ICSID. If there is no such joint request, or if the Secretary-General shall fail to make the appointment within thirty days of the request, either party may request the President of the International Court of Justice to make the ap pointment.

    (c) No party shall have the right to change the arbi trator appointed by it once the hearing of the dispute has commenced. In case any arbitrator (including the President of the Tribunal) shall resign, die, or be come incapacitated, a successor shall be appointed in the manner followed in the appointment of his prede cessor and such successor shall have the same pow ers and duties of the arbitrator he succeeds.
    (d) The Tribunal shall convene first at such time and place as shall be determined by the President. Thereafter, the Tribunal shall determine the place and dates of its meetings.
    (e) Unless otherwise provided in this Annex or agreed upon by the parties, the Tribunal shall deter mine its procedure and shall be guided in this regard by the arbitration rules adopted pursuant to the Con vention on the Settlement of Investment Disputes be tween States and Nationals of Other States.
    (f) The Tribunal shall be the judge of its own com petence except that, if an objection is raised before the Tribunal to the effect that the dispute falls within the jurisdiction of the Board or the Council under Article 56 or within the jurisdiction of a judicial or arbitral body designated in an agreement under Ar ticle 1 of this Annex and the Tribunal is satisfied that the objection is genuine, the objection shall be referred by the Tribunal to the Board or the Council or the designated body, as the case may be, and the arbitration proceedings shall be stayed until a deci sion has been reached on the matter, which shall be binding upon the Tribunal.
    (g) The Tribunal shall, in any dispute within the scope of this Annex, apply the provisions of this Convention, any relevant agreement between the par ties to the dispute, the Agency's by-laws and regula tions, the applicable rules of international law, the domestic law of the member concerned as well as the applicable provisions of the investment contract, if any. Without prejudice to the provisions of this Con vention, the Tribunal may decide a dispute ex aequo et bono if the Agency and the member concerned so agree. The Tribunal may not bring a finding of non liquet on the ground of silence or obscurity of the law.
    (h) The Tribunal shall afford a fair hearing to all the parties. All decisions of the Tribunal shall be taken by a majority vote and shall state the reasons on which they are based. The award of the Tribunal shall be in writing, and shall be signed by at least two arbitrators and a copy thereof shall be transmit ted to each party. The award shall be final and bind ing upon the parties and shall not be subject to ap peal, annulment or revision.
    (i) If any dispute shall arise between the parties as to the meaning or scope of an award, either party may, within sixty days after the award was rendered, request interpretation of the award by an application in writing to the President of the Tribunal which rendered the award. The President shall, if possible, submit the request to the Tribunal which rendered the award and shall convene such Tribunal within sixty days after receipt of the application. If this shall not be possible, a new Tribunal shall be constituted in accordance with the provisions of Sections (a) to (d) above. The Tribunal may stay enforcement of the award pending its decision on the requested interpre tation.
    (j) Each member shall recognize an award rend ered pursuant to this Article as binding and enforce able within its territories as if it were a final judg ment of a court in that member. Execution of the award shall be governed by the laws concerning the execution of judgments in force in the State in whose territories such execution is sought and shall not de rogate from the law in force relating to immunity from execution.
    (k) Unless the parties shall agree otherwise, the fees and remuneration payable to the arbitrators shall be determined on the basis of the rates applicable to ICSID arbitration. Each party shall defray its own costs associated with the arbitration proceedings. The costs of the Tribunal shall be borne by the par ties in equal proportion unless the Tribunal decides otherwise. Any question concerning the division of the costs of the Tribunal or the procedure for pay ment of such costs shall be decided by the Tribunal.

ARTICLE 5
Service of Process

    Service of any notice or process in connection with any proceeding under this Annex shall be made in writing. It shall be made by the Agency upon the au thority designated by the member concerned pur suant to Article 38 of this Convention and by that member at the principal office of the Agency.


SCHEDULE A
Membership and Subscriptions


CATEGORY ONE

Country
Number
of Shares
Subscription
(millions of SDR)
Australia 1,713 17 .13
Austria 775 7 .75
Belgium 2,030 20 .30
Canada 2,965 29 .65
Denmark 718 7 .18
Finland 600 6 .00
France 4,860 48 .60
Germany, Federal
Republic of

5,071

50 .71
Iceland 90 0 .90
Ireland 369 3 .69
Italy 2,820 28 .20
Japan 5,095 50 .95
Luxembourg 116 1 .16
Netherlands 2,169 21 .69
New Zealand 513 5 .13
Norway 699 6 .99
South Africa 943 9 .43
Sweden 1,049 10 .49
Switzerland 1,500 15 .00
United Kingdom 4,860 48 .60
United States 20,519 205 .19
Total 59,473 594 .73

CATEGORY TWO a

Country
Number
of
Shares
Subscription
(millions
of SDR)
Afghanistan 118 1 .18
Algeria 649 6 .49
Antigua and Barbuda 50 0 .50
Argentina 1,254 12 .54
Bahamas 100 1 .00
Bahrain 77 0 .77
Bangladesh 340 3 .40
Barbados 68 0 .68
Belize 50 0 .50
Benin 61 0 .61
Bhutan 50 0 .50
Bolivia 125 1 .25
Botswana 50 0 .50
Brazil 1,479 14 .79
Burkina Faso 61 0 .61
Burma 178 1 .78
Burundi 74 0 .74
Cameroon 107 1 .07
Cape Verde 50 0 .50
Central African Republic 60 0 .60
Chad 60 0 .60
Chile 485 4 .85
China 3,138 31 .38
Colombia 437 4 .37
Comoros 50 0 .50
Congo, People's Republic of the
65

0 .65
Costa Rica 117 1 .17
Cyprus 104 1 .04
Djibouti 50 0 .50
Dominica 50 0 .50
Dominican Republic 147 1 .47
Ecuador 182 1 .82
Egypt, Arab Republic of 459 4 .59
El Salvador 122 1 .22
Equatorial Guinea 50 0 .50
Ethiopia 70 0 .70
Fiji 71 0 .71
Gabon 96 0 .96
Gambia, The 50 0 .50
Ghana 245 2 .45
Greece 280 2 .80
Grenada 50 0 .50
Guatemala 140 1 .40
Guinea 91 0 .91
Guinea-Bissau 50 0 .50
Guyana 84 0 .84
Haiti 75 0 .75
Honduras 101 1 .01
Hungary 564 5 .64
India 3048 30 .48
Indonesia 1049 10 .49
Iran, Islamic Republic of 1,659 16 .59
Iraq 350 3 .50
Israel 474 4 .74
Ivory Coast 176 1 .76
Jamaica 181 1 .81
Jordan 97 0 .97
Kampuchea, Democratic 93 0 .93
Kenya 172 1 .72
Korea, Republic of 449 4 .49
Kuwait 930 9 .30
Lao People's Dem. Republic
60

0 .60
Lebanon 142 1 .42
Lesotho 50 0 .50
Liberia 84 0 .84
Libyan Arab Jamahiriya 549 5 .49
Madagascar 100 1 .00
Malawi 77 0 .77
Malaysia 579 5 .79
Maldives 50 0 .50
Mali 81 0 .81
Malta 75 0 .75
Mauritania 63 0 .63
Mauritius 87 0 .87
Mexico 1,192 11 .92
Morocco 348 3 .48
Mozambique 97 0 .97
Nepal 69 0 .69
Nicaragua 102 1 .02
Niger 62 0 .62
Nigeria 844 8 .44
Oman 94 0 .94
Pakistan 660 6 .60
Panama 131 1 .31
Papua New Guinea 96 0 .96
Paraguay 80 0 .80
Peru 373 3 .73
Philippines 484 4 .84
Portugal 382 3 .82
Qatar 137 1 .37
Romania 555 5 .55
Rwanda 75 0 .75
St. Christopher and Nevis 50 0 .50
St. Lucia 50 0 .50
St. Vincent 50 0 .50
São Tome and Principe 50 0 .50
Saudi Arabia 3,137 31 .37
Senegal 145 1 .45
Seychelles 50 0 .50
Sierra Leone 75 0 .75
Singapore 154 1 .54
Solomon Islands 50 0 .50
Somalia 78 0 .78
Spain 1,285 12 .85
Sri Lanka 271 2 .71
Sudan 206 2 .06
Suriname 82 0 .82
Syrian Arab Republic 168 1 .68
Swaziland 58 0 .58
Tanzania 141 1 .41
Thailand 421 4 .21
Togo 77 0 .77
Trinidad and Tobago 203 2 .03
Tunisia 156 1 .56
Turkey 462 4 .62
United Arab Emirates 372 3 .72
Uganda 132 1 .32
Uruguay 202 2 .02
Vanuatu 50 0 .50
Venezuela 1,427 14 .27
Viet Nam 220 2 .20
Western Samoa 50 0 .50
Yemen Arab Republic 67 0 .67
Yemen, People's Dem. Republic of
115

1 .15
Yugoslavia 635 6 .35
Zaire 338 3 .38
Zambia 318 3 .18
Zimbabwe 236 2 .36
Total 40,527 405 .27
Total:
Categories One and Two

100,000

1,000 .00

a Countries listed under Category Two are developing countries for the purpose of this Convention.

SCHEDULE B
Election of Directors

    1. Candidates for the office of Director shall be nominated by the Governors, provided that a Gover nor may nominate only one person.
    2. The election of Directors shall be by ballot of the Governors.
    3. In balloting for the Directors, every Governor shall cast for one candidate all the votes which the member represented by him is entitled to cast under Section (a) of Article 40.
    4. One-fourth of the number of Directors shall be elected separately, one by each of the Governors of members having the largest number of shares. If the total number of Directors is not divisible by four, the number of Directors so elected shall be one-fourth of the next lower number that is divisible by four.
    5. The remaining Directors shall be elected by the other Governors in accordance with the provisions of paragraphs 6 to 11 of this Schedule.
    6. If the number of candidates nominated equals the number of such remaining Directors to be elect ed, all the candidates shall be elected in the first bal lot; except that a candidate or candidates having re ceived less than the minimum percentage of total votes determined by the Council for such election shall not be elected if any candidate shall have re ceived more than the maximum percentage of total votes determined by the Council.

    7. If the number of candidates nominated exceeds the number of such remaining Directors to be elect ed, the candidates receiving the largest number of votes shall be elected with the exception of any can didate who has received less than the minimum per centage of the total votes determined by the Council.
    8. If all of such remaining Directors are not elected in the first ballot, a second ballot shall be held. The candidate or candidates not elected in the first ballot shall again be eligible for election.

    9. In the second ballot, voting shall be limited to (i) those Governors having voted in the first ballot for a candidate not elected and (ii) those Governors having voted in the first ballot for an elected candidate who had already received the maximum percentage of total votes determined by the Council before taking their votes into account.

    10. In determining when an elected candidate has received more than the maximum percentage of the votes, the votes of the Governor casting the largest number of votes for such candidate shall be counted first, then the votes of the Governor casting the next largest number, and so on until such percentage is reached.
    11. If not all the remaining Directors have been elected after the second ballot, further ballots shall be held on the same principles until all the remain ing Directors are elected, provided that when only one Director remains to be elected, this Director may be elected by a simple majority of the remaining votes and shall be deemed to have been elected by all such votes.