Ferill 624. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1054 – 624. mál.



Fyrirspurn



til dóms- og kirkjumálaráðherra um störf nefndar um skilnaðar-, forsjár- og umgengnismál.

Frá Hjálmari Jónssyni.



    Hvað líður störfum nefndar sem skipuð var til að kanna:
     a.      reynsluna af sameiginlegri forsjá,
     b.      úrræði gildandi laga um umgengni foreldra og barna og hvaða fræðsla standi foreldrum til boða í tengslum við skilnaðar-, forsjár- og umgengnismál,
     c.      hvernig auka megi þá fræðslu ef þess verður talin þörf?