Ferill 627. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1074 – 627. mál.



Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um gjaldtöku af nemendum í skólum.

Frá Ögmundi Jónassyni.



     1.      Í hvaða sérskólum eða skólum á háskólastigi eru nýttar heimildir til gjaldtöku af nemendum?
     2.      Hvers eðlis er gjaldtakan og um hve háar fjárhæðir er að ræða fyrir einstaka þætti, í einstökum skólum og í heild?
     3.      Hvernig er staðið að gjaldtöku þegar um er að ræða endurtekningu prófa vegna veikindaforfalla nemenda og um hve háar upphæðir getur verið að ræða?
     4.      Á hvaða lagaákvæðum byggist gjaldtakan í hverjum skóla fyrir sig?
     5.      Hvernig nýta einstakir skólar sér heimildir til gjaldtöku?


Skriflegt svar óskast.