Ferill 629. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1085 – 629. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um átak til endurvinnslu og endurnýtingar á pappír.

Flm.: Árni R. Árnason, Ísólfur Gylfi Pálmason.


    
    Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að beita sér fyrir átaksverkefni um endur vinnslu og endurnýtingu pappírs sem fellur til hér á landi.

Greinargerð.


    Lagt er til að umhverfisráðherra verði falið að undirbúa og hrinda í framkvæmd átaks verkefni sem hafi það að markmiði að hafin verði endurvinnsla pappírs sem til fellur hér á landi til nýtingar innanlands.
    Að undanförnu hefur farið fram mikil almenn umræða um umhverfismál og stöðu þeirra hér á landi. Einkum hefur athyglinni verið beint að útstreymi gróðurhúsalofttegunda enda skammt liðið frá lokum loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto. Flutningsmönnum sýnist hins vegar full ástæða til að athyglinni verði einnig beint að öðrum þáttum þessa víð feðma málaflokks.
    Í opinberum gögnum hefur komið fram að hérlendis falli árlega til pappír sem nemi um 30 þús. tonnum. Af upplýsingum OECD um pappírsnotkun okkar Íslendinga og nokkurra grannþjóða okkar á síðustu árum má draga þá ályktun að hún kunni að fara vaxandi hér á landi. Sérstaka athygli vekur að litlum hluta notaðs pappírs er safnað til endurnýtingar hérlendis, eða einungis um 30% þess sem til fellur. Hlutfallið er miklu hærra hjá flestum grannþjóðum okkar og er t.d. yfir 40% í Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Eina leiðin til að pappír verði safnað og verð fáist fyrir hann sem hráefni til endurvinnslu er og hefur verið að senda hann utan. Verðið sem þannig fæst er nú of lágt til að söfnun og flutningur borgi sig. Þá er einnig umhugsunarvert að sá litli hluti pappírs sem safnað er hér á landi fer alls ekki allur til endurvinnslu og endurnýtingar. Mikill hluti hans er ýmist urðaður eða brenndur án þess að orkan frá brennslunni sé nýtt.
    Af framansögðu draga flutningsmenn þá ályktun að auka megi söfnun pappírs sem til fell ur hér á landi og þó einkum að tryggja megi að stærri hluti hans verði endurunninn og endur nýttur. Flutningsmenn telja ástæðu til að athugað verði hvort endurvinnsla pappírs hér á landi geti orðið arðbær. Því leggja flutningsmenn til að:
          Greitt verði fyrir athugunum á tæknilegum og fjárhagslegum forsendum söfnunarkerfis og endurvinnsluverksmiðju.
          Hvatt verði til söfnunar og skila. Opinberar stofnanir hafi forgöngu um að flokka og safna pappír til endurvinnslu. Þessu má koma á með fyrirmælum stjórnvalda. Leggja flutningsmenn til að athugað verði hvort til þess þurfi lagaboð eða hvort einfaldari fyrir mæli dugi til. Slík fyrirmæli voru í gildi í Danmörku um nokkurt árabil.
          Athugað verði hvort rétt væri að banna urðun og brennslu endurvinnanlegs pappírs eða endurnýtanlegra efna almennt.