Ferill 643. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1116 – 643. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um skiptingu Landssíma Íslands hf. í tvö hlutafélög.

Flm.: Össur Skarphéðinsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Ásta R. Jóhannesdóttir,


Ásta B. Þorsteinsdóttir, Gísli S. Einarsson, Ágúst Einarsson,
Jóhanna Sigurðardóttir, Lúðvík Bergvinsson, Rannveig Guðmundsdóttir,
Sighvatur Björgvinsson, Svanfríður Jónasdóttir.


    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að skipta Landssíma Íslands hf. upp í tvö að skilin hlutafélög. Öðru skal falinn sá þáttur í starfsemi Landssíma Íslands hf. sem snýr að rekstri grunnnets dreifikerfisins. Hitt skal taka við þeim hluta starfseminnar sem fellur undir samkeppnisrekstur.

Greinargerð.


    Samgönguráðherra hefur lýst yfir vilja til selja Landssíma Íslands hf. innan skamms. Undirbúningur sölunnar er þegar hafinn. Flutningsmenn telja hins vegar nauðsynlegt, ekki síst með hliðsjón af þróun hugbúnaðariðnaðarins á Íslandi, að fyrirtækinu sé hið fyrsta skipt upp í einingar sem yrðu algerlega ótengdar. Kaup Landssímans á tveimur internetfyrirtækj um, Skímu-Miðheimum hf. og Margmiðlun hf., sýna ljóslega nauðsyn þess að samkeppnis rekstur fyrirtækisins sé algerlega aðskilinn frá rekstri almenna fjarskiptanetsins.
    Sala hluta í fyrirtækinu mundi þó torvelda skiptingu á því í annars vegar hlutafélag sem sinnir eingöngu rekstri og uppbyggingu dreifikerfis og hins vegar hlutafélag er starfar að sölu á þjónustu inn á kerfið í samkeppni við önnur fyrirtæki. Skipting Landssímans verður því að fara fram áður en fyrirtækið er selt. Enn fremur er álit flutningsmanna að samgönguráðherra sé ekki heimilt að hefja sölu hluta fyrr en Alþingi hefur tekið afstöðu til tillögunnar.
    Gildandi lög um fjarskipti mæla fyrir um fjarskipti og þjónustu sem þeim tengist. Í þeim er ekki að finna kvaðir um að rekstur dreifinetsins verði greindur frá rekstri starfseminnar sem miðar að sölu á þjónustu inn á dreifinetið. Handhafi dreifikerfisins, Landssími Íslands hf., heldur því í krafti lögverndar yfirburðastöðu gagnvart fjölda smárra og meðalstórra einkafyrirtækja sem selja þjónustu sína inn á kerfið í samkeppni við eiganda dreifikerfisins.
    Þetta er í hæsta máta óeðlileg staða, sem þar að auki letur eðlilega þróun innan hug búnaðargeirans. Reglugerðir mæla að vísu fyrir um aðgang óskyldra aðila að dreifinetinu um leigulínur. Í þeim er sömuleiðis reynt að draga úr hinum óeðlilegu yfirburðum Lands símans með því að mæla fyrir um bókhaldslegan aðskilnað milli samkeppnisrekstrar annars vegar og rekstrar dreifikerfisins hins vegar. Þetta er tilraun framkvæmdarvaldsins til að tryggja samkeppni þrátt fyrir einokun Landssímans á dreifinetinu. Að mati flutningsmanna er hún allsendis ófullnægjandi og tryggir fráleitt jafna samkeppnisstöðu þeirra fjölmörgu smáfyrirtækja á sviði hugbúnaðargerðar sem keppa við risann, Landssímann, um sölu á skyldri þjónustu inn á dreifikerfið sem hann rekur og stýrir að öllu leyti.
    Þess vegna er hér lagt til að fyrirtækinu verði skipt upp í tvær einingar, þar sem önnur tekur við rekstri almenna fjarskiptanetsins, en samkeppnisrekstur, þar með talinn hvers kyns símaþjónusta, verði á sviði annarrar einingar.
    Einungis þannig er hægt að skapa raunverulegt jafnræði á markaði þar sem keppt er um sölu á þjónustu inn á dreifinetið. Reynslan sýnir að heilbrigður samkeppnismarkaður er lík legastur til að ala af sér vaxandi fjölda smárra og meðalstórra fyrirtækja. Tilvist þeirra og þróun er háð því að þau geti þróað, markaðssett og selt þjónustu inn á sterkt dreifikerfi, sem er í höndum félags sem ekki ógnar þeim með samkeppni. Þetta er lykilatriði í að viðhalda þeim vexti sem verið hefur í hugbúnaðariðnaðnum undanfarin ár.
    Flutningsmenn telja farsælt að einkavæða einungis þann hluta af núverandi starfsemi Landssímans sem fellur undir samkeppnisrekstur en hin einingin, grunnkerfi fjarskiptanets ins, verði áfram í höndum hins opinbera, líkt og til dæmis samgöngunetið. Verðlagningu á notkun netsins ber að ákvarða með tilliti til viðhalds og áframhaldandi uppbyggingar á dreifi kerfinu.
    Hugbúnaðariðnaðurinn er sólrisugrein framtíðarinnar. Hann hefur þróast með undraverð-um hraða á síðasta áratug. Áframhaldandi þróun hans er ein af forsendum þess að Íslending um takist að skapa hér fjölbreyttan vinnumarkað, þar sem ungt hámenntað fólk á kost á há launuðum störfum sem hæfir menntun þess. Þannig verður Ísland samkeppnisfært við um heiminn um æsku framtíðarinnar.