Ferill 667. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1145 – 667. mál.



Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um innflutning kjöts og dýra.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     1.      Hver er staða mála er tengjast 17. grein EES-samningsins að því er varðar bann við innflutningi á kjöti og lifandi dýrum?
     2.      Hver er stefna íslenskra stjórnvalda að því er varðar þróun tímabundinna ákvæða EES- samningsins á þessu sviði? Hafa farið fram viðræður við Evrópusambandið þar að lút andi?
     3.      Hvaða aðgerðir og rannsóknir fara fram til að treysta áhættumat og varnir hérlendis gegn sjúkdómum er hlotist gætu af innflutningi á hráu kjöti og lifandi dýrum?
     4.      Hver er staða þessara mála samkvæmt samningsskuldbindingum Íslands sem aðila að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO?
     5.      Hverjar eru megináherslur íslenskra stjórnvalda á alþjóðavettvangi og í samningum um þróun alþjóðlegra sáttmála og skuldbindinga að því er varðar heilbrigðisþætti er tengj ast innflutningi kjöts og lifandi dýra?


Skriflegt svar óskast.