Ferill 672. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1158 – 672. mál.



Skýrsla



dómsmálaráðherra um aðgerðir á vegum stjórnvalda í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum á árinu 1997.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)


FORMÁLI

    Dómsmálaráðherra kynnti nýlega í ríkisstjórn tvær skýrslur um aðgerðir í fíkniefnavörn um á árinu 1997 í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar á þessu sviði sem samþykkt var 3. desember 1996.
    Fyrri skýrslan er frá nefnd ráðuneyta um samræmingu aðgerða vegna átaks í ávana- og fíkniefnavörnum sem skipuð var í lok janúar 1996. Nefndinni var falið að fylgjast með fram kvæmd stefnu ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum. Skýrslan greinir frá aðgerðum ráðuneyta á árinu 1997.
    Síðari skýrslan, sem fylgir þeirri fyrri sem sérstakt fylgiskjal, er frá verkefnisstjórn áætl unarinnar Ísland án eiturlyfja. Þar er gerð grein fyrir starfi verkefnisstjórnarinnar á árinu 1997 auk þess sem þar er að finna drög að framkvæmdaáætlun ársins 1998.
    Báðar skýrslurnar bera með sér að ötullega hefur verið unnið á vegum stjórnvalda á árinu 1997 í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum. Sú vinna hefur verið í samræmi við áðurnefnda stefnumörkun ríkisstjórnarinnar frá því í árslok 1996. Mörgu af því sem ákveðið var að vinna að hefur þegar verið hrint í framkvæmt. Annað hefur gengið hægar.
    Í skýrslu nefndar ráðuneyta er sérstakur kafli um áfengis-, tóbaks- og eiturlyfjaneyslu ungmenna (14–15 ára) vorið 1997 og er þar byggt á rannsókn Þórólfs Þórlindssonar prófessors og samstarfsmanna hans, Ung '97. Þar koma fram ískyggilegar upplýsingar um stöðu mála sem sýna betur en nokkuð annað nauðsyn þess að stjórnvöld vinni með markvissum og beinskeyttum hætti á þessu sviði.
    Í framhaldi af umfjöllun ríkisstjórnarinnar um skýrslurnar samþykki hún eftirfarandi aðgerðir, sem frekari útfærslu á stefnumörkun hennar frá desember 1996.
     1.      Að áfengis- og vímuvarnaráð taki til starfa 1. janúar 1999 enda verði frumvarp til laga um ráðið samþykkt nú á vorþingi.
     2.      Að fela ráðuneytum sem vinna að verkefnum á sviði áfengis-, tóbaks- og vímuvarna að tengja þau með áberandi hætti við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar á þessu sviði og eftir því sem kostur er áætluninni Ísland án eiturlyfja.
     3.      Að skipaður verði vinnuhópur sem í eiga sæti yfirmenn tollamála og lögreglumála og fulltrúi utanríkisráðherra. Ráðherrar dómsmála, fjármála og utanríkismála skipi hópnum formann. Verkefni vinnuhópsins verði að skoða til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að loka fyrir ólöglegan innflutning fíkniefna. Hópurinn skili tillögum til ráðherranna á árinu 1998.
     4.      Að 2 m.kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar á árinu 1998 verði varið til rannsókna á sviði áfengis-, tóbaks- og vímuvarna samkvæmt nánari ákvörðun nefndar ráðuneyta um samræmingu aðgerða vegna átaks í ávana- og fíkniefnavörnum.
    Vegna áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja :
     1.      Að óskað verði eftir því að árlegt framlag ríkisins úr Forvarnasjóði til áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja hækki í 4,5 m.kr. enda hækki framlag Reykjavíkurborgar sam svarandi.
     2.      Að Samband íslenskra sveitarfélaga gerist aðili að áætluninni Ísland án eiturlyfja og tilnefni fulltrúa í verkefnisstjórn áætlunarinnar.
     3.      Að verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja hafi reglulega samráð við þá aðila sem starfa að vímuvörnum.
     4.      Að öll verkefni sem Forvarnasjóður styrkir verði tengd áætluninni Ísland án eiturlyfja eftir því sem kostur er og að stjórn sjóðsins hafi samráð við verkefnisstjórn áætlunar innar við árlega úthlutun.
    Jafnframt fól ríkisstjórnin dómsmálaráðherra að leggja skýrslurnar fyrir Alþingi til kynningar.

Samantekt og tillögur.
    Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur nefnd ráðuneyta um samræmingu aðgerða vegna átaks í ávana- og fíkniefnavörnum fylgst með framkvæmd stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar á þessu sviði á árinu 1997. Í skýrslu þessari er greint frá aðgerðum ráðu neyta á árinu 1997 í kjölfar samþykktar sérstakrar verkefnaáætlunar ríkisstjórnarinnar á sviði áfengis-, tóbaks- og fíknivarna frá 3. desember 1996. Skýrslunni fylgir sem sérstakt fylgiskjal skýrsla verkefnisstjórnar áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja. Í skýrslu verkefnis stjórnarinnar eru rakin verkefni á hennar vegum á árinu 1997. Í skýrslunni er einnig að finna drög að framkvæmdaáætlun ársins 1998, en samkvæmt samstarfssamningi áætlunarinnar skal verkefnisstjórnin leggja slík drög fyrir þá aðila sem að áætluninni standa.
    Báðar skýrslurnar sýna að á árinu 1997 hefur ötullega verið unnið á vegum stjórnvalda í samræmi við þá stefnumörkun sem ríkisstjórnin samþykkti 3. desember 1996.
    Nefnd ráðuneyta leggur til að ríkisstjórnin beiti sér fyrir að:
     *      Áfram verði unnið í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í þessum málum frá desember 1996.
     *      Stefnt verði að því að frumvarp til laga um áfengis- og vímuvarnaráð verði samþykkt sem lög vorið 1998 og að áfengis- og vímuvarnaráð taki til starfa eigi síðar en 1. janúar 1999.
     *      Ráðuneyti sem vinna að verkefnum á sviði áfengis-, tóbaks- og vímuvarna geri þau verkefni sýnilegri og tengi þau með áberandi hætti við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar á þessu sviði og eftir því sem kostur er áætluninni Ísland án eiturlyfja.
    Jafnframt vekur nefnd ráðuneyta athygli ríkisstjórnarinnar á tillögum þeim sem verkefnis stjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja leggur til að ríkisstjórnin samþykki.

1. Inngangur.
    Hinn 3. desember 1996 samþykkti ríkisstjórnin margvíslegar aðgerðir í fíkniefna-, áfeng is- og tóbaksvörnum.
    Helstu þættir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar eru:
     1.      Stefna ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum.
     2.      Stofnun áfengis- og vímuvarnaráðs.
     3.      Auknir fjármunir til forvarna.
     4.      Efling löggæslu og tollgæslu með auknum fjárveitingum.
     5.      Fjárveiting til stuðnings við ungmenni í áhættuhópum gagnvart notkun fíkniefna og áfengis.
     6.      Samstarf ríkisins, Reykjavíkurborgar og Samtaka Evrópuborga gegn eiturlyfjum (ECAD – European Cities Against Drugs) um áætlunina Ísland án eiturlyfja 2002.
     7.      Fullgilding Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og skynvilluefni frá 20. desember 1988 og samningi frá 8. nóvember 1990 sem gerður var á vettvangi Evrópuráðsins um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af af brotum.
    Nefnd ráðuneyta um samræmingu aðgerða vegna átaks í ávana- og fíkniefnavörnum, sem skipuð var í lok janúar 1996, er markvisst starf á þessu sviði hófst af hálfu ríkisstjórnarinnar, var falið að fylgjast með framkvæmd stefnunnar uns sérstakt áfengis- og vímuvarnaráð hefur verið stofnað. Samkvæmt frumvarpi til laga um áfengis- og vímuvarnaráð er því ætlað að verða slíkur eftirlitsaðili. Frumvarpið var lagt fram á 121. löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga. Frumvarpið hefur verið lagt fram að nýju, nánast óbreytt.
    Nefnd ráðuneyta hefur því á árinu 1997 fylgst með framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum og annarra þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin tilkynnti um í lok árs 1996.
    Nefndinni þykir við hæfi að gefa ríkisstjórninni skýrslu um framgang stefnunnar og annarra aðgerða sem gripið var til á árinu 1997. Í nefndinni hafa starfað þennan tíma Dögg Pálsdóttir hrl., formaður, tilnefnd af dómsmálaráðherra, Ingibjörg Broddadóttir deildarstjóri, tilnefnd af félagsmálaráðherra, Bergþór Magnússon deildarsérfræðingur, tilnefndur af fjár málaráðherra, Þórir Haraldsson aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, til nefndur af honum og Guðríður Sigurðardóttir ráðuneytisstjóri og Erna Árnadóttir deildar sérfræðingur til vara, tilnefndar af menntamálaráðherra.

2. Stefna ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum.

    Í stefnu ríkisstjórnarinnar felst að hún hefur ákveðið að beita sér markvisst fyrir því að ráðuneyti og stofnanir, löggæsla og tollgæsla, í samvinnu við sveitarfélög, foreldrafélög, félagasamtök og aðra, taki höndum saman og samhæfi viðbrögð, aðgerðir og samstarf með það fyrir augum að uppræta fíkniefnaneyslu barna og ungmenna og draga stórlega úr áfengis- og tóbaksnotkun þeirra. Áhersluatriði ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki fram til ársins 2000 eru:
     *      Að efla forvarnir, einkum þær sem beint er að einstaklingum sem eru í áhættuhópum gagnvart notkun fíkniefna, áfengis og tóbaks.
     *      Að hefta aðgengi barna og ungmenna að fíkniefnum, áfengi og tóbaki.
     *      Að auka öryggi almennings með fækkun fíkniefnatengdra brota.
     *      Að efla andstöðu í þjóðfélaginu gegn notkun barna og ungmenna á fíkniefnum, áfengi og tóbaki.
     *      Að efla meðferðarúrræði fyrir ungmenni sem orðið hafa fíkninni að bráð.
    Stefnan gerir ráð fyrir að ráðuneyti og undirstofnanir útbúi framkvæmdaáætlanir til að útfæra nánar stefnuna með hliðsjón af verkefnum hvers ráðuneytis.

2.1 Framkvæmdaáætlanir ráðuneyta.
    Samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar skulu ráðuneyti útbúa framkvæmdaáætlanir til að útfæra stefnuna nánar með hliðsjón af verkefnum hvers ráðuneytis. Verður nú nánar vikið að efnisatriðum framkvæmdaáætlana þeirra ráðuneyta sem slíka áætlun hafa samið, en það eru öll ráðuneytin sem fulltrúa eiga í nefnd ráðuneytanna og sem þessi málaflokkar heyra undir.

2.1.1 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

    Eins og áður hefur komið fram skipaði dómsmálaráðherra sérstaka verkefnisstjórn í janúar 1996 til að vinna að ávana- og fíkniefnavörnum sem falla undir dómsmálaráðuneytið. Verkefnisstjórnin lauk störfum snemma sumars 1996 og setti fram tillögur í átta liðum. Ráðuneytið hefur litið svo á að í tillögum þessum fælist framkvæmdaáætlun þess á sviði fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvarna. Tvær fyrstu tillögur hópsins lutu að samræmdri stefnu ríkisstjórnar í áfengis- og vímuefnavörnum og stofnun afbrota- og vímuvarnaráðs. Fyrri tillögunni var hrundið í framkvæmd með samþykkt ríkisstjórnarinnar hinn 3. desember 1996 og hinni síðari með samningu frumvarps til laga um áfengis- og vímuvarnaráð, sem lagt var fyrir Alþingi vorið 1997 og hefur nú verið lagt fram að nýju. Í þeirri vinnu tókst þó ekki að taka afbrotaþáttinn með inn í starfsemi ráðsins. Aðrar tillögur verkefnisstjórnarinnar sem ráðuneytið hefur unnið að að hrinda í framkvæmd á árinu 1997 eru:
    1. Foreldrar og forvarnir í ávana- og fíkniefnamálum. Hlutur foreldra í forvarnastarfi á þessu sviði hefur verið sérstakur áhersluþáttur í starfsemi áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja, eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Þá hefur lögreglan beitt sér markvisst að því að virkja foreldra og vinna með þeim að áfengis- og fíkniefnavörnum.
    2. Breytingar á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum. Verkefnisstjórnin lagði til nokkrar breytingar á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum:
     *      Í fyrsta lagi var lagt til að ýmsar breytingar yrðu gerðar á almennum hegningarlögum, m.a. á ákvæðum þeirra laga um upptöku ávinnings. Þessar breytingar hafa flestar náð fram að ganga, sbr. lög nr. 10/1997.
     *      Í öðru lagi var lagt til að dómsmálaráðherra beitti sér fyrir hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár þannig að sjálfræðisaldur og fjárræðisaldur færi saman. Með samþykkt lög ræðislaga nr. 71/1997 sem gengu í gildi 1. janúar 1998 var sjálfræðisaldur hækkaður í 18 ár.
     *      Í þriðja lagi var lagt til að dómsmálaráðherra beindi þeim tilmælum til nefndar sem endurskoðar ákvæði áfengislaga nr. 82/1969 með síðari breytingum að skerpt yrðu ýmis refsiákvæði þeirra laga. Þessi nefnd hefur nú lokið störfum. Lagt hefur verið fyrir Alþingi nýtt frumvarp til áfengislaga sem ætlað er að leysa þau eldri af hólmi og hefur dómsmálaráðherra þegar mælt fyrir því. Í frumvarpinu eru refsiákvæði gerð skýrari og eftirlit með því að lögunum verði framfylgt aukið.
     *      Í fjórða lagi að dómsmálaráðherra beindi þeim tilmælum til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að nokkrar breytingar yrðu gerðar á lögum um ávana- og fíkniefni, m.a. um að anabólískir sterar falli undir lögin og að í lögin kæmu ítarlegri ákvæði um upp töku ólögmæts ávinnings. Dómsmálaráðuneytið hefur beint slíkum tilmælum til heil brigðis- og tryggingamálaráðuneytis.
     *      Í fimmta lagi að dómsmálaráðherra láti í samvinnu við embætti ríkissaksóknara hefja undirbúning að samningu skýrra verklagsreglna um óhefðbundnar rannsóknaraðgerðir í ávana- og fíkniefnamálum. Dómsmálaráðherra hefur skipað sérstaka nefnd sem falið var að kanna sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu.
    3. Staðfesting fíkniefnasamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1988. Lagt var til að dóms málaráðherra beitti sér fyrir því að hraðað yrði undirbúningi að staðfestingu fíkniefna samnings Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1988. Það hefur nú verið gert sbr. þingsályktun frá 16. maí 1997. Í sömu þingsályktun var samþykkt að fullgilda samning Evrópuráðsins frá 1990 um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af afbrotum. Með lögum nr. 10/1997 um breytingu á almennum hegningarlögum o.fl. voru gerðar nauðsynlegar breytingar á hegn ingarlögum og sex öðrum lögum svo unnt yrði að fullgilda framangreinda samninga.
    4. Efling ávana- og fíkniefnastarfsemi löggæslunnar. Lagt var til að dómsmálaráðherra beitti sér fyrir ýmsum breytingum á starfsemi þeirrar deildar sem annast rannsókn í ávana- og fíkniefnamálum við embætti lögreglustjórans í Reykjavík til að efla þá starfsemi. Þá var einnig lagt til að lögreglumönnum við deildina yrði fjölgað í samræmi við aukin verkefni, nýjar áherslur í starfi deildarinnar, skiptivinnu og þjálfun. Loks var lagt til að tækjakostur deildarinnar yrði bættur þannig að hann stæðist ávallt nútímakröfur, að úreldingartími tækja yrði skilgreindur og tækjabúnaður endurnýjaður í samræmi við slíkar reglur. Í tengslum við stefnumótun ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum var fjárveiting til fíkniefnamála hjá lögreglunni aukin um 35 m.kr. Þessari fjárveitingu var ráðstafað sem hér segir á árinu 1997:
     *      Til tækjakaupa í þágu ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík 10 m.kr. Lögreglustjóri lagði fram áætlun um tækjakaup snemma árs 1997. Í byrjun þessa árs óskaði dómsmálaráðuneytið upplýsinga um það hvernig fjármunum til tækjakaupa hefði verið varið. Samkvæmt upplýsingum lögreglustjóra hafði 5,7 m.kr. verið varið til tækja kaupa, svo sem fjarskipta- og símtækja, myndavéla, segulbanda og sjónauka en stærsti liðurinn tengdist kaupum á tölvubúnaði og ljósritunarvélum. Dómsmálaráðuneytið telur því að þær 4,3 m.kr. sem enn er óráðstafað af þessari fjárveitingu síðasta árs leggist við 7 m.kr. framlag til tækjakaupa á þessu ári. Forgangsverkefni á þessu ári verða kaup á fullkomnari fjarskipta- og hlustunarbúnaði fyrir fíkniefnadeildina. Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir yfirliti um nýtingu þessa framlags á þessu ári.
     *      Til fjölgunar stöðugilda 18 m.kr. Stöðugildum sérstakra fíkniefnalögreglumanna var fjölgað um sjö, þannig að þrjú komu í hlut fíkniefnadeildar lögreglustjórans í Reykjavík og fjögur til embætta utan Reykjavíkur, eitt hjá sýslumanninum á Ísafirði, eitt hjá sýslu manninum á Sauðárkróki, eitt hjá sýslumanninum á Akureyri og eitt hjá sýslumanninum á Eskifirði.
     *      Til bættrar starfsaðstöðu fíkniefnadeildar 5 m.kr. Starfsaðstaða fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík var ófullkomin og hana þurfti að bæta. Af sérstakri fjárveitingu til fíkniefnamála var 5 m.kr. varið til bættrar starfsaðstöðu fíkniefnadeildar, m.a. við að koma upp yfirheyrsluherbergjum.
     *      Til fíkniefnastofu 2 m.kr. en við gildistöku lögreglulaga var sérstök fíkniefnastofa sett á laggirnar við embætti ríkislögreglustjóra. Stofan hefur það hlutverk að safna upplýs ingum um fíkniefnamál og vera miðlægur upplýsingaaðili um þessi efni, bæði gagnvart stjórnvöldum og í alþjóðasamskiptum. Af sérstakri fjárveitingu var 2 m.kr. varið til að leggja grunn að tölvu- og hugbúnaðargerð fyrir fíkniefnastofu.
    5. Samvinna löggæslu og tollyfirvalda. Lagt var til að samskipti ávana- og fíkniefna deildar hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík, rannsóknardeildar ríkistollstjóra, tollgæsl unnar á Keflavíkurflugvelli og skattrannsóknastjóra yrði gerð formlegri og skipaður sér stakur samstarfshópur. Auk þess var lögð til skiptivinna milli lögreglu og tollgæslu. Þessari samvinnu hefur nú verið hrundið af stað fyrir atbeina dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðu neytis.
    6. Meðferðar- og afplánunarúrræði fyrir brotamenn sem eru háðir neyslu ávana- og fíkni efna. Lagt var til að samstarf Fangelsismálastofnunar ríkisins, meðferðarstofnana og geð deilda yrði eflt og aukið þannig að brotamenn sem háðir eru neyslu ávana- og fíkniefna, m.a. áfengis, eigi kost á að ljúka síðustu vikum afplánunar í meðferð. Einnig var lagt til að sam starf Fangelsismálastofnunar ríkisins og félagsmálastofnana yrði eflt m.a. til að tryggja að eftir meðferð ættu þessir einstaklingar kost á stuðningi. Loks var lagt til að Fangelsismála stofnun ríkisins yrði gert kleift að standa svo að málum að fullnustu dóma vegna ávana- og fíkniefnabrota verði ætíð hraðað svo sem kostur væri. Unnið er að þessum málum hjá Fangelsismálastofnun.

2.1.2 Félagsmálaráðuneyti.
    Mótun fjölskyldustefnu — forvarnir gegn fíkniefnaneyslu. Félagsmálaráðherra lagði fram á Alþingi vorið 1997 þingsályktunartillögu um mótun opinberrar fjölskyldustefnu og var ályktað að ríkisstjórnin móti slíka stefnu. Meginforsendur hennar eru að fjölskyldan sé horn steinn íslensks samfélags og ríkisstjórnum og sveitarfélögum beri á hverjum tíma að marka sér opinbera stefnu í málum fjölskyldunnar í því skyni að styrkja hana og vernda. Fíkniefna neysla og misnotkun áfengis er fjölskylduvandi og er lagt til í tillögunni að fjölskyldur njóti verndar og stuðnings gagnvart ofneyslu áfengis og annarra vímugjafa.
    Fjölskyldan og þá einkum foreldrarnir eru best til þess fallnir að veita börnum öryggi og tækifæri til þroska og ljóst er að þeir eru almennt á móti áfengis- og fíkniefnaneyslu barna sinna. Ýmsar almennar aðgerðir stjórnvalda geta létt undir með foreldrum við umönnun og uppeldi barna sinna. Sem dæmi má nefna viðurkenningu og skilning atvinnurekenda á mikil vægi uppeldishlutverks foreldra og gildi samstarfs foreldra og skóla.
    Félagsmálaráðuneytið hefur sent öllum ráðuneytum og sveitarstjórnum þingsályktunina og hvatt þau til að hafa hana til hliðsjónar við framkvæmdir og stefnumótun.
    Meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu. Barnaverndarstofa hefur yfirumsjón og eftirlit með stofnunum og heimilum sem ríkið rekur eða styrkir fyrir börn og ungmenni sem vistuð eru á grundvelli barnaverndarlaga. Unglingar sem eiga við vímuefnavanda að stríða, eða eru í sérstökum áhættuhópi, geta verið vistaðir á öllum heimilum Barnaverndarstofu. Meðferðarstöð ríkisins, Stuðlar, annast greiningarmeðferð og neyðarvistun í bráðatilvikum og eru þar samtals 12 rými. Til viðbótar eru fjögur heimili með 22–24 rýmum auk Geldinga lækjar með 6 rýmum, en það er heimili fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára.
    Ný lögræðislög voru samþykkt á vorið 1997og hækkuðu þau sjálfræðisaldur í 18 ár frá 1. janúar 1998. Ein rökin fyrir hækkun sjálfræðisaldursins voru að gera foreldrum og sam félaginu í heild kleift að taka á stjórnlausri neyslu áfengis og vímuefna 16 til 18 ára ung menna. Í kjölfarið má búast við aukinni þörf á sérhæfðum úrræðum í vímuefnameðferð fyrir ungmenni allt að 18 ára aldri. Nýlegar breytingar á meðferðarkerfi ríkisins gerðu ráð fyrir að sjálfráða einstaklingar, 16 ára og eldri, leituðu þjónustu sjúkrastofnana fyrir fullorðna. Nú hafa aldursmörkin verið hækkuð í 18 ár og því verður að efla sérhæfða meðferð fyrir þennan hóp. Þessi hópur nýtur nú þjónustu meðferðarstofnana fyrir fullorðna hjá SÁÁ og Landspítala.
    Meðferðarheimilið Varpholt í Eyjafirði var opnað á sl. sumri. Þar er boðið upp á sérhæfða meðferð fyrir unga vímuefnaneytendur. Meðferðin er byggð á 12 spora kerfinu og er þar rými fyrir sex börn.
    Þá hefur verið ákveðið að stofna nýtt sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði fyrir börn í „mótþróa“, meða öðrum orðum börn sem eiga við mikla hegðunarerfiðleika að etja. Þar verður m.a. tekist á við fíkniefnaneyslu ungmenna. Byggt verður sérhannað húsnæði fyrir starfsemina á vegum Héraðsnefndar Skagafjarðar og er fyrirhugað að starfsemi hefjist haustið 1998.
    Stofnun Barnahúss, snemma árs 1998. Undirbúningur að stofnun Barnahúss er í fullum gangi og stefnt að opnun snemma á árinu 1998. Þar verður starfrækt miðstöð fyrir rannsóknir á kynferðisafbrotum og öðru ofbeldi gegn börnum og sérhæfð meðferð og áfallahjálp veitt börnum og fjölskyldum þeirra. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára, sem byggir á samstarfi fjölmargra aðila undir stjórn Barnaverndarstofu. Stefnt er að því að samhæfa, eins og unnt er, hlutverk barnaverndaryfirvalda annars vegar og hins vegar hlutverk lögreglu, saksóknara, lækna og fleiri við rannsókn mála.
    Börn og ungmenni sem verða fyrir ofbeldi eru í áhættuhópi gagnvart neyslu fíkniefna. Hlutfallslega stór hópur stúlkna sem orðið hefur fíkniefnaneyslu að bráð hefur verið beittur kynferðislegu ofbeldi. Börnin, sem vistast á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu eiga við fjölþættan vanda að etja og er neysla áfengis og annarra vímuefna oft birtingarform félags legra og tilfinningalegra vandamála. Markviss og samhæfð viðbrögð allra, sem að máli koma þegar grunur leikur á um slíkt ofbeldi, getur dregið verulega úr líkum á því að fórnarlambið ánetjist fíkniefnum síðar á lífsleiðinni.
    Sérstök úttekt á þjónustu meðferðarstofnana. Félagsmálaráðuneytið hefur falið Barna verndarstofu að annast úttekt á þjónustu SÁÁ og Landspítala við 16 til 17 ára ungmenni. Nauðsyn er á upplýsingum um þjónustu stofnananna við þennan aldurshóp, ekki síst í ljósi breyttra aðstæðna vegna hækkunar sjálfræðisaldurs. Fyrir liggur að þörf verður á auknu meðferðarrými vegna hækkunar sjálfræðisaldurs, og er því nauðsynlegt að kanna vel með hvaða hætti meðferðarstofnanirnar hafa tekið á fíkniefnavanda ungmenna á aldrinum 16–17 ára. M.a. verði könnuð dvalarlengd og brottfall í meðferð, endurinnlagnir og árangur með ferðar.
    Henta meðferðarúrræðin jafnt konum sem körlum? Konur jafnt sem karlar ánetjast fíkni efnum. Hins vegar hafa meðferðarstofnanir fyrir fullorðna til skamms tíma verið meira sóttar af körlum en konum og hefur því verið haldið fram að meðferðin, sem boðið er upp á, taki meira mið af þörfum karla en kvenna. Á undanförnum árum hafa meðferðarstofnanir gefið þörfum kvenna sífellt meiri gaum og sérstök prógröm hafa verið útbúin fyrir þær. Haldbærar upplýsingar liggja ekki fyrir um þetta álitamál. Af því tilefni hefur félagsmálaráðuneytið falið Skrifstofu jafnréttismála að kanna hvort meðferðarúrræði fyrir fíkniefnaneytendur, sem eru kostuð af opinberu fé, henti jafnt konum sem körlum.
    Stuðningsmeðferð fyrir börn áfengissjúkra flutt til „Vímulausrar æsku“. Barnaverndar stofa kom á fót stuðningsmeðferð í tilraunaskyni fyrir 6 til 11 ára gömul börn áfengissjúkra foreldra. Um var að ræða alls sex námskeið sem haldin voru á tímabilinu 1996 til 1997. For eldrum var samhliða boðið upp á hópstarf. Barnaverndarstofa afhenti samtökunum „Vímu laus æska“ námskeiðið að gjöf á árinu 1997 og verður starfseminni haldið áfram á þeirra vegum með styrk úr Forvarnasjóði.
    Skyldur sveitarfélaganna varðandi áfengis- og vímuefnavarnir. Félagsmálaráðuneytið hefur með reglubundnum hætti kynnt sveitarfélögunum sérstaklega áætlunina Ísland án eitur lyfja og hvatt þau til virkrar þátttöku í verkefninu. Enn fremur hefur ráðuneytið kynnt þeim helstu atriði í stefnu ríkistjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis og tóbaksvörnum og minnt þau á skyldur sínar skv. XIII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

2.1.3 Fjármálaráðuneytið.
2.1.3.1 Verkefnaáætlun fjármálaráðuneytisins.
    Almennt. Einn liður í þeirri stefnu sem ríkisstjórnin mótaði á árinu 1996 í fíkniefna- áfengis- og tóbaksvörnum, var að efla tollgæslu til að draga úr fíkniefnasmygli. Ákveðið var að ráðstafa 25 millj. kr. í því skyni. Fjármálaráðuneytið útbjó í samráði við ríkistollstjóra áætlun um endurskipulagningu fíkniefnaeftirlits, þar sem ákveðið var til hvaða verkefna fjár veitingunni skyldi ráðstafað.
    Meginatriðin í auknu fíkniefnaeftirliti voru þau að ákveðið var að stofnuð yrði sérstök deild innan ríkistollstjóraembættisins sem ætlað var að fara með yfirstjórn aðgerða gegn fíkniefnasmygli á landinu öllu. Gert var ráð fyrir að tollstjóraembættin yrðu tölvuvædd eftir því sem unnt væri þannig að þeir möguleikar sem tölvutæknin býður upp á yrðu fullnýttir. Gert var ráð fyrir að haldið yrði uppi öflugu úrtakseftirliti sem fælist í beinni leit um borð í skipum, gámum og í farangri ferðamanna og farmanna. Til að slíkt eftirlit yrði sem árang ursríkast yrði nýttur sá aðgangur sem tollyfirvöld hafa að farmskrám skipafélaga og að öðrum upplýsingum og kerfisbundið reynt að meta áhættuna á fíkniefnasmygli.
    Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu atriðum verkefnaáætlunar vegna fíkniefnaeftir lits, svo og hvernig til hafi tekist með framkvæmd hennar. Jafnframt verður gerð grein fyrir ráðstöfun fjárveitinga til einstakra embætta og verkefna samkvæmt áætluninni.
    Embætti ríkistollstjóra. Helstu verkefni sem fíkniefnadeild ríkistollstjóra voru ætluð samkvæmt áætluninni voru sem hér segir:
     *      Skipulagning og eftirlit með fíkniefnaeftirliti á landinu öllu í samráði við viðkomandi tollstjóra.
     *      Skipulagning og eftir atvikum framkvæmd átaksverkefna í samráði við viðkomandi tollstjóra.
     *      Yfirstjórn hundamála og fíkniefnaeftirlit með hundum, annars staðar en á Keflavíkurflugvelli.
     *      Sjá til þess að einstök tollstjóraembætti væru búin fullnægjandi tækjabúnaði.
     *      Skipulagning fræðslu fyrir tollstarfsmenn.
     *      Gera tillögur um ráðstöfun fjárveitinga vegna fíkniefnaeftirlits og sjá til þess að fjármunum yrði ráðstafað eins og til var ætlast.
    Gert var ráð fyrir að sett yrði upp upplýsingakerfi vegna fíkniefnaeftirlits hjá embættinu þar sem safnað yrði saman nauðsynlegum upplýsingum, bæði fyrir embættið og fyrir einstök tollstjóraembætti. Þá yrði bætt við starfsmanni hjá embættinu vegna átaksverkefnisins. Loks yrði keyptur nýr hundur til embættisins, til viðbótar þeim hundi sem fyrir er.
    Ákveðið var að af fjárveitingu til fíkniefnamála skyldu 8,4 m.kr. renna til embættisins. Þar af næmi launakostnaður vegna nýs starfsmanns 3 m.kr., kaup á hundi 900 þús.kr., fjár festinga- og rekstrarkostnaður, þ.m.t. kostnaður vegna kaupa á bifreið fyrir hund og vegna ferða með hann um landið, samtals 3,5 m.kr. og loks kostnaður vegna námskeiðahalds og þjálfunar tolleftirlitsmanna 1 m.kr.
    Tollstjórinn í Reykjavík. Í áætluninni kom fram að mikil þörf er talin á að endurskipu leggja og auka fíkniefnaeftirlit hjá tollstjóranum í Reykjavík. Gert var ráð fyrir að þegar yrði myndaður vinnuhópur skipaður fulltrúum fíkniefnadeildar ríkistollstjóra annars vegar og toll gæsludeildar tollstjóraembættisins hins vegar, til að endurskipuleggja fíkniefnaeftirlit í Reykjavík. Átti sú vinna að miða að því að koma á öflugu úrtakseftirliti með notkun fíkni efnahunda, um borð í skipum, í vörugeymslum, í póstsendingum og á Reykjavíkurflugvelli. Tækjabúnaður yrði jafnframt aukinn verulega til að komið yrði við markvissri áhættugrein ingu vegna eftirlitsins.
    Á tollpóststofunni í Ármúla yrði vinnufyrirkomulagi breytt þannig að tollgæslumenn yrðu alltaf á staðnum þegar flokkun pósts fer fram.
    Gert var ráð fyrir að af sérstakri fjárveitingu yrði 6,1 m.kr. ráðstafað til embættisins, þar af 2,6 m.kr. vegna aukins launakostnaðar, 3,0 m.kr. til fjárfestinga og 500 þús. kr. vegna rekstrarkostnaðar.
    Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Á Keflavíkurflugvelli var gert ráð fyrir að tveir nýir menn yrðu ráðnir til starfa í fíkniefnadeild tollsins þar, einn til almennra starfa og einn hundaeftirlitsmaður. Þá yrði keypt ný bifreið vegna hundaeftirlits.
    Ákveðið var að 7,4 m.kr. rynnu til embættisins vegna aukins fíkniefnaeftirlits, þar af 5,2 m.kr. vegna launakostnaðar, 1,7 m.kr. vegna fjárfestingarkostnaðar og 500 þús.kr. vegna rekstrarkostnaðar.
    Önnur tollstjóraembætti. Kveðið var á um að fíkniefnaeftirlit með hundum skyldi aukið á landinu öllu. Þá yrði haldið uppi reglubundnu farmskráreftirliti í tengslum við skipakomur til landsins og metið hvenær ástæða væri til sérstakra aðgerða. Gert var ráð fyrir að við komu Norrænu til landsins yrði fíkniefnahundur ætíð til staðar, auk þess sem viðbótar toll vörður yrði með til aðstoðar. Þá yrðu fíkniefnahundar nýttir af fremsta megni við aðrar skipa- og flugvélakomur. Ráðinn skyldi nýr starfsmaður hjá sýslumanninum í Hafnarfirði vegna fíkniefnaátaksins.
    Ákveðið var að 3,1 m.kr. rynnu til þessara verkefna, þar af 2,6 m.kr. til sýslumannsins í Hafnarfirði vegna nýs starfsmanns sem ráðinn var til fíkniefnaeftirlits og 500 þús.kr. vegna fjárfestinga.
    Annað. Önnur atriði sem kveðið var á um í verkefnaáætlun í fíkniefnamálum voru sem hér segir:
     *      Námskeið: Námskeið yrðu haldin fyrir alla tolleftirlitsmenn vegna fíkniefnaeftirlits.
     *      Samstarf við lögreglu: Leitað yrði eftir auknu samstarfi við lögregluyfirvöld, einkum um samnýtingu leitarhunda og óskað eftir samstarfssamningi við lögregluyfirvöld um hvernig staðið skyldi að samstarfi við rannsóknir og upplýsingaskipti á milli tolls og lögreglu.
     *      Samstarf við flutningsfyrirtæki og miðlara: Leitað yrði til helstu flutningafyrirtækja og miðlara um samstarf við tollyfirvöld. Þar skyldi unnið að bættu tolleftirliti og einföldun á tollafgreiðsluháttum og reglur settar um samskipti tollvarða og flutningsfyrirtækja.
     *      Samvinna við áætlunina Ísland án eiturlyfja: Höfð skyldi samvinna við verkefnisstjórn áætlunar ríkis, Reykjavíkurborgar og ECAD um Ísland án eiturlyfja.

2.1.3.2 Framkvæmd verkefnaáætlunar.
    Almennt. Ýmis af þeim verkefnum sem kveðið var á um í áætluninni hafa nú þegar komið til framkvæmda. Áhersla tollyfirvalda á fíkniefnaeftirlit hefur jafnframt aukist verulega frá því sem var á þeim tíma er ríkisstjórnin mótaði stefnu sína í fíkniefnamálum. Hins vegar er ljóst að nokkuð skortir á að öll verkefni áætlunarinnar hafi komist til framkvæmda. Í því sambandi ber þó að hafa í huga að um er að ræða verulegar breytingar á áherslum í starfsemi viðkomandi embætta sem óhjákvæmilegt er að nokkurn tíma taki að komast í framkvæmd. Einnig ber að líta til þess að stefna ríkisstjórnarinnar var mótuð í lok ársins 1996 og var verkefnaáætlun tilbúin í lok marsmánaðar 1997.
    Af hálfu fjármálaráðuneytisins verður lögð rík áhersla á að hrinda á næstu tveimur mánuðum í framkvæmd þeim verkefnum áætlunarinnar sem ólokið er og ljúka jafnframt gerð áætlunar fyrir árið 1998. Hér á eftir verður gerð grein fyrir framkvæmd einstakra verkefna.
    Embætti ríkistollstjóra. Fíkniefnadeild ríkistollstjóra tók til starfa á síðasta ári eins og að var stefnt. Var starfsmanni embættisins falið að annast stjórn deildarinnar og vinnur hann eingöngu að fíkniefnamálum. Deildin vinnur nú að þeim þáttum verkefnaáætlunarinnar sem lúta að skipulagningu fíkniefnaeftirlits á landinu öllu, setningu framkvæmdareglna, skipu lagningu fræðslu o.fl. Um skipulagningu fíkniefnaeftirlits í Reykjavík er fjallað hér á eftir.
    Keyptur var nýr fíkniefnahundur til embættisins. Umsjónarmaður hans, ásamt umsjónar manni eldri hunds embættisins, voru sendir á námskeið hjá danska tollinum og enn fremur kom yfirhundaþjálfari Dana hingað til lands og hélt hér vikunámskeið fyrir hundaumsjónar menn ríkistollstjóraembættisins og sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli. Nýi hundurinn þykir hafa gefið mjög góða raun, en allnokkurn tíma hefur tekið að fullþjálfa hann sem er mjög eðlilegur þáttur varðandi þjálfun þeirra hunda sem notaðir eru í verkefni sem þessi. Hundar embættisins voru fyrst og fremst nýttir í Reykjavík, en jafnframt við fíkniefnaeftirlit úti á landi.
    Embættið hefur átt góð samskipti við tollstjóra úti um land og hvatt þá til samstarfs, t.d. með því að beðið sé um aðstoð embættisins í einstaka málum. Þá hefur verið einstaklega gott samstarf við sýslumanninn á Seyðisfirði vegna tolleftirlits við komu ferjunnar Norrænu. Embættið aðstoðaði við allar komur ferjunnar á síðasta sumri með því að senda hund og tvo tollverði í hverja afgreiðslu.
    Ríkistollstjóri hefur að undanförnu átt í viðræðum við ríkislögreglustjóra og skattrann sóknarstjóra ríkisins um aukna samvinnu milli lögreglu, tolls og skattyfirvalda. Þar er meðal annars fjallað um aukna samvinnu í fíkniefnamálum og hefur sérstakur starfshópur verið settur á laggirnar til að fjalla um þennan málaflokk. Að þessu starfi koma einnig lögreglu stjóraembættið í Reykjavík, tollgæslan á Keflavíkurflugvelli og áætlað er að fulltrúa frá tollstjóranum í Reykjavík verði boðið að taka þátt í starfi hópsins.
    Embættið hefur átt góð samskipti við lögregluyfirvöld vegna fíkniefnamála. Vegna skipu lagsbreytinga hjá lögreglunni, sérstaklega stofnun embættis ríkislögreglustjóra, er samvinna milli þessara tveggja embætta á frumstigi. Hins vegar hefur skapast mjög gott og aukið sam starf við ávana- og fíkniefnadeild lögreglustjórans í Reykjavík og hafa allmörg mál verið unnin í samvinnu embættanna.
    Sem fyrr hefur ríkistollstjóri samstarf við erlend tollyfirvöld. Íslensk yfirvöld eru að veru lega miklu leyti þiggjendur í erlendu samstarfi og má greina frá því að upplýsingar sem borist hafa erlendis frá hafa í nokkrum tilvikum á árinu leitt til þess að fíkniefni fundust. Embættið sér um að koma upplýsingum erlendra tollyfirvalda á framfæri við viðkomandi tollstjóra eða eftir atvikum lögregluna.
    Tollstjórinn í Reykjavík. Eins og fram hefur komið var talin mjög mikil þörf á að endurskipuleggja og auka fíkniefnaeftirlit hjá tollstjóranum í Reykjavík. Gert var ráð fyrir að þegar yrði myndaður vinnuhópur skipaður fulltrúum fíkniefnadeildar ríkistollstjóra annars vegar og tollgæsludeildar tollstjóraembættisins hins vegar, til að endurskipuleggja fíkni efnaeftirlit í Reykjavík. Þó að formlegur vinnuhópur hafi ekki verið skipaður hafa viðræður milli embættanna átt sér stað og samvinna um verkefnaáætlun og mun þeirri vinnu haldið áfram. Fíkniefnaeftirlit hefur verið aukið talsvert frá því sem það hefur verið í Reykjavík, en það má rekja til eflingar á fíkniefnaeftirliti ríkistollstjóra, meðal annars vegna fjölgunar fíkniefnaleitarhunda.
    Stefnt er að því að auka mjög áherslu á fíkniefnaeftirlit í starfsemi tollstjóra. Fjármála ráðherra mun ásamt embættum tollstjóra og ríkistollstjóra taka þennan þátt til sérstakrar skoðunar á næstu vikum.
    Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Þau verkefni sem kveðið var á um vegna herts fíkni efnaeftirlits á Keflavíkurflugvelli komu til framkvæmda á árinu. Þannig voru ráðnir tveir nýir starfsmenn til fíkniefnaeftirlits og leiddi það til þess að fíkniefnahundar embættisins nýttust mun betur en áður.
    Önnur tollstjóraembætti. Fíkniefnaeftirlit með hundum var eflt á landsvísu eftir því sem unnt reyndist. Þannig var alltaf sendur hundur til Seyðisfjarðar í tengslum við komu Norrænu þangað.
    Annað. Framkvæmd annarra verkþátta er í eftirfarandi stöðu:
     *      Námskeið: Fíkniefnadeild ríkistollstjóra undirbýr námskeiðahald í fíkniefnamálum.
     *      Samstarf við lögreglu: Eins og fram hefur komið vinna ríkistollstjóri og ríkislögreglustjóri ásamt skattrannsóknastjóra ríkisins að tillögum um aukið samstarf, m.a. í fíkni efnamálum. Sérstakar tillögur í þeim efnum liggja þó ekki fyrir.
     *      Samstarf við flutningsfyrirtæki og miðlara: Af hálfu ríkistollstjóra hefur verið unnið að undirbúningi samninga við flutningafyrirtæki og miðlara um samstarf á sviði tollamála, þar sem m.a. verður lögð sérstök áhersla á gagnkvæma aðstoð í fíkniefnamálum. Fyrir mynd slíkra samninga hefur verið unnin á vegum Alþjóðatollastofnunarinnar. Ríkistoll stjóri mun á næstunni kynna slík samningsdrög fyrir ofangreindum aðilum.
     *      Samvinna við áætlunina Ísland án eiturlyfja: Haldnir hafa verið fundir milli fulltrúar frá verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja og fulltrúum frá embætti ríkistollstjóra annars vegar og tollstjórans í Reykjavík hins vegar.

2.1.4 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
    Heilsuverndarstöð á landsvísu. Unnið hefur verið að mótun tillagna um að koma á lagg irnar forvarnamiðstöð eða heilsuverndarstöð á landsvísu. Á árinu 1997 var unnið að því að móta hugmyndir um markmið, skipulag og verkefni þessarar starfsemi. Með starfseminni er verið að sameina starfsemi sem nú er á mörgum stöðum. Markmið með stöð af þessu tagi er að styðja og efla forvarnastarfsemi heilsugæslunnar í landinu.
    Áfengis- og vímuefnaráð. Fyrsta skrefið í uppbyggingu heilsuverndarstöðvar á landsvísu er stofnun sérstaks áfengis- og vímuefnaráðs, en stofnun slíks ráðs er jafnframt liður í stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki, sbr. hér að framan. Lagafrumvarp um stofnun slíks ráðs var lagt fyrir Alþingi snemma árs 1997 en náði ekki fram að ganga. Nýtt frumvarp hefur verið lagt fram nú á vorþingi 1998.
    Markmiðið með starfsemi ráðsins er að uppræta fíkniefnaneyslu og draga stórlega úr áfengisneyslu. Ráðinu er ætlað að stuðla að samvinnu og samræmingu milli þeirra sem starfa að áfengis- og vímuefnavörnum, svo sem heilsugæslu og annarra heilbrigðisstofnana, félags málayfirvalda sveitarfélaga, löggæslu, menntakerfis, refsivörslukerfis og félagasamtaka.
    Efld heilsugæsla. Á vegum heilbrigðisráðuneytisins, í samvinnu við tóbaksvarnanefnd, hefur verið komið á fót skipulegum leiðbeinendanámskeiðum fyrir starfsmenn heilsugæslu, sjúkrahúsa og meðferðarstofnana á sviði ávana- og fíkniefna, sem og frjálsra félagasamtaka. Á þessum námskeiðum er þátttakendum gefinn kostur á að kynnast undirstöðuatriðum tóbaksvarna og meðferðar vegna reykinga. Þessi námskeið, sem haldin hafa verið víða um land, hafa einkum verið vel sótt af starfsmönnum heilsugæslunnar.
    Á árinu 1997 voru haldin tvö leiðbeinendanámskeið, annað í Hveragerði fyrir Suðurland og Suðvesturland og hitt á Egilsstöðum fyrir Austurland. Hugmyndin er síðan að halda framvegis a.m.k. eitt námskeið árlega. Megintilgangurinn er að gera heilbrigðisþjónustuna, og þá sérstaklega heilsugæsluna, betur í stakk búna til að sinna tóbaksvörnum og hjálpa fólki til að hætta að reykja.
    Enn fremur eru uppi áform um að gera heilsugæsluna færari til að fást við geðræn vandamál og áfengis- og vímuefnavanda þeirra sjúklinga sem til hennar leita. Kannanir sýna t.d. að stór hluti þeirra sem samskipti hefur við heilsugæsluna á landsbyggðinni sækir til hennar með geðræn vandamál sín fremur en til sérfræðinga á því sviði. Sömuleiðis er þörf á að styrkja meðhöndlun áfengis- og vímuefnavandamála innan heilsugæslunnar.
    Forvarnasjóður. Stjórn Forvarnasjóðs er skipuð af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til fjögurra ára í senn og eiga sæti í henni fulltrúar ráðherra dómsmála, fjármála, menntamála og heilbrigðis- og tryggingamála og er sá síðastnefndi jafnframt formaður.
    Á árinu 1997 nutu forgangs til styrkja úr sjóðnum aðgerðir gegn unglingadrykkju og gegn ofurölvi.
    Nánar er fjallað um sjóðinn í kafla 3.2.1 hér á eftir.
    Bætt meðferðarúrræði. Markmið heilbrigðisyfirvalda og þeirra fjölmörgu aðila sem vinna að geðverndarmálum og áfengis- og vímuefnamálum er að veita ráðgjöf, tryggja þeim ein staklingum meðferð sem á henni þurfa að halda og draga úr heilsufarsvandamálum með skipulegum forvörnum.
    Samanborið við aðrar þjóðir standa Íslendingar nokkuð vel að vígi hvað varðar fjölda meðferðarplássa að öðru leyti en því að töluvert skortir á úrræði fyrir börn og unglinga. Hins vegar virðist ekki með öllu ljóst hvort þær aðferðir sem beitt er á sviði forvarna og með ferðar séu alltaf þær heppilegustu. Sérstaklega eru yfirvöld og margir sérfróðir aðilar hugs andi yfir því hvort meðhöndla beri börn og unglinga á sömu stofnunum og fullorðna. Er því víða unnið að endurskoðun og umbótum á þessum sviðum.
    Nefna má þrjú dæmi:
     *      Landspítalinn hefur með stofnun fíkni- og fjölkvilladeildar tekið upp fjölgreiningu á sjúklingum með áfengis-, vímuefna- eða geðræn vandamál. Reynt er að nálgast vanda mál þeirra á heildrænan hátt og skipuleggja þá meðferð sem best á við hverju sinni. Sér staklega er metið hvort innlögn eða göngudeildarúrræði eigi við í hverju tilviki fyrir sig.
     *      Verið er að endurskoða starfsemi endurhæfingarheimila fyrir þá sem líða af langvinnum geðsjúkdómum.
     *      Á árinu 1997 voru fengnir erlendir sérfræðingar til þess að gera úttekt á helstu meðferðarúrræðum fyrir áfengissjúklinga hér á landi. Á það jafnt við um starfsemi Land spítala, SÁÁ og annarra meðferðaraðila á þessu sviði. Athugunin var tvíþætt. Hún var í senn liður í könnun á árangri þeirra aðferða sem beitt er hér á landi og samanburður við þær aðferðir sem beitt hefur verið annars staðar með góðum árangri.
    Tóbaksvarnanefnd. Hlutverk tóbaksvarnanefndar er að draga úr tóbaksneyslu og vinna gegn heilsutjóni af völdum tóbaks. Starfsemin felur í sér að veita opinberum aðilum ráðgjöf og hafa áhrif á viðhorf og venjur fólks, auk þess að aðstoða og hverja skóla, félagasamtök og vinnustaði til þess að móta skýra stefnu í tóbaksvörnum og framfylgja henni. Tóbaks varnanefnd stendur að gerð og dreifingu á fræðslu og kynningarefni um tóbaksvarnir. Enn fremur lætur nefndin reglulega gera athuganir á tóbaksnotkun, neysluvenjum og viðhorfum til tóbaksneyslu.
    Í byrjun árs 1997 lagði tóbaksvarnanefnd fram framkvæmdaáætlun sem var þríþætt og náði til grunnskólans, framhaldsskólans og landsins í heild. Nánar verður vikið að þessari áætlun í kafla 3.2.2.
    Heilsuefling. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og embætti landlæknis hafa um nokkurra ára skeið unnið saman að verkefni sem nefnt hefur verið Heilsuefling. Markmið verkefnisins eru að:
     *      Vekja almenning til ábyrgðar og umhugsunar um ábyrga lífshætti.
     *      Bæta þekkingu almennings á áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma og slysa.
     *      Auka vilja og möguleika almennings til að lifa heilsusamlegu lífi.
     *      Samhæfa starfskrafta og viðfangsefni eins og kostur er.
    Eitt af meginverkefnum Heilsueflingar er samstarf við fjögur sveitarfélög, svokallaða heilsubæi, sem eru Hafnarfjörður, Húsavík, Hornafjörður og Hveragerði. Samstarfið hófst á árinu 1994 og hefur það verið markmið samstarfsins að reyna þar aðferðir sem gætu orðið öðrum sveitarfélögum hvatning til frekara starfs á sviði heilsueflingar.
    Verkefni heilsubæjanna eru aðallega heilsuefling í skólum, á vinnustöðum, í félagsmið stöðvum og hjá fjölskyldum. Verkefnin eru framkvæmd í náinni samvinnu við skóla, heilsu gæslustöðvar, íþróttafélög og stéttarfélög. Þá hefur jafnframt verið leitast við að hafa sem besta samvinnu við fjölmiðla.
    Önnur verkefni Heilsueflingar á næstu misserum sem snerta framkvæmd stefnu ríkis stjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum eru:
     *      Heilsuefling í skólum. Heilsuskólar á öllum stigum skólakerfisins.
     *      Samstarf við tóbaksvarnanefnd.
     *      Heilsuefling á vinnustöðum.
     *      Íþróttir og forvarnir. Græni lyfseðillinn. Samstarf við ÍSÍ um átak á sviði heilsueflingar og forvarna tímabilið 1997–1999.
     *      Lyfseðill um þjálfun. Samstarf við heilsugæslustöðvar, Tryggingastofnun ríkisins og líkamsræktarstöðvar.
     *      Heilsuábendingar á mjólkurumbúðum.
    Samvinna embættis landlæknis, héraðslækna og félagsmálastjóra. Landlæknisembættið hefur á síðustu árum beint starfsemi sinni meira inn á svið heilsuverndar og skipulegra aðgerða til þess að draga úr margs konar heilbrigðisvandamálum. Áróður fyrir heilsusam legum lifnaðarháttum, slysavarnir, vímuefnavarnir, geðheilbrigðismál, heilbrigðisfræðsla og skólaheilsugæsla eru fastir liðir í starfsemi embættisins.
    Í samvinnu við félagsmálastjóra og héraðslækna voru áform á vegum embættisins um að kanna heilsufar þeirra hópa sem njóta atvinnuleysisbóta, félagslegrar þjónustu og stuðnings félagsmálastofnana. Í þeim hópi eru margir sem eiga við áfengis- og vímuefnavandamál að stríða. Niðurstöðum slíkra rannsókna er ætlað að liggja til grundvallar aðgerðum til að bæta aðstöðu og heilsufar þessara einstaklinga.
    Þá hefur það vakið athygli umrædds samstarfshóp að á undanförnum árum hefur sam setning skjólstæðinga félagsmálastofnana tekið ákveðnum breytingum, sérstaklega í Reykja vík. Höfuðborgin ber æ sterkari einkenni stórborga Evrópu, a.m.k. í félagslegu og heilsu farslegu tilliti. Skjólstæðingarnir eru ekki bara aldraðir, fólk sem ekki er á vinnufærum aldri og stórar fjölskyldur, heldur í vaxandi mæli ungt fólk á vinnufærum aldri og einstæðingar.

2.1.5 Menntamálaráðuneyti.
    Forvarnastarf í skólum. Menntamálaráðuneytið hafði til ráðstöfunar 5 m.kr. til þess að skipuleggja og stuðla að forvarnastarfi í skólum. Gerði ráðuneytið verksamning við Fræðslu miðstöð í fíknivörnum um framkvæmd áætlunar ráðuneytisins í forvarnastarfi þess og er Árni Einarsson verkefnastjóri. Samningurinn hefur verið endurnýjaður fyrir árið 1998.
    Teymi. Menntamálaráðuneytið kom á fót teymi sérfræðinga sem ætlað var að koma með tillögur um tilhögun forvarnastarfs í skólum með sérstöku tilliti til úrræða vegna áhættu sem varðar sjálfsvíg og fíkniefnaneyslu. Í teyminu er fólk sem hefur reynslu og þekkingu af málefninu, skólastjóri, kennari, námsráðgjafi, skólahjúkrunarfræðingur og barna- og ung lingageðlæknir. Teymið hefur farið yfir framkvæmd forvarna, eins og hún er nú, rætt um úrbætur og breyttar áherslur. Lögð hefur verið áhersla á að treysta raunhæfa möguleika skólans í forvörnum, hlutverk skólans og samstarf við foreldra og aðra sem að málefninu koma. Höfð verður hliðsjón af tillögum teymisins við námskrárgerð fyrir grunn- og fram haldsskóla sem nú stendur yfir á vegum menntamálaráðuneytisins.
    Rannsóknir. Forsenda árangursríks forvarnastarfs er að tekið sé mið af niðurstöðum rannsókna á orsökum fíkniefnaneyslu og annarra áhættuþátta. Í samræmi við það hefur menntamálaráðuneytið stuðlað að rannsóknum á áhættuþáttum sem tengjast fíkniefnaneyslu og mati á árangri forvarnastarfs. Mun ráðuneytið áfram stuðla að rannsóknum á þessu sviði og hafa niðurstöður þeirra til hliðsjónar við tilhögun forvarnastarfs í skólum.
    Námskeið. Áhættuhegðun barna og ungmenna. Fræðslufyrirlestrar fyrir kennarafundi. Í skýrslu nefndar árið 1996 um könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga á Íslandi og tillögum til úrbóta, sem unnin var samkvæmt þingsályktun á vegum menntamálaráðuneytisins, er gerð grein fyrir flóknu samspili ýmissa þátta, sem hafa afgerandi áhrif á skólagöngu nemenda og framtíð þeirra, svo sem sjálfsvígshegðun og fíkniefnaneyslu. Í skýrslunni er lögð áhersla á að greina áhættuhegðun barna og unglinga í skólum og veita þeim aðstoð sem í vanda eru staddir
    Í samræmi við það leggur menntamálaráðuneytið áherslu á að greining og viðbrögð við áhættuhegðun innan skóla verði efld og beinn stuðningur sérfræðinga við starfsfólk skóla aukinn.
    Menntamálaráðuneytið stendur því fyrir röð námskeiða um áhættuhegðun barna og ungmenna og viðbrögð við slíkri hegðun í samvinnu við Fræðslumiðstöð í fíknivörnum og Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands í því skyni að auka þekkingu starfsfólks skóla.
    Eru námskeiðin haldin í janúar og febrúar 1998 og standa starfsfólki framhaldsskóla um allt land til boða. Þá bjóðast framhaldsskólum fræðslufyrirlestrar fyrir kennarafundi, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, á meðan á skólastarfi stendur. Námskeiðin eru ætluð þeim sem fíkniefnamál og annar vandi brennur mest á innan skólanna svo sem námsráð gjöfum, skólahjúkrunarfræðingum, skólastjórnendum, umsjónarkennurum og fleirum. Enn fremur eru þau ætluð fulltrúum frá nemendafélögum og jafningjafræðslu. Á námskeiðunum verður m.a. fjallað um áhættuhegðun, sjálfsvíg ungs fólks, fíkniefnaneyslu og kynferðislegt ofbeldi. Þá býðst skólunum aðstoð við stefnumörkun í fíkniefnavörnum skólanna og áætlanir þar að lútandi.
    Á vegum Vímuvarnaskólans eru einnig haldin námskeið fyrir kennara og aðra starfsmenn grunnskóla í öllum sveitarfélögum á landinu. Menntamálaráðuneytið styrkti áframhaldandi starfsemi Vímuvarnaskólans og á fulltrúi menntamálaráðuneytisins nú sæti í stjórn skólans.
    Í ágúst 1997 var haldið tveggja daga námskeið og sóttu námskeiðið um 80 manns, kennarar, skólastjórar, hjúkrunarfræðingar og námsráðgjafar. Á námskeiðinu var fjallað um áhættuþætti varðandi áfengisneyslu og aðra vímuefnaneyslu ungs fólks, sjálfsvíg, greiningu þessara þátta og viðbrögð við þeim. Ýmsir íslenskir sérfræðingar héldu fyrirlestra en sér stakur gestafyrirlesari var frá Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum. Hann stýrir verk efni í Boston um forvarnir í skólum í tengslum við áhættuhegðun barna og unglinga. Fyrir hugað er að halda tveggja daga námskeið um forvarnastarf á Norðurlandi sumarið 1998 með svipuðu sniði.
    Ráðgjöf. Símaviðtalstímar. Nauðsynlegt er að starfsfólk skóla sé í stakk búið til að koma auga á og liðsinna nemendum sem eiga í erfiðleikum. Innan framhaldsskólans þurfa að vera fyrir hendi úrræði fyrir þá nemendur sem á stuðningi þurfa að halda vegna ýmissa vanda mála. Slík úrræði þurfa að tengjast úrlausnum heilbrigðis- og félagsmálakerfisins. Starfs menn skóla, t.d. námsráðgjafar, eru oft í góðum tengslum við nemendur og því í góðri aðstöðu til að vinna fyrirbyggjandi starf og bregðast við áhættuhegðun. Mikilvægur þáttur í því starfi er að beina unglingum til viðeigandi meðferðaraðila. Til þess að stuðla að því að svo megi verða í ríkari mæli gefur menntamálaráðuneytið starfsfólki framhaldsskóla kost á því að leita sérfræðilegrar aðstoðar vegna nemenda sem eru í vanda staddir. Komið hefur verið á sérstökum símaviðtalstímum á Fræðslumiðstöð í fíknivörnum þar sem námsráð gjöfum eða viðkomandi starfsfólki gefst kostur á að leita ráðgjafar og handleiðslu vegna vandamála tiltekinna nemenda og fá sérfræðing í heimsókn í skólana eftir nánari ákvörðun. Menntamálaráðuneytið hefur sent framhaldsskólum bækling með nánari upplýsingum um þann stuðning sem framhaldsskólum býðst í þessum efnum.
    Jafningjafræðslan. Menntamálaráðuneytið hefur stutt Jafningjafræðslu framhaldsskól anna. Á árinu 1997 lagði Jafningjafræðslan aðaláherslu á fræðslu og innra starf skólanna. Farið var í alla framhaldsskóla landsins og fyrstu tveir árgangarnir fræddir um skaðsemi eiturlyfja. Áhersla hefur verið lögð á félagslíf „Jafningjanna“ í skólunum sjálfum en hjá þeim eru allar skemmtanir vímulausar og hefur því verið tekið vel. Í mars 1997 var dagurinn „Námsmenn gegn fíkniefnum“ haldinn hátíðlegur en þá stóðu námsmannahreyfingarnar saman að skemmtun undir heitinu lífsgleði.
    Tvö undanfarin sumur hafa 30 manns frá Jafningjafræðslunni verið í vinnu hjá Reykja víkurborg við að fræða nemendur Vinnuskólans, sem eru á grunnskólaaldri, og hefur það verkefni gengið vel. Jafningjafræðslan hefur enn fremur staðið fyrir gerð sjónvarpsþátta, útvarpsþátta, bæklinga og blaða.

3. Aðrir þættir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar.
3.1 Stofnun áfengis- og vímuvarnaráðs.

    Eins og áður hefur verið vikið að lagði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fyrir 121. löggjafarþing frumvarp til laga um áfengis- og vímuvarnaráð. Tilgangurinn með stofnun ráðsins er að efla og styrkja áfengis- og vímuvarnir sérstaklega meðal barna og ungmenna og sporna gegn afleiðingum af neyslu áfengis og annarra vímuefna. Markmiðið með starf semi hins nýja áfengis- og vímuvarnaráðs er að stuðla að samvinnu og samræmingu milli þeirra aðila sem starfa að áfengis- og vímuvörnum. Þá mun ráðið fylgjast með að framfylgt verði stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki.
    Frumvarpið náði ekki fram að ganga en hefur verið lagt fram á Alþingi að nýju svo til óbreytt.

3.2 Auknir fjármunir til forvarna.
3.2.1 Forvarnasjóður og úthlutun úr honum 1997.

    Forvarnasjóður var stofnaður 1995. Í hann rennur ákveðinn hluti áfengisgjalds. Með stofnun sjóðsins jukust fjárveitingar til forvarna á sviði áfengis- og fíkniefnamála um 20 m.kr. á árinu 1996, en sjóðurinn hafði samtals 50 m.kr. til ráðstöfunar á því ári. Á árinu 1997 hafði sjóðurinn 55 m.kr. til ráðstöfunar. Forgangsverkefni sjóðsins á árinu voru tví þætt. Annars vegar að koma í veg fyrir neyslu barna og ungmenna á áfengi og öðrum vímu efnum og vinna gegn þeim vandamálum sem af neyslunni hljótast og hins vegar að vinna gegn ofurölvun og vandamálum henni tengdri. Umsækjendur þurfa að leggja fram ítarlega útfærslu á verkefninu, áfangaskýrslu, skýrslu um framkvæmd verkefnis og mat á árangri þess þegar því er lokið. Á árinu var úthlutað 23 styrkjum, samtals að fjárhæð 25 m.kr. Samkvæmt ákvörðun fjárlaganefndar fengu áfangaheimili og ýmsir aðilar sem starfa að áfengis- og vímuefnavörnum samtals 14 m.kr. í rekstrarstyrki. Þá er rekstur Áfengisvarnaráðs greiddur úr Forvarnasjóði, samtals 9,1 m.kr. á árinu 1997. Sjóðstjórn hafði því til ráðstöfunar samtals kr. 31,9 m.kr. Tafla I sýnir úthlutun úr Forvarnasjóði á árinu 1997.

Tafla 1.


Úthlutun úr Forvarnasjóði árið 1997.


    
Fjárhæð

    Verkefni     
í m.kr.

I.     ÚTHLUTAD AF STJÓRN FORVARNASJÓDS           25 ,08
    Áætlunin Ísland án eiturlyfja          3 ,0
    Félagsmálaráðuneyti: Leitarstarf og aðstoð við grunnskólanemendur
         í Reykjavík         3 ,5
    Heilbrigðisráðuneyti: Leitarstarf og aðstoð við grunnskólanema í Reykjavík          1,5
    Jafningjafræðsla framhaldsskólanema          2 ,0
    Verkefni á vegum SÁÁ:
          Sveitarfélagaverkefni: víðtækar forvarnir í sveitarfélögum          1 ,5
          Samstarf SÁÁ og heilbrigðisstarfsfólks          0 ,9
    Verkefni á vegum FRÆ:
          Viðhorf til ölvunar með því að hafa áhrif á neysluvenjur
                 (samstarfsverkefni)          1 ,0
             Samstarf og þróun í fíknivörnum, samstarf hins opinbera og einkaaðila          0 ,8
    Verkefni á vegum FRÆ, SÁÁ og Rauða kross Íslands:
          Vímuvarnaskólinn á landsbyggðinni          1 ,0
    Verkefni á vegum Vímulausrar æsku:
            Ráðgjöf fyrir foreldra barna í vímuefnavanda          1 ,0
            Námskeið fyrir foreldra og börn alkóhólista          0 ,9
    Verkefni á vegum Vímulausrar æsku og Barnaheilla:
             Foreldrasíminn, samstarf og þróun         1 ,0
    Heimili og skóli, fyrirmyndarforeldrar, vekja umhugsun á ábyrgð foreldra          1 ,0
    Vernd. Aðstoða fanga við að verða vímulausir. Samstarfsverkefni          0 ,8
    Íþróttabandalag Reykjanesbæjar. Samstarf um markvisst forvarnastarf          0 ,7
    Sumarheimili templara. Bindindismót í Galtalækjarskógi          0 ,5
    Áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar, „voff“verkefni í grunnskólum         0 ,44
    Stórstúka Íslands. Bindindismót á Norðurlandi um verslunarmannahelgi          0 ,4
    KFUM. Vímuefnalaus fjölskylduhátíð í Vatnaskógi um verslunarmannahelgi     0 ,4
    Magnús Scheving. Forvarnaverkefni, í samstarfi við aðra          0 ,5
    Félag unglækna. Fræðsla fyrir framhaldsskólanema         0 ,2
    Útideild Félagsmalastofnunar Reykjavíkur. Drengjaverkefni         0 ,14
    Ingvar Á. Þórisson o.fl. Heimildamynd          0 ,1
    Landskönnun á notkun tóbaks, áfengis og annarra vímugjafa meðal 15–20 ára     1 ,0
    Söfnun á niðurstöðum úr rannsóknum og könnunum sl. 15 ár til
         samanburðar og greiningar á stöðu mála          0,8

II.    ÚTHLUTAD AF FJÁRLAGANEFND           14 ,0
    Rekstrarstyrkir til áfangaheimila og annarra sem vinna að vímuvörnum:
            Áfangaheimilið Dyngjan          1 ,0
    Líknarfélagið Skjöldur          1 ,0
    Íslenskir ungtemplarar          2 ,0
    Fræðslumiðstöð í fíknivörnum (FRÆ)          2 ,0
    Krossgötur             4 ,0
    Líknarfélagið Þrepið          1 ,0
    Áfangi, líknarfélag          1 ,0
    Stórstúka Íslands          2 ,0

III. REKSTUR ÁFENGISVARNARÁDS           9,1

3.2.2 Fjármunir til tóbaksvarna.
    Vegna breytinga á tóbaksvarnalögum á árinu 1996 hækkuðu fjárveitingar til tóbaksvarna í 31 m.kr. á árinu 1997 eða um liðlega 22 m.kr. frá árinu 1996. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli tóbaksneyslu, áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu.
    Tóbaksvarnanefnd setti fram framkvæmdaáætlun í byrjun árs 1997. Helstu áhersluatriði þeirrar stefnumörkunar voru:

Grunnskólaáætlun.
     *      Skólar verði virkari í tóbaksvörnum og taki ábyrgð á framkvæmd þeirra.
     *      Unnið verði að því að draga úr reykingum þeirra 12–16 ára nemenda sem reykja daglega þannig að hlutfall þeirra verði lægra en 6% á næstu 15 mánuðum.
     *      Framhaldskólaáætlun.
     *      Virkja nemendur og félög þeirra til tóbaksvarna.
     *      Draga verulega úr tóbaksreykingum nemenda.
     *      Landsáætlun.
     *      Gera fólk meðvitað um rétt sinn til reyklauss umhverfis og hvetja það til þess að standa á þeim rétti.
     *      Þrengja að tóbaksreykingum og fjölga stöðum og svæðum þar sem reykingar eru bannaðar.
     *      Gera heilbrigðisstéttir að virkari þátttakendum.
     *      Hjálpa fólki til þess að hætta að reykja.
     *      Börnum sé tryggt reyklaust umhverfi.
     *      Draga úr daglegum reykingum 18 ára og eldri með samræmdum aðgerðum á næstu 24 mánuðum.

3.3 Efling löggæslu og tollgæslu með auknum fjárveitingum.
    Eins og fram kemur í yfirlitinu hér að framan um framkvæmdaáætlanir dóms- og kirkju málaráðuneytis annars vegar og fjármálaráðuneytis hins vegar var löggæsla og tollgæsla efld á árinu 1997 með auknum fjárveitingum, enda var það meðal áhersluatriða í stefnu ríkis stjórnarinnar að hefta aðgengi barna og ungmenna að fíkniefnum, áfengi og tóbaki og bætt öryggi almennings með fækkun fíkniefnatengdra brota. Áður hefur verið vikið að því hvernig þeim 35 m.kr. var varið sem runnu til að efla starfsemi fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík og þeim 25 m.kr. sem runnu til að efla tollgæslu.

3.4    Stuðningur við ungmenni í áhættuhópum gagnvart notkun fíkniefna, áfengis og tóbaks.
    Ríkisstjórnin ákvað að verja 5 m.kr. til þess að koma á fót teymum sérfræðinga til að skipuleggja forvarnastarf í skólum. Upplýsingar um ráðstöfun þess fjár koma fram í kaflan um um framkvæmdaáætlun menntamálaráðuneytisins.

3.5 Samstarf ríkisins, Reykjavíkurborgar og Samtaka Evrópuborga gegn eiturlyfjum.
    Einn liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar var að ganga til samstarfs við Reykjavíkurborg og Samtök Evrópuborga gegn eiturlyfjum (ECAD – European Cities Against Drugs) um áætlunina Ísland án eiturlyfja.
    Samtökin Evrópuborgir gegn eiturlyfjum voru stofnuð í apríl 1994. Stofnun samtakanna var m.a. svar við áformum ýmissa borga í Evrópu um að lögleiða tiltekin eiturlyf. Reykja víkurborg var ein af 21 stofnborg samtakanna ásamt m.a. Lundúnum, París, Berlín, Stokk hólmi og Moskvu. Aðildarborgir samtakanna eru nú orðnar tæplega 200 talsins. Allar höfuð borgir Norðurlanda að Kaupmannahöfn undanskilinni eru þátttakendur í samtökunum. Megintilgangurinn með starfi samtakanna er að hvetja borgir til aðgerða og baráttu gegn ólöglegum fíkniefnum í stað þess að gefast upp í baráttunni gegn þeim og lögleiða þessi efni. Skrifstofa samtakanna er í Stokkhólmi. Áætlunin Ísland án eiturlyfja er liður í stærri áætlun samtakanna um Evrópu án eiturlyfja árið 2012. Samtökin vonast til að árangur af verkefnum sem hrundið verður af stað hér á landi verði slíkur að þau geti orðið fyrirmyndir fyrir aðrar borgir í baráttunni gegn eiturlyfjum.
    Hinn 6. febrúar 1997 undirrituðu Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra f.h. ríkisstjórnar innar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri f.h. Reykjavíkurborgar og Åke Setréus fram kvæmdastjóri samtakanna Evrópuborgir gegn eiturlyfjum f.h. samtakanna, samstarfssamning um þessa áætlun.
    Með samstarfssamningnum hafa ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og Samtökin Evrópu borgir gegn eiturlyfjum ákveðið að taka höndum saman og vinna að áætluninni Ísland án eiturlyfja. Meginmarkmið samstarfsins er að sameina krafta þjóðarinnar í baráttunni gegn ólöglegum fíkniefnum, efla forvarnir, og skipuleggja verkefni og aðgerðir sem hafa þetta markmið að leiðarljósi. Samtök Evrópuborga telja að Ísland eigi mikla möguleika á því að stemma stigu við innflutningi og dreifingu eiturlyfja vegna landfræðilegrar legu landsins.
    Áætluninni hefur verið skipuð sérstök stjórn sem í eiga sæti fimm fulltrúar: Dögg Páls dóttir hrl., formaður, tilnefnd af dómsmálaráðherra, Ingibjörg Broddadóttir deildarstjóri, tilnefnd af félagsmálaráðherra, Hrafn Pálsson deildarstjóri, tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Kristín A. Árnadóttir aðstoðarkona borgarstjóra, tilnefnd af borgar stjóra og Åke Setréus framkvæmdastjóri hjá samtökum Evrópuborga. Snjólaug Stefánsdóttir uppeldisfræðingur og námsráðgjafi hefur verið ráðin verkefnisstjóri. Verkefnisstjórnin hafði 4 m.kr. til ráðstöfunar á árinu 1997, þ.e. 3 m.kr. úr Forvarnasjóði og 1 m.kr. frá Reykja víkurborg. Auk þess styrkti Eimskipafélag Íslands hf. áætlunina með 1,5 m.kr. á árinu 1997 og hefur félagið lofað sömu fjárhæð á árinu 1998 og 1999.
    Verkefnisstjórnin skilaði í apríl 1997 drögum að verkefnaáætlun ársins 1997 ásamt drögum að fimm ára áætlun. Þar var lögð megináhersla á aðgerðir til að virkja þjóðfélagið í heild í baráttunni gegn eiturlyfjum og fá sem flesta til samstarfs um þessa áætlun.
    Verkefnisstjórnin hefur tekið saman skýrslu um starf sitt á árinu 1997 og er hún sérstakt fylgiskjal með þessari skýrslu. Þar er einnig að finna tillögur verkefnisstjórnarinnar um verk efnaáætlun ársins 1998 ásamt margvíslegum tillögum til ríkisstjórnarinnar um frekari aðgerðir í fíkniefnavörnum. Nefnd ráðuneyta fylgist með framgangi mála hjá verkefnisstjórn inni og tveir fulltrúar úr nefndinni sitja jafnframt í verkefnisstjórninni.

3.6 Fullgilding Íslands á tveimur alþjóðasamningum á sviði refsiréttar.
    Vorið 1997 var samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breyting á almennum hegn ingarlögum, nr. 19/1940, o.fl. vegna fíkniefnasamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1988 og samnings frá 8. nóvember 1990 sem gerður var á vettvangi Evrópuráðsins um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af afbrotum, sbr. lög nr. 10/1997. Lögin breyta almennum hegn ingarlögum, áfengislögum, lögum um ávana- og fíkniefni, tollalögum, lögum um alþjóðlega samvinnu um fullnustu refsidóma og lyfjalögum. Þessar lagabreytingar voru nauðsynlegar svo að Ísland geti fullgilt fyrrnefnda samninga auk þess sem tekið var mið af tillögum verk efnisstjórnar dómsmálaráðherra sem lauk störfum um mitt ár 1996 um lagabreytingar.

4. Staðan í neyslu ungmenna vorið 1997.
    Um nokkurra ára skeið hefur með reglulegu millibili verið gerð umfangsmikil neyslu könnun í 8.–10. bekkjum grunnskóla til að kanna neyslu unglinga og ýmis tengsl neyslu og fjölskylduþátta. Slík könnun var síðast gerð vorið 1997. Fyrir tilstilli styrks frá forvarna sjóði, áætluninni Ísland án eiturlyfja og tóbaksvarnanefnd er nú að ljúka úrvinnslu þessarar könnunar og munu þær birtast í bók í byrjun mars 1998. Niðurstöðurnar draga upp nokkuð dökka mynd af stöðunni í neyslu 14 og 15 ára unglinga (í 9. og 10. bekk grunnskóla). Verður nú vikið að helstu niðurstöðum varðandi neyslu á áfengi, tóbaki, hassi og amfetamíni eftir landsvæðum.













Mynd 1.


Hlutfall nemenda 14 og 15 ára (í 9. og 10. bekk) sem hefur drukkið áfengi a.m.k. einu sinni sl. 30 daga fyrir könnun.


    Myndin sýnir hlutfall 14 og 15 ára unglinga sem höfðu drukkið áfengi a.m.k. einu sinni síðustu 30 dagana fyrir könnun og eru upplýsingarnar greindar eftir landshlutum. Af pilt unum höfðu á bilinu 35,2% upp í 44,6% neytt áfengis á þessu tímabili samanborið við 36,9–48,8% stúlknanna. Athygli vekur að á fimm af átta landssvæðum er hlutfall stúlkna sem hafa drukkið áfengi a.m.k. einu sinni á tímabilinu sem spurt var um hærra en hlutfall piltanna.

















Mynd 2.


Hlutfall nemenda 14 og 15 ára (í 9. og 10. bekk) sem hefur orðið drukkinn einu sinni eða oftar sl. 30 daga fyrir könnun.


    Mynd 2 sýnir hlutfall 14 og 15 ára unglinga sem hafa orðið drukknir einu sinni eða oftar síðustu 30 dagana fyrir könnun. Upplýsingarnar eru aftur sýndar eftir landshlutum. Enn vekur athygli hversu stór hópur þessara unglinga hefur orðið drukkinn, eða á bilinu 22,6 –34,3% piltanna og 24,2 –40,4% stúlknanna. Aftur vekur athygli að í sex af átta landshlutum hafa stúlkurnar vinninginn og munar allmiklu í sumum tilvikum. Má þar benda á að 40,4% stúlkna á Suðurnesjum á þessum aldri höfðu orðið drukknar einu sinni eða oftar samanborið við 28,9% piltanna.
















Mynd 3.


Hlutfall nemenda 14. og 15 ára (í 9. og 10. bekk) sem hefur reykt eina sígarettu á dag eða meira sl. 30 daga fyrir könnun.


    Mynd 3 sýnir reykingar meðal unglinga 14 og 15 ára og er þá miðað við daglegar reyk ingar. Rannsóknin staðfestir grunsemdir um vaxandi reykingar meðal þessa aldurshóps. Á bilinu 9,6–17,9% pilta á þessum aldri reykja eina sígarettu á dag eða meira. Meðal stúlkna eru reykingarnar enn meiri því á bilinu 9,7–25,8% þeirra stunda reykingar með þessum hætti. Enn hafa stúlkurnar vinninginn og er hlutfall þeirra sem reykja í samanburði við strákanna hærra í sex af átta landshlutum.
















Mynd 4.


Hlutfall nemenda 14 og 15 ára (í 9. og 10. bekk) sem hefur notað hass
a.m.k. einu sinni um ævina.


    Mynd 4 sýnir hlutfall 14 og 15 ára sem höfðu notað hass a.m.k. einu sinni um ævina. Athygli vekur hátt hlutfall pilta í Reykjavík, liðlega 17%. Hér snýst dæmið við frá því áður því í flestum landshlutum er hlutfall pilta sem hefur prófað hass hærra en hlutfall stúlknanna.
















Mynd 5.


Hlutfall nemenda 14 og 15 ára (í 9. og 10. bekk) sem hefur notað
amfetamín a.m.k. einu sinni um ævina


    Mynd 5 sýnir loks hlutfall pilta og stúlkna eftir landshlutum á aldrinum 14 og 15 ára sem hafa notað amfetamín a.m.k. einu sinni um ævina. Á bilinu 1,9–5,6% piltanna og 0,8 –5,1% stúlknanna hafa prófað þetta eiturlyf. Hér er aftur sama myndin og í hassinu, hlutfall piltanna sem hefur prófað eitrið er í langflestum landshlutum hærra en hlutfall stúlknanna.
    Þessar niðurstöður sýna talsverða neyslu, ekki síst í áfengi og tóbaki. Auk þess er hlutfall ungmenna 14 og 15 ára sem hefur prófað hass annars vegar og amfetamín hins vegar allt of hátt.
    Mikilvægt er að gera samanburðarkönnun vorið 1998 til að sjá hver þróunin hefur orðið síðustu 12 mánuði í þessum efnum.

5. Umræða.
    Hér að framan hafa verið rakin verkefni á vegum hinna ýmsu ráðuneyta á árinu 1997 í kjölfar samþykktar sérstakrar verkefnaáætlunar á sviði áfengis-, tóbaks- og fíknivarna.
    Af skýrslunni má ráða að á vegum ráðuneyta hefur ötullega verið unnið í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar frá því í desember 1996. Nauðsynlegt er að frumvarp til laga um áfengis- og vímuvarnaráð verði sem fyrst að lögum, eins og ráðgert var við samþykkt stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar. Stofnun og starfsemi ráðsins er mikilvægur hlekkur í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar. Því er brýnt að áformum um þetta ráð verði hrundið af stað hið fyrsta svo starfsemi þess geti hafist eigi síðar en 1. janúar 1999. Ráðinu er ætlað um fangsmikið hlutverk, m.a. um að tryggja að reglulegar neyslukannanir verði gerðar. Upplýs ingar þær sem raktar voru í 4. kafla um nýjustu neyslutölur meðal 14 og 15 ára unglinga sýna uggvænlega þróun sem nauðsynlegt er að fylgjast grannt með. Verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja hefur ákveðið að framkvæma nýja neyslukönnun í mars 1998 til að sjá hvert þróunin stefnir. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar öflugu og markvissu forvarna starfi á þessu sviði.

6. Tillögur.
    Nefnd ráðuneyta leggur eftirfarandi til við ríkisstjórnina í ljósi reynslunnar af framkvæmd stefnu hennar í áfengis-, tóbaks- og vímuvörnum á árinu 1997:
     1.      Áfram verði unnið í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í þessum málum frá desember 1996.
     2.      Stefnt verði að því að frumvarp til laga um áfengis- og vímuvarnaráð verði samþykkt sem lög fyrir vorið 1998 og að áfengis- og vímuvarnaráð taki til starfa eigi síðar en 1. janúar 1999.
     3.      Ráðuneyti sem vinna að verkefnum á sviði áfengis-, tóbaks- og vímuvarna geri þau verkefni sýnilegri og tengi þau með áberandi hætti við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar á þessu sviði og eftir því sem kostur er áætluninni Ísland án eiturlyfja.
    Jafnframt vekur nefnd ráðuneyta athygli ríkisstjórnarinnar á tillögum þeim sem verk efnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja leggur til að ríkisstjórnin samþykki.


Fylgiskjal.


Skýrsla verkefnisstjórnar áætlunarinnar
Ísland án eiturlyfja um störf hennar árið 1997.


1. SAMANTEKT OG TILLÖGUR
    Á árinu 1997 hefur verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja í starfi sínu lagt áherslu á málefni foreldra og fjölskyldunnar. Verður því starfi haldið áfram á árinu 1998. Undirstrikað hefur verið mikilvægi þess að draga úr áfengisneyslu barna og ungmenna og að foreldrar séu lykilaðilar í því sambandi. Kannanir sýna að því yngri sem einstaklingurinn er við upphaf áfengisneyslu því líklegra er að hann muni neyta annarra fíkniefna. Verkefnis stjórnin hefur hvatt til verkefna sem efla og styrkja foreldra í baráttunni gegn vímuefnaneyslu barna og unglinga. Í því sambandi má nefna Könnun á viðhorfum til ýmissa mála er varða unglinga, hvatningarátakið Foreldrar eru bestir í forvörnum, útgáfu sérblaðs um vímu varnamál, Fjölskyldumiðstöðina, ráðstefnuna FRÁ FORELDRUM TIL FORELDRA o.fl.
    Á árinu 1998 verður sérstök áhersla lögð á að hvetja sveitarfélög til aðgerða í vímu varnamálum. Skipulagðar verða ráðstefnur í öllum landshlutum þar sem áætlunin Ísland án eiturlyfja, vímuvarnir í sveitarfélögum, tölulegar upplýsingar, starf foreldrafélaga og annað forvarnastarf verður til umfjöllunar. Í undirbúningi er formlegt samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga um þessi mál og fleiri. Verkefni sem hafa að markmiði að vinna með ungu fólki gegn eiturlyfjaneyslu verða einnig í forgrunni og ber þar hæst verkefnið 20,02 hugmyndir um eiturlyf í samvinnu við Hitt Húsið, Jafningjafræðsluna o.fl.
    Mikilvægt er að vinna áfram að samræmdum aðgerðum stjórnvalda og auknu samstarfi og bættu skipulagi í vímuvarnamálum. Til að skapa áætluninni Ísland án eiturlyfja betri skil yrði til árangurs leggur verkefnisstjórnin til eftirfarandi:
     1.      Leitað verði eftir formlegu samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og þeim boðið að tilnefna fulltrúa í verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja.
     2.      Menntamálaráðuneytið tilnefni fulltrúa í verkefnisstjórn.
     3.      Fulltrúi úr verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja eigi sæti í stjórn forvarnasjóðs.
     4.      Öll verkefni sem forvarnasjóður styrkir tengist áætluninni Ísland án eiturlyfja.
     5.      Formaður verkefnisstjórnar eigi sæti í samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar um afbrota- og fíknivarnir.
     6.      Skipað verði sérstakt fulltrúaráð sem verði vettvangur samráðs allra þeirra sem að vímuvörnum starfa og verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja til ráðgjafar. Ráðið fundi á tveggja mánaða fresti. Í því eigi sæti m.a. fulltrúi þjóðkirkjunnar, Áfengisvarnaráðs, fíkniefnalögreglunnar, tollgæslunnar, foreldrasamtaka, SÁÁ, íþrótta hreyfingarinnar, Jafningjafræðslunnar, tóbaksvarnanefndar, Vímulausrar æsku, bind indishreyfingarinnar, FRÆ, rannsóknaraðila, fjölmiðla, vinnumarkaðarins, forvarna deildar lögreglunnar o.fl.
     7.      Skipuð verði samstarfsnefnd toll- og löggæslu sem vinnur að nauðsynlegum aðgerðum til að hefta, enn frekar en nú er gert, innflutning ólöglegra fíkniefna til landsins.
     8.      Framlag ríkisins til áætlunarinnar verði 4,5 milljónir kr. (er 3 milljónir kr.) og framlag Reykjavíkurborgar verði 1,5 milljón kr. (er 1 milljón kr.).
    Árskýrsla verkefnisstjórnar hefur verið unnin af Snjólaugu Stefánsdóttir verkefnisstjóra í nánu samráði við verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja.

2. INNGANGUR
    Ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og evrópsku samtökin European Cities Against Drugs – ECAD undirrituðu samstarfssamning þann 6. febrúar 1997 um áætlunina Ísland án eiturlyfja. Áætlunin er liður í stefnu ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum. Samn ingurinn gildir til ársins 2002 og felur m.a. í sér að leitað verði nýrra og markvissari leiða til að koma í veg fyrir innflutning, dreifingu, sölu og neyslu ólöglegra vímuefna. Meginmark mið áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja er að sameina krafta þjóðarinnar í baráttunni gegn ólöglegum fíkniefnum, efla forvarnir og skipuleggja verkefni og aðgerðir sem hafa þetta tak mark að leiðarljósi.
    Í verkefnisstjórn áætlunarinnar eiga sæti fimm fulltrúar. Þeir voru í árslok 1997: Dögg Pálsdóttir hrl., formaður, tilnefnd af dómsmálaráðherra, Ingibjörg Broddadóttir, deildar stjóri, tilnefnd af félagsmálaráðherra, 1 Hrafn Pálsson deildarstjóri, tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Kristín A. Árnadóttir aðstoðarkona borgarstjóra, tilnefnd af borgarstjóra og Åke Setréus framkvæmdastjóri hjá ECAD. Verkefnisstjóri er Snjólaug Stefánsdóttir uppeldisfræðingur og námsráðgjafi og hefur hún verið í hálfu starfi á vegum áætlunarinnar frá því að samstarfssamningurinn var undirritaður.
    Samkvæmt samstarfssamningnum mun verkefnisstjórnin leggja fram tillögur um skamm tíma- og langtímaaðgerðir sem taldar eru nauðsynlegar til þess að tilgangur áætlunarinnar náist. Eigi síðar en 1. mars ár hvert skulu tillögurnar lagðar fyrir dómsmálaráðherra, borgar stjórann í Reykjavík og ECAD. Hlutverk ECAD í áætluninni er m.a. að leggja til sérfræði þjónustu með það að markmiði að aðgerðir og verkefni sem ráðist verður í þjóni tilgangi áætlunarinnar. Árlegt ráðstöfunarfé verkefnisstjórnar er 4 m.kr. Hlutur ríkisstjórnarinnar er 3 m.kr. og hlutur Reykjavíkurborgar er 1 m.kr.
    Verkefnisstjórnin hélt 23 fundi á árinu 1997. Þar af sátu fulltrúar ECAD 5 fundi. Auk þess var haldinn fjöldi samráðsfunda með aðilum sem starfa að vímuefnamálum. Vert er að nefna í því sambandi þrjátíu manna fund sem haldinn var 27. febrúar 1997 þar sem leiðandi aðilar í vímuvörnum komu saman og ræddu árangursríkar leiðir í vímuefnavörnum. Fundur með fulltrúum unglinga í grunnskólum Reykjavíkur var haldinn 17. mars 1997 og var mjög gagnlegur. Þar kom m.a. fram sú skoðun unglinganna að foreldrar og stjórnvöld þyrftu að hafa skýrari og afdráttarlausari stefnu í uppeldis- og vímuvarnamálum og fylgja henni eftir.
    Verkefnisstjórn og verkefnisstjóri kynntu áætlunina og fjölluðu um vímuvarnamál í ræðu og riti bæði innan lands og erlendis. Gefin voru út þrjú tölublöð af bæklingnum Fréttapunktar verkefnisstjórnar. Fréttapunktunum hefur verið dreift víða og þeir m.a. sendir öllum sveitar félögum, heilsugæslustöðvum, alþingismönnum, samstarfsaðilum, ráðuneytum og stofnunum, félagasamtökum, skólum o.fl. Tilgangurinn með útgáfunni er að kynna áætlunina og einstök verkefni sem unnið er að hverju sinni.
    Eitt af viðfangsefnum áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja hefur verið að stuðla að samstarfi og samráði aðila sem starfa að vímuvarnamálum. Fundarhöld og umræða um forvarnamál og stefnuna til framtíðar hefur verið liður í því starfi. Á grundvelli þeirrar umræðu voru m.a. drög að 5 ára framkvæmdaráætlun verkefnisstjórnar byggð. Drögin komu út í apríl 1997 og voru endurútgefin í júní sama ár með smávægilegum breytingum. Áætlunin er á ensku á heimasíðu samstarfsaðilans ECAD, www.ecad.net.
    Framkvæmdaráætlunin skiptist í sjö kafla:
          I.      Virkja þjóðfélagið í heild í baráttunni gegn vímuefnum.
          II.      Forvarnir og fræðsla.
          III.      Virkja frjáls félagasamtök.
          IV.      Samstarf við foreldrasamtök.
          V.      Ungt fólk í áhættu.
          VI.      Samstarfshópar á landsvísu og í sveitarfélögum gegn eiturlyfjum.
          VII.      Toll- og löggæsla.
    Í þessari ársskýrslu verkefnisstjórnarinnar er kaflaskiptingu framkvæmdaráætlunarinnar fylgt. Með henni fylgir einnig stutt yfirlit yfir þau verkefni sem tengjast áætluninni Ísland án eiturlyfja á árinu 1997 (sjá fylgiskjal 1).

    Áætlunin Ísland án eiturlyfja er liður í víðtækum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í vímuefnavörnum, sem kynntar voru í desember 1996. Helstu þættir þeirra aðgerða eru:
     1.      Stefna ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum.
     2.      Stofnun sérstaks áfengis- og vímuvarnaráðs.
     3.      Auknir fjármunir til forvarna.
     4.      Efling löggæslu og tollgæslu
     5.      Stuðningur við ungmenni í áhættuhópum gagnvart notkun fíkniefna og áfengis.
     6.      Samstarf ríkisins, Reykjavíkurborgar og ECAD um verkefnið Ísland án eiturlyfja árið.
     7.      Fullgilding Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og skynvilluefni frá 20. desember 1988 og samningi frá 8. nóvember 1990 sem gerður var á vettvangi Evrópuráðsins um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings á afbrotum.
    Í febrúar/mars 1998 verður gefin út bók á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála sem Þórólfur Þórlindsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir ritstýra. Ísland án eitur lyfja, tóbaksvarnanefnd, Forvarnasjóður og EIMSKIP styrkja útgáfu bókarinnar. Bókin geymir nýjustu upplýsingar um vímuefnaneyslu nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskólans. Úrvinnslan byggist á rannsókn sömu aðila sem fór fram í öllum grunnskólum landsins í mars 1997. Niðurstöður könnunarinnar sýna mikla aukningu á neyslu vímuefna meðal nemenda. 13% nemenda í 10. bekk grunnskólans segjast hafa prófað hass sem er aukning um tæp 6% frá árinu 1992. Ef skoðuð er staða pilta með tilliti til hassreykinga í Reykjavík og nágrenni segjast 17,5 % pilta í 9. og 10. bekk hafa prófað hass. Neysla annarra eiturlyfja svo sem amfetamíns og e-töflu hefur einnig aukist innan grunnskólans. Þessar staðreyndir kalla á róttækar aðgerðir.
    Ísland hefur alla burði til að ná miklum árangri í baráttunni gegn eiturlyfjum. Ísland er einsleitt þjóðfélag með almenna samstöðu gegn allri neyslu ólöglegra fíkniefna. Við búum við aðstæður sem ættu að skipa okkur í röð þeirra landa sem fremst eru í þessari baráttu. Mikil þekking er á meðferð og forvörnum í landinu, aðkomuleiðir eru fáar vegna legu lands ins og ætti leit að eiturlyfjum að vera brýnasta verkefni tollgæslu um land allt. Fámennið, yfirsýnin og þekking á neytendum, sölumönnum o.fl. skapar hér kjöraðstæður til varnar þess um vágesti.
    Verkefnisstjórnin telur að á þessu fyrsta starfsári áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja hafi margt unnist og ýmsum mikilvægum verkefnum verið ýtt úr vör, sem eigi eftir að hafa víðtæk áhrif til framtíðar. Forvarnir á þessu sviði hafa á liðnum tveimur til þremur árum orðið við fangsefni æ fleiri, bæði stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja og er það vel. Skiptir skýr stefna opinbera aðila í málinu þar miklu og virkar sem hvatning til aðgerða. Styrkur áætl unarinnar Ísland án eiturlyfja felst einmitt í þeirri afdráttarlausu stefnu sem markmið áætl unarinnar felur í sér og því að ríkisstjórnin og Reykjavíkurborg hafi sameinast um aðgerðir með þessum hætti.
    Eitt af meginmarkmiðum áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja er að stuðla að bættu skipulagi forvarnastarfs í landinu og auknum samráðum og samstarfi aðila sem starfa að málinu. Það er einkum þrennt sem verkefnisstjórnin vill undirstrika alveg sérstaklega í því sambandi og telur vera grundvallaratriði til að árangur náist. Í fyrsta lagi mikilvægi þess að stjórnvöld, bæði ríkisstjórn og sveitarfélög, framfylgi af meiri festu yfirlýstri stefnu í vímuvarnamálum og stuðli enn frekar en nú er að bættu skipulagi málaflokksins, í öðru lagi að þeir sem starfa að vímuvarnamálum auki samstarf og samráð og í þriðja lagi að lög- og tollgæsla verði efld og tryggt sé að sérstakt framlag til þeirra skili sér örugglega til verkefna á sviði fíkniefna mála.
    Til að stuðla að betri yfirsýn, samræmdum aðgerðum stjórnvalda, auknu samstarfi og bættu skipulagi í vímuvarnamálum er lagt til eftirfarandi:
     *      Menntamálaráðuneytið tilnefni fulltrúa í verkefnisstjórn áætlunarinnar.
     *      Leitað verði eftir formlegu samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og þeim boðið að tilnefna fulltrúa í verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja
     *      Fulltrúi úr verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja eigi sæti í stjórn forvarnasjóðs.
     *      Öll verkefni sem forvarnasjóður styrkir verði kynnt sem framlag til áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja.
     *      Formaður verkefnisstjórnarinnar eigi sæti í samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar um afbrota- og fíknivarnir.
     *      Skipað verði sérstakt fulltrúaráð sem verði vettvangur samráðs og verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja til ráðgjafar um úrlausn verkefna. Ráðið fundi á tveggja mánaða fresti. Í því eigi sæti m.a. fulltrúar kirkjunnar, áfengisvarnaráðs, fíkni efnalögreglunnar, tollgæslunnar, foreldrasamtaka, SÁÁ, íþróttahreyfingarinnar, Jafn ingjafræðslunnar, tóbaksvarnanefndar, Vímulausrar æsku, bindindishreyfingarinnar, FRÆ, rannsóknaraðila, fjölmiðla, vinnumarkaðarins o.fl.
     *      Framlag ríkisins til áætlunarinnar verði 4,5 milljónir kr. (er 3 milljónir kr.) og framlag Reykjavíkurborgar verði 1,5 milljón kr. (er 1 milljón kr.).
     *      Skipuð verði samstarfsnefnd toll- og löggæslu sem vinnur að nauðsynlegum aðgerðum til að hefta, enn frekar en nú er, innflutning ólöglegra fíkniefna til landsins.
    Markmið áætlunarinnar hefur verið gagnrýnt, bent hefur verið á að ekki sé raunhæft að ætla að Ísland geti orðið land án eiturlyfja árið 2002. Um sé að ræða blekkingu, fjármagn sé skorið við nögl og markmiðið sé ótrúverðugt. Í þessu sambandi vill verkefnisstjórnin benda á mikilvægi þess að stjórnvöld hafi skýra stefnu og markmið í vímuvörnum og að stjórnvöld geti vart sett sér annað markmið en það að stefna að landi án eiturlyfja. Baráttunni við útbreiðslu eiturlyfja lýkur ekki í fyrirsjáanlegri framtíð, en til að árangur náist þarf stefnan að vera skýr og aðilar að vinna saman. Áætlunin Ísland án eiturlyfja er tilraun stjórn valda til að vinna með markvissum hætti að ákveðnu takmarki og meta árangur þess starfs.
    Það er sannfæring okkar sem að þessari áætlun störfum að nauðsynlegt sé að stjórnvöld varði leiðina í vímuvarnamálum og séu það afl sem leiði aðila saman í þá sterku heild sem þessari baráttu er nauðsynleg. Baráttan gegn innflutningi, dreifingu, sölu og neyslu eiturlyfja er barátta við skipulagða glæpastarfsemi þar sem peningar ráða ferðinni og börn og ung menni eru fórnarlömbin. Markmiðið Ísland án eiturlyfja getur verið umdeilanlegt en meðan menn þrátta um ártöl flæða eiturlyfin inn í landið og börn á grunnskólaaldri ganga um með eiturlyf í vasanum. Nú sem aldrei er þörf á samstöðu og framkvæmdum. Víða um heim eru aðilar sem vinna gegn útbreiðslu eiturlyfja að setja sér skýr og afdráttarlaus markmið af svipuðum toga og gert hefur verið hér. Evrópa án eiturlyfja 2010 er verkefni á vegum ECAD og 21. öldina án eiturlyfja er heiti á verkefni á vegum UNESCO. Þar sem verkefnið Ísland án eiturlyfja hefur verið kynnt á erlendum vettvangi hefur það vakið jákvæða athygli og áhuga.
    Verkefnisstjórnin hefur kappkostað að efla samstarf lykilaðila í vímuvarnamálum enda það mat verkefnisstjórnarinnar að tími samkeppni á þessu sviði sé liðinn og tími samstarfs og samstöðu runninn upp. Grundvöll árangurs er að finna í samstöðu þjóðarinnar og þeirri trú að okkur takist að ná tökum á þessu alvarlega vandamáli.

3. VIRKJA ÞJÓDFÉLAGID Í HEILD Í BARÁTTUNNI GEGN VÍMUEFNUM
    Fyrsti kafli framkvæmdaáætlunarinnar ber yfirskriftina Virkja þjóðfélagið í heild í baráttunni gegn vímuefnum. Í kaflanum er áhersla lögð á fimm viðfangsefni:
     1.      Stuðla að breyttum viðhorfum til unglingadrykkju og draga úr áfengisneyslu barna og unglinga.
     2.      Stuðningur frjálsra félaga við áætlunina Ísland án eiturlyfja.
     3.      Stuðningur fjölmiðla og listamanna við áætlunina Ísland án eiturlyfja.
     4.      Stuðningur fyrirtækja, stofnana og samtaka við aðgerðir gegn eiturlyfjum.
     5.      Gera áætlunina Ísland án eiturlyfja sýnilega.
     6.      Verður nú vikið nánar að þessum viðfangsefnum.

3.1    Stuðla að breyttum viðhorfum til unglingadrykkju og draga úr áfengisneyslu barna og unglinga
    Niðurstöður rannsókna benda til að því yngri sem börn og unglingar eru við upphaf áfengisneyslu þeim mun meiri hætta er á að þau leiðist út í neyslu ólöglegra vímuefna. Þá bendir ýmislegt til þess að meðal almennings hér á landi ríki talsvert umburðarlyndi og jafnvel skeytingarleysi gagnvart áfengisneyslu barna og unglinga.
    Lögð var áhersla á að skipuleggja verkefni gegn áfengisdrykkju barna og unglinga og sveitarfélög, frjáls félagasamtök, fyrirtæki og fleiri hvattir til frumkvæðis á því sviði. Eftirtalin verkefni á þessu sviði hófust á árinu 1997 undir merkjum áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja.

3.1.1 Vímulaus grunnskóli í Reykjavík.
     Samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félagsmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Fræðslumiðstöð í fíknivörnum (FRÆ) annast verkefnisstjórn. Hófst 1997.
    Hinn 18. mars 1997 undirrituðu borgarstjórinn í Reykjavík, félagsmálaráðherra, heil brigðis- og tryggingamálaráðherra og formaður Reykjavíkurdeildar RKÍ samstarfssamning um forvarnaverkefni í grunnskólum Reykjavíkurborgar gegn vímuefnaneyslu nemenda og um starfrækslu Fjölskyldumiðstöðvar. Kostnaður við verkefnið er greiddur af félagsmálaráðu neyti og heilbrigðisráðuneyti með styrk úr forvarnasjóði auk þess sem Reykjavíkurdeild RKÍ styrkti verkefnið með 5 m.kr. framlagi. Verkefnið hófst í mars 1997 og því lýkur á vormán uðum 1998. Verður ákvörðun um frekari starfsemi tekin að loknu árangursmati.
    Meginmarkmið verkefnisins er að:
     *      Stuðla að því að allir grunnskólanemar í Reykjavík verði vímuefnalausir.
     *      Draga úr skeytingarleysi almennings gagnvart unglingadrykkju.
     *      Stuðla að markvissum viðbrögðum gegn allri vímuefnaneyslu unglinga.
     *      Efla aðgengilega þjónustu fyrir fjölskyldur unglinga í vímuefnavanda.
     *      Stuðla að bættu og markvissara samstarfi aðila í hjálparkerfinu.
    Sérstök verkefnisstjórn stýrir verkefninu. Í henni sitja: Sigurveig Sigurðardóttir formaður Reykjavíkurdeildar RKÍ, formaður, tilnefnd af Reykjavíkurdeild RKÍ, Ingibjörg Broddadóttir deildarstjóri, tilnefnd af félagsmálaráðuneyti, Óttar Guðmundsson geðlæknir, tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri, tilnefnd af Reykjavíkurborg og Ólöf Helga Þór tilnefnd af Reykjavíkurdeild RKÍ. Verkefnisstjóri var ráðinn Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ.
    Framkvæmd verkefnisins má í meginatriðum skipta í tvennt, annars vegar framkvæmd forvarnastarfs í grunnskólum Reykjavíkur og hins vegar starfrækslu Fjölskyldumiðstöðvar.
    Forvarnastarf innan grunnskólans byggir á tveimur meginstoðum, annars vegar starfsemi nemendaverndarráða sbr. lög nr. 66/1995 og hins vegar starfsemi barnaverndarnefnda sbr. lög um vernd barna og ungmenna nr. 58/1992. Undirstaða verkefnisins felst í skipulögðu samstarfi nemendaverndarráða annars vegar og barnaverndarnefndar hins vegar, sem miðar að því að hafa uppi á nemendum, sem stofna velferð sinni í hættu með neyslu áfengis og ann arra vímuefna.
    Fjölskyldumiðstöðin veitir foreldrum og börnum ráðgjöf. Mál nemenda og fjölskyldna sem vísað er til Fjölskyldumiðstöðvarinnar, eða sem þangað leita af eigin frumkvæði, eru tekin til umfjöllunar í greiningar- og ráðgjafarteymi stöðvarinnar. Í teyminu starfa sér fræðingar frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og Teigi, fíkniefnaskor Landspítalans.
    Fjölskyldumiðstöðin býður foreldrum ráðgjöf síðdegis og á kvöldin. Starfið er tvíþætt: fyrir börn/unglinga annars vegar og foreldra/forráðamenn hins vegar. Barna- og unglinga starfið fer fram í hópum. Foreldrastarfið er í formi viðtala og hópastarfs sem miðar að því að gera foreldrana hæfari til að takast á við uppeldishlutverk sitt með tilliti til vímuefna neyslu.
    Á tímabilinu september til desember 1997 var tekið á málum 29 ungmenna á aldrinum 13–18 ára. Í þriðjungi tilvika var aðstoð Fjölskyldumiðstöðvarinnar fyrsta tilraun til þess að taka á málum viðkomandi barns. Algengast var að grunnskólar vísuðu foreldrum á Fjöl skyldumiðstöðina. í öðrum tilvikum höfðu foreldrar fengið upplýsingar úr fjölmiðlum, hjá Félagsmálastofnun eða vinum og kunningjum.

3.1.2 Könnun á viðhorfum foreldra.
     Samstarfsverkefni verkefnisstjórnar, vímuvarnanefndar Reykjavíkur og tóbaksvarnanefndar. Könnunina framkvæmdu Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála og ÍM Gallup í júní 1997.
    Í tengslum við hvatningarátak á vegum vímuvarnanefndar Reykjavíkur og fleiri aðila var ákveðið að kanna viðhorf foreldra til ýmissa þátta er lúta að fíkniefnaneyslu unglinga. Að könnuninni stóðu auk verkefnisstjórnarinnar vímuvarnanefnd Reykjavíkur og tóbaksvarna nefnd. ÍM Gallup og Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála (RUM) var falið að annast framkvæmd hennar.
    Könnunin var framkvæmd dagana 6.–10. júní 1997. Hringt var í 800 manna úrtak ein staklinga á aldrinum 23–54. Alls svöruðu um 579 eða 72,3% úrtaksins, 483 aðspurðra áttu börn. Niðurstöður voru mjög áhugaverðar og verða nokkrar þeirra tíundaðar hér.
    Í könnuninni var m.a. spurt: Á hvaða aldri finnst þér að unglingar mættu byrja að drekka áfengi.





(Súlurit)






    Eins og taflan sýnir töldu 4% aðspurðra að börn mættu byrja að drekka yngri en 16 ára. Þessi viðhorf eru umhugsunarverð í ljósi þess að samkvæmt grunnskólakönnun RUM frá því í mars sl. hafa rúmlega 80% nemenda í 10. bekk drukkið áfengi og um 60% þeirra orðið drukknir samkvæmt annarri könnun RUM frá 1995. Í könnuninni voru foreldrar sem áttu börn í 10. bekk spurð um drykkju barna sinna og kom í ljós að 43% foreldra töldu barn sitt hafa drukkið áfengi, en kannanir sýna að í raun hafa um helmingi fleiri drukkið áfengi.
    Spurt var einnig: Setjum sem svo að þú ættir ungling á aldrinum 13–15 ára sem drykki áfengi án þinnar vitundar. Mundir þú vilja að einhver ótengdur þér sem vissi af áfengis neyslunni segði þér frá henni? Í ljós kom að 88% sögðust hiklaust vilja vera látin vita af áfengisneyslu barna sinna. Þessi niðurstaða hefur m.a. ýtt undir umræðu um nánara samstarf og upplýsingamiðlun foreldra á þessu sviði t.d. á foreldrafundum. Í könnuninni kemur einnig fram að 90% foreldra hafa aldrei keypt vín fyrir börn sín á unglingsaldri.
    Í könnuninni var kannaður hugur fólks til ferða unglinga á útihátíðir. Spurt var: Finnst þér að það ætti að takmarka aðgang unglinga á útihátíðir við 16 ár, ef þeir eru ekki í fylgd með fullorðnum. Í ljós kom að um 90% töldu svo vera. Þá hafa um 59% foreldra í könnuninni nokkrar, fremur miklar eða mjög miklar áhyggjur af því að barn þeirra muni neyta fíkniefna annarra en áfengis á unglingsaldri. Um 80% svarenda töldu fíkniefnaneyslu unglinga undir 16 ára vera fremur mikið eða mjög mikið vandamál.
    Í könnuninni kom fram að 54% töldu mjög alvarlegt að 80% unglinga í 10. bekk höfðu dukkið áfengi einu sinni eða oftar og 31% að það væri fremur alvarlegt. Af þeim sem töldu það mjög alvarlegt voru 63,2% konur en 43% karlar. Þegar spurt var um viðhorf til reykinga töldu 71% það mjög alvarlegt að 21% unglinga reyki daglega og töldu fleiri konur það alvarlegt mál eða 77,6% aðspurðra, en 61,5% karla. Af þessu má ráða að almenningur lítur daglegar reykingar unglinga alvarlegri augum en það að 15 ára unglingar hafa drukkið áfengi einu sinni eða oftar. Þá virðast konur líta þessi mál alvarlegri augum en karlar. Spurt var Myndir þú segja að fíkniefnaneysla unglinga yngri en 16 ára, önnur en áfengisneysla, sé vandamál? Um 44% aðspurðra töldu það mjög mikið vandamál og 31% það fremur mikið vandamál.
    Fyrirhugað er að endurtaka könnunina á árinu 1998 til að athuga hvort og þá hvernig verkefni og aðgerðir sem hafa að markmiði að efla foreldra í vímuvörnum og afstöðu til ung lingadrykkju hafi breytt viðhorfum almennings til þessara mála.

3.1.3     Foreldrar hafa forræðið.

     Hvatningarherferð til foreldra og samfélagsins um mikilvægi foreldra í baráttunni gegn vímuefnum. Vímuvarnanefnd Reykjavíkur í samvinnu við Akureyrarbæ, Starfsmannafélög ríkisins og Reykjavíkurborgar o.fl. Sumarið 1997.
    Vímuvarnanefnd Reykjavíkurborgar hafði frumkvæði að hvatningarátaki í fjölmiðlum gegn vímuefnaneyslu unglinga. Akureyrarbær, Starfsmannafélag ríkisins, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar o.fl. tóku virkan þátt í þessu átaki. Átakið varð sérstaklega áberandi fyrir verslunarmannahelgina sumarið 1997 og voru foreldrar þá hvattir til að banna unglingum undir 16 ára að fara ein og eftirlitslaus á útihátíðir.
    Tilgangur átaksins var m.a. að hvetja foreldra til að segja afdráttarlaust NEI við áfengisdrykkju barna og unglinga, vara við kaupum á áfengi fyrir unglinga og við ferðum unglinga á eigin vegum á útihátíðir o.fl. Framkvæmdin fólst í auglýsingum og umræðu í fjöl miðlum. Niðurstöður úr áðurnefndri könnun voru notaðar til að upplýsa foreldra um hug og viðhorf annarra foreldra til þessara mála. Þannig var m.a. auglýst að 96% aðspurðra eru and vígir áfengisneyslu grunnskólanema, að flestir foreldrar eru andvígir ferðum barna undir 16 ára á útihátíðir o.fl. Voru slagorðin NEI ER JÁKVÆTT ÞEGAR VÍMUEFNI ERU ANNARS VEGAR og FORELDRAR ERU BESTIR Í FORVÖRNUM, mest áberandi í átakinu.
    Lokahnykkur átaksins var útgáfa sérblaðs sem fylgdi Morgunblaðinu þann 13. september 1997. Fjölmargir aðilar styrktu útgáfu blaðsins. Í því var fjallað um Fjölskyldumiðstöðina og forvarnaverkefni í grunnskólum, ráðstefnuna frá Foreldrum til foreldra sem nánar verður skýrt frá hér á eftir o.fl.

3.1.4 20,02 hugmyndir um eiturlyf.
     Stuðningur við ungt fólk til virkrar baráttu gegn vímuefnum og breyttra viðhorfa til unglingadrykkju. Samstarf við nemendaráð grunn- og framhaldsskólanna, Jafningjafræðslu og önnur samtök ungs fólks. Undirbúningur hófst 1997.
    Verkefnisstjórnin hefur haldið fundi með samtökum ungs fólks, m.a. stjórn Jafningjafræðslunnar, fulltrúum nemenda í nemendaráðum grunnskólans og þátttakendum á atvinnu átaksverkefnum í Hinu Húsinu.
    Í samstarfi við Hitt Húsið er í undirbúningi verkefni sem miðar að því að virkja ólíka hópa ungs fólks í samfélaginu til umræðu og aðgerða gegn eiturlyfjanotkun. Eru fyrstu till ögur tilbúnar. Verkefnið hefur verið kynnt undir nafninu 20,02 hugmyndir um eiturlyf og er gert ráð fyrir að hugmyndirnar verði túlkaðar með stuttmyndakeppni, myndlist, íþróttum, skáldskap, tónlist, fatahönnun, dans o.fl. Málþing ungs fólk um eiturlyf verður einn þáttur þessa verkefnis. Jafningjafræðslan er ráðgefandi við verkefnið.
    Verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja mun ábyrgjast fjármögnun verkefnisins.

3.2 Stuðningur frjálsra félagasamtaka við Ísland án eiturlyfja.
    Mjög mikilvægt er að efla virka þátttöku félagasamtaka í baráttunni gegn eiturlyfjum. Í undirbúningi er m.a. í samstarfi við Æskulýðsfulltrúa ríkisins starf á þessu sviði. Einnig er stefnt að samstarfi við Íþróttsamband Íslands. Eftirtalin verkefni undir þessum lið hafa verið kynnt sem framlag til áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja á árinu 1997.

3.2.1 Körfuboltadómarafélagið.
     Áletrunin Ísland án eiturlyfja á baki dómarabúninga.
    Í september 1997 var undirritaður samningur við Körfuboltadómarafélag Íslands um að áletrunin Ísland án eiturlyfja sé á baki búninga þeirra næstu tvö ár.

3.2.2 Íþróttabandalag Reykjavíkur.
     Samstarf um vímuvarnafræðsla fyrir foreldra.
    Vímuvarnanefnd Reykjavíkurborgar hefur átt samstarf við Íþróttabandalag Reykjavíkur um vímuvarnafræðslu fyrir foreldra. Tengist starfið fræðslu fyrir þjálfara sem forvarnadeild SÁÁ hefur haft umsjón með af hálfu bandalagsins.

3.3 Stuðningur fjölmiðla og listamanna við Ísland án eiturlyfja.
    Framsetning fjölmiðla og túlkun listamanna á viðhorfum til eiturlyfja er grundvallaratriði í þessari baráttu. Listamenn hafa mikil áhrif, sérstaklega á ungt fólk, og því er stuðningur þeirra afar mikilvægur. Áhrif fjölmiðla eru óumdeilanleg og er í undirbúningi málþing þar sem fulltrúum ungs fólk úr grunn- og framhaldsskólum og fulltrúum fjölmiðla verður boðið til umræðu um málefni ungs fólk og umfjöllun fjölmiðla á viðfangsefnum þeirra. Í undirbúningi er einnig skipulagning greinarskrifa um forvarnamál undir merkjum áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja í dagblöðum. Unnið er að gerð heimasíðu fyrir verkefnið auk fleiri verk efna á þessu sviði.
    Meðal þeirra verkefna sem kynnt voru á árinu 1997 eru:

3.3.1 Vígorðasamkeppni.
     Samvinna RÚV-Rásar 2 og verkefnisstjórnar. Sumarið 1997.
    Í samstarfi verkefnisstjórnar og Rásar 2 var skipulögð vígorðasamkeppni á Rás 2 á liðnu sumri. Bárust fjölmörg vígorð í keppnina og var valið besta vígorði dagsins, alla virka daga. Verðlaunin voru bolir með merki áætlunarinnar og Rásar 2. Í lokin var valið besta vígorðið og varð Dóp er dauðans matur fyrir valinu. Höfundur þess er Örn Bjarnason, sem fékk í verðlaun tvo áskriftarmiða á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

3.3.2 Samstarf við listamenn.
     Samvinna Hins hússins og verkefnisstjórnar. Fyrri hluti árs 1998.
    Verkefnið 20,02 hugmyndir um eiturlyf, sem vikið var að hér að framan, er meðal annars liður í að skerpa stuðning listamanna við baráttuna gegn eiturlyfjum.

3.4 Stuðningur fyrirtækja, stofnana og samtaka við aðgerðir gegn eiturlyfjum

    Mikilvægt er að hvetja alla til að láta sig vímuvarnamál varða. Í þeim tilgangi er í undirbúningi kynningar- og fræðslustarf um vímuvarnir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í tengslum við það starf verður leitað eftir fjárstuðningi til að fjármagna ný verkefni á þessu sviði. Viðræður eru í gangi við fræðsludeild kirkjunnar og þjóðmálanefnd um virka þátttöku og samstarf í baráttunni gegn vímuefnum. Verkefni sem kynnt voru sérstaklega undir merkjum áætlunarinnar á árinu 1997 voru:

3.4.1 Eimskipafélag Íslands.
     Fjárstuðningur 1997–1999.
    Sumarið 1997 ákvað Eimskipafélag Íslands að leggja áætluninni Ísland án eiturlyfja lið með öflugum fjárstuðningi, kr. 1,5 milljónum á ári í þrjú ár. Ráðstefnan Frá foreldrum til foreldra, sem vikið verður að hér á eftir, naut góðs af styrknum á árinu 1997.

3.4.2 Starfsmannafélög.
    Samstarf og fjárstuðningur við hvatningarátak. Hófst 1997.
    Starfsmannafélag ríkisins og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar studdu hvatningarátak til stuðnings foreldrum gegn vímuefnaneyslu sem Reykjavíkurborg og Akureyrarbær o.fl. stóðu að undir merkjum áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja.

3.5 Áætlunin Ísland án eiturlyfja gerð sýnilegri.
    Blaðamannafundir, auglýsingar, fjölmargir fundir, fyrirlestrar, greinaskrif, kynning á verkefnum, notkun á merki áætlunarinnar o.fl. hafa verið liður í að gera áætlunina sýnilega. Fréttapunktar verkefnisstjórnar sem hafa verið sendir mjög víða eru liður í þessu starfi. Geta má þess að áætlunin hefur verið kynnt á tveimur ráðstefnum erlendis, auk þess sem borgarstjóri Reykjavíkur kynnti hana ásamt öðrum verkefnum Reykjavíkurborgar á borgar stjórnarfundi ECAD í París í júní 1997. Áætlunin Ísland án eiturlyfja hefur vakið sérstaka og jákvæða athygli fyrir skýra stefnumótun og afdráttarlaus markmið. Voru áætluninni gerð skil í fjölmiðlum í Danmörku. Hefur Fimm ára áætlun verkefnisstjórnar verið gefin út á ensku og dreift á ráðstefnum og fundum.

4. FORVARNIR OG FRÆDSLA
    Í öðrum kafla framkvæmdaráætlunarinnar er fjallað um forvarnir og fræðslu. Í þeim kafla er meginviðfangsefnið að leggja áherslu á vandaða fræðslu um fíkniefnamál fyrir börn og unglinga og vinna að markvissri fræðslu fyrir foreldra barna á grunnskólaaldri, fyrir kennara, leiðbeinendur, þjálfara og aðra sem starfa með börnum og unglingum.
    Þau verkefni sem unnið hefur verið að á árinu 1997 eru eftirtalin:

4.1.1 Vímuvarnaskólinn.
    Vímuvarnaskólinn fyrir alla grunnskóla landsins. Framkvæmd annast: Fræðslumiðstöð í fíknivörnum (FRÆ), Rauði kross Íslands (RKÍ) og Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) með stuðningi frá menntamálaráðuneyti – Hófst 1997.
    Á vormánuðum 1996 hafði Reykjavíkurborg frumkvæði að uppbyggingu og skipulagi sk. Vímuvarnaskóla. Vímuvarnaskólinn er fræðslukerfi fyrir starfsfólk grunnskólans og fór sem slíkur í alla grunnskóla borgarinnar. Fjölmargir aðilar komu að undirbúningi og framkvæmd þessa verkefnis sem þótti takast vel. Haustið 1996 afhenti Reykjavíkurborg Sambandi íslenskra sveitarfélaga efni Vímuvarnaskólans til ráðstöfunar með hvatningu og von um að það nýttist öðrum sveitarfélögum.
    Rauði kross Íslands, Fræðslumiðstöð í fíknivörnum og SÁÁ hafa í samvinnu við menntamálaráðuneytið tekið að sér að annast framkvæmd Vímuvarnaskólans. Er kennsla og undirbúningur þegar hafinn í nokkrum sveitarfélögum.

4.1.2 Grafarvogur í góðum málum.
     Grafarvogur í góðum málum. Samræmd fræðsla fyrir fullorðna. Tilraunaverkefni í Grafarvogi. Samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, frjálsra félaga, Þjóðkirkjunnar, foreldrasamtaka, o.fl. Umsjón annast forvarnadeild SÁÁ. Hófst 1997
    Á vormánuðum 1997 hófst undirbúningur að samstarfsverkefni þvert á stofnanir, samtök og félög sem starfa að barna- og unglingamálum í Grafarvogi. Verkefnið felur í sér víðtæk samráð um forvarnastarf með áherslu á vímuvarnir. Vímuvarnanefndin réð forvarnadeild SÁÁ til að leiðbeina og skipuleggja verkefnið. Þegar Miðgarður, fjölskyldumiðstöð Grafar vogs, tók til starfa í september sl. tók tómstunda- og menningarfulltrúi Miðgarðs að sér verkefnisstjórn. Verkefnið er kynnt undir heitinu Grafarvogur í góðum málum.
    Fjölmargir taka þátt í verkefninu og er sameiginlegt markmið það að Grafarvogsbúar taki höndum saman um að efla heilbrigði barna og unglinga.
    Lögð verður áhersla á eftirfarandi undirmarkmið:
     *      Fyrirmyndar skólastarf í Grafarvogi.
     *      Efla jákvæðar tómstundir.
     *      Vinna gegn allri neyslu tóbaks, áfengis og vímuefna hjá börnum á grunnskólaaldri.
     *      Lykilaðilar í uppeldi barna og unglinga skilgreina hlutverk sitt og leiðir í forvörnum.
    Unnin hefur verið framkvæmdaráætlun þar sem einstökum verkefnum og verkaskiptingu er lýst. Þann 26. nóvember 1997 var haldinn borgarafundur í Grafarvogi þar sem verkefnið var kynnt og mættu um 150 manns á fundinn. Árangursmat verður gert á verkefninu og mun könnun á vegum félagsmiðstöðvanna liggja þar til grundvallar.

4.1.3 Vinnuskóli Reykjavíkur.
     Fræðsla um vímuvarnir fyrir nemendur og starfsmenn Vinnuskóla Reykjavíkur. Framkvæmd á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur. Fræðsluna annast Jafningjafræðslan og for varnadeild SÁÁ. Hófst sumarið 1997 .
    Líkt og grunnskólinn er vettvangur fræðslu í vímuefnavörnum yfir vetrartíma þá er mikilvægt að vinnuskólinn sé slíkur vettvangur yfir sumartímann. Margt bendir til þess að sumrin milli 8. og 9. bekkjar og aftur á milli 9. og 10. séu áhættutími með tilliti til vímuefnaneyslu, sérstaklega útihátíðir.
    Stjórn Vinnuskóla Reykjavíkurborgar réð Jafningjafræðslu framhaldsskólanna til að annast fræðslu fyrir nemendur skólans í vímuvörnum. Þótti sú fræðsla um margt gefast vel, sérstaklega fyrir unglinga sem voru að fara í 10. bekk.
    Menntun leiðbeinenda í vinnuskólanum er afar mikilvæg með tilliti til vímuefnamála. Það framtak stjórnar vinnuskólans að fá sérstaka fræðslu fyrir leiðbeinendur er lofsverð og brýnt að fleiri sveitarfélög geri slíkt hið sama. Forvarnadeild SÁÁ annaðist fræðsluna.

4.1.4 Forvarnastarf í skólum.

     Skipulagning forvarnastarfs í skólum, einkum starf gagnvart áhættuhópum. Stefnumörkun. Tillögur um úrræði vegna áhættu sem varðar sjálfsvíg og fíkniefnaneyslu. Framkvæmd annast menntamálaráðuneytið í samvinnu við FRÆ. Hófst í ársbyrjun 1997.
    Menntamálaráðuneytið hafði frumkvæði að verkefni sem hefur að markmiði að efla forvarnir í skólum. Hefur FRÆ annast umsjón með verkefninu. Verkefninu hefur verið skipaður starfshópur og er honum einkum ætlað að vinna að endurskoðun forvarnastarfs í skólum, aðalnámsskrá fyrir grunnskóla, stefnumörkun framhaldsskóla í vímuvörnum, sér stökum úrræðum vegna áhættu er varðar sjálfsvíg og fíkniefnaneyslu á báðum skólastigum og tillögum um námsefni í grunn- og framhaldsskólum með sérstöku tilliti til áhættu er varðar sjálfsvíg og fíkniefnaneyslu.

4.1.5 Stuðningsstarf í grunnskólum.
    Stuðningsstarf – Jafningjafræðsla í grunnskólum. Undirbúningur hófst 1997. Samstarf við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, ÍTR, Jafningjafræðslu framhaldsskólanna o.fl.
    Verið er að undirbúa í tilraunaskyni stuðningsstarf innan grunnskólans. Megintilgangur starfsins er að draga úr neyslu fíkniefna, skrópi, einelti, ofbeldi og afbrotum meðal unglinga. Undirbúningur er hafinn og áætlað að starfið hefjist haustið 1998.

4.1.6 Samstarf við tóbaksvarnanefnd.
    Samráð og samstarf við tóbaksvarnanefnd um aðgerðir. Undirbúningur hófst 1997.
    Verkefnisstjórnin hefur átt gott samstarf við tóbaksvarnanefnd. Í því sambandi er vert að nefna samstarf um gerð könnunar á viðhorfum foreldra til unglingamála, samstarf um gerð samnings við Körfuboltadómarafélagið um slagorð á búninga dómara og við undirbúning að útgáfu á niðurstöðum fíkniefnaþáttar könnunar Rannsóknarstofnunar uppeldis- og mennta mála Ung '97. Hefur verkefnisstjórn áhuga á víðtækara samstarfi á árinu 1998.

4.1.7 Heilsuefling.
    Geta heilsugæslustöðvarnar orðið virkara afl í vímuefnavörnum? Undirbúningur hófst 1997.
    
Undirbúningur að samstarfi við stjórn HEILSUEFLINGAR – verkefni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis hófst á árinu 1997. Fyrirhugað er að skoða þátt heilsugæslustöðva í vímuefnavörnum. Verður skipaður starfshópur í upphafi ársins 1998.

5. VIRKJA FRJÁLS FÉLAGASAMTÖK
    Frjáls félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki í mótun æskunnar og brýnt að félög og samtök hafi skýra stefnu í vímuvarnamálum. Í fimm ára áætlun verkefnisstjórnar er lögð áhersla á að styðja starfsemi frjálsra félagasamtaka og hvetja til stefnumótunar og aðgerða í vímuvarnamálum.
    Ekki var gert ráð fyrir að þessum þætti væri sinnt sérstaklega á árinu 1997 nema með því að hvetja íþróttahreyfinguna til að auka fræðslu um forvarnir fyrir þjálfara og leiðbeinendur. Hefur vímuvarnanefnd Reykjavíkurborgar verið aðili að samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur um fræðslu fyrir þjálfara og foreldra. Þá hefur eins og áður er getið verið gert samkomulag við Körfuboltadómarafélagið um kynningu á áætluninni. Í framkvæmdar áætluninni er gert ráð fyrir öflugara starfi á þessu sviði á árinu 1998.

6. SAMSTARF VID FORELDRASAMTÖK
    Fjórði kafli fimm ára áætlunar verkefnisstjórnar fjallar um samstarf við foreldrasamtök. Verkefnisstjórnin álítur samstarf við foreldrasamtök brýnt verkefni sem vinna þurfi stöðugt að. Foreldrar gegna lykilhlutverki í vímuefnavörnum og því mjög mikilvægt að styðja þá til dáða í þessari baráttu. Verkefnisstjórn hefur átt mjög gott samstarf við Landssamtökin Heimili og skóla og foreldrasamtökin Vímulausa æsku. Megináhersla í þessu starfi er:

6.1 Stuðningur og samráð við foreldra um vímuvarnastarf.
    Fjölmörg verkefni eru í undirbúningi eða í framkvæmd að frumkvæði foreldra í vímuefna vörnum og má merkja vakningu í þessu sambandi víða um land. Verkefnisstjórn er með í undirbúningi ýmis verkefni sem byggjast á samstarfi við foreldra og samtök þeirra. Í því sambandi er vert að nefna fyrirhugaðar ráðstefnur úti um land þar sem vímuvarnastarf á vegum foreldrasamtaka, tölur um vímuefnaneyslu barna og unglinga, starf sveitarfélaga o.fl. verður til umfjöllunar. Eftirtöldum verkefnum hefur verið hleypt af stokkum undir merkjum áætlunarinnar á árinu:

6.1.1 Frá foreldrum til foreldra.

     Ráðstefnur um hlutverk og stöðu foreldra með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Samvinna við Landssamtökin Heimili og skóli og Vímulaus æska. Undirbúningshópur hóf störf vorið 1997. Fyrsta ráðstefnan var haustið 1997.
    
Ráðstefnan Frá foreldrum til foreldra var haldin að frumkvæði verkefnisstjórnar í samstarfi við Landssamtökin Heimili og skóli og Foreldrasamtökin Vímulaus æska, með sér stökum stuðningi Eimskips.
    Dagskrá ráðstefnunnar var mjög fjölbreytt og sóttu hana um 230 manns. Sue Rusche framkvæmdastjóri „National Families in Action“ í Bandaríkjunum var sérstakur gestur ráðstefnunnar og talaði hún m.a. um mikilvægi þess að foreldrar skipulegðu sig vel og að ekkert mætti gefa eftir í þessu brýna verkefni sem baráttan við eiturlyfin er. Ávörp fluttu borgarstjórinn í Reykjavík, félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra. Auk þess töluðu fulltrúar stofnana, samtaka og fyrirtækja. Dr. Þórólfur Þórlindsson prófessor flutti mjög eftirtektarvert erindi um vímuefnaneyslu unglinga og samskipti þeirra við foreldra, Árni Gunnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Starfs mannafélagsins Sóknar og Hjördís Ásberg, starfsmannastjóri Eimskips fjölluðu um fjöl skyldustefnu í framkvæmd og Jónína Bjartmarz formaður Heimilis og skóla fjallaði um hlutverk foreldrasamtaka í forvörnum. Eftir hádegi störfuðu átta mjög áhugaverðar málstofur sem fulltrúar foreldrasamtaka önnuðust að mestu. Var það mat viðstaddra að ráðstefnan hefði tekist mjög vel og gæti markað tímamót varðandi virka þátttöku foreldra í vímuvarna starfi.
    Sue stjórnaði einni af málstofum ráðstefnunnar og kviknaði þar áhugi á að stofna aðgerðahóp foreldra sem léti sig m.a. varða duldar auglýsingar á eiturlyfjum. Er undir búningsvinna í því sambandi komin vel á veg.

6.1.2 Fyrirmyndarforeldrar.
    Verkefni Landssamtakanna Heimilis og skóla og framlag þess til áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja. Hófst haustið 1997.
    
Landssamtökin Heimili og skóli hafa kynnt forvarnaverkefni sem beinist aðallega að foreldrum barna í 7.–8. bekk grunnskóla. Markmiðið er að fá foreldra til að taka ákveðnari afstöðu gegn áfengisneyslu unglinga og efla samstöðu þeirra innbyrðis. Verkefnið ber heitið „Fyrirmyndarforeldrar“ og er eins konar jafningjafræðsla meðal foreldra. Með titlinum er minnt á að foreldrar eru fyrirmyndir, bæði í því sem þeir segja og gera. Verkefnið er styrkt af Forvarnasjóði og er framlag Heimilis og skóla til áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja.
    Boðskapur til foreldra snýr fyrst og fremst að ábyrgð þeirra og hlutverki sem uppalenda. Lögð er áhersla á atriði eins og:
     *      Verum ábyrgar fyrirmyndir.
     *      Setjum reglur, útskýrum þær vel og fylgjum þeim.
     *      Veitum stuðning gegn hópþrýstingi.
     *      Ræðum um áfengi og vímuefni við börnin okkar.
     *      Kaupum aldrei áfengi handa börnum og unglingum.
     *      Kynnumst vinum barna okkar og höfum samráð við foreldra þeirra.
     *      Styðjum heilbrigða tómstundaiðkun unglinga.
    Stefnt er að því að kynna „Fyrirmyndarforeldrana“ á fundum í öllum eða flestum grunnskólum landsins veturinn 1998–1999.

7. UNGT FÓLK Í ÁHÆTTU
    Í öllu vímuvarnastarfi er grundvallaratriði að finna þau börn og þá unglinga sem tilheyra áhættuhópum. Nauðsynlegt er að beina viðeigandi stuðningi og þjónustu að þessum hópi, þannig að unnt sé að grípa til ráðstafana áður en skaðinn er skeður. Aukið leitarstarf og þekking á einkennum áhættuhegðunar er grundvallaratriði í þessu sambandi.
    Eitt af viðfangsefnum verkefnisstjórnar er að hvetja til og stuðla að bættri aðstoð við ungt fólk í áhættuhópi. Meðal viðfangsefna sem eru brýn í því sambandi er að auka þekkingu þeirra sem starfa að barna- og unglingamálum á einkennum áhættuhegðunar. Í undirbúningi er tilraunaverkefni í nokkrum grunnskólum á landinu sem tekur mið af þessum þáttum. Rætt hefur verið við forsvarsaðila í Hinu Húsinu, menningarmiðstöð ungs fólks um aukna ráðgjöf fyrir ungt fólk með tilliti til vímuefnamála. Á árinu hafa einnig verið fundir með forsvars aðilum fangelsismálastofnunar um aukinn stuðning við ungt fólk í afbrotum, verður starfi í því sambandi fram haldið á árinu 1998. Fundir hafa verið með forsvarsaðilum fanga hjálparinnar Verndar um stuðning og aðstoð við fyrrverandi fanga o.fl. Meðal verkefna sem komist hafa til framkvæmda á árinu 1997 og verið kynnt sem framlag til áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja eru.

7.1.1 Fjölskyldumiðstöðin.
    Samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Reykjavíkurdeildar RKÍ. Starfsemin hófst í apríl 1997.
    Fjölskyldumiðstöðin er stuðnings- og ráðgjafarþjónusta ætluð fjölskyldum sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu barna sinna. Um er að ræða tilraunaverkefni sem verður metið vorið 1998 og ákvörðun um fyrirkomulag þjónustu af þessu tagi tekin í framhaldi af því. Skólar, félagsmiðstöðvar og aðrir sem starfa með börnum og unglingum geta vísað foreldrum á þjónustuna þegar barn er talið vera í áhættu með tilliti til neyslu vímuefna. Sjá nánari upp lýsingar um starfsemi Fjölskyldumiðstöðvarinnar í kafla 3.1.1 um Vímulausan grunnskóla.

7.1.2 Sérfræðiráðgjöf við framhaldsskóla
    Verkefni á vegum menntamálaráðuneytisins. Umsjón með undirbúningi hefur FRÆ. Hófst 1997.
    
Starfshópur vinnur að undirbúningi og fyrirkomulagi sérfræðiráðgjafar við framhaldsskólana.

     8.      SAMSTARFSHÓPAR Á LANDSVÍSU OG Í SVEITARFÉLÖGUM GEGN EITURLYFJUM
    Víða um land er unnið öflugt starf í vímuvörnum. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur látið vímuvarnamál til sín taka með ýmsum hætti. Í fyrsta lagi með gerð áætlunar í 10 punktum þar sem sveitarfélög eru m.a. hvött til aðgerða í vímuvarnamálum og stefnumótunar í málaflokknum, í öðru lagi með umfjöllun um vímuvarnamál í blaði sambandsins og í þriðja lagi með málþingi í maí 1997 þar sem fjallað var um framvindu mála á þessu sviði í sveitar félögum á landinu.
    Í framkvæmdaáætlun verkefnisstjórnar er lög áhersla á að stuðlað að virku vímuvarna starfi í sveitarfélögum um allt land
    Verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja hefur sent öllum stærri sveitarfélögum á landinu bréf þar sem óskað er eftir hugmyndum um verkefni sem gætu stuðlað að virkri þátttöku alls almennings í baráttunni við fíkniefni og einnig verkefnum sem taka mið af þjón ustu við unglinga 16–18 ára. Ætlunin er að funda með áhugasömum sveitarfélögum á vor mánuðum 1998 um þessi mál og undirbúa stofnun samstarfshóps sveitarfélaga gegn eitur lyfjum.
    Verkefnisstjóri hefur verið í sambandi við mörg sveitarfélög á árinu. Um hefur verið að ræða hugsanleg samstarfsverkefni, en einnig ráðgjöf í vímuvörnum sem hefur fyrst og fremst falist í að vísa á sérfróða aðila um tiltekin efni. Sveitarfélagaverkefni SÁÁ er mikilsverður liður í að efla starf sveitarfélaga í vímuefnavörnum og stuðla að nýrri og bættri skipan þeirra mála í sveitarfélögunum. Hefur verkefnisstjórnin m.a. bent forsvarsaðilum sveitarfélaga á þessa starfsemi. Eins og áður hefur komið fram í þessari skýrslu er eitt slíkt verkefni í sam starfi við SÁÁ í Grafarvogi (sjá kafla 4.1.2) kynnt sem framlag til áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja.
    Verkefnisstjóri heimsótti Stykkishólm ásamt framkvæmdastjóra Heimilis og skóla og átti fund með fulltrúum bæjarfélagsins um forvarnamál. Í kjölfarið hefur verið unnið að bættu skipulagi vímuvarna og gerð vímuvarnaáætlunar. Verkefnisstjóri og fulltrúi fíkniefnalögregl unnar í Reykjavík heimsóttu Stöðvarfjörð og Djúpavog. Haldnir voru fundir með bæjarbúum þar sem kynntar voru tölulegar upplýsingar, tæki og tól til neyslu o.fl. Í kjölfarið var skip aður starfshópur um forvarnamál á Stöðvarfirði. Á Djúpavogi var í framhaldi af fundinum könnuð neysla vímuefna meðal nemenda í efri bekkjum grunnskólans. Niðurstaðan varð mjög ánægjuleg en nánast enginn nemandi grunnskólans neytti áfengis eða annarra vímuefna. Ákvað sveitarstjórnin að fagna þessum niðurstöðum og bauð nemendum til veislu. Hefur þessi framkvæmd vakið verðskuldaða athygli og ánægju bæði meðal bæjarbúa og annarra.
    Verkefnisstjóri hefur átt mjög gott samstarf við fulltrúa Akureyrarbæjar bæði í tengslum við hvatningarátakið (sjá kafla 3.1.3) og fleiri verkefni sem í undirbúningi eru. Samvinna hefur verið við Seltjarnarnesbæ og Gerðahrepp um hugsanlegt samstarf á árinu 1998.
    Verkefnisstjórnin fyrirhugar að halda ráðstefnur um forvarnamál í öllum eða flestum landshlutum á næsta ári og verður fyrsta ráðstefnan haldin á Húsavík í byrjun árs 1998. Ráðstefnurnar verða haldnar í samvinnu við viðkomandi sveitarstjórnir.

9. TOLL- OG LÖGGÆSLA
    Efld starfsemi toll- og löggæslu er ein af undirstöðum þess að árangur náist í baráttunni við dreifingu og sölu eiturlyfja. Aðgengi barna og unglinga að hassi og amfetamíni hefur aukist á liðnum árum og telur verkefnisstjórn það forgangsverkefni að stuðla að virku og öflugu samstarfi toll- og löggæslu til að draga megi úr framboði eiturlyfja í landinu. Fundir hafa verið haldnir með fulltrúum ríkistollstjóra og tollstjóranum í Reykjavík þar sem þessi mál hafa verið rædd. Fundir hafa einnig verið haldnir með lögreglu og fulltrúum dóms málaráðuneytis. Sérstakt átak hefur verið gert innan tollsins, m.a. hefur verið ráðinn deildarstjóri í fíkniefnamálum, keyptur hefur verið nýr hundur til fíkniefnaleitar og fleira.
    Skipulag fíkniefnamála hefur tekið breytingum með breyttum lögum um skipan löggæslu mála. Rannsókn fíkniefnamála hefur flust til umdæma sýslumanna og er mikilvægt að tryggð sé virk löggæsla í fíkniefnamálum um allt land.
    Verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja telur að leita verði allra leiða til að hefta innflutningi ólöglegra vímuefna og leggur því til að skipaður verði starfshópur toll- og löggæslu sem sé falið það verkefni að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum aðgerðum í þessu sambandi.

10. DRÖG AD FRAMKVÆMDARÁÆTLUN ÁRSINS 1998
    Í þessum kafla verður farið yfir helstu verkefni sem verkefnisstjórnin áætlar að hrinda í framkvæmd á árinu 1998. Umfang verkefnanna ræðst af fjármögnun og samstarfsaðilum.

10.1 Sveitarfélög hvött til framkvæmda.
    Verkefnisstjórnin sendi stærri sveitarfélögum bréf í lok síðasta árs og óskaði eftir hug myndum um framkvæmd verkefna á sviði vímuvarna. Unnið verður í því að hvetja sveitar félög til framkvæmda með eftirfarandi hætti:
     *      Stofnað til samvinnu við Samband ísl. sveitarfélaga. Fá sambandið í lið með áætluninni við að hvetja sveitarfélög til að gera vímuvarnaáætlanir. Sveitarfélög gegn vímuefnum - hlutverk Sambands ísl. sveitarfélaga í slíku verkefni. Fundur í febrúar nk. með áhuga sömum sveitarfélögum til undirbúnings.
     *      Oddamönnum á framboðslistum til sveitarfélaga ritað bréf þar sem athygli er vakin á vímuvörnum, hlutverki sveitarfélaga á þessu sviði ásamt hvatningu um að gera vímu varnir að kosningamáli.
     *      Safna upplýsingum um verkefni á vegum sveitarfélaganna á þessu sviði, bæði til að geta bent á þau og eins hvetja til nýrra sem tengjast áætluninni.
     *      Málþing í sveitarfélögum, sbr. hér á eftir.
     *      Ráðgjöf og upplýsingar til sveitarstjórna. Kortleggja sérhæfða þjónustu á sviði vímuvarna sem sveitarfélögin o.fl. geta nýtt sér. Þar yrði gerð grein fyrir kostnaði við slíka þjónustu. Benda áhugasömum sveitarstjórnum og öðrum á hvert hægt sé að leita um stuðning, sbr. kortlagningu.
    Kostnaður greiðist af árlegri fjárveitingu til verkefnisins, nema annað sé tekið fram.

10.2 Ráðstefnur í öllum landshlutum.

    Á árinu 1998 verði að frumkvæði verkefnisstjórnar áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja haldnar ráðstefnur í völdum sveitarfélögum í öllum kjördæmum landsins. Ráðstefnurnar verði haldnar í samvinnu við Heimili og skóla, Samtök sveitarfélaga og fleiri áhugasama. Á dagskrá verði m.a:
     *      Kynning á áætluninni Ísland án eiturlyfja.
     *      Kynning á niðurstöðum úr rannsókn Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála Ungt '97 um vímuefnaneyslu unglinga á hverju svæði og samspili samveru foreldra og unglinga annars vegar og neyslu hins vegar.
     *      Kynning á völdu vímuvarnastarfi á viðkomandi svæði.
     *      Kynning á starfi foreldrafélaga og hlutverki þeirra í vímuvörnum.
     *      Kynning á sveitarfélagaverkefnum SÁÁ og hvað SÁÁ getur boðið áhugasömum sveitarfélögum.
    Stefnt er að því að halda fyrstu ráðstefnuna á Húsavík í febrúar nk. Kostnaður verði eftir því sem unnt er greiddur af styrktarfé.

10.3 Rannsóknir.
    Undirstaða áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja byggist á að hægt sé að meta árangur af aðgerðum og verkefnum. Lögð er áhersla á:
     *      Útgáfu bókar með niðurstöðum könnunarinnar Ung '97 á vímuefnaneyslu unglinga á landinu. Gert er ráð fyrir að bókin komi út í janúar 1998 og að hún verði meðal þeirra gagna sem liggja munu frammi á kynningarfundum í kjördæmum.
     *      Árlegar kannanir á vímuefnaneyslu unglinga, í fyrsta sinn í mars 1998.
     *      Könnun á neyslu ungs fólk á aldrinum 16 –20 ára. Slík könnun verði gerð á árinu 1998.
     *      Könnun á neyslu eiturlyfja meðal almennings. Slík könnun verði gerð 1998.
    Aflað verði styrktaraðila og stuðnings úr forvarnasjóði til allra þessara þátta. Athugað verði hvort unnt sé að nýta sjálfboðaliða til ákveðinna verkþátta undir verkstjórn rannsókn araðila.

10.4 Ungt fólk gegn vímuefnum.
    Í samvinnu við Hitt Húsið verður ráðist í verkefni sem ætlað er að virkja ólíka hópa ungs fólks í samfélaginu til umræðu og aðgerða gegn eiturlyfjanotkun. Verkefnið gengur undir heitinu 20,02 hugmyndir um eiturlyf og gera fyrstu tillögur ráð fyrir að verkefnið eða hug myndirnar verði túlkaðar með stuttmyndakeppni, myndlist, íþróttum, skáldskap, tónlist, fata hönnun, dansi o.fl. Málþing ungs fólk um eiturlyf verður einn þáttur þessa verkefnis. Jafn ingjafræðslan er ráðgefandi við verkefnið. Öll framkvæmd er í höndum ungs fólks.
    Kostnaður verður greiddur af styrk EIMSKIPS til áætlunarinnar en jafnframt mun Hitt húsið afla styrktaraðila við verkefnið auk þess sem forsvarsmenn þar munu leitast við að virkja sem flest ungt fólk til þátttöku.
    Áætlaður kostnaður við verkefnið er 1,2 millj. kr.

10.5 Kynning á skaðsemi vímuefna.
    Kröftugt kynningarátak á skaðsemi vímuefna er fyrirhugað á árinu. Kynningarátaki verður unnið í samvinnu við unglingablaðið SMELLUR. Átakið beinist í fyrstu að ungu fólki og verður lögð áhersla á að fræðslan verði fagleg og upplýsandi um skaðsemi eiturlyfja. Kynningarátakið byggir á auglýsingum í blöðum sem unglingar lesa, fjölmiðlakynningu og e.t.v. með útgáfu bæklings. Í þessu sambandi er áætlað að fá inni í unglingaþáttum í sjónvarpi og þáttum eins og Ísland í dag og Dagsljósi.
    Afla þarf styrktaraðila við áætlunina og mun umfangið ráðast af því hversu mikils stuðnings verður unnt að afla.

10.6 Fræðsla fyrir félög og vinnustaði.
    Í undirbúningi er fræðsla og kynning fyrir félög, samtök og vinnustaði. Fræðslan mun felast í kynningu á áætluninni Ísland án eiturlyfja og á tölulegum upplýsingum um neyslu vímuefna meðal ungs fólk á Íslandi og mikilvægis foreldra í forvörnum gegn vímuefnum.
    Skipulagning og fjármögnun þessa verkefnis er í höndum Gunnars M. Hanssonar í sam vinnu við verkefnisstjórn áætlunarinnar. Kynning verður í höndum forsvarsmanna rann sóknarinnar Ungt '97 og skipuleggjanda.
    Afla þarf styrktaraðila til að fjármagna kynninguna og er gert ráð fyrir að þeir vinnustaðir sem fái kynninguna láti af hendi rakna fjárhæð sem standi a.m.k. undir kynningu á við komandi stað. Jafnframt er fyrirhugað að útbúa bækling um vímuefnaneyslu, foreldrahlut verkið og forvarnir til dreifingar á þessum fundum.

10.7 Aðgerðarhópurinn REIDIR FORELDRAR
    Hópur foreldra sem hefur áhyggjur af stöðu fíkniefnamála hefur hist og hefur áhuga á að láta til sín taka á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að hópurinn muni hefja störf af krafti nú í upphafi ársins.
    Hópurinn hyggst beita sér gegn sölu tóbaks og áfengis til barna og ungmenna, gegn óbeinum og beinum auglýsingum á áfengi, tóbaki og eiturlyfjum. Starf hópsins verður fram lag til áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja. Gert er ráð fyrir að í hópnum verði sjálfboðaliðar þó ráða þurfi verkefnisstjóra tímabundið og afla styrktaraðila.

10.8 Aðgerðarhópurinn AFAR / ÖMMUR gegn fíkniefnum.
    Í upphafi ársins verður kannað hvort grundvöllur sé fyrir aðgerðarhópi ellilífeyrisþega undir heitinu afar og/eða ömmur gegn áfengi/tóbaki/eiturlyfjum. Leitað verður til samtaka aldraðra til að ræða hugmyndina. Hópurinn myndi starfa með svipuðu sniði og Reiðir for eldrar en þó með hliðsjón af mismunandi hlutverki foreldra annars vegar og afa og ömmu hins vegar. Um sjálfboðaliðastarf yrði að ræða.

10.9 Heimasíða áætlunarinnar.
    Í tengslum við áætlunina og þau verkefni sem leggja á áherslu á fyrri hluta ársins 1998 er mikilvægt að koma upp heimasíðu og hafa á henni tengingu við þá aðila sem starfa á þessu sviði. Ráða þarf umsjónarmann með heimasíðunni.
    Aflað verði styrktaraðila til að fjármagna þessa framkvæmd.

10.10 Heilsubær.
    Í samvinnu við HEILSUEFLINGU – verkefni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis er í undirbúningi verkefnið Heilsubær þar sem vímuvarnir verða í forgrunni heilsueflingar í bæjarfélaginu. Hefur Seltjarnarnesbær sýnt málinu áhuga og verður heilsugæslustöðin virkur þátttakandi í verkefninu líkt og í öðrum Heilsubæjum. Rætt hefur verið við forvarnadeild SÁÁ um að annast fræðsluþátt verkefnisins. Verkefnisstjóri er Sigrún Magnúsdóttir. Verkefnið er framlag Seltjarnarnesbæjar til áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja.
    Sótt verður um styrk frá Heilsueflingu og Ísland án eiturlyfja styrkir árangursmat á verk efninu.

10.11 Stuðningsstarf í grunnskólum.
    Í undirbúningi hjá vímuvarnanefnd Reykjavíkur er verkefni sem felur í sér skipulagt stuðningsstarf í grunnskólum. Megintilgangur verkefnisins er að draga úr neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna, skrópi, ofbeldi og afbrotum.
    Framkvæmdin felst fyrst og fremst í ráðningu „skólavina“ sem er fólk á aldrinum 20–25 ára. Þeir aðstoða nemendur sem standa höllum fæti bæði innan og utan skólans. Auk þessa verður skipulagt stuðningskerfi meðal nemenda n.k. jafningjastuðningur.
    Fyrirhugað er að verkefnið hefjist nk. haust og verður það tilraunaverkefni í tveimur skól um í Reykjavík. Skólum á landsbyggðinni verður boðin þátttaka. Fyrirhugað er að óska eftir aðstoð og þátttöku Jafningjafræðslunnar við framkvæmd verkefnisins.

10.12 Kynningarátak um útivistarreglur.
    Fyrirhugað er kynningarátak um útivistarreglur í samstarfi við forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Tilgangur átaksins er að hvetja foreldra til að halda reglur um útivistartíma og koma í veg fyrir að börn og unglinga séu á ferli eftirlitslaus á kvöldin. Ofbeldi, afbrot og vímuefnaneysla á sér yfirleitt stað eftir að leyfilegum útivistatíma barna og unglinga lýkur.
    Framkvæmdin felst í auglýsingum og umræðu í fjölmiðlum. Leitað verður til sveitar félaga, stofnana og fyrirtækja um þátttöku í átakinu.


Fskj. 1.

VERKEFNI UNDIR MERKI ÁÆTLUNARINNAR


ÍSLAND ÁN EITURLYFJA Á ÁRINU 1997







(TÖFLUR – 3 blaðsíður – myndaðar.)



Fskj. 2.

YFIRLIT YFIR ÁÆTLUÐ VERKEFNI UNDIR MERKI ÁÆTLUNARINNAR


ÍSLAND ÁN EITURLYFJA Á ÁRINU 1998




(TÖFLUR – 3 blaðsíður – myndaðar.)

Neðanmálsgrein: 1
    1 Árni Gunnarsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra var fulltrúi hans í verkefnastjórninni í fyrstu.